Tíminn - 23.04.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 23.04.1972, Qupperneq 16
16 TÍMINN Sunnudagur 23. april 1972. ALLS STAÐAR NÁLÆGUR undar hafa farið i hóp vestur i kirkjugarðinn við Suðurgötu og látið taka af sér ljjósmynd við leiði Sigurðar Breiðfjörðs, fullir aðdáunar á þessu sögufræga alþýðuskáldi, sem hinn sjötugi starfsbróðir þeirra hafði þá fyrir skemmstu hafið til nýs vegar i skáldverki sinu um Ljósviking- inn. Sjálfur minnist ég þeirrar björgunar úr yfirvofandi sálar- háska, þegar ég gerðist sjómaður átján ára gamall i fyrsta og sið- asta sinn og hélt til veiða á Græn- landsmiðum með norðlenzkum togara, þar sem litið var um bókakost, sem máli skipti, en fann þá allt i einu Sjálfsagða hluti, las þá i kojunni, áður en ég sofnaöi, og sleppti ekki af þeim hendinni fyrr en búið var að binda. Og vinhneigður vinur minn, sem nú er genginn fyrir stapann, táraðist i hvert sinn, sem hann nefndi við mig greinina tsland og Frakkland, sem birtist i Vettvdngi dagsins. Állt ber aö sama brunni. Minn- ingargreinar i blöðum um ná- granna Halldórs i Mosfellssveit, eins og Jónas I Stardal og Bjarna á Hraðastöðum, verða listaverk i höndum hans, og þegar iesendur hans stinga niður penna til þess að votta honum þakklæti sitt á afmælisdegi hans, koma þeim engu siður i hug gömul og ný greinarkorn og ritgerðir, sem hafa ósjálfrátt tekið sér bólfestu i kollinum á þeim, en stórvirki hans i skáldskap. Skyldi fólk annars hafa áttað sig á þvi, hve sagnapersónur Halldórs eru orðnar margar og lifa sjálfstæðu lifi i hugskoti þess? Hað er ekki litil þjóð, sem við höf- um komizt i kynni við fyrir til- verknað hans. t>að fólk er ýmsrar ættar, þótt endalaust sé unnt að leika sér að þvi að bera saman persónurnar og finna með þeim likingar eða gera þvi skóna, að þær séu tákn tiltekinna viðhorfa eða ákveðins lifsstils. En persón- urnar i verkum Laxness eru ein- faldlega jafnf jölbreytilegar, margþættar og misjafnar og lifið sjálft með allri tilbreytni sinni - eða fábreytni eftir atvikum. Hær eru af holdi og blóði, ódrepandi, ósigrandi, af þvi að sá, sem skap- aði þetta sagnafólk, hefur alltaf haft ótrúlegt næmi og gáfu til jiess að heyja sér efni úr lifinu á yms- um breiddargráðum og orð af vörum fólksins. Og penni hans er engum likur, þvi að aðrir merkir höfundar, sem við eigum og dáum, eru allt annarrar gerðar. Laxness hefur heppnazt með af- brigðum vel það, sem flestir höf- undar stefna sennilega að með misjöfnum árangri, að finna sinn eigin stil og tjáningarhátt, sem skipar honum á bekk, þar sem öðrum þýðir ekki að reyna að setjast. Liklega er það ekki eingöngu á tslandi, heldur viða um heiminn, þar sem bækur Halldórs hafa komið út, sem persónur hans eru komnar inn á gafl og orðnar svo nákomnar lesendum hans, að þær koma þeim alltaf öðru hverju i hug við hversdagslegustu aðstæð- ur i dagsins önn. Það er af þvi að þær flestar eru lifandi fólk, sem okkur hefur verið sögð minnis- stæð saga af og lent hefur ná- kvæmlega i þvi sama og við hin, — ef ekki bókstaflega, þá i tákn- rænni merkingu. Og þegar þeim skýtur upp i huganum, gerist hið sama og þegar við gripum til Ijóð- linu eða málsháttar, sem við kunnum og tjáir hugsun okkar og kenndirbeturen við erum fær um þá stundina: þær eru okkur ná- lægar, og við getum ekki lýst bet- ur hugarástandi okkar eða skilið aðstöðu okkar betur en með þvi að skirskota til þeirra. Hversu margir skyldu ekki ein- hvern tima hafa komizt i svipaða klipu og tökudrengurinn