Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 11
Miövikudagur 26. april 1972 TÍMINN 11 ba og aodáenda. kraftar hans og skynjanir gátu truflað köllun hans. Þegar ég valdist viö hliö hans, var andi hans bundinn. 011 þessi ár hef- ur hann aðeins átt likama og sál. Andi hans er geyitidur okkur, þar til köllun lista- mannsins er fullnægt." Svo mikill er skilningur þessarar dönsku konu á hlut- verki þess manns, sem ann henni ungri. Listin skiptir Kjarval öllu, þaö er ekki rúm fyrir annaö. Jafnvel kona og börn verða að sitja á hakanum. Frú Tove veit.að Kjarval getur ekki orð- ið hversdagslegur maður eins og við hin, fyrr en hann hefur lokið listamannsköllun sinni. Þeirri köllun er ekki enn lokið. Og nú situr hann þarna fyrir framan mig i bilnum, áttatiu og þriggja ára gamall, en þó beinvaxinn, skarpleitur og kinnbeinahár, með djúpa, sterka rödd, lifsglott og réttan glampann i augunum — og segir eins og ekkert sé: „Það er svo margt sem liggur þungt á mér, að ég held stundum að ég sé að verða geðveikur." Ég svara: „Vertu rálegur, ef þú værir geðveikur, mundir þú ekki hafa orð á þvi." Þá ranghvolfir hann i sér augunum, en ég hugsa með mér: Það breytir engu, þótt sii saga sé sönn — og Sveinn son- ur hans hafi staðfest hana við mig, enda man hann atburð- inn — að Kjarval kom með tryppi i heimsókn á Freyju- götu 10, 1924 eða annað árið, sem þau Tove bjuggu saman hér á landi, og sagði við konu sina: „Éger með gest i mat." Þá sótti hún brauð handa gest- inum, eins og ekkert væri, og setti það á borðið i miðri stof- unni. Að máltið lokinni fóru þeir félagar aftur út saman. Þetta er ekki geðveiki, herra Kjarval, þetta er náttúrusim- inn — hann er i lagi og gott samband við rétt umhverfi, það er allt og sumt. Járntjald- ið milli okkar — og tilfinninga þinna. Um þetta hugsaði ég. Og einnig hve miklum listamönn- um veitist stundum erfitt að búa við þá konu, sem hugur þeirra og hjarta hneigist til. Og ég fór að velta fyrir mér þarna i bilnum Þormóði Kol- brúnarskáldi og ást hans á Framhald á bls. 19 List hans verður þjóðinni eilíf svalalind Jóhannes Sveinsson Kjar- val, listmálari, verður borinn til grafar i dag. Með honum sér þjóðin á bak einum hinna mestu vikinga sinna i heimi listarinnar á þessari öid, snili- ingi, sem hefur með verkum sinum gætt Islendinga dýpri náttúruskynjun en þeir áttu áður og auðgað þá að óbrot- gjörnum listaverkum, sem verða dýrmætur arfur frá kyni til kyns. Jóhannes Kjarval fæddist 15. okt. 1885 að Efri-Ey i Meðallandi, og voru foreldr- ar hans Sveinn Ingimundar- son bóndi þar og kona hans, Karitas Þorsteinsdóttir Sverrisen. Foreldrarnir voru fátækt fólk, og drengurinn var sendur fjögurra ára i fóstur austur i Geitavik i Borgarfirði eystra til hálfbróður móður sinnar, Jóhannesar Jónsson- ar, og konu hans, Guðbjargar Gissurardóttur, og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Þar eystra mun Kjarval jafn- an hafa fundizt, sem rætur hans i landinu stæðu, og hann leitaði þangað hvað eftir ann- að siðar á æfi, liklega ekki sizt sér til hugarhægðar og fróun- ar. Hann átti þar eystra sumarskýli og hjartarúm nóg hjá fólkinu þar. Kjarval var bráðgjör nokk- uð og dugmikill á unglingsár- um, enda ekki hlift við erfiðis- önn þeirri, sem flestum táp- miklum unglingum féll I hlut á þeim árum. Hann hóf snemma sjómennsku, bæði fyrir austan á smábátum og á skútum, og stundaði* hana fram yfir hálf- þritugt og naut ekki skóla- menntunar að ráði fyrir þann aldur. En þá venti hann kvæði sinu i kross og hélt utan til listnáms með þann minnsta feröakost, sem til sliks má duga. Hann fór fyrs^ til Lunduna en siöan til Kaupmannahafnar og lauk prófi i málaralist við Konung- lega listaháskólann i Höfn 1918, dvaldist siðan i Róma- borg og viðar á Italiu tvö næstu árin og bergði af hinum eilifa listabrunni, sem þar er að finna. Eftir það kom hann heim og helgaði sig allan málaralist- inni. Hann lét engar hindranir hrekja sig af þeirri leið og undi þeim kjörum, sem sú köllun