Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.04.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Þriöjudagur 25. apríl 1972 Þriðjudagur 25. apríl 1972 TÍMINN ,n Tíminn heimsækir Akureyri ÖNNUR GREIN Texti og myndir: Oddur Óiafsson Ilaraldur llansen, húsvörður Æskulýðsheimilisins við eitt af leiktækj- unum. Séra I’étur Sigurgeirsson. Ingólfur Gunnarsson, afgrciöslumaður, meö hluta af þvf upplagi Tlmans, sein hann dreifir um Akureyri og nágrenni. Jón Jónsson við Elliheimili Akureyrar Ingimar Eydal kennir söng I Barnaskóla Akureyrar. I Brekkunni eru höfuðmenntaset- ur Akureyringa. Þar eru reisuleg bankahús, hótel, ráðhús og höfuð- stöðvar KEA, samkomuhús, fjórðungssjúkrahúsið, höfuð- verzlunargatan Hafnarstræti, iþróttahús og sundlaug, safnhús mörg, Akureyrarkirkja, sem gnæf- ir yfir staðinn, flóðlýst á kvöldin, og ein höfuðprýði Akureyrar, — Lysti- garðurinn. I eldri hluta bæjarins eru reisuleg Ibúðarhús, sum gömul, byggð úr timbri og bárujárni, en vel við haldið. Ný ibúðarhúsahverfi risa ofan til i Brekkunni og er að myndast samfelld byggð allt upp að Glerá. Eins og i fyrri pistli frá Akur- eyri, sem birtist i Timanum s.l. laugardag, er gengið á fund nokk- urra Akureyringa, sem gáfu greið svör við misjafnlega fávislegum spurningum utangarðsmanns. Æskulýösheimili tekiö til starfa Um miðjan febrúarmánuð s.l. tók til starfa Æskulýösheimilið Lón á Akureyri. Unglingar i bænum sóttu fast að forráðamönnum,aö slikt heimili yrði stofnsett og þegar krakkarnir skunduöu á fund bæjar- stjórnar með tertu i höndunum og fundarsamþykkt upp á vasann, var ekki til setunnar boðiö og heimilinu var komið á fót. Húsvörður i Lóni er ungur maöur Haraldur Hansen aö nafni, og er hann eini fasti starfsmaöurinn, en æskulýðsráft hefur yfirumsjón meft rekstrinum. Haraldur sagfti, aft sáralitift hafi verift um skemmtanir og samkomur á Akureyri fyrir ung- linga undir 16 ára aldri þar til Lón var stofnsett. Er þaft i gömlu húsi, sem endurbyggt var aft nokkru fyr- ir æskulýösstarfsemina. Unnu krakkarnir sjálfir aö talsveröu leyti að innréttingum og sáu m.a., um allar skreytingar. Haraldur sagði, að aftsókn hafi verið mjög góð i fyrstu en hafi dal- að nokkuð, en samt sé ekki yfir neinu að kvarta hvaft þaft snertir. Ýmsu er ábótavant i húsinu og hafa krakkarnir fullan hug á.aft bætt verði þar úr. Leiksvið er i húsinu, en heimilið er á tveim hæðum. En sá er galli á,að ekkert leiktjald er til og slæm aðstaða til leiksýninga. A efri hæðinni eru leiktæki, en mættu vera fleiri. 1 stóra salnum á neðri hæð fara fram dansleikir, námskeið og ýmiss konar skemmt- an. Er æskulýðsheimiliö opiö á kvöldin. Um helgar eru þar dans- leikir en á virkum dögum námskeift i ýmsum greinum Skipulögft er keppni i boröknattleik, tennis og skák, námskeið haldin i hjálp i við- lögum, gömlu dönsunum, báta- smiði og sitthvað fleira mætti til telja. Haraldur segir, að þótt margt mætti betur fara i rekstri heimilis- ins sé mikil bót fyrir unglinga i bænum að hafa fengið þennan samastað og kvaðst hann vona,að starfsemin stæði mikið til bóta, bæði hvað varðar húsnæðið og fjöl- breytni tækja. Hér er gott að vera Við Elliheimili Akureyrar hittum við skörulegan mann, mikinn vexti, sem bar með sér að hafa ekki alltaf átt