ölafur Kárason, þegar Júst skipaði honum með harðri hendi að fara upp á fjall, en Nasi bróðir hans lagði strengilega fyrir hann að vera kyrr á láglendinu? Hverjum er ekki hugstæð ódrepandi seigla og þol Jóns Hreggviðssonar og Bjarts með allt sitt stolt, ástriðu- þungin leit og barátta Steins Elliða, ást Diljár, upphafnir töfrar Snæfriðar, lifskraftur Sölku Völku og örlög ungfrúar- innar góðu eða Napóleons Bóna- parta -e Pétur karlinn Þrihross og Jóhann Bogesen voru heldur engir smákallar, ef út i þaö er farið, og sizt má gleyma hinum auðmjúku og litillátu, sem dyr guðsrikis ættu að standa opnar upp á gátt: Steinari i Hliðum, sem beiddist þess eins með hægð og geðprýði að fá beizlið aftur við fyrstu hentugleika, eftir að hann hafði fært Kristjáni konungi Vil- hjálmssyni draum barnanna sinna að gjörf, pressaranum og séra Jóni Primusi. Það yrði enginn endir á þessari upptalningu, en glögg sönnun þess, hver persónur Laxness eru ósvikin vara, er sú staðreynd, að leikhúsfólk virðist eiga auðvelt með að gæða þær lifi. Nú risa þær ljóslifandi upp á sviðinu hver á fætur annarri. Ekki aðeins þær, sem frá upphafi áttu að vera partur i leikriti, heldur einnig Bjartur, norðanstúlkan Ugla, Jón Primus og ótal margar aðrar, sem við héldum fram undir þetta, að einungis væru og héldu áfram að vera partur úr sögu, sem les- andinn yrði að gera sér mynd af sjálfur á eigin spýtur. Og leikhús- in fyllast kvöld eftir kvöld, svo að elztu menn muna naumast annað eins. Verið getur, að einhverjir verði fyrir vonbrigðum, af þvi að þeir finna þar fyrir annan Bjart og aðra Uglu en þeir voru búnir að kynnast áöur, en þeir geta þá allténd skemmt sér við að bera saman gamla mynd og nýja, sem varpa ljósi hvor á aðra. Hjá Halldóri Laxness er mann- eskjan ævinlega i forgrunni: lifið sjálft. t Kristnihaldi undir Jökli likir séra Jón.Primus almættinu við snjótittling, sem öll veður hafa snúizt gegn, og segir siðan: „Svona fugl er á þýngd við fri- merki. Samt fýkur hann ekki þó hann standi útá berángri i fár- viðri. Hafið þér nokkurntima séð hauskúpu af snjótitlingi? Hann beitir þessu veikbygða höfði mót veðrinu, með gogginn við jörð, leggur vængina fast uppað sið- unum, en stélið visar upp: og veðrið nær ekki taki á honum heldur klofnar. Jafnvel i verstu hrinunum bifast fuglinn ekki. Hann er staddur i logni. Það hreyfist ekki einusinni á honum fjöður”. Ég get ekki að þvi gert, að þessa lýsingu á veikbyggðum fugli, sem þolir allt, finnst mér FRAMHALD AF BLS. 1 1 verðugt að heimfæra upp á trú höfundarins á manneskjuna i öll- um stormviðrum lifsins og samúð hans með henni i bliðu og striðu. Övist er, hvernig tekizt hefur hér að sýna fram á, hve snar þátt- ur verk Halldórs Laxness og per- sónur þeirra hafa orðið i vitund lesenda. Margt er enn ósagt, sem upp vaknar á sjötugsafmæli hans, svo fyrirferðamikill, sem hann hefur verið i menningarlifi þjóð- arinnar um margra áratuga skeið. Langur timi er liðinn siðan hann var að hvetja þjóð sina til hreinlætis og snyrtimennsku i klæðaburði, skora á hana að bursta i sér tennurnar og raflýsa sveitirnar og skipuleggja þjóðfé- lagið i anda sósialismans. Hann hafði verið i Ameriku og skrifað Alþýðubókina. Mikið vatn hefur siðan runnið til sjávar, og margir draumar hans hafa rætzt. Reynsla sjötugs manns, sem lik- lega er viðförastur islenzkra rit- höfunda fyrr og siðar, er önnur en höfundar Alþýðubókarinnar forð- um. En eitt hefur ekki breytzt. áhugi Halldórs á þvi, sem er að gerast i kringum