Tíminn - 26.04.1972, Síða 1

Tíminn - 26.04.1972, Síða 1
EINGÖNGU GÓÐIR BÍLAR 93. tölublað — Miðvikudagur 26. april 1972 — 56. árgangur. Norrænu utanrikisráðherrarnir á blaöamannafundinum í gær. F.v. K.B. Andersen utamikisráðherra Danmerkur, Sorsa Finnlandi, Kinar Agústsson, Cappelen Noregi og Wickman Sviþjóð. (Timamynd Gunnar) Utanríkisráðherrafundinum lokið: Lögðu áherzlu á þátttöku sem flestra í umhverfisráðstefnunni SB-Reykjavík. Fyrri fundi utanrikisráö- herra Norðurlanda á árinu, lauk i Reykjavik I gær. Þátt- takendur voru utanrikisráð- herrarnir Einar Agústsson, K.B. Andersen, Danmörku, Andreas Cappelen, Noregi, Krister Wickman, Sviþjóð og Kalevi Sorsa, Finnlandi. Að fundinum loknum var frétta- - sem haldin verður á vegum S.Þ. í Stokkhólmi í júní mönnum skýrt frá helztu um- ræðuefnum fundarins. Land- helgismálið var ekki á dag- skrá fundarins, en fram kom, að Finnar einir styðja islend- inga að fullu I þvi máli. Danir og Norðmenn lýstu hins vegar yfir, að þeir myndu styðja islendinga i þvi að ná góðum samningum við Efnahags- bandalagið. Mikið var rætt um áætlaða umhverfisverndarráðstefnu I Stokkhólmi og I þvi sambandi viðurkenningu A-Þýzkalands. Eins og kunnugt er, hóta Sovétrikin og önnur A- Evrópuriki að sitja ekki ráð- stefnuna, ef A-Þýzkaland fái þar ekki að sitja við sama borð og önnur riki. Vestrænu rikin hafa ekki viljað fallast á þetta og visa til samningaviðræðna þeirra, sem fram fara milli Austur- og V-Þýzkalands. Þær viðræður eru taldar geta verið I hættu, ef A-Þýzka- land verði óbeint viðurkennt með þvi að bjóöa þvi þátttöku í ráðstefnunni á sama grund- velli og hinum. A utanrikis- ráðherrafundinum voru menn ekki alveg á eitt sáttir um ýmis smáatriði i þessu sam- bandi, en afstaðan til A- Þýzkalands er þó i heild hin sama. Ráöherrarnir lögðu áherzlu á þátttöku sem flestra rikja I ráðstefnunni og létu i ljós von um að lausn fyndist, sem allir aðilar sættu sig við. Ráðherrarnir lýstu ánægju Framhald á bls. 19 Nær 2.5 milljón króna kröfur á Norðurbakka OÓ-Reykjavik. Fjárkröfur hafa nú verið gerðar I 17 eignarlóðir úr sumarbústaðalandi Norður- bakka h.f,- I Grimsnesi, sem sýslumaðurinn I Árnessýslu auglýsir I siðasta Lögbirt- ingarblaði að verði seldar á nauðungaruppboði, eftir kröfu nokkurra lögfræðinga. Samanlagðar kröfur á Norðurbakka h.f., sem nú eru auglýstar, nema ’kr. 2.486,110,00. Norðurbakki h.f. keypti sumarbústaðaland I Grims- nesinu og voru skipulagðar Framhald á bls. 19 Kjarval jarðsettur SJ-Reykjavik Útför Jóhannesar Kjarvals list- málara verður gerö frá Dóm- kirkjunni i dag og hefst kl. 11 árdegis. Forseti Islands, rikis- stjórnin, sendimenn erlendra rikja og fulltrúar listamanna verða viöstaddir athöfnina. Lúðrasveit Reykjavikur leikur fyrir utan kirkjuna undir stjórn Páls P. Pálssonar áður en útförin hefst. Sr. Jón Auðuns dóm- prófastur flytur likræðuna, en sr. Bragi Friðriksson flytur kveðjur fjölskyldunnar. Framhald á bls. 19 Hrotan kom ekki - Eyjabátar að hætta ÞÓ-Reykjavik ,,Það er ekkert fisklri hjá Vestmannaeyjabátum, þetta er allt að ganga saman. Neta- bátarnir voru með þetta 4-5 tonn i gær og þaðan af minna. Tveir bátanna tóku netin upp i fyrradag og var búizt við að fleiri bátar tækju upp netin i gær. „Þetta sagði vigtar- maðurinn hjá Hraðfrystistöð- inni er við hringdum i hann. Hann bætti þvi við, að ekki myndu sjómenn I Eyjum flá feitan gölt að þessu sinni. 1 Sandgerði var okkur sagt, að aflinn væri orðinn frekar tregur. Aflinn þar er ákaflega misjafn, sumir bátarnir hafa fengið ágætan afla, en aðrir ekkert. Ekki er samt sami upp- gjafatónninn i þeim i Sand- gerði og i Vestmannaeyjum, og sögðu þeir að heildaraflinn þar væri orðinn 9600 lestir, sem er heldur minni en á sama tima i fyrra, en þá var mjög góður afli um þetta leyti. 35 bátar hafa verið gerðir út frá Sandgerði i vetur, en oft hafa veriö upp i 60 bátar i höfninni þar, og þar þá orðið allt of þröngt á þingi. Vigtar- maðurinn sagði, að búast mætti við, að bátarnir hættu fljótt veiðum, ef ekki færi að rætast úr. Aðalsteinn Aðalsteinsson, á Hornafirði, sagði, að þar væri orðið frekar tregt, en þó ekki alveg dautt eins og það væri sumsstaðar. Aflinn væri orðinn svipaður og i fyrra, en nú væru færri bátar. í fyrra- dag voru bátarnir með 20-30 tonn eftir tvo daga og verður það að teljast sæmilegt. Afla- hæstur Hornafjarðarbáta er nú Hvanney með 820 tonn. 1 Grindavik hefur hann verið mjög tregur siðustu daga. 1 fyrradag lönduðu 65 bátar þar 900 tonnum. 1 gær er við töluðum við vigtar- manninn I Grindavik var ekki vitað annaö um aflabrögðin en það, að sjómenn létu illa af aflanum. Aflahæstur Grinda- vikurbáta er Bjartur meö rúmar 800 lestir. Meðalafli þeirra báta, sem hófu veiöar strax eftir áramót er 400 - 500 tonn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.