Tíminn - 26.04.1972, Qupperneq 14

Tíminn - 26.04.1972, Qupperneq 14
14 TÍMINN Miðvikudagur 2(i. april 1972 1. kapítuli. Aldrei, meðan ég lifi, mun ég gleyma deginum, þegar ég sá Mildred Blaney fyrsta sinn, þvi það var einmitt þann dag, sem við Jónatan áttum okkar fyrstu þrætu. Er nokkuð það til i öllum heiminum, sem er sambærilegt við beiskjuna i fyrsta rifrildinu milli karls og konu? — Þegar hinu rósumstráða glittjaldi er svipt frá augum þeirra — frá augum, sem alltaf höfðu neitað að sjá nokkuð annað en það, sem er alfull- komið? Ef ég hefði ekki slegizt i förina til F'airfield um þessa helgi, ef við hefðum ekki farið að rifast, ef ég hefði ekki hitt Chris þar, ef. . . .ef Hversu oft reynum við ekki aö blekkja okkur sjálf með þessu litla oröi? Ef ég hefði ekki gert þetta. . . . , segjum við — Bara ef ég hefði ekki sagt það........Á þennan hátt reynum við að dylja og afsaka mistök okkar, heimsku og þótta. En nú sit ég hér og get ekki annaö en hugsað: Ef ég hefði ekki farið i þessa helgar-heim- sókn, ef ég hefði ekki farið aö rif- ast við Jónatan, hefði ég ekki mætt Chris, mundi þá lif mitt hafa farið svo mjög á annan veg? Ég veit þaö ekki sjálf og fæ vist aldrei að vita það. Er það til þess að gera upp þennan reikning, að ég sit hér við skrifborðið mitt, og bið eftir manninum, sem ég elska? Ég veit vel,að ég verð að biða i alla nótt — að nóttin mun reynast mér löng og erfið, en i mér brennur þrá til þess aö skrifa niður hinar þung- bæru hugsanir minar. Kannski að ég geti, ef ég rökrétt og raunsætt virði fyrir mér það sem skeð hefur — fundið ástæðuna til þess, sem fram er komið. Kannski að allar þessar smá- agnir geti fundið sitt sæti, eins og i dægradvöl, og að ég geti séð myndina fyrir framan mig. Ég heiti Key Lauriston. Ég er tuttugu og þriggja, og það er aðeins hið siðasta ár, sem ég hef hug á að rifja upp. Þó verð ég að segja litillega frá æsku minni og uppeldi, til þess að frásögn min skiljist betur. Eg er einkabarn þeirra Krina og Ken — eins og þau nefndu sig i leiklistarheim- inum. Þau voru mjög þekktir leikarar og komu oftast nær fram bæði saman. A leiksviðinu voru þau samrýmd og bættu hvort annað upp, en þvi miður ekki i hjónabandinu. Þau voru mjög ung þegar þau giftust, og stóðu á hápunkti listar sinnar þegar mig bar að, en það skapaði þeim óþægilega breytingu á lifsvenjum sinum. Þau áttu hvorki tima né nokkurn stað handa barni. — Það var nú ekkert óskað eftir þér, sagði vinnukonan við mig, sem hjá okkur var. Ég var ekki nema sex ára þá, og ég hat- aði hana fyrir það að segja ein- mitt það, serri var aö byrja að renna upp fyrir mér. Við bjuggum i Lundúnum, og þar ólst ég upp undir handarjaðri ráðskonu. Við og við komu for- eldrar minir á heimiliö, þótt þau kæmu mjög sjaldan fram i Lundúnum. Oftast nær voru þau á leiksviðinu i Paris, Nice, Monte Carlo, Brussel, Kaupmanna- höfn. ... já, næstum um alla Evrópu. Þegar þau svo komu heim, jusu þau yfir mig gjöfum, og ég var alveg i sjöunda himni á meðan þau stóðu við. Ég var sjö ára þegar striðið skall á. Ég var send á heima- vistarskóla úti á landi. Faðir minn gekk i herinn, en móðir min skemmti hermönnunum með list sinni. Eftir þetta bjuggu þau aidrei saman og gengið var frá skilnaði þeirra án þess eiginlega að eftir væri tekið. Forsiður blað- anna voru uppteknar af öðru efni um þessar mundir. Striðsárin á heimavistarskól- anum voru hræðilega tilbreytingarlaus, og aðeins ein- stöku sinnum fékk ég að finna hvað heimili og fjölskylda eigin- lega var, nefnilega þegar það vildi til að vinkona bauð mér heim