Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 26. april 1972 TÍMINN 15 FÉKK 1200 KRÓNUR FYRIR 100 KRÓNUR Sigurður Hreiðar: Klp-Reykjavik. Sá sem veðjaði 100 krónum á einn óþekktan hest úr Njarðvik- um i einu af hlaupunum á af- mæliskappreiðum Fáks á laugar- daginn ávaxtaði fé sitt vel i það skiptið. Hann 11. faldaði upphæð- ina, sem hann lagði á hestinn og gekk út úr veðbankanum með 1200 krónr. Þetta voru fyrstu kappreiðar ársins og tókust þær vel. Um 50 hestar mættu til leiks, og margt var um manninn á áhorfendapöll- unum. Veðbankinn var vel sóttur og setti starfsemi hans svip á kappreiðarnar, þótt enginn yrði samt mjög rikur af þvi að heim- sækja hann. Sigurvegarar i einstökum hlaup- um urðu þessir hestar: 250 m. skeið: Randver, eigandi Jónina Hliðar, á 25.0 sek. 250m stökk: Geisli, eigandi örn Johnson, á 20.1 sek. 350 m stökk: Þjálfi, eigandi Sveinn K. Sveinsson, á 27.2 sek Sama tima fékk Hrimnir, eigandi Matthildur Harðardóttir. 1000 m stökk: Lýsingur, eigandi Baldur Oddsson, á 1.27.3 min., sem er nýtt Islandsmet. öll úrslitahlaupin voru mjög jöfn og spennandi, sem sést bezt á þvi, að t.d. i 1000 m. hlaupinu, munaði aðeins broti úr sekúndu á fyrsta og þriðja hesti. Fundur um verndun Laxár og Mývatns á Hótel Sögu Undanfarin ár hefur mikið ver- ið rætt um mannvirkjagerð við Laxá og Mývatn og einnig um varðveizlu sérstæðrar náttúru á þeim slóðum. Er hægt að sam- ræma þetta tvennt? Næstkomandi miðvikudag, 26. april kl. 20.30 stundvislega, efna Félag náttúrufræðinema og stúdentafélagið Verðandi til al- menns fundar á Hótel Sögu (Súlnasal) um málið. Þar munu ræða sin á milli og við aðra fundargesti um efni fundarins: Andrés Kristjánson ritsjóri, fundarstjóri Bragi Sigurjónsson bankastjóri Finnur Guðmundsson fuglafræð- ingur Guðmundur G. Þórarinsson verk- fræðingur Jón B. Sigurðsson náttúrufræði- nemi Jónas Jónsson ráðunautur Magnús Jónsson alþingismaður Sigurður Thoroddsen verkfræð- ingur Auk þess eru miklar likur á að þeir Bjarni Einarsson bæjarstjóri og Hermóður Guðmundsson bóndi taki þátt i fundinum. í upphafi fundar sýnir Þórólfur Jónsson skuggamyndir frá Laxá og Mývatni. öllum er fundinn sitja, er heim- ilt að bera fram fyrirspurnir og gera athugasemdir við mál áttamenninganna. Félag náttúrufræðinema Stúdentafélagið Verðandi. Neyddist til að selja brennivín vegna ágangs drykkjumanna OÓ-Reykjavfk. Sprúttsali var handtekinn i Reykjavik s.l. laugardagskvöld. Er það fullorðinn maður, sem grunaður er um að hafa selt áfengi i ibúðsinni við Hverfisgötu. 1 íbúð mannsins fundust 19 flösk- ur af áfengi, heilfl. fleygar og pelaflöskur, sem hann var búinn að tappa yfir á og ganga snyrti- í hallæris- skúr úr stolnum kók Réttur Sólon íslands vorra tima, klessuverkaframleið- andinn Steingrimur Sigurðs- son að norðan, kveður sér hljóðs á 10. bls. Morgun- blaðsins þ. 22. þ.m. Veitist hann ósmekklega að Páli Heiðari blaðamanni og telur honum helzt til foráttu lélega framsögn á rituöu máli, en er sjálfur barmafullur af lé- legum málfrösum og merkingarlausu tæpitungu- máli. Fleira