Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 26. april 1972 VINNUÁLAGIÐ OG LÍKAMSRÆKT í SKÓLUNUM VERÐI RANNSAKAÐ Dæmi um 80 klst. vinnutíma á viku, mánuðum saman- Tillaga frá Vilhjálmi Hjálmarssyni EB—Reykjavik. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) liefur lagt fyrir Sameinað Alþingi tillögu um.að þingið álykti að skora á rikisstjórnina að láta rannsaka aðstöðu til líkams- ræktar i skólum landsins og vinnuálagið i þeim. Skal þessari rannsókn hraðað svo sem tök eru á, og gera skal Alþingi grein fyrir árangri, þegar það kemur saman á nýjan leik i haust. I greinargerð tillögunnar segir Vilhjálmur: „Umfangsmesta starfssvið þjóðfélagsins, að heimilunum einum undanskildum, er innan veggja skólanna. Hvergi er slikur fjöldi að verki sem þar, þvi að tala „verkafólks” skiptir tugum þúsunda. Þegar hér við bætist, að sá stóri hópur er ungt fólk, sem er i mótun, dylst engum, að miklu varðar, að vel sé fyriröllu séö. Vissulega er margt vel um þróun islenzkra skóla- mála, enda vinnur að henni mikill Nýyrðið„lagmeti”heppilegt EB—Reykjavik. Þegar iðnaðarnefnd efri deildar Alþingis, fjallaði um stjórnar- frumvarpið um lagmetisiöju rikisins i Siglufirði fékk hún m.a. umsögn um það frá málnefndinni. Kemur þar fram að nefndin telur, að nýyrðið „lagmeti” sé heppi- legt orð til að tákna bæði niöur- soðin og niöurlögö matvæli, og mælir þvi með heitinu „lagmetis- iöja”. Iðnaðarnefnd var sammála um að frumvarpiö verði að lögum, með smávægilegum breytingum. fjöldi mætra manna. Þó er gagn- rýni þörf og aðgæzlu. Ætlaður lengri vinnutimi en öðru fólki. Það er alkunna, að skóla- nemendum er stundum ætlaður miklum mun lengri vinnutimi en öðru fólki, þegar heimaverkefnin eru með talin. Og aðstöðu til likamsræktar er enn mjög áfátt á ýmsum stöðum, bæði i þéttbýli og strjálbýli. Vitað er, að i sumum tilvikum er vinnuálag i sömu námsgrein misjafnt eftir kynjum, þótt bæði stefni að sama prófi. Stafar þetta einkum af þvi, að á ýmsum skóla- stigum eru stúlkum ætluð mjög timafrek heimaverkefni, á meðan piltar i sama námi hafa litil sem engin. Þannig finnast þess dæmi, að vinnutimi nemenda, einkum stúlkna, fari yfir 80 klst. á viku, mánuðum saman, en þaö er meira en tvöfaldur sá vinnutimi, sem viðurkenndur hefur verið að lögum i velflestum starfs- greinum. Nauðsyn að gera sér grein fyrir því,hvað málið er um- fangsmikið. Þá má enn finna þess dæmi, að starfandi séu skólar eða skóla- deildir, þar sem alls engin likamsrækt er iðkuð. Það mun flestra mál.að slikir starfshættir séu óheppilegir og að þeim beri að breyta sem fyrst, þar sem þeir geta hæglega leitt til heilsutjóns fyrir það fólk, sem við þá býr. Til þess að bót verði á ráöin, er nauðsynlegt að gera sér grein Vilhjálmur Iljálmarsson fyrir þvi, hvað málið er umfangs- mikið, en að þvi er stefnt með flutningi þessarar tillögu. Viðtæk upplýsingasöfnun varöandi húsnæði skóla hefur átt sér stað, og námsskrá og stunda- töflur skólanna gefa þýðingar- miklar upplýsingar. Greiðir það mjög fyrir athugunum þeim, sem tillagan fjallar um, þótt fleira þurfi að kanna, og þá m.a. heima- vinnu nemenda. Varhugavert að leggja tvö