hann, ástriða hans að fylgjast með. Og rit- gerðarsöfn hefur hann altaf gefið sér tima til að setja saman annað veifið, eins og siðasta bók hans vottar. Eigum við að leyfa hunda- hald i Reykjavik? Á að varðveita Bernhöftstorfuna? Eigum við að láta reiknistokksmennina ráða öllu? þetta eru spurningarnar núna, vettvangur dagsins. Og Halldór Laxness skirrist ekki við að svara þvi fremur en fyrri dag- inn, hvort þetta séu sjálfsagðir hlutir. Hann er alltaf i nánd við sitt fólk — i skáldskap og veru- leik. Stundum getur þetta næstum þvi orðið óþægilegt. Það er eins og hann sé alls staðar fyrir. Hann er eins og veggur, sem við rekum okkur á hvað eftir annað. Það er ekki hægt að komast framhjá honum. Áhugamál hans eru svo mörg, verk hans svo áleitin, hæfi- leikarnir svo óvenjulegir. Sjálf- sagt finna þetta engir betur en starfsbræður hans. sem standa i skugga fjallsins. Hvernig eiga þeir að skrifa, þegar hann er búinn að þvi? Hvernig eiga þeir að losna undan áhrifavaldi hans, sem gera má ráð fyrir, að sé svo sterkt, að þeir geri sér naumast grein fyrir þvi sjálfir? Ja, nú fer i verra! Það er ekki árennilegt að stökkva yfir vegginn. En það má reyna að ganga meðfram honum. Reyndar þarf ekki rithöfunda til, sem eingöngu fást við að setja saman skáldrit. Það finna þetta margir, sem stinga nið- ur penna, þótt þeir séu ekki skáld. Allt i einu standa þeir sig að þvi að vera farnir að nota stil eða orðatiltæki, sem er þeim ekki eiginlegt, og spyrja sjálfa sig, hvaðan það sé komið,. Og þá rek- ast þeir á vegginn. Þeir eru undir áhrifum frá Laxness. Þar sem enginn fer i fötin hans, verða þeir að tina af sér leppana aftur, ef þeir vilja ekki verða lélegir eftir- apendur stórskálds og gefast upp við að orða hugsun sina eins og þeim er eðlilegast. Hvimleiðast er, þegar menn átta sig ekki á þessu og láta ritverkið flakka, þvi að þá er orð eða orðatiltæki, sem var ferskt og nýtt hjá Laxness á augabragði orðið eins konar t- izkufyrirbrigði, sem Pétur og Páll flika i tima og ótima. Hitt er annað mál, að með for- dæmi sinu hefur Halldór Laxness orðið islenzkum rithöfundum fyrirmynd, sem þeir geta vafa- litið lært margt af, sem skáldum ergottað vita. Ég minnist einskis höfundar, sem skrifað hefur á islenzku og brýnt jafnrækilega fyriröðrum, að forsenda góðs ár- angurs við skrifborðið sé vinna og aftur vinna. Hlutfallstala sérgáfu og hæfileika sé smámunir borið saman við skerf undanbragða- lausrar vinnu. Og sú vinna er ekki fólgin i þvi einu að sitja og skrifa, heldur leggja við hlustir, kynnast lifi fólks og nema orðin af vörum þess. Halldór segist árum saman hafa lagt á sig móðurmálsnám sérstaklega til þess að geta skrif- að Gerplu. En með henni vann hann lika til þess heiðurs, sem mestur getur hlotnazt rithöfundi nu a timum, og hefur með verk- um sinum hafið islenzkar nútima- bókmenntir og ritlist i þá hæð, að það er bæði veglegra og vanda- samara að vera rithöfundur á tslandi eftir en áður. Það gerist þvi miður allt of oft, að út koma skáldver< islenzkra höfunda, sem lesandc in grunar, að hefðu getað orðið miklu betri og skemmtilegri, hefðu þeir kost- að til öllum hæfileikum sinum og elju. Stundum vantar ekki nema herzluniuninn. Eflaust er hægara um að tala en i að komast. En með þvi að umskrifa verkið einu sinni eða tvisvar, fága og slipa, sleppa innskotum eða auka i sam- ræma og breyta, grunar mann, að náðst hefði betri árangur — og fastari tök með vaxandi reynslu. Halldór Laxness hefur lýst þvi af langri reynslu