Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. april 1972 TÍMINN 7 Lögreglukonur aftur á veröi i Stokkhólmi. Lögreglukonur hafa ekki verið á verði á götum úti i Stokkhólmi undanfarin fjögur ár. Þær eru komnar út á göturnar, og hér sjáið þið eina þeirra. Hún heitir Lisbeth Gauffin og er greinilega tilbúin til alls. Hún er bæði með kylfu og byssu, svo hún ætti að geta bjargað sér ekki siður en karlmennirnir i lögreglu Stokkshólmsborgar. Pia á von á barni. Mest var skrifað um Piu Deger- mark, nú Caminneci þegar hún var bezta vinkona Karls Gústafs Sviaprins. Nú er Pia gift Pier Caminneci og býr i Berlin eða Sviss, eftir þvi sem hentar þeim hjónum hverju sinni. Pia ætlaði sér eitt sinn að horast, og endir- inn varð sá, að hún missti alveg stjórn á megruninni, og endaði með þvi að verða aðeins 34 kiló. Hún var óskaplega veik, og þeg- ar læknarnir höfðu stöðvað megrunina, sögðu þeir henni, að hún myndi aldrei geta átt barn. n Æfa sig að boröa meö prjónunum Vinir og kunningjar Pat Nixon og Richard Nixons Bandarikja- forseta æfa sig nú af kappi við að borða með kinverskum mat- prjónum. Astæðan er sú, að Pat og Richard urðu mjög hrifin af kinverskum mat i ferð sinni til Kina fyrr i vetur, og nú reikna vinirnir með að þeir fái að reyna kinverskan mat á næstunni i veizlum hjá forsetahjónunum, og þá er um að gera að kunna að haga sér og beita fyrir sig prjónunum, af jafn mikilli listog forsetahjónin gerðu sjálf i Kina. Þó er nú svo komið að Pia á von á barni, og er orðin geysifram- stæð, eins og þið sjáið af mynd- inni og ekki langt i að hún fæði barn sitt. Pia og Pier hafa að undanförnu verið i Sviþjóð og leitað sér þar að húsi, þvi Pia vill gjarnan búa i Sviþjóð, þvi henni leiðist i Berlin. En húsin, sem þau hafa skoðað hafa ekki hentað þeim. Hafmeyjar í riki drottningar. Bátasýning var fyrir skömmu opnuð i Earls Court i London. Þar hafði sá, sem stillti upp bát um fyrir eitt fyrirtækið tekið sér fyrirmyndir úr ævintýrum H.C. Andersens, og sátu hvorki meira né minna en tvær haf meyjar á bátnum, sem fyrir- tækið sýndi. Hafmeyjarnar voru aðeins „iklæddar” sorðinum sinum, og þegar Margréti prin- sessu bar svo að garði, en hún átti einmitt að opna sýning- una, kom framkvæmdastjórinn til sýnandans, og bað hann blessaðan að láta hafmeyjarnar hverfa i bili. t Englandi er það ekki talið siðsamlegt að haf- meyjar séu svona fáklæddar. Þær verða að minnsta kosti að hafa brjóstahaldara. Rauðsokkur ánægöar. Rauðsokkur i Evrópu mega una glaðar við sitt i bili, a.m.k. hvað við kemur kóngum og drottningum álfunnar, þvi nú eru þrir kóngar og þrjár drottningar við völd i Evrópu. Þetta breyttist kvenfólkinu i hag, þegar Margrét Dana- drottning tók við af föður sinum Friðrik nú i vetur. Hinar drottningarnar tvær eru eins og allir vita Elisabet i Englandi og Júliana i Holllandi. Kóngarnir sem nú eru við völd, eru Ólafur i Noregi, Gustaf Adolf i Sviþjóð og Baudouin i Belgiu. Reyndar eru tveir aðrir kóngar lifandi i Evrópu, þeir Konstantin Grikkjakóngur og Michael af Rúmeniu, en þeir stjórna ekki miklu um þessar mundir. En þegar fram liða stundir breytist þetta góða hlutfall, eins og það er i dag til hins verra. Þá verður ekki um nema eina konu að ræða, sem rikisarfa, og auk þess er enn einn kóngur, sem getur átt eftir að komast til valda, þ.e.a.s. á Spáni. Hvernig er hægt að leysa þetta þjóð- félagslega vandamál kónga- fólksins? — Já, það kemur stundum fyrir, að hann múrar sig inni á skrif- stofunni. Nágrannakonurnar voru erki- fjendur. Dag einn hittust þær við þvottasnúrurnar og voru báðar að hengja upp. önnur stóð og starði á þvott hinnar, þar til henni var nóg boðið: — A hvað ertu eigin- lega að glápa. Hefurðu aldrei hengt upp þvott? — Jú, en ég er vön að þvo hann fyrst, svaraði hin. — Þetta var siðasta sneiðin af brúðkaupstertunni, elskan min. Nú er ég hræddur um, að þú verðir að læra að búa til mat. — Já þegar ég var i striðinu, varð ég einu sinni fyrir þvi að Þjóð- verji skaut mig i brjóstið, og kúlan fór út um bakið. — Nei, það getur ekki verið. Þá hefði hún farið i hjartað. — Nei, það var alls ekki þarna þá stundina. í reykherberginu á gistiheimili i London var skozkur gestur lengi húinn að ergja alla hina með frægðarsögum af sjálfum sér. Loks missti Breti einn þolinmæð- ina og sagði: — Nú viljum við fá að heyra eitthvað sem þú getur ekki, og ég skal gera það fyrir þig. — Gott, svarði Skotinn, — ég get nefnilega ekki borgað reikn- inginn minn. DENNI DÆMALAUSI Pabbi, flýttu þér á fætur, það er laugardagur, og þú sagðist ætla að slappa af.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.