Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 1
BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA S£NI»BILASrOÐINHf EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR c 92. tölublað — Þriðjudagur 25. april 1972 — 56. árgangur. * 'SJ', m tmm e liiiá i$r^P"S *- <U^ Suduriands M 71 <^^\ ^\ rú Kjarval jarðsettur á miðvikudag SJ-Reykjavík. Útför Jóhannesar Kjarvals list- málara fer fram kl. 11 á miðviku- dagsmorgun frá Dómkirkjunni. Jaröarförin veröur á kostnað rikisins i virðingarskyni viö hinn látna. Kjarval verður grafinn I Gamia kirkjugarðinum viö Suöurgötu. Utanríkisráöherrarnir sem komu til Reykjavikur i gærkvöldi. F.v. Sorsa utanrikisráðherra Finna, þá Cappelen utanrikisráðherra Noregs og Wickman utanrikisráðherra Svia. Til hægri viö ráðherrana eru sendiherrar Noregsog Sviþjóðar á islandi. (Timamynd Gunnar) Norrænu utanríkisráðherr- arnir þinga í Reykjavík KJ-Reykjavik i dag verður árlegur vor- fundur utanrikisráðherra Norðurlandanna haldinn i Reykjavik og sitja allir nor- rænu utanrikisráðherrarnir fundinn. Um tima leit út fyrir að ein- hver forföll yröu á fundinum, vegna þoku, sem hamlaði flugi á SV landi i dag, en klukkan kortér fyrir sjö renndi Boeing- þota Flugfélagsins sér niður á Reykjavikurflugvöll, en innanborðs i henni voru m.a. utanrikisráðherrar Finnlands, Sviþjóðar og Noregs. Utan- rikisráðherra Dana kom hingað á sunnudaginn. 1 gær unnu embættismenn að undirbúningi dagskrár fundarins, en utanrikisráðu- neytiö gat ekki i dag, gefið upplýsingar um einstók mál, sem verða þar til umræðu. Viðurkenning Austur- Þýzkalands verður til umræðu á fundinum, eftir þvi sem K.B. Andersen utanrikisráöherra Dana hefur látið hafa eftir sér. Þá má búast við að Stokk- hólmsráðstefna Sameinuöu þjóðanna um mengun og um- hverfisvernd verði til umræðu hjá ráðherrunum, með tilliti til þátttöku i Stokkhólmsráð- stefnunni. Halldór Laxness í ávarpi til Háskóla íslands NEFNDU NAFNIÐ MITT EF ÞÉR LIGGUR LÍTIÐ VIÐ OÓ-Reykjavik. — Nefndu nafnið mitt ef þér liggur lltið við, sagöi Halldór Laxness við Háskóla Islands er, hann var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót á sjötugsafmæii sinu sl. sunnudag. Löng biðröð var viö samkomu- hús Háskólans við Hagatorg löngu áður en hátlðarsamkoman hófst. Þegar afmælisbarniö, forseti íslands og háskólarektor gengu I salinn, var hann þétt- setinn fólki á ölium aldri og áttu liklega allar starfsgreinar sina fulltrúa þarna. Margt var til skemmtunar. Magntis Már Lárusson, háskólarektor, setti samkomuna i himinblárri og skinnbryddaöri skykkju sinni. Þá sté forseti Heimspekideildar, Sveinn Skorri Höskuldsson, á svið og lýsti kjöri heiðursdoktors. Rakti hann for- sendur þeirrar ákvörðunar Háskóla tslands, Heimspeki- deildar og Rannsóknarstofnunnar I bókmenntafræði, að kjósa Hall- dór Laxness Doctor litterarum Islandicarum honoris causa, og afhenti skáldinu doktorsskjal. Förseti Heimspekideildar gekk af sviðinu og eftir stóð nýkjörinn heiöursdoktor. Hann sagði: „Háttvirti forseti ísíands, Rektor Háskóla íslands, Háttvirti forseti Heimspekideild- ar Háskóla Islands, Háttvirta samkoma. ÉG vil leyfa mér að þakka Háskóla Islands og Heimspeki- deild Háskólans fyrir þann ein- staka virðingarvott, sem mér hefur verið sýndur á þessum degi, þar sem ég hef verið kallaður hingað á svæði Háskólans til þess að taka á móti einstakri heiðurs- viðurkenningu. Ég er ekki háskólamaöur, þó að ég hafi órðið var við það aftur og aftur, aö Háskóli Islands hefur lagt fram, eða stutt með meðmæli slnu, nokkra þá hluti, þar sem mitt nafn var við bendlað, þá er það i raun og veru i fyrsta skipti I dag, sem fundum minum og Háskól- ans bera saman. Ég vil leyfa mér að óska Háskólanum til hamingju með, að ég hygg, þá nýbreytni, aö ljá áhrifavald sitt, til þess að veita viðurkenningu mönnum, sem kannáki um langan aldur hafa starfað að menningarstörfum, sem þó ekki tilheyra í raun réttri neinni skýrt afmarkaðri grein, sem Háskólinn hefur afmarkað sér. Ég veit ekki hvort þessari heiðurs nafnbót fylgir jus docendi, hvaö sem það er, þá veit Háskólinn nú hvar mig er að finna og ég segi eins og gamla fólkið sagði stundum við mann: Nefndu nafnið mitt ef þér liggur litið við." Siðan hófst söngur á ljóðum og upplestur á sögum eftir Halldór Laxness. Alls munu 43 sitja utanrfkis- ráðherrafundinn, sem haldinn verður i Atthagasal Hótel Sögu, og hefst klukkan hálf tiu. Ráðgert er að fundinum ljúki siðdegis i dag, og strax á eftir verður efnt tií blaðamannafundar, þar sem skýrt verður frá niðurstöðum fundarins. Torfbærinn brann til kaldra kola Klp-Reykjavlk. I fyrrinótt brann bærinn Bakkagerði við Hjalteyri til kald- ra kola. Bærinn, sem var gamall torfbær, hefur undanfarin ár verið notaður sem sumarbú- staður og mun eigandinn hafa verið I honum um helgina, en enginn var þar þegar eldurinn kom upp. Eldurinn sást frá lögreglustöð- inni á Akureyri,en þá var búið aö gera viövart. Þegar slökkviliðiö kom á staðinn var húsiö brunnið, enda logaði vel I margra ára gömlu timbrinu og torfinu. Halldór Laxness ávarpar samkomuna í Háskólablóiá sunnudaginn. (TímamyndG.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.