Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2:i. april 1972. TÍMINN 11 $m sjálfur yfir einstæðum stil, sem glitrar á alveg óvænt við ýms tækifæri. Hér ræðir hann m.a. við Róbert Arnfinnsson, og handatiltektir hans st hvarvetna i bókum hans, og hefur fært hann lengra fram á veg en nokkurn annan rithöfund islenzkan að undanskildum Snorra. (Timamyndir Gunnar) son, cand. mag.: S STAÐAR NALÆGUR AFMÆUSKVEÐJA OG JÁTNING EINS ÚR HÓPNUM Völku i útvarpið, var áhugi minn vakinn til fulls, þvi að bæöi bókin og lesturinn voru öðruvisi en allt, sem ég hafði áður heyrt. Og Nóbelsverðlaunin, sem höfund- urinn hlaut fermingaráriö mitt, fóru vist ekki framhjá neinum. Þau ár, sem siðan eru liðin, hafa skáldverk og ritgerðir Hall- dórs Laxness smám saman orðið mér sá gleðigjafi og þroska- brunnur, sem fjölgar unaðsstund- um i ævi hvers manns og lýkur upp fyrir honum nýjum heimi. Þau eru fyrir löngu orðinn partur af lifsreynslu minni eins og ann- arra lesenda viða um lönd, sem i dag hugsa með hlýju og þökk til þessa töframanns, sem þrátt fyr- ir virðulegan aldur er sifellt jafn- ungur og nýr og kann flestum öðrum betur þá list að koma nönnum á óvart. Ég minntist þess áðan, hvernig frásögnin af viðureign Bjarts og hreintarfsins ofbauð forðum raunsæishugmyndum afa mins og ömmu. En hitt hef ég lika reynt, hve ótrúleg eftirtektargáfa Hall- dórs er og raunsæisskyn hans óbrigðult. Fyrir niu árum var ég eitt sinn staddur vestur á Nýja-ls- landi, þar sem Laxness dvaldist einnig um hrið ungur rithöf- undur. Ég þurfti að ganga heim að bæ af veginum og hef sjaldan rekið mig eins óþyrmilega á, hve það,sem maður heldur, að sé ekk- ert annað en skáldskapur, er stundum blákaldur veruleiki. Þessi lýsing úr smásögu Hall- dórs, Nýja Islandi, þar sem segir frá Torfa Torfasyni, á við óhrekj- andi rök að styðjast: ,,Og fyrsta kvöldið sem hann kom heim úr skurðgrefti, og var að basla við að ná af sér þessum limkenda leir sem einkennir jarð- veginn i Manitóbiu, þá gat hann ekki orða bundizt og mælti við konu sina: Það nú aldeilis maka- laust hvað drullan er skitug hér i Nýja íslandi. Þetta er dæmi um reynslu eins manns, en þannig hafa fleiri les- endur Halldórs Laxness ótal sinn- um mátt sanna á sjálfum sér, hve skáldskapur hans er sprottinn af raunhlitum toga og stendur djúp- um rótum i þvi, sem er, þótt gald- ur listamannsins minni stundum mest á ótrulegar sjónhverfingar og hefji efnið i æðra veidi. A persónulegum játningum er enginn endir, ef Ut i það er farið. Það er vitað mál, að sá skáld- skapur, sem fólki verður lengst samferða og drýgst veizla i far- angrinum, er sá, sem kemst án allrar meðalgöngu i nánast samband við tilfinninga- lif þess og hugarheim. Það lætur að likum, að ritverk Halldórs Laxness, sem frá bernskudögum hefur helgað lif sitt starfi og köll- un skáldsins af fullum trúnaði, eru orðin ærin að vöxtum, enda hefur hann lagt stund á flestar greinar ritlistar. En skáldverk hans eru ekki aðeins mörg, heldur jafnólik og dagur og nótt. Spenni- vidd þeirra er með ólikindum. Og svo auðug, eru þau að blæbrigð- um, að viðlesnari mann en mig þarf til að finna hliðstætt dæmi. I höfundinum býr ekki einn maður, heldur margir, og sögur hans minna um sumt á rússneska tré- ilátið, sem hefur á sér manns- mynd og er svo vel fellt saman um miðju, að samskeytin sjást varla. En sé það tekið i sundur, kemur annað