telur klessuverka- framleiðandinn Páli til for- áttu«það, að hann á „heiðar- legan" hátt hafi unnið fyrir sér á vegum Flugfélags Is- lands I London og haft þar á hendi farmiðasölu, vafalaust jafnframt öðrum skrifstofu- og þjónustustörfum, í þágu flugfélagsins. Að vinna heiðarlega fyrir sér, verður þvi miður ekki sagt um alla. Ekki þá, sem þröngva sér inn á heimili fólks f fæði og klæði með verðlausa klessumynda- framleiðslu, bjóðandi og biðjandi, sem lélegustu af- sökun fyrir iðjuleysi - eins og skrattakollar. Sá ætti sizt grjótinu að varpa,er i glerhúsinu býr. Adda C. Johnson. lega frá fyrir væntanlega við- skiptavini. Maðurinn játaði, að ætlun sin hafi verið að selja áfengið, enda litið gefinn fyrir að drekka slikt sjálf- ur. Við yfirheyrzlu kvartaði hann sáran og kvaðst ekki eiga ann- arra kosta völ en selja þurfandi mönnum brennivfn, þvi að leigu- bflstjórar væru sifellt að visa þyrstum mönnum til sín og illt væri að láta þá fara þurrbrjósta frá sér. Tssjúhh! Nú er komið svo nærri nýju sumri, að stórgerðir, raddljót- ir fuglar eins og gæsir og svanir eru aftur komnir hér á kreik. Þeir, sem eiga ein- hverja morðhólka, hafa flestir dregið þá fram úr fylgsnum sinum, þar sem þeir hafa legið siðan rjúpnavoninni lauk. Ekki get ég að þvi gert, að mitt litla hjarta hefur lúmsk- an beig af byssum., þótt ýms- ir hendi gaman að þvi og telji það hreinasta óþarfa. Einkum læðist þessi beygur að i ljósaskiptunum þegar þessir fráneygu iþróttamenn hlunka á allt, sem kvikar bak við leiti, og guð má vita, hvort það er ekki bara hausinn á manni sjálfum. En byssumenn hafa sinar raunir að rekja, það er ég viss um. Til að dreifarar þeir, sem kallaðar eru haglabyssur, megni aö hafa banvænan styrk, þarf maðurinn helzt að standa með annan fótinn ofan á bráðinni, þegar hann hleypir af. Slik vegalengd heitir Haglabyssufæri og er, þegar ekki er um byssu að ræða, akkúrat sú vegalengd, sem væntanlegur kaupandi að not- uðum bil á, frá sjónarmiði seljanda, að halda sig frá gripnum, þar til kaupin eru komin i heila höfn. Þeir sem tvihenda litla og létta riffla, eru þó enn verr settir, þvi að úr þeirra hlaupi kemur aðeins ein Htil kiila, og þótt þeir séu svo nærri bráð- inni, að dumbur dynkurinn, þegar kúlan skellur á henni, sé svo hár, að nær yfirgnæfi sjálfan skothvellinn, er eins víst, að árangurinn verði sá einn að hrekja dýrið á flótta. Skotmaður, sem búinn er að fæla þannig frá sér mörg lif- andi skotmörk, er orðinn þannig, að samkvæmt bibli- unni ber föðurnum að fyrir- gefa honum: Hann veit nefni- lega eigi, hvað hann gjörir. Til eru veiðimenn, sem eru orðnir þreyttir á svona bauna- byssum. Þeir kaupa sér vopn, sem kostar tvo þriðjunga af kýrverði og skjóta fingurlöng- um gaurum, sem rifa sig i gegnum þykkar stálplötur á 200 metra færi. Þær byssur eru þó hvað verstar, þvi að ef til dæmis skotið geigar og fer i stein tiltölulega fljótlega, get- ur það steindrepið blásaklaus- ar verur, sem kynnu að standa á svig við skyttuna. Svona afl- mikið skot hefur nefnilega til- hneigingu til að endurkastast