jafn náðuga daga og nú i ellinni. Ég heiti nú Jón og er bara Jónsson, sagði maðurinn, þegar hann var tekinn tali. — Ég flutti hingað norftur þegar heilsan bilaöi og hef verið á Elli- heimilinu i hálft annað ár. Hér er gott að vera, húsakynni afbragðs- góð og atlæti ágætt. A Elliheimilinu eru um 70 vistmenn, og komast vist færri að en vilja. En utan vift bæinn er rekið annaö elliheimili og þar er aösóknin vist einnig meiri en hægt er aö anna. Ég hef stundaft sjó mestan part ævinnar, sagöi Jón. Ég hef verift búsettur hér fyrir norftan mestalla mina ævi, en siftan flutti ég suftur og bjó i Kópavogi þangaft til ég fór hingaft norftur aftur og hér liftur mér vel. Elliheimili Akureyrar er skammt frá Fjórftungssjúkrahús- inu, og nýtur gamla fólkift þjónustu þess þegar á þarf aft halda. Öflugt æskulýðsstarf Kirkjan á Akureyri hefur rekift öflugt æskulýftsstarf um aldar- fjóröungsskeiö, og þótt margir hafi lagt þar hönd á plóginn, mun ekki ofmælt^aft séra Pétur Sigurgeirsson sé frumkvöftull aö þessu starfi og hann hefur lengstum verift drif- fjöftrin i þvi. Timinn lagfti þá spurningu fyrir séra Pétur, hvert hafi verift upp- hafið að æskulýðsstarfinu á Akureyri. — Ég kom hingaft fyrst 1. marz 1947, og vigftist sem aöstoftar- prestur til séra Friftriks, sem vegna heilsubrests gat ekki sinnt fullu starfi. Ég haföi ekki annað að gera, og var þá búinn að ljúka framhaldsnámi erlendis. A árunum 1944 til '46 kynntist ég æskulýftsstarfsemi lúthersku kirkjunnar i Ameriku. Þegar ég fór aft starfa sem prestur fékk ég löngun til að efna til skipulegs starfs með fermingarbörnunum á veg áfram eftir ferminguna og hjálpa þeim til að rækja fermingarheit sitt. Má þvi segja,að það sé framhald af þvi starfi, sem hver prestur vinnur i sinu presta- kalli með fermingarundirbúningi og sjálfri fermingunni. Hjá okkur hefur fermingin jafnvel verið skoðuð einskonar innganga eða. vigsla til æskulýðsstarfsins og þau fermingarbörn, sem vilja, ganga þá i Æskulýðsfélagið. Séra Friðrik náði heilsu sinni að nokkru aftur og við störfuðum saman hér i kirkjunni. 1 júni 1948 var stofnað nýtt prestsembætti og sótti ég um og var kosinn. Sama ár kvæntist ég eiginkonu minni Sól- veigu Ásgeirsdóttur, og hefur hún ávallt siðan stutt mig með ráðum og dáð i þessu starfi minu. Siðan hef ég setið hér á Akureyri, sem er einstaklega góöur staður. 1 sam- bandi við kirkjulegt starf fæ ég yfirleitt áheyrn hjá hverjum sem vera skal. Bæjaryfirvöld eru ávallt reiðubúin að styðja starfift hvenær sem er. 1 upphafi var séra Friðrik meft i þessu æskulýftsstarfi, og fleiri góftir menn hafa siöan starfaft mikiö. Eftir aldarfjórftungsstarfsemi lifir æskulýösstarfift enn góftu lifi. Nýjir hópar bætast vift um hverja fermingu, og aftrir ganga eftlilega úr eftir þvi sem aldurinn segir til um og skólaganga hættir. Á siftari árum sjá unglingarnir sjálfir aft verulegu leyti sjálfir um daglegt starf. Aldursmunur skiptir Æsku- lýftsfélaginu I þrjár deildir. Þab sem aft okkur prestunum snýr, skiptum vift séra Birgir Snæbjörnsson starfinu meft okkur, en hann er einstakur samstarfs- maftur. Mikil áherzla er lögft á sunnu- dagaskólann og þar aöstoöa félagar i æskulýftsfélögunum. Sömuleiðis halda þeir uppi meö okkur guftsþjónustum, sem viö nefnum