Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.04.1972, Blaðsíða 19
Miövikudagur 26. april 1972 TÍMINN 19 List hans Framhald af bls. 11. Útför Framhald af bls. 1 hans nýtur vonandi þess skjóls og jafnvel aðrir takmarkaðri menn. Jóhannes Kjarval var óvenjulegt glæsimenni, og á Hafnarárum sinum kynntist hann og kvæntist gáfaðri og mikilhæfri konu, Tove Merild, síðar rithöfundi. Þau skildu samvistir, er Kjarval hlaut að hlýða listakalli sinu og ganga tslandi alveg á hönd, og eftir það átti hann ekki aðra brúði en islenzka náttúru. Ast þeirra lifði þó sterk og heit langa tið, og Tove mun hafa skilið það glöggt, hvers vegna þeim var ekki skapað annað. Siðustu árin voru Kjarval örðug bið, en hann naut þeirr- ar umhyggju, sem unnt var að veita. Þótt þjóðin kveðji i dag klökkum huga einn stórbrotn- asta listamann sinn og feli hann móður jörð, mun hann lifa með þjóð sinni ókomnar aldir og þjóðin i list hans og sækja þangað djúpa gleði, sem engin takmörk á. — AK Vorið 1914 Framhald af bls. 11. Þórdisi Kötludóttur i ögri, og hversu erfitt honum veittist að yrkja um konung, meðan hann var f jötraður af knjám hennar og barmi, eins og frá segir i þeirri miklu bók, Gerplu. Og að mér flugu setningaslitur, hálfgleymd i vanræktum hug- arfylgsnum hversdagsþreyt- unnar: Það hafa menn fyrir satt, að hann hafi látið niður falla með öllu skáldskap og önnur fræði, þá tið er hann bjó að ögri i sælu... Og Þórdis læt- ur jafnvel þrælinn Kolbak gera sér barn: Slikt ofurefli er mér harmur Þormóðs, mælti hún, að ég mun öllu til kosta að gera hann af mér frjálsan... Jafnvel talað um... hver dýflissa og ormagarður konu- faðmur sé skáldi og hetju... Það er komið fram á vor, 1956. Ég geng eftir Peter Bangsvej á Friðriksbergi og sé mann koma á móti mér, há- an og grannvaxinn, en álútan. Hann hefur mikið ljóst hár og þegar hann nálgast, þekki ég, að þar fer Sveinn Kjarval, sonur listmálarans. „Komdu sæll, Sveinn, hvað ert þú að gera hér i Kaupmannahöfn," segi ég. Hann horfir hægt á mig og segi'r, að'mér firihst óvenjuhlýrri rödd: „Eg er að heimsækja móður mina," seg- ir hann, „hún veiktist hastar- lega. Pabbi sendi mig." Ég skildi, og vjð kvöddumst. Ari siðar var frú Tove látin. Yfir rúmi hennar hékk fögur mynd og griðarstór i bláum og rauðum litum, en stór gulur bátur með litla gula mannveru við stýri siglir inn i myndina, að strönd mikilúðlegra and- lita. Enginn þarf að berja myndina augum til að sjá að hún er ekki af þessum heimi. Málverk þetta heitir Regin- sund, þvi að Kjarval er vel að sér i bókmenntum Islands frá fyrstu tið og fram á atómöld. Og þeim orðum, sem standa i Reginsmálum, að Regin "...var hverjum manni hagari ok dvergr of vöxt. Hann var vitr.grimmrog fjölkunnigr..." er hann eins handgenginn og Morgunblað- inu. Kjarval er bæði vitur og fjölkunnugur, en grimmur er hann ekki — nema þá fyrir hönd listar sinnar og köllunar. Hann málaði Reginsdjúp i kringum lýðveldishátiðarárið upp úr draumnum, sem heit- mey hans hafði dreymt i Kaupmannahöfn vorið 1914. Svo lengi Iá draumurinn á sál hans og samvizku. Þegar Sveinn gekk að sótt- arsæng móður sinnar, hafði hann myndina meðferðis. Hún var kveðja og gjöf mikils lista- manns til konu, sem hafði skil- ið hann betur en kannski er hægt að ætlast til nú á dögum. Þá voru liðin 32 ár frá þvi að leiðir þeirra skildu. En strax i upphafi hafði hún sagt honum fyrir um óumflýjanleg örlög ástar þeirra. En ströndin biður þögul. — R a g n a r B,j ö r n s s o n dómorganisti frumflytur orgel- forleik, sem hann hefur samið i minningu Kjarvals. Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Garðars Cortes. Þorvaldur Stein- grimsson leikur einleik á fiðlu og Guðmundur Jónsson syngur. Að lokinni athöfninni i Dómkirkjunni verður ekið til. Gamla kirkjugarðsins við Suður- götu. Fóstbræður syngja yfir moldum Kjarvals i kirkju- garðinum. Norðurbakki ^is.T þar sumarbustaðalóðir og bygging nokkurra bústaða hafin. Voru sumarbústaðirnir seldir fyrir fram, og greiddu kaupendur allverulega upp- hæðir þegar gengið var frá kaupsamningum. En illa gekk að standa við þá af halfu Norðurbakka h.f. Þá mun fyrirtækið skulda mikið fé fyrir byggingarvörur og fleira. Einnig hefur verkamönnum, sem unnu viö framkvæmdir gengið illa að fá laun sin greidd. Fjölmargar kærur hafa borizt til sýslu- manns i Arnessýslu vegna starfsemi Norðurbakka hf. og er ólfklegt aö öll kurl séu komin til grafar, með þessúm fyrstu auglýsingum um nauð- ungaruppboð. Verðhækkanir Framhald af bls. 20. un á vöruflutningum út á land vegna aukins fjárfestingar kostnaðar, vinnulaunakostn- aðar og þungaskatts. Smurstöðvar vildu fá að hækka um 40% en var heimil- uö almenn hækkun um 15%. Ástæður eru launabreytingar, sem virtust valda um 14% hækkun, og einnig var tekið tillit til að nýting er mjög litil, nýrri bilar eru sjálfsmurðir og nýjar oliur og endingarbetri eru komnar á markað. Samt er þörf fyrir smurstóðvar fyrir eldri bila. Rafvirkjameistarar vildu fá að hækka útsöluverð fyrir selda vinnu um 69 kr. á klukkustund, en samþykkt var i verðlagsnefnd að þeir fengju að hækka um 40 kr. á klukku- stund og álagning á uppmæl- ingar um 14%. Kjötvinnslustöðvar fengu að hækka álegg, sem nam 7% i smásölu og 10% i heildsölu. 29. des. 1971 fengu dagblöðin aðhækka auglýsingar um 8%, áskriftargjöld um 15.4% og lausasölu um 25% vegna hækkunar á launum prentara og blaðamanna. Helztu verðákvarðanir ráðuneyta voru sem hér segir: frá 4. des. 1971. Hitaveita Reykjavikur fór fram á 13,1% hækkun en var heimilað að hækka um 5%. Rafmagnsveita Reykjavik- ur fór fram á 16.6% hækkun, en var heimiiuð 10% hækkun. Strætisvagnar Reykjavikur vildu fá að hækka um 21% en var heimilað að hækka far- gjöld um 12%. Sementsverksmiðja rikisins vildi hækka framleiðslu sina um 16.6% en var heimiluð 10% hækkun. Póstur og simi bað um 20% hækkun gjaldskrár en var heimilað að hækka um 10% að meðaltali. Rikisútvarpið fór fram á að hækka afnotagjöld hljóðvarps um 22% og sjónvarps um 18.6% og auglýsingar hljóð- varps um 23.5% og sjónvarps um 25-33%. Heimiluð var 10% hækkun á afnotagjöldum og umbeðin hækkun auglýsinga. Tryggingafélög fóru fram á 45.6% hækkun á ábyrgðar- tryggingum bila. Þeim var heimiluð sjálfsáhætta 7500 kr. og óbreytt iðgjald. Heimiluð var 15% hækkun á áfengi og 10% á tóbaki og var ástæðan fjáröflun