Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 28. apríl 1972' Spá Ólafs rættist Enn lialda stjórnarand- stöAublöAin áfram aö klifa á þvi, aft þeir erfiðleikar, scm nú er viö að glima i efnahags- málum, stafi eingöngu af ein- liverjum „mistökum” núver- andi ríkisstjórnar, og orsak- anna sé sföur en svo að leita til aðgerða og aðgerðaleysis fyrrverandi ríkisstjórnar á vissuin sviðum. En þessi vandi kemur eng- um á óvart, sem fylgzt hafði með efnahagsþróuninni sl. tvö ár. Einn þeirra manna er Ólafur Björnsson hagfræði- prófessor. Hann sagði þróun- ina fyrir i febrúar á fyrra ári. t þingræðu, sem hann þá fiutti og ofl hefur veriö vitnað til, sagöi liann m.a. þetta efnis- lega: Ég tel mig ekki gera mig sekan um neitt trúnaðarbrot, þó að ég segi það hér, aö ég hef innan mins flokks, a.m.k. allt siðastliðið ár, ekki dregið ncina dul á þá skoðun mina, að þessi hefðhundnu úrræði hafi nú gcngiö sér til húðar og leita verði nýrra úrræða i efna- hagsmálum, ef forðast á al- gera upplausn efnahags- kerfisins. Kenningar um sem mest frclsi og óheft framtak ein- staklingsins eru orönar úrelt- ar. Samhýli nútimaþjóðfélags krefst félagshyggju til lausnar vandamálum. En hinar stein- runnu kenningar marxismans geta ekki komið i staöinn. Báðar þessar kcnningar til- lieyra liðinni öld. En næstu mánuði verður kjósendum séö l'yrir þessum kenningum í rík- um mæli, og þcim mun skemmta fjölmcnnur kór frambjóðenda, sem syngja munu þessar raddir frá öld- innisem lcið. Ilins vegar verð- ur ekkert sungið um það, livað á að taka við að loknu verð- stöðvunartimabilinu. Á að halda verðstöðvuninni áfram? Og ef svo er, hvernig á að afla fjár til þess, þar sem fyrir þvi hefur ekki verið séð nema til 1. septcmber? Ef verðstöðvuninni verður hætt, þá yrði það spurning, sem vissulega snertir mjög hagsmuni almennings, hvern- ig leysa cigi þann vanda, sem lciðir af þeim verðhækkunum, sem þá hljóta að veröa þegar i stað. I>að cr hrollvckja að hugsa til þeirra vandamála, sem þá blasa við. Það verður senni- lcga reynt eftir föngum að taka upp léttara hjal i þcim cfnum fram að kosningum. En ekki verður séð, að unnt sé að forða upplausn i efnahagsllf- inu nema náð verði cinhvcrju samkomulagi við launþega- samtökin. Gengislækkanir og aðrar slikar efnahagsaðgerðir eru orðnar það óvinsælar af alþýðu manna, að óvist má telja, að stjórnmálaleiðtogar þeir, sem að þeim hafa staöið hvað eftir annað, liéldu heiðri og sönsum, ef sjálfboðaliöar úr þeirra eigin röðum gerðust ekki til þess að afsaka það fyr- ir fólkinu og livisla að þvi, að i raun og veru eigi ekki að gera ráðherrana ábyrga fyrir þessu, heldur hagfræðingana. Þessi spádómur ólafs Björnssonar hefur í einu og öllu rætzt. Hann vissi, að vandanum hafði aðeins verið slegiö á frest og rcynt að fela liann með verðstöðvuninni. Það kæmi i hlut næstu ríkis- stjórnar að takast á við hann. Þá riði á að söðlað yrði um, gengislækkunarleiknum hætt og tekizt á við vandann með samkomulagi við verkalýðs- hreyfinguna. Það er það.sem þessi rfkisstjórn hefur gert, og hún hyggst takast á við vand- ann, og það er glíma hennar við þennan vanda, sem hún tók i arf frá gengislækkunar- mönnum, sem þeir ileila nú mest á i hlöðuin sinum. — TK Reykingar við fiskvinnslu Hér kemur fyrst bréf um fiskvinnslu. „Heiðraði Landfari: Samtök innan fiskiðnaðarins hafa að undanförnu haldið uppi kynningarstarfsemi fyrir bættri meðferð fisks i fiskvinnslu- stöðvum og um borð i bátum. Þessi herferð, ef svo mætti að orði komast, rifjaði upp fyrir mér, að á tveim myndum sem nýlega hafa birzt i dagblaöi og timariti eru menn með sigarettu og vindil i munninum yfir fiskinum. í öðru tilfellinu er um að ræða mynd, sem viðkomandi samtök sjálf hafa sent frá sér, og meira að segja i litum i viölesið timarit á erlendu máli. I hinu tilvikinu var um að ræða blaðaljósmynd af námskeiði i fiskvinnslu, og var maður bograndi yfir fiski með sigarettu i munninum. Það má kannski segja sem svo, að tóbaks- aska, sem fellur á fisk, drepi engan, en tóbaksreykingar við fiskvinnslu geta hinsvegar drepið niður dýrmæta fiskmarkaði. Þetta ættu viðkomandi aðilar að athuga, og sérstaklega þegar um er að ræða