i furðulegustu áttir, meðal ann- ars getur vatnsfíötur breytt stefnunni geigvænlega. Segið svo, að það sé ástæðu- laust að gjalda varhug við sportskyttum. Engu aö siður vinna þær þarft verk. Allir vita, hvern usla grágæs- gerir á grónu landi. Hitt vita kannski færri, að sá margrómaði hviti fjalla- svanur, öðru nafni álft, þið vit- ið, stóri hviti og klunnalegi fuglinn, sem gargar svo ámát- lega - það heitir svanasöngur i heiði - hann er svo mikill vá- gestur, að Landvernd og nátt Uruverndarráð myndu skera upp beitta herör, ef nokkuð mannkvikt (nýyrði, búið til á stundinni, þýðir maðurinn eða eitthvað kvikt, sem hann tem- ur eða stjórnar) ylli þviliku tjóni. Þessi margumsungna fuglshlussa grefur langt ofan i svörðinn með nefinu og étur ræturnar undan gróðrinum, en skilur eftir auða leið vatni og vindi til að vinna spellvirki á náttúrunni. Og þvilik mergð er af þessum skaðvöldum, að Iík- ast er f jársafni á réttardegi til að sjá, nær hvar sem farið er. Ég held, að mál sé til komið að aflétta friðun álftarinnar og jafnvel gefa fyrir hana skot- laun, þvi enginn getur étið þessi ósköp. Ef svo fer fram sem horfir, rætist hrollvekja Hitchocks og álftir og veiði- bjöllur útrýma manninum - að minnsta kosti á Islandi. Bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð Seðlabankinn hefur sent frá sér bráðabirgðayfirlit um greiðslu- jöfnuð og heildarafkomu þjóðar- búsins gagnvart utlöndum á árinu 1971 Yfirlitið sýnir, að vöruskiptajöfn- uðurinn var mjög óhagstæður á árinu 1971 og nam hallinn á árinu i heild 4.520 millj. kr., en þar af voru 2.575 míllj. kr. á síðasta árs- fjórðungi. Árið áður varð vöru- skiptajöfnuður hagstæður um 238 millj. kr. en á siðasta ársfjórð- ungi 1970 varð jöfnuðurinn þó óhagstæður um 847 millj. kr. t heild varð því vöruskiptaj. ársins 1971 um 4.760 millj. kr. óhagstæðari en árið áður. Raun- veruleg rýrnun vöruskiptajafnað- ar á árinu 1971 er þó langt frá þvi að vera svona mikil, ef tiílit er tekið til þess hve útflutningsvöru- birgðir jukust miklu meir á árinu 1971 en árið áður, en þar munar 1.970 millj. kr. að meðtöldum ál- birgðum, sem vegna sölutregðu jukust um 1.194 millj. kr. á árinu 1971 á móti 225 millj. kr. aukningu árið áður. Þá var einnig um að ræða óvenjulega mikinn innflutn- ing flugvéla og skipa á árinu, sem ásamt öðrum sérstökum.innflutn- ingi (vegna virkjunarfram- kvæmda og byggingar álbræðslu) varðum 1.960 millj. kr. meiri 1971 en árið áður. Sé gerð leiðrétting á vöruskiptajöfnuði fyrir þessu tvennu verður grundvallarbreyt- ing hans óhagstæð á árinu um ná- Ný úra- og skartgripaverzlun ÞÓ-Reykjavik Nýlega var opnuð ný úra-og skartgripaverzlun i nýinnréttuðu husnæði 'að Laugavegi 3. Verzlunin ber nafnið Cr og klukkur, en eigandi hennar er Valdimar Ingimarsson, úrsmiður. Valdimar sem er ungur að árum lærði úrsmiði hjá Magnúsi Benjamínssyni, en að auki hefur hann stundað nám i úrsmiði i Danmörku og Sviss, og lauk hann námi 2l.jan. s.l. 1 verzlunninni eru á boð- stólum þekktar gerðir úra og veggklukkna eins og t.d. frá Omega, Pierpoint