til sin. Eftir striðið flutti móðir min inn i glæsiiega ibúð i West End — hún var þá orðin fræg óperusöngkona — og ég var alltaf hjá henni i frium minum — þangað til faðir minn mundi eftir þvi að bjóða mér heim til sin lika. Hann bjó einnig i glæsilegri ibúð með hinni nýju konu sinni. Vinkonur minar öfunduðu mig og fannst vist að ég gengi i gulli um græna skóga. . Að hugsa sér að þurfa ekki nema hringja á þjónustustúlkuna, og bezti matur kominn á borðið um leið. Aö fá að sitja inni i búningsherbergi móður sinnar i leikhúsinu og fá að tala við hinar stjörnurnar sem ágætar vinkonur. Þær vissu ekki hvað það var að læðast um húsið heima eins og hrædd mús, til þess að vekja ekki mömmu fyrr en klukkan eitt eftir hádegi. Þær vissu heldur ekki að ég sat fyrir herbergisþernunum til þess að fá einhvern til þess að tala við, þegar einmanaleikinn yfirbugaði mig. Stöku sinnum hittust þau mamma og pabbi, og ég var þá venjulega með þeim. Þau voru góðir vinir þrátt fyrir skilnaðinn, og það eru þær ljósustu minn- ingar sem ég á, er við þrjú sátum saman eins og hamingjusöm fjöl- skylda. Ég var orðin fullra fimmtán ára þegar ég fór að láta mér detta i hug að ég hefði kannski hæfi- leika til þess að verða leikkona. Faðir minn hvatti mig til þess, en móðir min gerði þveröfugt. — Hún vill ekki sjá keppinaut i sinni eigin dóttur, sagði pabbi hlæjandi við mig. Ég hló hátt við. Hvernig átti ég löng og kræklótt, með stálklemmur i tönnunum og gleraugu, þegar ég las, að geta keppt við hina fögru móður mina? Faðir minn sat beint á móti mér. — Biddu bara átekta, sagði hann. — Þú ert ekki dóttir Krinu og min fyrir ekki neitt. Það ótrúlega skeði. Hann hafði rétt fyrir sér. Þegar ég var orðin sautján ára var ég ekki kræklótt lengur i vexti. Tennur minar voru ekki lengur með klemmur. Þær voru jafnar og skinandi hvitar. Ég hafði ágæta húð, og netta fætur og hendur. Það var sannar- lega óvænt gleði að ég leit bara vel út i alla staði. Nú, svo virtist ég hafa einhverja hæfileika, og fékk smáhlutverk. En ég vissi,að framundan mundu vera ár harðrar vinnu og átaka, ef eitt- hvað ætti að verða úr mér á leik- sviðinu. Ég varð alveg himin — lifandi glöð þegar ég fékk fasta ráðningu við West-End-leikhús, og um leið átti ég einnig þess kost að koma litiliega fram i sjónvarpi. Ég klifraði hægt, en örugglega uppá- við. Ég tók ibúð á leigu og hún var vel búin húsgögnum og ýmsu frá æskuheimili minu. Ég var mjög stolt af þessum bústað minum, og þráði mjög að geta sýnt foreldr- um minum hann. En ég vissi að langur timi gæti liðið þar til svo yrði. Faðir minn var i Ameriku, en móðir min i Astraliu. Mánuðir gátu liðið og jafnvel ár þangað til að ég fengi að sjá annaðhvort þeirra, hvað þá bæðí? Ég fékk litiö en gott hlutverk i rómantiskum gamanleik, er flestir spáðu langra lifdaga. Hlut-. verk þetta féll mér ágætlega — og ég ætlaði mér að sjá um að hvorki áhorfendur né leikhússtjórinn gleymdu mér fyrst um sinn. Við fengum ljómandi frumsýningu — konungsfjölskyldan var i leik- húsinu — og stórbrotið samkvæmi á eftir. 