Tíminn - 23.04.1972, Side 17

Tíminn - 23.04.1972, Side 17
Sunnudagur 23. april 1972. TÍMINN 17 Laxness veröi sungið lof I öll- um dagblööum þjóöarinnar. En um leið gæti veriö hollt að minnast þess aö ekki er langt siöan þaö hefði þótt ótrúleg saga. Viö,sem erum of ung eða þvi sem næst til aö muna þá tima er Halldór Kiljan Laxness var skammaryrði á mörgu góöbúinu, sitjum i und- run og orövana. Við skiljum ekki hvernig annáluö gáfu- menni gátu umhverfzt I spú- andi Hekkenfeld bæri einn rit- höfund á góma. Visast stafar skilningsleysi okkarað nokkru af þvi aö viö þekkjum ekki svo þróttharöan höfund að taka i lurginn á. En máski væri okk- ur hollt aö lita okkur nær? Sagan hefur jú löngum haft tilhneigingu til aö endurtaka sig. Ég vék aö þvi i upphafi þessa greinarstúfs aö mér væri nú efst i huga þakklæti til Halldórs Laxness fyrir þaö mannlif sem byggi i bókum hans. Þetta mætti árétta: Hver maöur getur i dag skyggnzt i eigin barm og spurt sig: Hvarværiég og hver væri ég heföu Salka, ólafur, Bjart- ur, Asta, Ugla, organistinn, Arnas, Snæfriður, Jón... og allir hinir aldrei gerzt föru- nautar minir.leiösögumenn og vinir? I minu dæmi fer bezt á að hugsa þá hugsun ekki til enda. I virðingu og þökk til afmælis- barnsins. Heimir Pálsson, stud. jur.: HALLDÖR LAXNESS SJÖTUGUR Þessa dagana fer naumast hjá þvi að þeir landar Halldór Laxness, sem láta sig bók- menntir einhverju varða, leiði hugann dálitið meira en vana- lega að þvi mannlifi sem býr i bókum hans. Svo er a.m.k. um undirskrifaðan. Það eru að visu aðeins fimmtán ár siðan hann stofnaði til kunnings- skapar við hinar fyrstu skáld- sagnapersónur Halldórs, en siðan hefur kunningja—og vinahópurinn i þvi mannlifi vaxið næstum jafn ört og i hinu „raunverulega” — og flestir þeir kunningjar og vinir reynzt jafn traustir eða traustari hinum „lifandi”. Fyrir þessa vini er mér ljúft og skylt að færa Halldóri Laxness þakkir i dag og óska honum heilsu og lifdaga til að skapa okkur, lessendum hans, sem flesta vini enn. Það liggur i hlutarins eðli, að enginn gerir úttekt á störf- um afkastamikils rithöfundar i stuttri blaðagrein. Þessa verður heldur ekki freistað hér. Það sem á eftir fer eru aðeins sundurlausar hug- leiðingar og ber að skoða sem slikar. Stundum hættirmönnum við að láta svo sem hinar dýr- mætustu gjafir forsjónar séu ekki annað en sjálfsagðir hlutir. Þvi getur á stundum verið hollt að reyna að gera sér i hugarlund hvernig menn væru settir án þessara gjafa. Þannig mætti og verða fróð- legt að leiða hugann aö þvi i dag hvar og hvernig islenzk þjóð væri stödd án skálds sins. Slik hugsun verður að visu aldrei hugsuð til enda, en fljótt yröi ljóst að forn spakmæli eins og að maður komi i manns stað geta orðið hlægi- leg. Halldór Laxness hefur ekki veriö þjóð sinni neinn venjulegur sonur, heldur sá sonur sem án hans er allsendis óvist um tilvist — og þó eink- um tilverurétt hennar. Þvi sé það sannleikur, að forn afrek þessarar þjóðar við bók- menntastörf hafi orðiö henni einn dýrmætastur hyrningar- steinn til að reisa á sjálf- stæöiskröfur sinar, þá er trúa min að fljótlega sannist að islenzk þjóð þætti i framtið eiga sér full fáa hyrningar- steina ef ekki væru unnin slik þjóðleg og samþjóðleg afrek sem skáldverk Halldórs Laxness eru. Mér telst svo til að hann hafi þegar hér er komiðsögu sent frá sér riflega hálft hundrað bóka af ýmsu tagi, skáldsögur, smásögur, leikrit, ljóð, ritgerðir