Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.04.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 23. april 1972. TÍMINN 13 „Börnin gjalda fyrir [DÉniPflRnR frelsi konunnaf segir Germaine Grerr, höfundur Kvengeldingsins i allar # tegundir ,,Ég ræð engum til að reyna að lifa frjálsu lifi i ófrjálsu samfélagi. Það eru börnin, sem fá að gjalda þess. Raunverulegt fresli felst i að vinna að frelsun, og það verður að gerast i hópstarfi, á breiðari grundvelli en ég geri i bók minni.” Þannig fórust Germaine Greer höfundi metsölubókarinnar „The Female Eunuch” (Kvengeldingurinn) orð i blaða- viðtali við fréttamann Dagens Nyheter fyrir fáum dögum, en hún var þá i Sviþjóð að kynna bók sins. Kvengeldingurinn seldist upp á tiu dögum, þegar bókin kom út i Englandi 1970, næsta útgáfa seldist eins hratt og siðan þarnæsta og þarnæsta. Pappir- skiljan hefur selzt i 400.000 ein- tökum, og bókin hefur verið þýdd á tuttugu tungumál. 1 Banda- rikunum selzt hún i milljónaupp- lagi. Þau eintök af bókinni, sem á boþstólum hafa verið i bóka- búðum hér á tslandi, á erlendum málum, hafa selzt jafnharðan. — Ég fyllist skelfingu þegar ég hugsa um að bókin hafi náð til yfir milljón lesenda, sem margir hafa ekki möguleika á að lesa hana með gagnrýni, sagði Germaine Greer i viðtalinu, sem birtist i Dagens Nyheter. — Ég vildi lýsa þvi grund- vallarviljaleysi og vangetu að krefjast einhvers sjálfstætt, sem rikjandi er meðal kvenna, þessum sjúkdómi kúgunarinnar, sem gerir vart við sig meðal allra kúgaðra hópa, einnig kvenna. Og ég vilráðast á púrtanismann sem var að myndast hjá hinni nýju kvengerð. Það var hætta á að verið væri að skapa eins konar veraldlegan kausturlifnað. En ég gef mig ekki út fyrir að hafa á takteinum einhvern al- gildan sannleika — það hefur enginn, hvorki Freud, Marx né nokkur annar. Stúlkur meðal háskólastúd hafa sagt,.. að bók min væri þeirra biblia. Þeim ræð ég til að kasta henni i ruslið. Og þegar ég er spurð hvað ég gerði, ef ég yrði einræðisherra i heiminum, svara ég alltaf: Koma i kring politisku morði á sjálfri mér. Germaine Greer hefur ekki aðeins vakið áhuga og athygli. Nýlega var hún i Astraliu, þar sem hún fæddist og ólst upp, og var þá i algeru banni meðal fjöl- miðla. — Það voru undirritstjórarnir, sem ekki vildu birta það, sem ég sagði og skrifaði. Þeir voru hræddir um að vera reknir ef það birtist. Kitskoðun byggist venju- lega á vanþekkingu og getuleysi, en ekki á raunverulegri andstöðu, segir Germaine Greer. Þjóðfélagið allt þarf að breytast Hún hefur einnig rekið sig á þetta sem greinahöfundur Sunday Times. Þegar hún skrifaði grein gegn Efnahags- bandalagi Evrópu, fékk hún hana ekki birta fyrr en hún talaði við aðalritstjórann um málið. Rit- stjórafulltrúinn taldi hana ekki við hæfi. — Ég reyni alltaf að skrifa eitthvað óvænt, segir Germaine Greer. Ég vil vekja undrun lesenda. Ef þeir vissu hvar þeir hefðu mig, læsu þeir ekki það sem ég skrifa. Skoðunum minum um konur lauma ég inn svona með. Germaine Greer vill krefjast eftirfarandi af brezku rikis- stjdrninni: Jafnra launa, sömu möguleika, rikisstyrktra dag- heimila, ókeypis fóstureyðinga, ókeypis ófrjósemisaðgerða, ókeypis getnaðarvarna. En hún bendir á að ekkert breytist i þjóð- félaginu með þvi einu að gerðar se'u kröfur. Hún telur að breyta þurfi þjóð- félaginu i heild til þess að konur verði frjálsar. Hún er stjórn- 1 leysingi eða „frjálslyndur kommúnisti”, þ.e.a.s. hún er hlynnt reglu án yfirvalda. En breytingin verður ekki án þátttöku kvenna. Konur i fjölmiðlum þurfa að fá áhrif, einnig utan hins venjulega blaðaefnis, t.d. á auglýsingar o.sv.frv. Það er