Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. apríl 1972. TÍMINN 3 HANNIBAL SVAR■ AR HÚSNÆÐIS- MÁLASTJÓRN Sem andsvar við árás á mig — sem Timinn hefur komið á fram- færi fyrir 7 húsnæðismála- stjórnarmenn, óska ég birtingar á eftirfarandi: Sjömenningarnir hafa eftir mér, að leggja beri starfsemi Húsnæðismálastofnunar rikisins niður. — Þetta er alrangt, og allur pistill þeirra þannig byggður á rangfærslu. Ljóst var af ræðu minni, að ég taldi starfið fullframkvæmanlegt af einni stofnun i staðinn fyrir tvær. Og ég er andvigur þvi, að tvær stofnanir annist þau störf, sem ein getur innt af hendi. Þá er það tilbúningur einn og staðlausir stafir, að ég hafi i framsöguræðu minni veitzt að þeim sjömenningunum á nokkurn hátt. — Ég veittist að flokknum fyrir að viðhalda þvi kerfi, að fjölmenn sveit flokkspólitiskra fulltrúa sé til þess sett að annast 80 manna kór skemmtír á Suðurlandi Stjas-Vorsabæ Kvennakór Selfoss og Karlakór Selfoss efna til söngskemmtana á ýmsum stöðum á Suðurlandi um þessar mundir. Fyrsta söngskemmtunin var haldin i Þorlákshöfn s.l. mánu- dagskvöld. Næst verður skemmtunin haldin að Gunnars- hólma i A-Landeyjum, föstudag- inn 28. april kl. 21.30, siðan á Sel- fossi á laugardag kl. 17.00, sunnu- daginn 30. april i Aratungu kl. 15.30, Flúðum sunnudag kl. 21.30. Siðasta skemmtunin fer fram á Selfossi þriðjudaginn 2. mai kl. 21. Söngstjóri er . Jónas Ingi- mundarson, einsöngvari Frið- björn G. Jónsson og undirleikari Agústa Hauksdóttir. í báðum kórunum eru 80 manns. Þeir syngja hvor i sinu lagi og báðir saman. A efnis- skránni eru 23 lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Fyrirlestur um utanríkisstefnu Sovétríkjanna Dr. Nikolaj Lébédéf deildarfor- seti Skóla alþjóðlegra samskipta i Moskvu, heldur fyrirlestur i I. kennslustofu Háskólans i kvöld 28. april, og hefst fyrirlesturinn kl. 21:00. Fyrirlesturinn nefnist: „Utanrikisstefna Sovétrikj- anna”. Hann verður fluttur á ensku. afgreiðslu á jafn sjálfsögðu og ópólitisku verkefni og afgreiðsla húsnæðislána er. Útlegging sjömenninganna um stjórnmálalega rannsóknarstarf- semi á lánsumsækjendum, er þeirra en ekki min — en þó e.t.v. ekki alveg út i hött. Málið er ofureinfalt: Lögin segja nákvæmlega til um, hve stórar ibúðir geti notið lánafyrirgreiðslu skv. Húsnæðis- málalöggjöfinni. — Teikningar Teiknistofunnar segja i smá- atriðum hvernig ibúðirnar skuli yera. Og Veðdeildin annast af- greiðslu lánanna. Og þvi spyr ég: Hvers vegna þarf tvær stofnanir og f jölmenni flokkspólitiskra full- trúa til að annast þessi einföldu viðskiptaatriði? Þetta eru minar skoðanir, og að þeim tel ég mig jafn frjálsan og sjömenningarnir eru að sinum, um að það sé persónuleg árás á þá að bent sé á, að bragarbót mætti gera á rikjandi lánakerfi i húsnæðismálum. En litum þá á verkefni þessarar 9 manna húsnæðismálastjórnar. Þvi er rétt lýst i pistli þeirra. Það er þetta: Skoða ber, hvort umsóknir full- nægi gildandi lögum og reglum. Þarf til þess flokkspólitiska sveit 9 manna? — Ég segi nei. — Allir þeir, sem sent hafa löglega umsókn, eiga nú að fá lán. Þarf flokkspólitiska fulltrúa til að taka ákvörðun um það? — Ég