Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 26. april 1972 TÍMINN 17 FEUERBACH VILL KOMA TILÍS- LANDS - heggur nærri heims- meti Randy Matsons í kúluvarpi Bandarikjamaðurinn Al Feuerbach varpaði kúlu nýlega 21,42 m á móti i Los Angeles. Það er 36 sm skemmra en heimsmet Randy Mat- son og langbezti árangur i heiminum i ár. Kast- seria Feuerbach var frábær eða: 20,71 — 21,42 —21,02 — 20,77 — 21,06 — 21,26! Bezti árangur Matsons i ár er 21,08 m, svo að útlitið fyrir Bandarikjamenn á OL i MUnchen er alls ekki svo slæmt, þrátt fyrir gifur- legar framfarir Austur- Þjóðverja i greininni. Eins og kunnugt er, og skýrt hefur verið frá, er A þessari mynd er Feuerbach að varpa kúlunni yfir 21 metra! Þeldökki dómarinn virðist ekkert yfir sig hrifinn! væntanlegur hingað til lands flokkur banda- riskra afreksmanna frá Pacific Coast Club i Kaliforniu i byrjun júli, á 25 ára afmælismót FRl. Nýlega barst FRl bréf frá félaginu, þar sem sagt er, að Feuer- bach hafi einnig áhuga á að koma hingað til lands! Að sjálfsögðu svaraði FRl þessu ját- andi, og er vonandi að úr þessu verði. Bretum vegnar vel í helztu knatt- spyrnu- mótum Evrópu Ajax frá Hollandi er komið i úrslit i Evrópubikarkeppni meistaraliða. Siöari leik liðs- ins, gegn Benfica, sem háður var i Lissabon i siðustu viku, lauk með jafntefli, 0:0, en fyrri leikinn hafði Ajax unnið 1:0. Leikur Ajax til úrslita gegn Inger Milanó, sem sigraði Cel- tic i vitaspyrnukeppni, 5:4, eftir að liðin höfðu tvivegis gert jafntefli, 0:0. 1 Evrópukeppni bikarhafa leikur Glasgow Rangers til úr- slita gegn Dynamó Moskva. Sigraði Rangers Bayern Munchen með 2:0, en fyrri leiknum lauk með jafntefli, 1:1. 1 UEFA-keppninni — borga- keppninni gömlu — keppa til úrslita Tottenham og Úlfarnir, og er þetta i fyrsta sinn, sem Úlfarnir komast svo langt i Evrópukeppni. ## ÞIÐ EIGIÐ OTRULEGA G • » A GOLFLEIKARA" Fyrir nokkrum dögum kom hingað til lands sænskur arki- tekt, Nils Sköld, að nafni, sem hefur það sem atvinnu að teikna og leggja golfvelli. Hann hefur gert marga velli á hinum Norðurlöndunum og einnig á Bermuda og vlðar. Hér liggur eftir hann einn völl- ur, sá eini 18 holu völlur, sem til er I landinu — völlurinn I Grafarholti. Hann teiknaði þann vöil árið 1957, en hefur ekki komið tii landsins sfðan, og sá þvi völlinn nú i fyrsta sinn eftir að hann lagði hann. Nils Sköld dvaldi hér á landi i viku tima á vegum Golfsam- bands tslands og skoðaði og lagði á ráðin um 6 velli á land- inu. Hann skoðaði að sjálf- sögðu Grafarholtsvöllinn, en siðan vellina i Hafnarfirði, Keflavik, Akureyri, Akranesi og Selfossi. Á öllum þessum völlum gerði hann talsverðar breytingar frá þvi sem nú er, og á sumum mjög miklar eins og t.d. á Akranesi og Selfossi. Hann tók teikningar af völl- unum með sér utan og mun siðan senda nýjar til baka. Hann er væntanlegur aftur til landsins i sumar, og mun þá dveljast hér nokkurn tfma ásamt konu sinni. Þá ætlar t sumar mun Kjartan L. Pálsson blaðamaður skrifa um golf fyrir iþróttasfðu Tim- ans. Er ekki að efa(að það verður vel þegið af hinum fjöl- menna hópi, sem fylgjast með þessari íþrótt um alll land, en Kjartan hefur m.a. skrifað um golf fyrir Timann undanfarin þrjú sumum. segir Nils Sköid golfvallaarkitekt, sem hér var fyrir skömmu til ao kanna íslenzka golfveili hann að fylgja hugmyndum sinum eftir, og sjá til þess að rétt og vel sé gert. Nils Sköld sagði okkur, er við áttum stutt viðtal við hann skömmu fyrir brottförina, að það hefði komið