eins i ljós og svo koll af kolli. Eins er það um sumar sögur Halldórs: það er iðulega saga innan i sögunni, án þess að við áttum okkur á þvi við fyrsta lestur. Og þetta á meira að segja við um ritgerðir hans. Ég læt nægja að minna á þjóðsöguna um Kolstaðafeðga sjö, fremst i rit- gerðinni Viðstaða i mynda- skemmu, sém er inngangur bókar um Ásmund Sveinsson. Sú saga er að minum dómi frábært lista- verk og svo sjálfstæð i öllum ein- faldleik sinum, að hún gæti þess vegna verið úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Vegna þess að Halldor Laxness er jafnfjölhæfur rithöfundur og margslunginn persónuleiki og raun ber vitni, er engin furða, þótt lesendur hans séu mishrifnir af verkum hans, og hafi brugðizt við þeim á ólikan hátt i áranna rás. Þetta verður enn ljósara, þegar á það er minnt, at hann hefur sjaldnast talið sér neitt mannlegtóviðkomandi, kennt til i stormum sinna tiða og verið um- deildur og umtalaður, hvað sem hann gerði og hvar sem hann fór. Mér er engin launung á þvi, að ég hef ekki tekið jafnmiklu ást- fóstri við allar bækur hans, enda breytast viðhorfin oft býzna skjótt á æskuárum, og á margan veg fer um gildi og áhrif þeirra bóka, sem bundnar éru ákveðn- um tima og viðhorfum að ein- hverju leyti eins og sum verk Laxness. Ég er t.a.m. ekki svo hneigður fyrir eina skoðun i trú eða stjórnmálum, að ég hrifist til- takanlega af þeirri framtiðarsýn, sem sumar ritgerðir hans frá fyrri árum lýsa. Og i augum minnar kynslóðar held ég, að kalda striðið sé liðið hjá. En raunar er óþarft að dveljast lengi við slika smámuni. Allir vita, að Halldór Laxness hefur löngum átt stóran hóp aðdáenda og a.m.k. forðum tið harðsnúna óvildar- menn — i réttu hiutfalli við mikil- leik hans sem rithöfundar. Skap hans og skoðanir hafa kallað á þetta. Hann hefur alltaf verið ,,ögn til hliðar við aðra menn", eins og Sigurður heitinn i Holti sagði um hann i hnittnu kvæði. Hann er ýmist kaldnæðinn, bitur og beinskeyttur eða broshýr og glettinn, en alltaf mikið niðri fyr- ir, og hvað sem öðru liður, njóta verk hans ætið þess rika mann- skilnings, glögga skopskyns og hlýja hjartaþels, sem eru rauöi þráðurinn i þeim öllum og gera persónur þeirra að heimamönn- um ihverjuhúsi. Suma hittir háð Halldórs spé og ádeila illa. Aðrir veltast um af hlátri yfir hug- myndaflugi hans, orðfæri og uppátækjum. Og það er dauður maður, sem þarf að láta sér leið- ast bók eftir Laxness. Litið er við það unnið að lýsa dálæti sinu á einni bók öðrum fremur eftir slikan höfund, en óljúft er mér ekki að gera þá játn- ingu,að Vefarinn mikli frá Kas- mir, tslandsklukkan, sem ég Iá i hvað eftir annað á menntaskóla- árum minum og Paradisarheimt, sem þá kom út, hafi gripið mig einna sterkustum tökum, liklega af þvi að þær hafa fundið hjá mér sterkast andsvar — verið að ein- hverju leyti skuggsjá hugarheims mins i sama mund og ég las þær. En engu breytir það um mikilleik sagnanna Sjálfstæðs fólks, Sölku Völku, Heimsljóss og Gerplu i minum augum nú, þótt fyrr- nefndu sögurnar kæmu til min á dálitið annan hátt á sinum tima. Margir kunna sögur af þvi, hve ritverk Halldórs Laxness hafa haft á þá djúpáhrif eða:orðiðþeim mikils virði. 'A striðsárunum eða þar um bil, eftir að Heimsljós var komið út, kváðu ungir rithöf- Frh. á bls. 16. Halldór Laxness með konu sinni og dætrum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.