sveitarfélög Austurlands undir Akureyrarlæknishérað - Gert ráð fyrir því í frv. um heilbrigðisþjónustuna SALA HOLTS FÆR GÓÐAN BYR EB—Reykjavík. Þegar fram var haldið s.l. mánudag fyrstu umræðu um frumvarpið um breytta skipan heilbrigðisþjón- ustunnar, vakti Vil- hjálmur Hjálmarsson athygli á þvi, að var- hugavert væri að leggja tvö nyrztu sveitarfélög Austurlandskjördæmis undir Akureyrar- læknishérað, eins og gert væri samkvæmt frumvarpinu. Vilhjálmur minnti á, að á Vopnafirði væri sjúkraskýli og fram hefði þar farið fjársöfnun til að endurbyggja það og Vopn- firðingar leitað til rfkisins til stuðnings þessum fram- kvæmdum. Hefði verið orðið við þeirri beiðni, i fjárlögum þessa árs væri veitt byrjunarfjármagn til framkvæmdanna. Vilhjálmur sagði ennfremur.að ljóst væri aö Vopnfiröingar gætu ekki notið heilsugæzlu frá Þorshöfn og hann minnti á , að um fjölmörg mál væri fjallað sameiginlega innan kjördæmanna. Aðurnefnt fyrirkomulag, sem frumvarpiö gerði ráö fyrir væri þvi óheppi- legt. Þá vakti Vilhjálmur athygli á þvi, aö Læknafélag Austur- lands hefði fjallað um þetta mál og sent frá sér greinargerð, sem getiö hefði verið um i blöðum. 1 greinargeröinni væri gert ráð fyrir minni heilsugæzlueiningum en frumvarpið gerði ráð fyrir. Þingnefnd sú, sem fengi frum- varpið til meöferðar þyrfti að ihuga vel þetta atriði. Vilhjálmur kvaðst fagna fram- komu frumvarpsins. Væri nú á ný hreyft við þessum málum. Hann kvaðst ekki ætla aö ræða efnislega um frumvarpið nú, hér væri um umfangsmikið og við- kvæmt málefni að ræöa, sem snertihverneinstakling i landinu. — Aö gefnu tilefni gat Vilhjálmur þess, að það hefði oft átt sér stað, aö ráðherra gerði grein fyrir frumvörpum, sem þingnefndir flyttu,ensem kunnugtermælti Magnús Kjartansson, heil- brigðisráöherra fyrir þessu frum- varpi i siöustu viku, en þaö er flutt af heilbrigöis- og félags- málanefnd. Jóhann Hafstein (S), Stefán Gunnlaugsson (A) og Matthias A. Mathiesen (S) tóku einnig þátt i umræðunni um frumvarpiö s.l. mánudag, en umræöunni var siðan enn frestaö, þar eð þing- fundartimi var útrunninn. EB—Reykjavik Allt bendir nú til þess, aö frum- varpiö um sölu Holts i Dyrhóla- hreppi verðisamþykktá Alþingi, en á fjórum þingum i röð hefur það ekki náð samþykki. Frum- varpið fékk i vetur góðan byr i efri deild þingsins, var samþykkt þar þrátt fyrir harða andstöðu Sjálfstæöisþingmanna i land- búnaðarnefnd þingdeildarinnar — og nú hefur meiri hluti land- búnaöarnefndar neöri deildar mælt með samþykkt frum- varpsins. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins i þeirri nefnd eru, eins og i efri deild algjörlega andvigir sölunni. Kom það m.a. vel i ljós á fundi i neðri deild s.l. mánudag enda fór stór hluti þingfundartim- ans þar I deilur um sölu þessarar eyðijarðar. Attust það viö þeir Agúst Þorvaldsson (F) og Pálmi Jónsson (S), sem báðir eiga sæti i landbúnaðarnefndinni. Agúst mælti fyrir áliti meiri hluta nefndarinnar og sagði hann m.a.,að meðferð þessa máls I þinginu væri harla óvenjuleg, þegar stefna þingsins væri sú, að iaröir ættu að vera i eigu bænda og sveitarfélaga en ekki rikisins. Þá sagði Agúst, að rökin fyrir