sér mikið á óvart, hvað völlurinn i Grafar- holti hefði litið vel út og verið skemmtilegur miðað við aiit. Þetta hefði bara verið grjót og aftur grjót, þegar hann hefði séð svæðið fyrst, en nú væri þetta rennilegur völlur i sér- kennilegu umhverfi og ótrú- lega góður. Hann sagðist ekki ætla að gera neinar stórvægi- legar breytingar á honum. Það væri helzt 12. holan, sem hann hefði áhuga á, hún væri m.a. of löng og mætti laga hana nokkuð. Um aðra velli vildi hann litið segja. Hann var hrifinn af völlunum i Keflavik og Hafn- arfirði, sem hann skoðaði með það fyrir augum, að gera úr þeim 18 og 12 holu velli. Það sem hann fann þeim helzt til foráttu, var það, hvað sumar brautirnar væru óhemju lang- ar. Golf væri ekki iþrótt, þar sem takmarkið væri að slá langt. Það yæri allt i lagi að hafa eina og eina braut langa, en þó ekki fleiri hundruð metra. Allir vellir, sem byggðir væru i dag, væru með frekar stuttar brautir, en gerðir erfiðir og þungir með þvi að hafa flatirnar á hættu- legum stöðum og með sand- gryfjum, bæði við þær og svo á brautunum, þar sem venju- legir kylfingar lenda með bolta sinn. Með þvi þyrftu menn að hugsa, en ekki aðeins að slá langt. Hann sagði, að hér vantaði mikið fleiri sandgryfjur á vell- ina og þær yfðu aö vera rétt gerðar og hafa sand i þeim, ekki skeliasand eða möl. Einnig þyrfti að gera flatirnar betri og helst aö fá á þær sér- stakt gras. Nefndi hann sér- staklega eina tegund, Pencross, sem væri frá Norð- ur-Kanada. Væri tilvalið að kanna hvernig sú tegund reyndist á flötunum hér á landi, en hún hefði gefizt vel t.d. i Sviþjóð. Einnig ta'ldi hann, að það vantaði meira kalk i vellina, pg suma þyrfti að ræsa betur út og alla þyrfti að bera vel á af áburði. Hann sagði, að það hafi vak- ið athygli sina,hvað starfsemi klubbanna og golfvöllunum væri sýndur litill áhugi. Þessu væri öðruvisi farið i Svfþjóð þvi að þar væri keppzt við að hjálpa klúbbunum á allan hátt af þvi opinbera. Þar væru nú um 120 golfvellir og 12 til við- bótar i smiðum i ár. Iðkendur iþróttarinnar væru um 40 þús- und talsins og hefðu þeir auk- iztum 20 þús. siðan 1963. Þess- um aukna áhuga hefðu bæjar- yfirvöldin á flestum stöðum gertsér grein fyrir og létu þáu gera vellina og lánuðu til þess allt að 75% af kostnaðarverði. Þeir sem legðu vellina væru svo þeir, sem hefðu notið at- vinnuleysisstyrks yfir vetur- inn, þar meö hefðu allir eitt- hvað gott út úr þessu. Nils Sköld taldi engan vafa á þvi, að ef hér væru gerðir góð- ir vellir, gæti það aukiö feröa- mannastrauminn svo um munaði. Fjöldi manns ferðað- istum heiminn til að skemmta sér við að leika golf, og væru þeir áreiðanlega margir, sem vildu geta bætt tslandi á þann lista, sem þeir hefðu yfir þau lönd og golfvelli, sem þeir hefðu leikið á. En til að svo mætti verða yrðum við að gera átak i þvi að gera vellina okkar góða og eftirsótta. Hann sagði, að það kæmi sér á óvart hvað við ættum marga góða kylfinga. Þeir væru nægjusamir og létu sig hafa það að leika á völlum, sem flestir erlendis teldu ekki golf- völl nema að nafninu til. Það væri kannski ástæðan fyrir þessum góða árangri — en hvað haldið þiö, aö þeir gætu ef hér væru virkilega góðir vellir með góðum flötum? — klp — Nils Sköld ásamt nokkrum islenzkum vinum slnum. Taliö frá vinstri: Vilhjálmur Arnason, Konráð R. Bjarnason, Þorsteinn Einarsson, iþróttafulltrúi, Nils Sköld, Páll Asgeir Tryggvason og Kristján Einarsson. (Tlmamvnd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.