rikissjóðs. Ákveðin var álagning 25% innflutningsgjalds á cif-verö bila. Verðhækkunaráhrif 10- 12% á fólksbilum og 15-17% á vörubilum. Fjáröflun vegna framkvæmda i samgöngumál- um. Verðákvarðanir sex manna nefndar var þannig, að 1. jan var ákveðin íiækkun á landbúnaðarafurðum, Dilka- kjöt hækkaði um 13-17%, smjör um 6%. Mjólkurverð var óbreytt, en hækkun á ost- um, skyri og rjóma. Astæður þeirra hækkana voru lækkun niðurgreiðslna úr rikissjóði og hækkun vinnslu og dreifingar- kostnaðar. 1. marz var almenn 12-15% hækkun á landbúnaðarafurð- um vegna hækkunar á launa- lið verðlagsgrundvallarins. Umræður urðu um þessa skýrslu á Alþingi og verður nánar sagt frá þeim i blaðinu á morgun. annarsstaðar I Indóklna verð- ur aðeins náð á stjórnmálaleg- um grundvelli, sem tryggir viðkomandi þjóðum rétt til að taka ákvarðanir um framtið sina án ihlutunar utanaðkom- andi rikja. Það er einnig hætta á þvi, að aukinn striðsrekstur I Vietnam geti haft neikvæð áhrif á samband stórveldanna og tilraunir til að draga úr spennu. Norðurlöndin hvetja þvi viðkomandi aöila ein- dregið til þess að taka hið fyrsta upp aftur friðarvið- ræður. Þegar hernaðaraðgerðum lýkur verða þjóðir heimsins að aðstoða við enduruppbygg- ingu án stjórnmálalegra skil- yrða. Norðurlöndin eru reiðu- búin til þátttöku I henni. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á þá hættu, sem áframhald- andi kyrrstaða i vandamálum nálægari Austurlanda hefur i för með sér, og létu i ljós von um að sem fyrst þoki i átt til réttlætis og varanlegs friðar, á grundvelli ályktunar öryggis- ráðsins frá 22. nóvember 1967. Ráðherrar Framhald af bls. 1 sinni með frumkvæöi Islendinga um ráðstefnu um varnir gegn mengun hafsins, sem bar þann árangur, að samkomulag náðist um drög að samningi um bann viö aö losa ákveðin efni i hafiö. Ráð- herrarnir vonuðu að unnt yrði að undirrita endanlegan samning á umhverfisráð- stefnunni. Ráðherrarnir skiptust á upplýsingum um raunveru- lega stöðu landa sinna gagn- vart Efnahagsbandalaginu og áréttuðu sameiginlegan áhuga sinn á þvi að hvert landanna nái samningum I samræmi við óskir sinar. Það hefur ávallt verið álit Norðurlandanna að deilan i Vietnam, sem rekja má til nýlendutimanna verði ekki leyst meö hervaldi. Varan- legum friði i Vietnam og VERKAMENN Óskum að ráða nokkra verkamenn til starfa við áburðarafgreiðslu i Gufunesi. — Friar ferðir og fæði á staðnum. Upplýsingar gefur Bogi Eggertsson, verk- stjóri, milli kl. 9-17 næstu daga i sima 32000. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS FARMALL B 275 TIL SÖLU Einnig gnýblásari og sláttuvél. EIRÍKUR BJARNASON, SANDLÆKJARKOTI Gnúpverjahreppi, Árn. Simi um Ása JalalalalslalsIalalalEÍIslala^ 01 51 51 51 51 51 51 51 IntemaHonal ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 51 EIGUM ENN INTERNATIONAL 354 DIESEL á aðeins kr. kr. 290 þúsund með grind og fullkomnum búnaði EINNIG N0KKRA MEÐ VÖKVASTÝRI Góð varahlutaþjónusta og greiðslukjör. MUNIÐ STOFNLÁNAUMSÓKNIR KaupSélögin ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® ® SHlS SggSSS^gggSiigggggggBiggggggEjEjEjggEi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.