myndir,sem koma fyrir augu margra útlendinga. íslendingar eru ekki eins við- kvæmir fyrir slikum hlutum, þvi að oft hefur það viljað brenna við, að tóbaksdropi læki á fiskinn, — og er þvi siður en svo mælandi bót. KJ” Hótel - sveit Og hér er annað bréf um Bændahöll o.fl. Ekki er að spauga með bændur. Nú vilja þeir framar öðru stækka Hótel Sögu, og þreyta með þvi kapphlaup við fjárplógsmenn Reykjavikur. Er það kannski til að auka jafn- vægi i byggð landsins, að bændur Framhald af bls. 9. merki konungs hefir verið látið vikja fyrir merki rikis- stjórnarinnar, — fuglinum Fönix, sem hefur sig til flugs upp úr eldinum. Kórónan á húfum herforingjanna er orðin svo litil, að hún er naumast sýnileg. Samræður kaffihúsagesta snúast lang- mest um, hvaða stjórn- málskipan Papadopoulos ætli sér að koma á. Rikisstjórnin heldur fram, að verið sé að láta stjórnarskrána frá 1968 taka gildi smátt og smátt, en ákvæði hennar um stjórn- málafrelsi voru að engu höfð frá upphafi. ,,Við erum að ljúka við sjöundu hæð átta hæða húss”, segir Papadopou- los við gesti sina. EKKI verður séð, að Papadopulos þurfi að hraða sér að koma fram gagngerð- um breytingum i stjórnmálun- um. Hann hefir breytt hernum að geðþótta sinum og virðist eiga þar öryggu fylgi að fagna. Bandarikjamenn eru uggandi vegna stóraukinna umsvifa Sovétmanna á Mið- jarðarhafi og eru þvi litlar lik- ur á, að þeir leggi það mikla áherzlu á kröfur um endur- reisn lýðræðisins, að Papado- poulosi verði mein að, enda kynnu þeir þá að eiga á hættu að missa herstöðvar sinar i Grikklandi. Sá orðrómur er á kreiki i Aþenu, að „þriðja stjórnmála- aflsins” sé tekið að gæta, eða ungra stjórnmálamanna, sem ekki vilji hefja hina fyrri stjórnmálaleiðtoga Grikkja til vegs, heldur láta Papadopou- los þoka stjórnmálunum til aukins lýðræðis. Þessi stjórn- málahreyfing virðist þó ekki eiga almennu fylgi að fagna. „Enginn vill eiga neitt á hættu”, sagði ungur áhuga- maður i samtali við mig. ,,AU- ir meta meira að halda i hin bættu lifskjör, og ,,lög og regla” eiga sterkari itök i fólki en mér er ljúft að játa”. Útlönd leggi fé og fyrirhöfn i atvinnu- rekstur i höfuðborginni? Spyr sá sem ekki veit. Gömlum sveitamanni sýnist standa bændum nær og þjóna betri tilgangi, að verja gróðanum af rekstri Hótel Sögu — sem mun hafa verið talsverður á siðasta ári — til að byggja sómasamlegt hótel i sveit. Ef ísland verður það ferðamannaland, sem margir þrá og vona, vantar tilfinnanlega alla aðstöðu til að taka á móti þeim utan stærstu kaupstaðanna. Ótrúlegt er, að meginhluti ferðamanna, sem hingað koma, hafi mikla ánægju af að eyða löngum tima i Reykjavik. Hún hefur varla svo margt uppá að bjóða, sem þeir ekki geta veitt sér i borgum nágrannalandanna eða annars staðar, að þeir verði ekki fljótt saddir af verunni þar. Oðru máli gegnir um sveitirnar, meðan þar er ekki peðrað niður efnaverksmiðjum og öðrum eiturspúandi iðnverum. Væri ekki verðugt verkefni fyrir bændasamtökin, að reisa og reka hótel, einhvers staðar i hinumfallegusveitum Arness- eða Rangárvalla-sýslu? Að minu áliti væri það bændum verulegur vegsauki, að búa ferðamönnum þægilegan dvalarstað i na*munda við Gullfoss, Geysi og skiða- brekkurnar i Kerlingarfjöllum, hafandi að baki Hvitárvatn, Veiðivötn og öll meginöræfi landsins, sem innan tiðar verður þotið um fram og aftur á flestum tegundum bila. Svo gæti verið þægileg tilbreytni fyrir Þorstein á Vatnsleysu, eða annan glaðan gestgjafa, að skreppa með gesti sina norður um Sprengisand, litast um dagstund við Mývatn og Dettifoss, horfa á miðnætursólina við Grimsey og renna augum yfir túnrækt eyfirzkra bænda. Ekki þyrfti landrými undir myndarlegt hótel i sveit að kosta milljónir. Engin þörf væri að reisa það i Skálholti, Keldum eða við Apavatn, ne* i túni annara jarða. Það gæti alveg eins staðið á grónum seltóftum, eða þar sem aldrei hefði verið hróflað upp kofa. B.Sk.” RAFSUÐUTÆKI o RAFSUÐUKAPALL RAFSUÐUÞRÁÐUR RAFSUÐUHJÁLMAR o RAFSUÐUTANGIR lT ARMULA 7 - SIAAI 84450 co Z3 s> Mallorca '11 bæklingurinn / á* er kominn hringið, skrifið, komið....... og farið í úrvalsferð til Mallorca FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.