Tíminn - 26.04.1972, Page 3

Tíminn - 26.04.1972, Page 3
Miðvikudagur 26. april 1972 TÍMINN 3 FLOKKSINS SLITIÐ Skólanefnd og nýútskrifaðir nemenduri vinstri Knslinn r’etursson,. Sigurður Jakobsson, Felagsmálaskólans. Skólanefndin sitjandi, talið frá Magnús Kristinsson, Egill Thorarensen, Þorvaldur vinstri, Björn Björnsson, Eiríkur Tómasson og Jón Hafberg, Arni Ómar Bentsson, A myndina vantar Sveinsson. Standandi eru útskrifaðir nemendur frá| Finnbjörn Bjarnason. FÉLAGSMÁLASKÓLA FRAMSÓKNAR- ÞÓ-Reykjavík Félagsmálaskóla Fram- sóknarflokksins var slitið á mánudagskvöldið að Hótel Esju. Skólanum sléit Eirikur Tómasson, einn af skólanefndar- mönnum. I upphafi máls sins sagði Eirikur, að hann, Jón Sveinsson og Björn Björnsson hefðu verið kjörnir til að sjá um skólahaldið i vetur. Sagði Eirikur, að þeir hefðu tekið þetta að sér með nokkurri tregðu i fyrstu þar sem Jónatan Þórmundsson hefði stjórnað skólanum svo einstak- lega vel áður. En fyrir hvatningu Jónatans m.a. tóku þeiríélagar skólastjórnina að sér. Skólahaldið byrjaði mánu- daginn S.nóvember og voru fundir haldnir á mánudagskvöldum. Fyrrihluta vetrar var kennd fundarsköp og ræðumennska, en siðari hlutann var kynning á hinum ýmsu þjóðfélagsmálum og i þvi sambandi heimsóttu margir þekktir menn skólann, fluttu erindi um mörg þau mál, sem ofarlega eru á baugi og svffruðu fyrirspurnum. Nú siðast heimsótti forsætisráðherra, Ólafur Jóhannesson skólann, ræddi hann um stjórnmálavið- horfið og á eftir svaraði hann fyrirspurnum. Alls munu um 50 manns hafa sótt skólann i vetur, en út- skrifaðir voru 7. Frá skólaslitum Félagsmálaskóla Framsóknar-1 sóknarflokksins, Tómas Arnason, gjaldkera flokksins. 1 ræðustól er Eirikur Tómasson. Við borðið Framsóknarflokksins og Steingrfm Hermannsson, má sjá Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, 1 ritara Framsóknarflokksins. Þráinn Valdimarsson, framkvæmdastjóra Fram-[ (Timamyndir___Gunnar) 1710 félagar í Starfs- mannafélagi ríkisstofnana KJ-Reykjavik Aðalfundur Starfsmannafél- ags rikisstofnana var haldinn 13.april og var Einar Ólafsson útsölustjóri endurkjörinn for- maður. 1 skýrslu stjórnar kom m.a. fram, að haldnir voru þrir fræðslufundir fyrir trúnaðar- menn á siðasta starfsári, sem stóðu yfir frá einum upp i þrjá daga. Merkur áfangi i baráttu félagsins náðist með tilkomu orlofs- og menningarmið- stöðvarinnar að Munaðarnesi og styrkir það mjög aðstöðu félagsins til aö efla hvers- konar fræðslustarfsemi. Alls eru nú skráðir 1710 félagsmenn. Stjórn félagsins var sjálf- kjörin fyrir næsta kjörtima- bil: Með Einari eru i aðalstjórn þau Sigurður Ó. Helgason, Tollstjóraskrifstofunni, Guð- mundur Sigþórsson Innkaupa- stofnun rikisins, Agúst Guð- mundsson, Landmælingum, Helga Ivarsdóttir Landspitalanum, Ólafur Jóhannesson Veðurstofunni og Einar Stefánsson Vita og Hafnarmálaskrifstofunni. A fundinum voru m.a. sam- þykktar ályktanir, þar sem fagnað er endurskoðun laga um samningsrétt opinberra