dæmdi hann til. Hér var ekki að miklu að hverfa. Að visu vakti málaralist hans þegar óskipta athygli, þótt hún sætti misjöfnum dómum, en þjóðin var bláfátæk, málaralist landsmanna i bernsku og al- mennur skilningur i samræmi við það. Kjarval hafði ekki heldur skaplyndi eða hag- hyggju til þess að gera sér list- ina að auði. Listamannseðli hans lét oftast hverjum degi nægja sina þjáningu i aðbúð við sjálfan sig. Hann var hraustmenni, ósvikið náttúru- barn. Þegar eftir fyrstu sýningar eignaðist hann þó ýmsa stuðn- ingsmenn, sem vildu stuðla að þvi,að hann fengi notið listgáfu sinnar eins og framast var unnt. Margir þeirra höfðu ósýnilegar hjálparhendur, og þeim á þjóðin mikið að þakka, þótt menn æski þess nú, að Kjarval hefði átt meiri al- mennum skilningi að mæta og betri opinberum stuðningi. Jóhannes Kjarval var ham- hleypa i málaralist, og verk hans eru ótrúlega mikil að vöxtum, enda var ihnblástur- inn honum handgengari en öðrum mönnum. Hann bjó yfir ófreskigáfu, sem ekki var á færi venjulegra manna að skýra eða skilja, en yirtist þroskast meö árum. Hann undi sér litt við að fága eða snurfusa verk sin, og þvi eru þau mörg hver sem i sköpun, og það veitir þeim óvenjuiega dýpt og viddir, og skoðandan- um rúm til siferskrar innlifun- ar i heim þeirra, svo að hann kemur ætið að þeim sem nýju listaverki að einhverju leyti, hugtekur þau aldrei á sama hátt og áður. Kjarval Jeitaði sér sam- starfs við náttúruna viða um land. Þingvellir voru til að mynda sifelld uppspretta, og hann birti þjóðinni þennan helgistað i óþrotlegum til- brigðum en ætið sönnum. Is- lenzk hraun og mosi eru eins og stuðlar hans eða ljóðahátt- ur i málaralistinni, þetta tvennt, sem liklega er islenzk- ast i náttúrufari landsins. Hann miklaði sjaldan litaheim fjarskans yfir landinu, en sá þvi betur gegnum hlutina. 1 Íisttúlkun hans er maðurinn oftast hluti af landinu, og þeg- ar hann vildi mála mann- eskju, varð hún helzt að vaxa út úr landinu. Kjarval átti sér viða yndis- staði, einn þeirra var austur á Siðu. Þaðan eru ýmis ágætis- verk hans. Kjarval var stórgáfaður maður ög frumlegur i hugsun, og ályktanir hans jafnan ferskar og engu öðru likar. Honum urðu oft á munni orð, sem aldrei máðust þeim, sem heyröu þau næmum eyrum. Hann varð snemma þjóð- sagnapersóna i augum fólks, veldi utan við hinn daglega heim, sjálfráður og óháour lögum og borgaralegum höft- um, og menn fundu, að þeir urðu að nálgast hann eftir hanseiginlögmálum. I augum þjóðarinnar var hann full- komnasta imynd sanns lista- manns, sem hún þekkti. Það varð aldrei gengið að honum á visum stað, og enginn gat sett honum skorður, meðan hann hélt fjöri. Málverk Kjarvals hafa lengi verið meðal hins eftirsoknar- verðasta, sem islenzkt fólk leitaði i heimi fegurðarinnar, þegar það vildi gæða heimili sin þeim unaði, sem sönn list getur ein veitt. Þess vegna hafa þau orðið mjög verðmæt, og þau má sjá mjög viða. Þó var af svo miklu að taka, að . ómældur skerfur hefur fall- ið i sameignarhlut þjóðarinn- ar, enda var örlæti Kjarvals mikið við þann erfingja. Hann gaf borg sinni mikinn lista- sjóð, og Listasafn rikisins á mörg verk hans. Ófá eru i opinberum stofnunum og mörg hafa farið úr landi, en þó færri en ætla mætti. Sýningar á verkum Kjarvals eru margar fyrr og siðar og hefur aldrei skort at- hygli manna, og ritsnjallir menn hafa lagt sig fram um aö festa Kjarval á bækur, og hef- ur bezt tekizt hjá þeim Thor Vilhjálmssyni og Matthiasi Jóhannessen. Kjarval sjálfur var snjall hugsuður og orðlist- armaður og orti ljóð, sem lutu engum hömlum. Táknræn, sár og heit var umhyggja hans fyrir hvölunum, sem maður- inn var að útrýma. A siðari árum vildu opinber- ir aðilar reisa Kjarvai must- eri, sem yrði bæði honum og list hans skjól. Kjarvalshús var reist, en hann sjálfur hafði ekki borgarabrag til þess að njóta þess. Frelsi hans stóð of djúpum rótum til þess, en list Framhald á bls. 19 Einum kennt öorum bent.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.