Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 2:5. april 1972. Halldór Laxness fylgir Bjarti i Sumarhúsum úr hlaði. Það er ekki einasta að Laxness láti sinar bækur gerast í stilnum, heldur býr hann sj gætu boriö þvi vitni, aðhann væri að stjórna sinfóniuhljómsveit. Svo er þó ekki. Ilann er einungis að árétta þá lifsins sinfóniu, sem birtisl Hann ræðir einnig við Gunnar Eyjólfsson á þessum myndum, og það er engin ellimörk að sjá á hinum sjötuga höfðingja islenzkrar orðlistar. Hefur skrifað hálft hundrað bóka Halldór Kiljan Laxness fæddist 23. april 1902 i húsi þvi við Lauga- veg, sem nú er númer 32, i Reykjavik, og voru foreldrar hans Guðjón Helgi Helgason, vegaverkstjóri, siðar bóndi i Lax- nesi i Mosfellssveit, og kona hans Sigriöur Halldórsdóttir. Halldór Guðjónsson er þvi sjötugur i dag. Að baki er stórbrotin mannlifs- saga, sem ekki er einungis per- sónusaga, heldur hefur markað dýpri spor i menningarlif þjóðar- innaren flest annað á þessu tima- bili. t>ess vegna heldur öll þjóðin hátiðlegt sjötugsafmæli skdlds sins á þessum timamótadegi hans. Halldór settist að gagnfræða- námi i Menntaskólanum i Reykjavik eins og fleiri unglingar og tók þar gagnfræðafróf á full- veldisári þjóðarinnar 1918, en hætti námi i 4. bekk árið eftir sautján ára aðaldri, sama árið og fyrsta bók hans, Barn náttúr- unnar, kom út. Sú bók benti ein- dregið til þess, hvert hann hafði heitið för sinni, er hér var komið, þótt á henni mætti finna unglings- tökin. skaut snillihugsunin hvar- vetna upp kolli. Og meðan sú bók var enn i prentun, hafði Halldór hleypt heimdraganum og var sigldur út i iönd i þá heimsreisu, sem hann hefur varla linnt i hálfa öld. Hann hel'ur dvalizt lengur eða skemur i flestum löndum Evrópu, einnig gist hvað eftir annað mörg riki Asiu og Ameriku. Sums staðar dvaldist hann lengi, jafnvel ár- langt eða lengur, svo sem i ttaliu, Luxemburg, býzkalandi og Bandarikjunum, eða veturlangt i öðrum, til að mynda i Danmörku og Ráðstjórnarrikjunum. A árun- um 1957-7)8 brá hann sér i ferð umhverfis jörðina, og fór að mestu að boði og veizlum stofn- ana i Bandarikjunum, Indlandi og Kina. A árunum 1922-'24 var hann við nám i Irönsku Benediktsmunka- klaustri i Luxemburg og á Krist- munkaskóla i Lundúnum og gerðist þá um hrið kaþólskur maður. Rit hans eru orðin mörg, en hér skulu talin hin helztu, mönnum til glöggvunar um ævistarfið. Næsta bók á eftir Barni Náttúrunnar var Nokkrar smá- sögur.sem út kom 1923, og Undir llclgahnúk 1924. Þessu næst brá hann penna til varnar kaþólskum viðhorfum, sem honum þótti að veitzt, og sendi frá sér bókina Kaþólsk viðhorf 1925. Tveimur árum siðar kom Vef- arinn mikli frá Kasinirút, þátta- skilabók á rithöfundarferli Hall- dórs, og Alþýðubókin 1929. Arið 1930 sendi hann frá sér Kvæða- kverið, en það var umtalsvert framlag i þróun isl. ljóðlistar. Um 1930 hefst hið stórbrotna skáldsagnatimabil á höfundar- ferli Halldórs. Þú vinviður hreini kom út 1931 og siðan Fuglinn i fjörunni 1932. Með þessum verkúm hefur Halldór islenzka skáldsagnaritun á nýtt stig. Næstu tvö árin komu út ritgerðir, leikrit og smásögur i bókunum 1 austurvegi 1933, Kótatak manna sama ár, og Straumrof 1934. Arin 1934 og 1935 kom Sjálfstætt fólk i tveimur bindum, og rit- gerðasafnið Dagleið á fjöllum 1937, sama ár og fyrsta bók hins þriðja stórvirkis Halldórs i skáld- sagnaritun, Ljós heimsins og siðan llöll sumarlandsins 1938 og llús skáldsins 1939 og Fegurð hininsins 1940. Gerska ævintýriö, hin fræga Rússlandsbók Halldórs kom út 1938 og smásagnasafnið Sjö töframenn 1942. Ritgerða- safnið Vettvangur dagsinskom út 1942. Enn var tindinum ekki náð, en sá sigur var skammt undan, enda var nú skammt stórra hvöggva milli. islandsklukkan kom 1943, Hið Ijósa man 1944, Kldur i Kaupinhöfn 1946. Þannig fór saman stofnun islenzks lýðveldis og hádegi á skádskapartið Hall- dórs Laxness. Næst sendi hann frá sér rit- gerðasafnið Sjálfsagða hluti 1946, og siðan hernámssögu sina. Atómstöðina 1948. Reisuhókar- kornið og leikritið Snæfriður islandssól komu 1950. ()g enn er Halldór i^ nýjum