starfsmanna, Fordæmdur er úrskurður meirihluta Kjara- dóms I launadeilu heildarsam- takanna við fjármálaráð- herra. Lögð er áherzla á endurskoðun starfsmats- kerfisins og mótmælt er harð- lega þeim drætti, sem orðið hefur á endanlegri röðun starfsmanna i launaflokka. Fagnað er nýju orlofslögunum og lögð er áherzla á, að komið verði á skipulagðri starfs- hæfingu og félagsmála- fræðslu, til að mæta á hag- kvæman hátt kröfum nýs tima um breytta starfsháttu. Auk þess voru samþykktar ályktanir um lifeyrissjóð og lifeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Einar Ólafsson. SUMARIÐ KOMIÐ Á NESKAUPSTAÐ 19 stiga hiti í fyrradag — Bátar þaðan fiska mjög vel BG-Neskaupstað. Sumarveðrátta hefur verið á Neskaupstað siðustu daga, og i fyrradag komst hitinn upp I 19 stig I forsælu, sem er einstakt á þessum árstima. Eldri menn segja að þeir muni ekki slikan góðviðriskafla i annan tima. Jörð er orðin marauð og er unnið að öllum framkvæmdum, eins og hásumar væri. Mikil aur- bleyta er á veginum um Odds- 'karð, og þessa stundina er hann lokaður öllum bifreiðum nema jeppum. Aflabrögð Noröfjarðarbáta hafa veriö mjög góð undanfarið. Smábátar, sem reyndu fyrir sér með linu i góðviðrinu um daginn, hafa rótfiskað. Þeir hafa fengiö allt upp i 1,5 tonn á 5 bjóð, og þykir einstakt á þessum árstima. Það mun vera langt siðan smábátar hafa hafið róðra jafn snemma. Gifurlegur fjöldi trillu- báta mun róa frá Neskaupstað I sumar og eru menn nú i óða önn að búa trillurnar til róðra. Skuttogarinn Barði landaði 112 lestum af fiski i fyrradag eftir 5 daga útivist. í gær lönduðu hér netabátarnir Sveinn Svein- björnsson, sem var með 60 lestir og Björg með 20 lestir. Þessir tveir netabátar hafa fengið um 400 lestir hvor, en þess má geta aö Sveinn stundaöi loðnuveiðar fyrst I stað. Togbáturinn Birtingur landaði 45 lestum af fiski fyrir helgina. Miklar skipakomur hafa veriö hér undanfariö, og bæði til að lesta og losa. ALLTMEIRAOG MINNA BR0TIÐ 0G BRAMLAÐ EFTIR HELGARNAR segja eigendur húsanna á horni Nóatúnsog Laugavegar Kl.p-Reykjavfk A sunnudaginn sá vegfarandi, sem leiö átti um Nóatún, hvar nokkrir strákar voru aö leika sér aö þvf aö brjóta rúöur I húsi Trésm. Vfðis á horni Nóatúns og Laugarvegs. Káiiaöi hann á lög- regluna og kom hún fljótiega á staðinn, en þá hlupu strákarnir I allar áttir og iögreglan náöi engum þeirra. Við höfðum samband við Guðmund Guðmundsson eiganda hússins, og sagöi hann okkur, að um þessa helgi hefðu veriö brotnar 6 rúður i húsinu. — Þetta er orðið stórt vanda- mál hjá okkur. Það eru brotnar hér rúður um flestar helgar og aldrei næst i nokkurn mann. Þó að þaö hafi verið einhverjir smá- krakkar, sem gerðu það i þetta sinn, eru það nú samt yfirleitt eldri krakkar, sem gera þetta. Þessir hafa sjálfsagt séð brotnar rúður þegar þeir komu að húsinu, og hafa þvi bara haldið þvi áfram. Þetta hefur versnað um allan helming siðan Glaumbær brann, hver svo sem ástæðan er fyrir þvi. Þeir