nauðsynlegt að fá allan fjölda kvenna til þátttöku. Germaine Greer segir frá þvi hvernig hún reyndi árangurslaust að koma i blöðin klausu gegn eitruðu „intim spray” fyrir konur, sem auglýst var i enskum vikublöðum. Auglýsingunni fylgdi mynd af pari, sem var að fara i háttinn. Textinn var svo- hljóðandi: „Þú er hætt að sofa með bangsa hjá þér...” Siðan var mælt með lykteyðandi eigin- leikum „spraysins”. — Kaldhæðnin i þessari aug- lýsingu er næstum óskiljanleg, svo og kvenfyrirlitningin og við- bjóðurinn, sem hún felur i sér, segir Germaine Greer. — Samt var ég ásökuð um að taka of hart á henni. Ég tel að ég hafi brugðizt alveg rétt við. Gamalt fólk ætti að vera á hverju heimili. Germaine Greer telur, að hópurinn eigi að taka ábyrgð á barnauppeldi, ekki siður en foreldrarnir. — Hve stór sá hópur á að vera veit ég ekki, segir hún — Mikil- vægast er að börnunum sé sinnt, og mæðurnar geta oft ekki gert það i nógu rikum mæli. A hverju heimili ætti að vera gamalt fólk. Við þörfnumst þess. Lif þess er I takt, sem hæfir börnum. Það er þolinmótt, kann að segja sögur og kenna sitt af hverju. Og gamla fólkið þarfnast okkar. 1 Englandi eru sjálfsmorð gamalmenna orðin alvarlegt vandamál. Hvað stendur einkum i veginum fyrir að konur verði frjálsar, efnahagslegar og félags- legar aðstæður eða kvenfyrir- litning karlmannaþjóðfélagsins? Nauðgun er þjófnaður Þegar Germaine var spurð þessarar spurningar fór hún að tala um nauðgun. — Ég gæti trúað að nauðgun væri fjárhagsspursmál. 1 okkar þjóðskipulagi er meirihluti fólks sviptur mögúleikum til að lifa kynlifi, efnahagslegar og mann- legar aðstæður þess leyfa það ekki. Viðurlög við nauðgun vernda eiginlega karlkyns góð- borgara, sem lita á konuna sem sina eign, þvi að flestar nauð- ganir eruframdaraf karlmönnum úr lægstu stéttum þjððfélagsins. Nauðgun er nokkurs konar þjófnaður. Þvinæst ræðir Germaine Greer lengi og af ástriðu um hinar ánauðugu konur i þriðja heiminum, konur, sem vinna á ökrum i Egyptalandi og Indlandi, og eru metnar fyrir að bera blæju og halda sér „hreinum” handa einum manni og fæöa syni. Kynferðisleg mismunun er til viöar en I vestrænum menningarlöndum, þar sem klámaldan er lægsta sti£iö, hún er einnig til i þróunarlöndum og viðar. Rannsaka ætti það sem sameiginlegt er með Múhameðs- trúarmönnum og sósialistum á bessu sviíii, alvee eins oe skrif- finnsku, lygar sósialdemókra- tisku stefnunnar og allt annað, sem við erum bara aö byrja að komast til botns i. Sjálf er Germaine búin að semja nýja bók — þótt hún sé óskrifuð enn. Hún fjallar um van- mátt kvenna, sem eru listamenn — hvort hann sé fyrir hendi og hversvegna. A ferð sinni um Noröurlönd lét Germaine Greer þess getið, að hún teldi konur þar ekki frjálsari en annarsstaðar þrátt fyrir mareumtalað friálslvndi bessara þjóða. Pornóverzlanirnar j Kaupmannahöfn kallaði hún kjöt- búðir og taldi þær ekki merki um aukið frelsi mannfólksins. — Konan er enn sem fyrr þolandi. Framleiðendurnir eru dáleiddir af kynfærunum, sem svo lengi hafa verið hulin. Við eigum langt i land að kynlíf verði spennandi samskipti tveggja jafnrétthárra einstaklinga. SJ. CHEVROLET énour \ugl\Miigiii , sfin riua aA koma l lilaóiuu a sunuu«lum þurfa aft Ihi.inI l\rir kI I a lóstiiiliiKum. Xiutl sliila I imaiis n i Itankaslra-ti 7. Slmar 1115271 - IKIIiMi. f Timbur er líka eitt af því sem þér fáið hjá Byko Móta- og sperruviður í hentugustu þykktum, breiddum og lengdum. Einnig smíðaviður. Þilplötur hvers konar úr upphituðu geymsluhúsi. Góð aðstaða til skjótrar og öruggrar afgreiðslu. BYGGINGAVÚRUVERZLUN KOPAVOGS SÍMI 410 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.