og Favre- Leuba. KJ-Reykjavik A föstudaginn er væntanlegur hingað til landsi tveggja daga heimsókn bandariski yfirflota- foringinn Elmer R. Zumwalt jr. Zumwalt mun heimsækja stofnanir varnarliðsins hér og kynnast starfseminni. Þess er sérstaklega getið að yfirflota- foringinn muni ræða við varnar- liðsmenn og konur þeirra hér á landi, þar sem hann hafi sér- stakan áhuga á að kynnast ein- staklingnum i sjóher Bandarikjanna. Zumwalt er 49 ára gamall, og á að baki sér um 30 ára starfsferil innan hersins. Þá hefur Valdimar hafið samvinnu við Óskar Kjartansson, gullsmið, sem lagt hefur stund á gullsmiði hjá föður sinum Kjartani Asmundssyni og i Þýzkalandi. 1 verzluninni munu verða seldir skartgripir, sem óskar gerir. Innréttingar i verzluninni eru allar mjög smekklegar, en þær teiknaði Magnús Guðmundsson, en Þorvarður Gunnarsson sá um smiði innréttinga. ¦¦¦¦¦¦¦II Valdimar ihinni nýju verzlun sinni. (Timamynd GE lægt 830 millj. kr. Allar tölur um inn- og útfluttar vörur eru hér miðaðar við f.o.b. grundvöll. Þjönustujöfnuður, en til hans telj- ast samgöngur, feröalög, vaxtagreiðslur, tryggingar o.fl., er áætlaður óhagstæður um 195 millj. kr. á slðasta ársfjórðungi 1971, en hagstæður um 535 millj. kr. á öllu árinu. A árinu 1970 varð þjónustujöfnuðurinn hagstæöur um 413 millj. kr. Viðskiptajöfnuð- urinn, sem er jöfnuður á viðskipt- um með vörur og þjónustu í heild, er þvl áætlaður óhagstæður um 3.985 millj.kr. á árinu 1971, enár- ið áður varð hann hagstæður um rúmlega 650 millj. kr. Af fjármagnshreyfingum eru jafnan mikilvægastar langar lán- tökur, þ.e. samningsbundin lán til eins árs eða lengri tíma, og af- borganir af slíkum lánum. A 4. ársfjórðungi 1971 námu innkomin löng lán, 1.950 millj. kr. og var það að mestu leyti vegna flug- véla- og skipakaupa. Endur- greiðslur námu á sama tima 557 millj. kr. og hækkuðu þvl skuld- bindingar I formi fastra lána um 1.393 millj. kr. á siðasta ársfjórð- ungi 1971, en hækkuðu á sama timabili árið áöur áður um 164 millj. kr. A árinu 19711 heild juk- ust löng erlend lán um 2.860 millj. kr.( en lækkuöu árið. áður um rúmlega 720 millj. kr. 1 liönum aðrar fjármagnshreyfingar er meðal annars innifaliö innkomið stofnfé til Iðnþróunarsjóðs frá hinum Norðurlöndunum og nam upphæð þess 212 millj. kr. á árinu 1971. Ennfremur eru í þessum lið innifalin stutt vörukaupalán inn- flytjenda og nam aukning þeirra tæplega 170 millj. kr. á árinu 1971, en 450 millj. kr. árið áöur. í heild varð fjármagnsjöfnuðurinn hag- stæður um rúmlega 5.270 millj. kr. á árinu 1971 og þar af voru rúmlega 2.800 millj. kr. á siðasta ársfjórðungi. Heildargreiðslujöfnuðureins og hann kemur fram I breytingu á gjaldeyrisstöðu bankanna, varð hagstæöur um 1.493 millj. kr. á árinu 1971 og þar af 35 millj. kr. á siðasta ársfjórðungi. Á árinu 1970 varð greiðslujöfnuöur hagstæður um 1.200 millj. kr. 1 árslok 1971 nam nettó gjald- eyriseign bankanna 4.756 millj. kr. og hafði þá aukizt, eins og áð- ur er sagt, um 1.493 millj. kr. á árinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.