æskulýftsmessur, og eru aö jafnaði einu sinni i mánuöi. Þá notum viö sérstakt messuform, sem upphaflega var samift fyrir æskulýösdag þjóftkirkjunnar, og er leitast vift,að söfnuðurinn taki sem mestan þátt i guösþjónustunni. Aö sumarlagi höfum við æsku- lýösmót, sem gefift hafa gófta raun og eru þá gagnkvæmar heimsóknir æskulýftsfélaga á Norfturlandi. Þetta æskulýösstarf byggist fyrst og fremst á þvi loforfti vift ferm- ingu, aft unglingarnir leitist vift aft hafa Jesú Krist aö leifttoga lifsins. Viö náum ekki ungu fólki inn i fastan ramma guftsþjónustunnar. Við verðum að mæta unga fólkinu eins og það er á hverjum tima og reyna að skilja það. Ahugi hinna eldrihefur verið stöðugur og það er okkur hvatning að finna, að þetta er það sem fólkið metur. — Við séra Birgir höfum okkur til aðstoðar eldri leiðtoga við Æskulýðsstarfið. Kennararnir Rafn Hjaltalin og Magnús Aðal- . björnsson, sjá um sunnudagaskóla- starfið og hafa umsjón. yngstu deildarinnar, sem hefur aðsetur sitt i kapellu kirkjunnar. Birgir Helgason söngkennari, annast alla söngstjórn og orgelleik i barna- starfinu, en hann stjórnar barna- kór skólans i Brekkunni. Þessir menn komu allir ungir drengir inn i æskulýðsstarfið. Ekki er hægt að segja,að dofnað hafi yfir starfinu með timanum. Það er alltaf að vakna meiri skiln- ingur á eðli trúarinnar, þótt hann komi ekki fram i venjulegum kirkjugöngum, þá er áhuginn á trú- málum fyrir hendi. Þaft er bara að manni takist að skapa það form, sem þeir kunna aft meta. Viö náum varla ungu fólki inn i þaft trúar- form, sem eldri kynslóftir notuðu. Breytingarnar eru svo stórstigar, að ungt fólk skilur kannski ekki kirkjuna, eins og hún er nú. En það er að vakna til skilnings á gildi trúarinnar og hvers virfti hún er. Þegar vift litum á heiminn i dag finnum vift hvergi hald, en einn er sá grundvöllur, sem hægt er aft standa á og unga fólkift á sameigin- legt meft kristinni trú. Þaö er friftarviljinn. Fá dagblöðin á morgnana Til litils væri aft gefa út dagblöft, ef þeim væri ekki dreift fljótt og vel til kaupenda- og liggur oft mikil vinna og skipulagning á bak vift blaftadreifinguna. Dagblöft sin fá Akureyringar fyrir og um hádegi á hverjum degi. Fara þau með morg- unfluginu norður og er yfirleitt byrjað aft dreifa þeim fyrir kl. 11. Afgreiftslumaður Timans á Akureyri er Ingólfur Gunnarsson. Rekur hann blaðadreifingu sina sem sjálfstætt fyrirtæki og hefur gert siftan 1961. Þótt mikið sé selt af blaftinu hér á Akureyri, sagfti Ingólfur, fer til- tölulega miklu meira af Timanum út um allar sveitir, og er ekkert blað sem er eins útbreitt um sveitirnar. Talsvert mikil sölu- aukning hefur verið á blaftinu frá áramótum, efta aðallega siðan farið var aft offsettprenta þaft, og heldur söluaukningin enn áfram. Litið er selt af blöðum hér i lausa- sölu, mest fer til áskrifenda og einnig eru blöðin seld i bóka- verzlunum og i Blaðaturni. En yfir sumarmánuðina þegar ferða- mannastraumurinn er hvað mestur tvöfaldast lausasala allra blaða hér. Um blaðaútgáfu hér er það að segja, að Dagur kemur alltaf reglulega út og fer i nær hverja ibúð i bænum og viðar á Norður- landi, en hin blöðin fengu einhvern krankleika eftir kosningarnar, og koma aðeins út með höppum og glöppum. Blaðasala og