og sýnt með verk- um sinum, hver eru laun vand- virkninnar, þótt þar með sé ekki sagt, að öllum, sem sjóða kæfuna, henti að fara að fikta við hljóð- pipu. Enginn getur mælt út né vegið — ekki einu sinni reiknistokks- mennirnir hvaða tslendingur hef- ur á þessari öld haft mest áhrif á þjóð sina eða lagt mest á vöxtu með ævistarfi sinu. Samt er full- vist, að Halldór Laxness stendur framarlega i þeim hópi, og enginn hefur liklega borið hróður islenzkrar menningar viðar undanfarna áratugi. Heima fyrir hefur hann alls staðar verið nálægur: i stjórninálum og bar- áttu, deilum dagsins, bók- menntum og menningu. Hann hefur staðið áveðurs og hlotnazt meiri heiður en öðrurn löndum hans. Hvert sem við litum, má greina spor hans, og verk hans eru orðin eign okkar allra og partur af heimsmenningunni. Fyrir allt þetta á þjóð hans hon- um skuld að gjalda. Hún verður ekki greidd i peningum — og ekki einu sinni með heiðurstitlum heimspekideildar. Sennilega ætlast hann heldur ekki til þess. Þegar hann kom heim með Gull- fossi fyrir rúmum sextán árum, eftir að hann hafði tekið við Nóbelsverðlaunum úr hendi Svia- konungs, svaraði hann þakkar- orðum, sem fram voru borin i nafni tslendinga, með þvi að vitna i orð þýzks skálds, sem bað stúlk- una sina að þakka sér þau ljóð, sem hann hafði ort til hennar. Hún hefði gefið honum þau öll sjálf. Skuldina við Halldór greiðir þjóð hans bezt með þvi að lesa verk hans og halda þau i heiðri eftir föngum. Sá,sem þessar linur ritar, hefur ekki haft nema sáralitil bein kynni af Halldóri Laxness. Þó hef ég tvi— eða þrivegis átt við hann erindi fyrir blöð eða útvarp og engu mætt nema hlýleik og vin- semd, sem mér er nú ljúft að þakka. Minnisstæðast er mér, þegar ég var sendur upp að Gljúfrasteini ásamt upptöku- manni frá útvarpinu einhvern tima að áliðnum degi fyrir jól árið, sem Kristnihald undir Jökli kom út. Þegar skáldið hafði boðið okkur til stofu, vafðist mér fyrst tunga um tönn og stundi þvi upp, að við værum komnir með segul- bandstæki eins og Umbi og ættum að gera skýrslu. Þetta skildi höf- undur fyrrgreindrar bókar manna bezt, og þar sem stór og fallegur hundur var á vappi i stof- unni, kallaði skáldið undir eins fram fyrir á dóttur sina og sagði: „Sigga! Sigga! Komdu og sæktu hundinn. Hann gæti farið að gelta inn á bandið!" Eftir það minnist ég ekki neinna vandkvæða, og fyrir bragðið varð hundurinn i Gljúfrasteini ekki Plús Ex i skýrslunni góðu, og það heyrðist engin hundgá i Rikisútvarpinu um kvöldið! Halldór Laxness fyllir sjöunda tuginn i dag. Með þessum linum vill einn af lesendum hans þakka fyrir sig og óska þess, að skáldinu verði margra og langra starfs- daga auðið, þótt raunar sé við- búið, að menn með segulbönd haldi áfram að tefja fyrir honum. Ég veit ekki, hvað er Hið Eina, en Halldór Laxness hefur mikið hugsað um þetta fyrirbæri, og mér hefur skilizt, að það væri hættulegt að rjála við að skil- greina það. En mig grunar, að i verkum hans eigum við alla hljómkviðu lifsins á eins konar segulbandi: Hið Eina, kraft- birtingarhljóm guðdómsins haustskógarsinfóninn og allt hitt. Við viljum vekja athygli yóará hinum fjölhæfu rafdrifnu klippum. BF 10,frá Muhr& Bender. Til sýnis i verzlun vorri næstu daga. Vélin klippir: 1. Plöturog flatjárn 2.Sivalt og ferkantað stangarjárn 3. Geira i flat-og vinkiljárn má breyta i 30 mm lokk 4. Prófila af öllum geróum Sími: 18560 G.J. Fossberg hf., vélaverzlun Skúlagötu 63

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.