1 þessari veizlu hitti ég Jónatan i fyrsta sinn. Ég var alveg i sjöunda himni — þótti loftið gott og svo aliar hamingjuóskirnar. Þegar ég gat svo litið upp, sá ég Jónatan i hin- um enda salarins. t þessu samkvæmi átti hann auösjánlega ekki fremur heima en fiskur á þurru landi. Ég fékk strax áhuga á manninum. Hann horfði fast á mig, og þegar augu okkar mættust, brosti hann til min. — Hver er þessi hái, myndar- legi maður þarna? spurði einhver við hliðina á mér. — Hef ekki hugboð um það, svaraði ég, en fékk fljótt að vita það, þvi fáeinum sekúndum seinna stóð Jónatan fyrir framan mig ásamt höfundi leikritsins. — Þetta er Jónatan Blaney, Kay. Jónatan brosti til min, og sagði eitthvað „háfleygt”, en há- vaðinn i salnum drekkti orðum hans. Þegar svo aftur heyrðist mannsins mál, spurði ég Jónatan, hvernig honum hefði likað leik- ritið. — Ég var stórhrifinn af yður, sagði hann svo hreinskilnislega að það var alveg eins og hann meinti það. Hann var þægilegur 1092 Lárétt 1) Mjóikurmatur,- 6) Óhrein- ar.- 10) Ofug röð.- 11) Rugga,- 12) Viðburðurinn,- 15) Þunguð,- Lóðrétt 2) Und,- 3) Ótta,- 4) Kvöld,- 5) Reiði,- 7) Alegg,- 8) Land- námsmaður,- 9) Maður,- 13) Kýs,- 14) Glöð.- Ráðning á gátu No. 1091 Lárétt I) Júdas,- 6) Spillti.- 10) Ná,- II) Og.- 12) Armlegg,- 15) Stöng,- Lóðrétt 2) Úði,- 3) Afl,- 4) Asnar,- 5) Sigga,- 7) Pár,- 8) LLL,- 9) Tog,- 13) Met,- 14) Ein,- JÖ :í 12 15 /V G E I R I D R E K I ^jSjóliðarnir yfirgefa skipiö ■ og ráðast i reiöi gegn Triðsömu Neptúniu mönnunum! Og áður en þeim tekst að skjóta velta sjóliöarnir undan þungum straumi! p- li ■ Miðvikudagur 29.april. 7.00 Morgunútvarp. Kir kjutónlist. kl. 10.25. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Stúlka i april”. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: is- lenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Andrarimur hinar nýju. Sveinbjörn Beinteinsson kveður sautjándu rimu rimnaflokks eftir Hannes Bjarnason og Gisla Kon- ráðsson. 16.35 Lög leikin á balaiajka. 17.00 Fréttir. 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Margrét Gunnarsdóttir sér um timann. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 Á vettvangi dómsmál- anna. Sigurður Lindal hæstaréttarritari talar. 20.00 Stundarbil. Freyr Þórar- insson kynnir Paul Simon. 20.30 „V'irkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. 12.05 Hörpukonsert nr. 1 i d- moll eftir Nicolas-Charles Bochsa. Lily Laskine og L’Amoureux hljómsveitin leika: Jean-Babtiste Mari stjórnar. 21.25 Heim að Hóium. Erindi eftir Árna G. Eylands. Bald- ur Pálmason flytur. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: Endurminningar Bertrands Russelis. 22.35 Djassþáttur. i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. iil Miðvikudagur 26. april 18.00 Chaplin. Stutt gaman- mynd. 18.15 Teiknimynd. 18.20 Harðstjórinn. Brezkur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 4. þáttur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Efni 3. þáttar: Krakkarnir halda áfram leit sinni að „Harðstjóranum” og halda sig einkum við söfn og fræga staði i Lundúna- borg. Heim til móður þeirra kemur ókunnur maður, sem segist vinna að félagsfræði- legri könnun, og spyr margra spurninga um börn- in á heimilinu. 18.45 Slim John.Enskukennsla i sjónvarpi. 21. þáttur en- durtekinn. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Okinu varpað. Danilo Dolci hlaut Sonning-verð- launin dönsku i fyrra fyrir starf sitt i þágu fátækra bænda á Vestur-Sikiley. Var þá gerð þessi mynd um hann og störf hans. (Nordvision — Danska sjónvarpið) Þýð- andi Sonja Diego. 21.10 Tizka unga fólksins 1972. Dagskrá frá keppni sem ný- lega fór fram i St. Gallen i Sviss milli tizkufatafram- leiðenda frá tiu löndum. Inn i keppnina fléttast skemmti- atriði og koma þar meðal annars fram Paola del Me- dico, Mike Brant og Gilbert O’Sullivan. Auk þess eru sýnd föt frá tizkuhúsunum Courreges og Patou i Paris. (EBU — SRG) Þýöandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.35 Dagskráriok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.