o.s. frv. Sé svo hugað að efni þessara rita verður fljótlega ijóst að leitun er að þvi sviði mannlegs lifs, a.m.k. islenzks þjóðlifs, sem skáldið hefur ekki látið til sin taka, og sé nánar að gáð verður ljóst að áhrifa hans gætir næstum hvar sem til verður litið. Meei rekia þá breytingu á hugsunarhætti sem viröist hafa oröið og vera að verða með islenzkri þjóð á siðustu áratugum til einhvers einstaks manns, eru áreiðan- lega meiri likur til að hann heiti Halldór Laxness en nokk- uð annað. 1 einni merkustu bók- menntaritgerð sinni, Höfund- urinn og verk hans, hefur Halldór komizt svo að oröi aö til þess aö verk rithöfundar væri lífvænt, yrði lif heils heims, heillar aldar aö ólga i brjósti hans. Allt frá þvi hann sneri sér að þvi að gaumgæfa fremur ýmis einkenni þjóö- félagsins i stað nafla og innyfla einsstaklinga hefur hann lifað svo vendiléga sam- kvæmt þessari kenningu aö sá sem lesið hefði öll rit Halldórs væri allfróður um mannlif timans frá 1902—1072, þar sem hinn, sem lesið hefði allar lærðustu sagnfræðibækur um timabilið, væri næsta ófróöur meðan hann þekkti ekki rit Halldórs. Svo mjög hefur lif samtimans ólgað i brjósti skáldsins að þar hefur næstum hverrar hræringar gætt. Gildir það jafnt hvort islenzku þjóðerni hefur verið sungið hástemmt lof eða svipan veriö á lofti yfir islenzkri þjóð og þjóðrembu, og stundum hefur mér þótt sem hið raunveru- lega lif timabilsins væri hvergi að finna nema i þessum bókum. er tekin af Jóni Kaldal, af Þorvaldi Magnússyni, fyrir áratugum síöan. Nú hefir Þorvaldur brýnt báti sínum, og býr ásamt konu sinni í hinum nýju og vistlegu hjónaíbúöum aö Hrafnistu, og unir þar glaöur viö sitt. eru nýjasta framkvæmd okkar. Meö því aö kaupa miða í DAS, stuölið þér að lausn vandamála aldraöra — og skapiö yöur jafnframt tækifæri til stórhapps. 'i. iA- yvJöopSlaiXlí. Einhver hefur vist tilnefnt sem einkenni góðs föður að hann agi börn sin. Skyldi ekki mega segja að þau væru ein- kenni góðs sonar að hann agaði þjóö sina? Fáir, ef nokk- rir, synir islenzkrar þjóðar hafa agað hána sem Halldór Laxness. Gaman hefði ég af að sjá framan i þann islenzkan lesanda Halldórs, sem gæti sagt með sanni, aö hann heföi aldrei reiðzt nokkru sem I bók- um hans stóð — en orðiö þó aö játa, ef grannt var skoðað, aö sannleikanum verður hver sárreiðastur. Ekki hefur blek- beri þessa greinarstúfs tölu á þeim stundum nær hann hefur hent bók eftir Haildór frá sér með svipuðu orðbragöi og Jón Hreggviösson, er hann for- mælti landinu og bað andskot- ann sökkva þvi. En þrátt fyrir góðan ásetning — og góðan vilja — hafa bókaskörnin verið komin i hendur hans aftur innan hriöar — og hann með- tekið þá refsingu, sem oft er fólgin i nokkrum sannleiks- kornum. A þessum degi efast vist enginn um að Halldóri Spennið FORD fyrir plóginn ÓBREYTT VERÐ? — FORD BÝÐUR BETUR! Aukin afköst stytta vinnutimann. Hin mikla vélarorka og dráttarhæfni FORD traktoranna gerirþérkleyftaönýta stór landbúnaðartæki með fullum afköstum dag hvern árið um kring. 100% óháð vökvakerfi. 8 hraða girkassi og fullkomlega óháð aflúrtak, sem skipt er með einu hand- taki. Yfirstærð á hjólum. Gæðin tryggja lágan viðhaldskostnað og hæsta endursöluverð. LÁTIÐ FORD „HARÐJAXLANA" LÉTTA YÐUR BÚSTÖRFIN! ÞOR HF PANTIÐ FORD TRAKTOR REYKJAVIK SKOLAVOROUSTIG 25 TRAKTORAR HJÚNAIBDÐIR aóHRAFNISTU

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.