Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 26. april 1972 „Það syrtir að er sumir kveðja"! En þetta viðhorf breytist, þegar beztu, mestu afkasta- snillingarnir hafa lifað langa ævi og aldrei slegið slöku við. Svo linnulausan og langan vinnudag hefir þessi maður lagt að baki, og sliku dags- verki hefir hann skilað svo að með fádæmum er, og visast ekki aðeins i hans eigin landi. Sannleikurinn er, að slikur snillingur var Kjarval, að þær áttu samstöðu á sama bænum, i sömu stofunni, stóra Blá- skógar-myndin frá Frakk- landiog litli úti-eldhúskofinn á sveitabænum, sem hann eitt sinn gisti. Segja má ,,allt var gott sem gjörði hann." Og slik voru afköstin og guðsgáfan, að þau eru ófá is- lenzku heimilin, sem gleðjast og hafa glaðzt við Kjarvals- mynd. Þar kom, að okkur mönnum tókst að flytja sólina og hennar kosti, hennar gagn inni á heimilin. Og þetta afrek vann myndlislarmaðurinn, og meira en það. Hann bókstaf- lega skapaði með guði. Myndlistin er fljótlesin, og er þetta einn hennar mikli kostur, en siðan er hún silesin. Og þar eru hennar yfirburðir i gagnseminni. Mér er hugsað til hinnar miklu sköpunargáfu og sköpunargleði Jóhannesar Kjarvals, og alls þess, sem hann hefir fengið komið i verk. Og þá að hinum f jölbreytilegu leiðum myndlistarsköpunar, sem hann hefir iðkað. Vinnu- semin, og sköpunargleðin var svo rik, að með fádæmum er, og mikil blessun að, þegar af opinberri hálfu er staðið að þvi, að koma þessu á söfn á fleiri stöðum. Hafi þau stjórnvöld og þeir einstaklingar, sem þar að vinna, hjartans þakkir. „Það er svo gaman að skapa með guði" sagði Þórhallur, biskup,i einu Kirkjublaði um ræktun bóndans. Og er það áskyld gleði, sem öll listsköp- un elur. Þess vegna vannst Kjarval svona vel, svona mik- ið og vel. Eitt framhaldslifið er að lifa i verkum sinum. Þar verður Jóhannes Kjarval einn þeirra sem á langa og góða daga. Og svo var hann einn þeirra góðu drengja, sem ekkert mátti aumt sjá. Veri hann blessaður. Guöbrandur Magnússon. Kjarval á fimmtugs aldri. Kjarval 1!)54. V0RIÐ1914 Timinn hefur fengið leyfi höfundar Kjarvalskvers, Matthiasar Jóhannessens, rit- stjóra, t'il að birta lokafcafla bókarinnar, þar sem brugðið er upp mynd, sem ekki blasti við þjóðinni, þegar hún horfði á meistarann, en hlýtur að stækka hann og Tove konu hans í vitund hennar. Þá dreymir Tove Merild, unga danska stúlku, draum, sem hún hefur lýst á þessa leið: „Ég sat i báti á miklu hafi. Hann stefndi að strönd. t bátn- um sátu skeggjaðir, veður- barðir menn undir árum. Þeir voru i sjóklæðum. I bátnum lá lilill, nakinn mannslikami i svo fögrum ópallitum, að lík- ast var þvi sem þeir væru ekki af þessum heimi. Þegar bát- urinn kom að ströndinni, báru mennirnir fjórir þennan litla likama á milli sin i land og fannst byrðin augsýnilega ekki létt. En mér þótti sjálfri sem ég yrði ein eftir i bátnum. Þegar þeir fóru með likam- ann á milli sín, hafði það djúp áhrif á mig, þvi ég vissi i draumnum að það var sál Kjarvals sem þeir báru." Þegar dönsku stúlkuna dreymdi þennan draum, var hún nýtrúlofuð' Jóhannesi Sveinssyni Kjarval, ungum listmálara norðan frá Is- landi. Skömmu síðar fór hann heim til fslands, hreppti óveður og hún hélt, að Kjarval meöal vina skipið hefði farizt og hann drukknað. „Ég var mjóg hrædd, þar til ég fékk sim- skeyti um.að hann væri kom- inn heim heilu og höldnu," skrifar hiin i draumabók sina. Og hún bætir við: „Sennilega er sál Kjarvals i ópallitum, það sýna hinir mörgu ljósu lit- ir i myndunum hans'." Fjörutiu árum siðar skrifar Tove Kjarval enn i drauma- bókina með öruggri hendi þroskaðs rithöfundar: „Nú fyrst skil ég þennan draum. Jói er aftur komínn til Kaup- mannahafnar eftir tuttugu og tveggja ára fjarvist, „mér var sagt það i gær." Til þess að hann gæti skapað þessa stóru islenzku málaralist, mátti hann ekki lita i nein önnur horn — hinir miklu likamlegu Kjarval og Jónas. Meistari að verki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.