þvi,að Jóhanna i Nykhóli fengi keypta jörðina, væri ekki siður siðferöilegs eðlis. Jóhanna ætti fullan siðferðislegan rétt á að kaupa þessa ríkisjörð. Þetta væri ættarjörð hennar. A þinginu hefði margoft verið sámþykkt án allrar fyrirstöðu að selja þessum og hinum jarðir, sem kaupendurnir væru i engum ætta tengslum við. — Pálmi var ekki aldeilis á þvi að vera sammála Ágústi. Sagði hann m.a., að með sölu Holts væri veriö að reka fleyg á milli rikisjarðanna tveggja sitthvoru megin viö Holt. Pálmi sagði,að Jarðeignadeild væri neikvæð gagnvart sölunni, það kæmi fram I umsögn hennar um málið. Meö* þvi að samþykkja frumvarpið væru geröir þingmanna ekki i samíæmi við umsagnir. — Agúst sagöi, að umsagnir ættu ekki að ráða gerðum þingmanna. Þær ættuaðvera þingmönnum til upp- lýsinga. Þingmenn ættu að greiða atkvæði samkvæmt sinni samvizku. — I lok deilna þeirra Agústs og Pálma, sté Gunnar i Glaumbæ i ræðustólinn og sagði, að umsagnir um þetta mál hefðu einvörðungu ráöið afstöðu sinni, þ.e. að vera andvigur sölu Holts. Úkvæðagreiðslu um frumvarpið varfrestaðað umræðum loknum. iiiiii iiiiii in iin I Fóstbræður hafa eignazt eigið félagsheimili OÓ—Reykjavik. Félagsheimili Karlakórsins Fóstbræðra var vigt s.l. laugar- dag, að viðstöddu fjölmenni. Félagsheimilið er til húsa á efri hæð Langholtsvegar 109 - 111 og er hið vandaðasta og vistlegasta að gerð og búnaði. Stærð félagsheimilisins er rösklega 400 fermetrar að gólf- fleti. Eru i þvi stór samkomu- salur, minni æfingasalur, vin- stúka, eldhús og tilheyrandi snyrtiklefar og anddyri. Þorsteinn Helgason, formaöur bygginganefndar, sagði i ræðu, sem hann flutti viö vigsluna, að það hafi lengi verið draumur Fóstbræðra að eignast eigið húsnæöi, en kórinn hefur ávallt verið á hrakhólum meö pláss til æfinga og félagsstarfsemi þar til nú. Bygging hússins hófst árið 1968, og árið eftir var það fokhelt. Allt frá þeim tima hafa Fóst- bræður unnið i sjálfboðavinnu við bygginguna og frágang félags- heimilisins og margir lagt þar fram drjúgan skerf. Hefur húsið verið tekið i notkun i áföngum og var fyrst gengið frá æfinga sal, 'en_nú er loks allt húsnæðið full fragengið. Sagði Þorsteinn, að verðmæti húseignarinnar og inn- húss væri um niu millj. kr. Að lokinni ræðu sinni afhenti for- maður bygginganefndar Einari G. Þorsteinssyni lykla hússins, en Jón Halldórsson, fyrrverandi söngstjóri Fóstbræðra lagði horn- steininn. Fóstbræðrum bárust margar góðar gjafir á vigsludaginn. Frá vigslu félagsheimilis Fóstbræðra. Á myndinni eru m.a. Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra og frú, Páli Lindal, borgarlögmaður og Birgir isleifur Gunnarsson, forseti borgarstjórnar, ásamt eigin- konum sinum og Gylfi Þ. Gislason, fyrrverandi menntamálaráðherra og frú. — Tfmamynd Gunnar. Meðal þeirra var konsertflygill, sem Einar Asmundsson og frú gáfu og eiginkonur kórmanna afhentu fórlátavel geröan fána, sem i er saumað merki Fóst- bræðra. Við viglsuna voru ræöur og árnaðaróskir fluttar og Fóst- bræöur sungu. Auk núverandi kórfélaga voru gamlir Fóstbræður og konur þeirra viðstaddir á vigsludaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.