Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 25. aprfl 1972. TÍMINN 7 Skipt var um nýra — og þó hefur hún fætt barn 5. janúar siðast liðinn fæddist Mona litla, sem þið sjáið hér á myndinni með móður sinni, Jette Sörensen. Það þykir venjulega ekkert merkilegt, þótt börn bæðist i þennan heim, en Mona er læknisfræðilegt und- ur, og enginn hafði nokkru sinni þorað að vona, að hún ætti eftir að fæðast, og sizt af öllu höfðu foreldrar hennar, Jette og Mogens i Sorö i Danmörku þor- að að trúa þvi, aö þau ættu eftir að eignast barn. Það merkilega við fæðingu Monu er, að hún fæddist þremur árum eftir að skipt hafði verið um nýra i móð- ur hennar. Upphaf málsins er það, að þegar Jette var aðeins fjögurra ára gömul gerðu lækn- ar sér ljóst, að eitthvað var að nýrum hennar. Hún þurfti hvað eftir annað að leggjast inn á sjúkrahús, og gekk það svo langt, að þegar hún var tæplega tvitug, hélt fólk að hún ynm á sjúkrahúsinu, svo tiður gestur var hún þar. Jette trúlofaðist og gifti sig, og varð barnshafandi. Þegar hún var komin sex mán- uði á leið varð ljóst, að nýru hennar voru gjörsamlega hætt að starfa, svo framkalla varð fæðingu og siðan var allt gert til þess að halda lifi i móðurinni. En þegar frá leið sáu læknarnir, að það eina sem gat gert lif Jette bærilegt var að skipta um nýra i henni og var það gert. Móðir hennar gaf henni annað nýra sitt, og nýrnaskiptin fóru fram. En það var ekki endirinná vandræðunum, þvi nú fékk Jette nýrnasteina i nýja nýrað, en úr þvi tókst læknunum að bæta. Læknar hföðu sagt Jette, að hún ætti eftir að geta átt barn, en það mætti þó ekki verða allt of fljótt. Tveim árum eftir að hún fékk nýja nýrað varð hún ófrisk, og nú er Mona fædd, öllum til hinnar mestu gleði. Heilsu móðurinnar hefur siður en svo hrakað, og allir eru hamingju- samir. <í Kússa stækkað, kostað það, að nokkrir iþróttavellir i ná- grenninu hverfa úr sögunni, og þykir Parisarbúum það ómögu- legt. Einnig óttast sumir, að þarna verði aðeins njósnara hreiður fyrir Rússa. Nú sem stendur eru um 350 diplómatar og aðrir starfsmenn á vegum rússneska sendiráðsins i Frakk- landi, og þar af eru 89 við sjálft sendiráðið i Rue de Grenelle. Árlega segjast Frakkar visa úr landi að meðaltali um 35 sovízkum sendiráðsmönnum og öðrum fulltrúum Sovétrikjanna, þar sem þeir eru grunaðir um njósnir, en ekki er mikið látið bera á þessum brottvisunum. Svaf í þrjó sólarhringa 4 Heimsmet i dáleiðslu var sett i Frakklandi, þegar franski dá- valdurinn Yvon Yva dáleiddi Ungfrú Frakkland frá siðasta ári og lét hana sofa i þrjá sólar- hringa. I Danmörku myndi slikt varða við lög 'og gæti dávaldur- inn orðið að sitja inni fyrir vikið. Það gerðist i Danmörku fyrir nokkrum árum, að dávaldur svæfði unga stúlku, og tókst ekki að vekja hana aftur af dásvefn- inum. Þetta atvik varð m.a. til þess, að nú er litið eða ekkert um að dávaldar sýni slikar listir fyrir almenning i Danmörku. Læknar nota dáleiðsluna til margs, m.a. til þess að lækna fólk af drykkjusýki, reyna að fá menn til þess að hætta að reykja, og til þess að losa þá við margvislegar sálarflækjur. Myndin er af franska dávaldin- um, er hann svæfði fegurðardis- ina. Fá þeir ekki aö byggja? Ákvörðun Rússa um að stækka sendiráð sitt i Paris hefur mætt mikilli andstöðu þar i borg. Sendiráðið er við Boulevard Lannes, og hverfisstjórnin i 16. hverfi hefur algjörlega neitað, að leyfa stækkun byggingar- innar. Hins vegar er málum háttað svo, að Pompidou lofaði Bresjnev þvi, þegar hann kom til Parisar siðast, að Rússar fengju að stækka byggingu sina með þvi skilyrði, að Frakkar fengju að stækka sitt sendira'ð i Moskvu. Hefur Frökkum nú verið heimilað að stækka sendi- ráðsbygginguna i Moskvu um hvorki meira né minna en helming. En loforð Pompidous nægir ekki. Það eru aðrir sem ráða, og nú er allt komið i öng- þveiti út af þessum bygginga- framkvæmdum. Verði sendiráð —Guð almáttugur, kallarðu þetta buff? Mjólkurpósturinn og stúlkan byrjuðu með litlu einu, en það endaði með einu litlu. Lars átti leið framhjá verzlun úr- smiðs. t glugganum var auglýst úr, og á skilti við hliðina stóð: Þetta úr getur gengið i átta daga, án þess að vera trekkt upp. Lars fór inn fyrir og sagði við úr- smiðinn: — Afsakið, en getið þér sagtmér,hvaðúriðgetur gengið lengi, ef það er trekkt upp? Maður nokkur kom inn i prent- smiðjuna og sagði: - Ég ætla að fá nokkur þúsund miða, sem á stendur: — Verið viðbúnir. Heimsendir er á morgun. — Liggur nokkuð á þessu? spurði prentarinn. Presturinn var i heimsókn i þorpsskólanum og spurði Jens litla, hvort heima hjá honum væri beðin borðbæn. — Já, það held ég, svaraði Jens. A sunnu- daginn heyrði ég að pabbi sagði: Byrjandi á golfvellinum var i óða önn að spæna upp grasið allt i kring um kúluna. Skyndilega hættihann að slá og sagði: — Nú veit ég það. Ég er of nálægt kúl- unni, þegar ég slæ. — Nei alls ekki, sagði aðstoðarmaðurinn. — Þú ert of nálægt kúlunni eftir að þú slærð. 1 veizlunni var boðið upp á kransaköku. Þegar röðin kom að einni þrifalegri frú, sagði hún: — Má ég ekki fá neðsta hringinn, þvi ég er i megrun og vil gjarnan fá þann, sem stærsta gatið er á. — Almáttugur, sagði tannlækn- irinn, er hann stóð og leit upp i sjúkling. — Þetta er stærsta hola, sem ég hef nokkurn tima séð, stærsta hola, sem ég hef nokkurn tima tima séð — Það er óþarfi að tvitaka það, svaraði sjúklingur- inn sár. — Ég gerði það ekki, þetta var bergmálið. — Flýttu þér, Berti. Ég fæ verk i bakið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.