gatnahreinsun Blaðaturninn á Raðhústorgi er fyrirtæki, sem ekki á sinn lika á landinu. Þar eru á boðstólum flest blöð og skemmtitimariLsem gefin eru út, og ekkert annað. Eigandi Blaðaturnssins er Pálmi Ólafsson, sem byrjaði þetta starf fyrir 9 ár- um. Ég hef opið bæði á morgnana og kvöldin, þegar dagblööin koma aö sunnan sagði Pálmi. En annars er ég götusópari, og byrja á þvi starli kl. 5 á morgnana og fer svo að sópa aftur um miðjan daginn þegar morgunsölunni lýkur. Það kostar mikla vinnu að halda götunum hér hreinum. Sérstaklega er mikið að hreinsa á laugardags- morgna. Þá eru glerbrot og alls konar drasl út um allt. Það gera aðkomumennirnir. Þeir skemmta sér gjarnan hér á Akureyri á föstu- dagskvöldum. En stundum er nú lika mikið af glerbrotum á götun- um þótt fáir aðkomumenn séu i bænum. En kostur er við aðkomu- mennina, að þegar þeir eru margir á sumrin, er blaðasalan mikiu meiri. Fullkomin kjörbúð í ibúðarhverfi Fyrir rúmum átta árum opnaði KEA stóra kjörbúð við Eystri- Brekku og er þar stærsta verzlun sinnar tegundar i bænum. En þarna hefur á undanförnum árum sprottið upp mikil byggð ibúðar- húsa, sem enn er i vexti. Svana Svanbergsdóttir, verzlunarstúlka, sagöi, að leitazt væri við að hafa þar á boðstólnum allar tegundir matvöru, nýlenduvöru og yfirleitt allt það, sem þarf til daglegs heimilisreksturs. Þurfa þvi hús- mæður, sem búa i nágrenninu ekki að fara niður i bæinn til að verzla nema að mjög takmörkuðu leyti. Akureyringar kaupa alla sina mjólk i matvöruverzlunum. Aðeins ein mjólkurbúö er i bænum, sem er i Mjólkursamlaginu. Fer öll mjólkursala fram á vegum KEA sem rekur matvöruverzlanir um allan bæ. 800 börn i barnaskóla Barnaskóli á Akureyri i 100 ár, nefnist litil bók, sem nýlega er komin út, og er þar rakin barna- fræðsla á Akureyri i eina öld, og gerð grein fyrir þeim skólum, sem starfað hafa á timabilinu, en i bæ, sem verið hefur i jafnörum vexti og Akureyri þarf að byggja barna- skóla eftir þvi sem byggðin dreifist og mannfólkinu fjölgar. Þegar við sækjum Barnaskóla Akureyrar heim, var skólastjórinn, Tryggvi Þorsteinsson, með nemendur i sjötta bekk uppi á Hliöarfjalli, þar sem fram fór þriggja daga skiöanámskeiö, en það er fastur liöur i starfi skólans. Er skólastjóri jafnan fararstjóri en kennarar fara með bekkjum sinum, og er sjöttu bekkjar- deildunum skipt niður i tvo hópa, svo að sem bezt not verði af kennslunni. Yngri bekkir fara einnig oft I skiðaferðir en ekki nema einn dag i senn. Páll Gunnarsson, yfirkennari gaf þær upplýsingar.að eins og i öðrum skólum á Akureyri væri tvisett i allar skólastofur. 1 Barnaskóla Akureyrar eru börnin til 13 ára aldurs, en eru þá send i Gagn- fræðaskólann, og ljúka skyldu- náminu þar. Bekkjadeildir i Barnaskóla Akureyrar eru nú 30 og stunda alls 800 nemendur nám þar, og eru kennarar 28 með skólastjóra. Barnaskólinn hefur komið þvi nýmæli i framkvæmd, að koma á fót vettvangsskóla og er sú starf- semi að Hólavatni i Eyjafirði og einnig i sumarbúðunum við Vest- mannsvatn. t Vettvangsskólanum dvelja nemendur i efsta bekk i nokkra daga meö kennurum sinum við náttúruskoöun,leiki og iþróttir. Nemendur i Barnaskóla Akureyrar rafta sér upp áður en gengið er inn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.