hjá Mjólkurfélagi Reykja- vikur, sem eru i sambyggðu húsi við Viði, sögðu okkur, að það væri orðin hreinasta plága, hve mikið væri brotið og illa gengið um viö húsið eftir helgar. Stundum hefði aðkoman verið herfileg og væri þetta ekkert að lagast. Þarna væri stundum allt i gler- brotum eftir nóttina og andyrið angaði eins og i gömlu náðhúsi. Það ráð hefur verið tekið að setja rimlahliö fyrir andyrið en það fengi ekki einu sinni að vera i friði, þó rammbyggt væri, frekar en svo margt annaö á þessum slóðum. Hlanforir tungunnar? Óhætt er að fullyrða, aö fáir veröa fyrir meira hnjaski I starfi, en blaðamenn, og fárra starf mun vera ótryggara einkum þar sem pólitiskar skyndisólir eru látnar hafa forra'ö yfir þeim, eöa duttlungar einir eru látnir ráöa mati á hæfni og starfsgetu hins hraðvirka hóps. Auk þess liggur þessi hópur undir gagnrýni, einstaklinga utan úr bæ, ef svo má aö oröi komast, ýmist fyrir sjónarmiö eöa meöferö málsins, og fræg eru þau orö helzta frammámanns landsins I bók- menntum, sem I viötali lýsti þvl yfir, aö blööin væru yfirleitt full af ómerkilegum og illa skrifuöum greinum — einskonar hlanforir tungunnar, þótt ekki væru þaö orö mannsins. Burtséö frá þejisu eru svo að berast fréttir utan úr heimi, sem sýna, aö yfirleitt búa blaðamenn hvarvetna undir sama hripleka þakinu. Formaöur blaðamanna- félagsins I Tékkóslóvaklu, Valenta aö nafni, hefur lýst þvl yfir, og væntanlega fullur stolts, aö nú sé búiö aö reka 265 hægri- menn úr blaðamannafélaginu, allar götur slðan Dubcek var viö völd. Nærtækari hreinsanir án skýringa hafa átt sér staö. Eölilegt er, að Blaöamanna- félag tslands gef.i gaum þeirri veiku stööu, starfslega séö, sem blaöamcnn eru f á hvcrjum tlma. Þaö gerir nú kröfu um rökstudda skilgreiningu á ástæðum fyrir uppsögnum og hótar að beita höröu, verði ekki staðið þannig að þessum hlutum, að mann- sæmandi og viðunandi sé. Þessu til grundvallar liggur, að blaða- mennskan er ekki fag I þeirrl veru, sem nýtur löggildingar á borð við þau, sem ástunduð eru I iðnaði og öðrum viðurkenndum greinum innan verkalýðssam- takanna. Félagið hefur þvi ekki annaö aO lcita en mn á við eftir þeirri samstööu sem veitir þvl styrk gegn ofriki. Blaðamenn og starfsmenn annarra fjölmiðla hafa vaxandi skyldum að gegna við almenning. Leitað er á almennan markað og rekstur þessara stofnana byggist á viðskiptum við almenning. Þetta er þvf ekki lengur spurning um að reka 265 hægri menn úr þessu blaðamanna- félaginu eða hinu, eða ástundun hópuppsagna á einstökum blöðum, heldur spurning um það hvernig starfshópur eins og blaöamenn rækja skyldur sfnar við hinn almenna borgara. Það atriði stendur raunar öliu ofar I þessu hvikula starfi — hitt getur svo verið gamanmál, hvort blöð t.d. séu meiri hlanforir tungunnar nú eða i þá tfð, þegar skrif þelrra byggðust að einum hluta a pcrsónulegu nlði um verulega og imyndaða andstæðinga. Svarthöfði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.