áfanga með Gerplu 1952. Eftir það er sem smáhlé verði eins og horft sé til átta. I)agur i senn kemur 1955, ög siðan Brekkukots- annálU957. Gjörningabók 1959 og 'Paradisarheimt* 1960. Þá hefst leikritaskeiðið með Strompleiknum 1961, Prjóna- stofunni Sólin 1962, Dúfna- veizlunni 1966 en Silfurtunglið var raunar fyrsta tilraun 1954. Með Skáldatima 1963 eru enn skil, lifsuppgjörið hefst. Smá- sagnasafnið Sjöstafakverið kom út 1964. A siðustu árum eru helztu bækur Halldórs skáldsagan Kristnihald undir Jökli 1968, Innansveitarkrónika 1970, Vin- landspúnktar 1969, ritgerðasafn, Islendingaspjall 1967 og Yfir- skyggðir staðist 1971. Halldór hefur þýtt nokkrar bækur, svo sem Vopnin kvödd eftir Hemingway, Birting eftir Voltair og Fjallkirkjuna og fleiri sögur eftir Gunnar Gunnarsson. Einnig hefur hann gefið út nokkrar Islendingasögur með nú- tiðarstafsetningu og skrifað fjöl- margar greinar i blöð og timarit um ýms mál efst á baugi svo og um skáldskap og höfunda. Halldór Laxness hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1955, og er eini tslendingurinn, sem sá heiðurhefur hlotnazt. Hann hlaut einnig Sonning-verðlaunin dönsku 1969, og margvislegan annan heiður hefur hann hlotið, þar á meðal Silfurhestinn, bókmennta- verðlaun dagblaðanna 1969. Halldór hefur ætið haft mikil samtök við erlenda rithöfunda og ýms samtök þeirra, var til að mynda varaforseti Samfélags evrópskra rithöfunda, sem hefur aðsetur á Italiu. Hann var einnig um skeið forseti Menningar- tengsla Islands og Ráðstjórnar- rikjanna. Fyrir nálega þremur áratugum byggði Halldór sér hús við heiðar- brún á bernskuslóðum við Laxnes i Mosfellssveit og kallaði Gljúfra- stein. Þar hefur hann átt heima siðan og dvalizt þar þvi meira sem ár hafa liðið, en um vetur- tima er hann oft úti i löndum eða i Reykjavik. Halldór Laxness er tvikvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Einarsdóttir, prófessors Arnórs- sonar i Reykjavik, og áttu þau einn son, Einar Laxness sagnfræöing. Þau sildu. Siðari kona Halldórs er Auður Sveinsdóttir, járnsmiðs Guð- mundssonar i Reykjavik, og eiga þautværdætur. AK Halldór Laxness sýnir konu sinni Nóbelsverðlaunaskjalið Hverju á lesandi, sem er tæpum fjórum áratugum yngri en Hall- dór Laxness, að svara, þegar hann er beðinn að skrifa eitthvað um hann i blað á sjötugsafmæli skáldsins? Svarið á hver við sig, en stundin er naum, og fátækleg þökk og einlæg játning geta engan skaðað, ef goldið er jáyrði við slikri bón. Vist er um það, að fræðilegar vangaveltur tjóa ekki við þess konar tækifæri, enda óv- ist, hvar þá lenti. Mig minnir, að fyrst tækjust kynni með mér og verkum Hall- dórs, þegar ég var i barnaskóla á Akureyri og bekkurinn var látinn lesa um lækinn og silungana og hann Steina og hana Tobbu litlu og hana Imbu litilu. Á þeim aldri er hugurinn liklega næmari fyrir áhrifum lesmáls en siðar vill verða, og mér fannst ég undir eins greina þarna eitthvað, sem bar i sér ósvikinn náttúruunað og sakleysi, sem settist um kyrrt fyrir innan. Ég man ekki, hváð gerðist næst i þessu máli, liklega ekkert um sinn. Hitt man ég glöggt, að afa minum og ömmu, sem fóstruðu mig um skeið og eyddu beztu ár- um sinum við búskaparstrit i Þingeyjarsýslu, féll ekki sem bezt við þennan höfund, sem i dag fyll- ir sjöunda tuginn — að svo miklu leyti, sem þau voru bókum hans kunnug úr lestrarfélaginu. Þau þekktu að visu ekki heim Sölku Völku, þaðan af siður Vefarans mikla frá Kasmir, og höfðu ekki átt þess kost að fara á „grenjandi túr i Evrópumenningunni”. Sjálf- stætt fólk gekk aftur á móti manna á milli, og þar voru þau betur heima. En ferðalag Bjarts i Sumarhúsum á hreintarfinum yf- ir Jökulsá á Heiði, þótti þeim með öllu fráleitt, ásamt fleira i þeirri bók. Án þess ég gerði mér grein fyrir þvi, kann þetta að hafa tafið fyrir nánari kynnum minum af ritum Halldórs Laxness um hrið. En heimurinn stendur aldrei kyrr, og þetta átti eftir að breyt- ast. Nokkrar smásögur Halldórs urðu næst á vegi minum, ef ég man rétt. Þegar hann las Sölku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.