segi nei. Lita ber á, hvenær umsóknir berast og afgreiða þær i réttri röð. Þarf útvalda fylkingu flokks- pólitiskra fulltrúa til þess verks? — Ég segi nei. Ganga ber úr skugga um, hvenær ibúð hafi orðið fokheld, skv. vottorði þar um. Þarf flokkskjörna 9 manna sveit til þessa vandaverks? — Ég segi enn nei. Og þetta er það, sem ég leyfi mér að nefna pólitiskt þukl. Enn fráleitara en allt þetta, með enn sterkari flokkspólitisk- um keim, er þó tilnefning 7 aðal- manna og 7 varamanna, samtals 14 manns, i stjórn verkamanna- bústaða jafnvel i fámennum byggðarlögum út um land. Mundi það lika vera árás á þá sjömenn- ingana að vilja fækka þvi liði? Þessar skoðanir minar setti ég fram nú, i trausti þess, að heil- brigt almenningsálit mundi skapast i málinu og auðvelda breytingar siðar. Það held ég lika að hafi tekizt. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Ilannibal Valdimarsson Sandgerði: Allur leigubílaflotinn staðinn að sprúttsölu OÓ-Keykjavik. Allir leigubilstjórarnir i Sand- gerði játuðu á sig sprúttsölu um siöustu helgi. Lögreglan á staðn- ÁRNAÐ HEILLA Sextugur er i dag, Sveinn Guð- mundsson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Hans verður nánar minnst i Islendingaþáttum Tim- ans siðar. um tók á sig rögg og leitaöi i bil- um þeirra og fundu samtals 61 flösku. Kátt hefur verið i sumum ver- búðunum á vertiðinni og virtist þar sjaldan skorta áfengi hvenær sem á þurfti að halda. Var lög- regluna farið að gruna margt, þvi að menn þurftu ekki að skreppa i útsöluna i Keflavik nema rétt endrum og eins, og oft voru leigu- bilarnir kallaðir að verbúðum án þess að fara með eða sækja þang- að farþega. Þegar látið var til skarar skriða fannst mikið af áfengisflöskum i öllum þrem leigubilunum, sem starfræktir eru á staðnum. Þar að auki var leigubilstjóri úr Keflavik staðinn að verki við áfengissölu i Sand- gerði. Mál bilstjórastéttarinnar i Sandgerði var sent sýslumanns- embættinu i Hafnarfirði til rann- sóknar. Þar viðurkenndu allir brot sin. Áttræður og synda 200 m búi 16 sinnum Þó-Reykjavik. Hann er áttræður og býr á Hrafnistu, og hann er búinn að synda tvöhundruð metrana 16 sinnum. Þessi gamli sund- garpur heitir Magnús Sig- mundsson og er Vestfirðingur að ætt. Magnús sagði okkur, er við hittum hann þar sem hann var að hnýta spyrðubönd á Dvalarheimili D.A.S. að hann hefði eiginlega aldrei fengið neina tilsögn i sundi. Hann sagðist hafa verið að vinna uppi á Alafossi á sinum yngri árum og hefði þá komizt i sundlaugina hjá Sigurjóni Péturssyni. Þar sagðist hann hafa að mestu lært að synda sjálfur. Magnús sagði, að seinna hefði hann farið að stunda sjó- inn — fyrst á árabátum, seinna á mótorbátum. Það kom fyrir, er hann var á hand- færaveiðunum, að hann henti sér i sjóinn og tók þá sundtök- in, svona til að halda þeim viö. 48 ára gamall hætti Magnús á sjónum. Hann fékk þá lungnabólgu, sem hann átti lengi i, en eftir að hann náði heilsunni aftur vann hann ým- is störf i landi. Ekki sagði Magnús að sér fyndist erfitt aö synda tvöhundruð metrana heldur þvert á móti. Hann sagðist hafa nægan tima á degi hverjum til að synda, og sagði að hann færi yfirleitt um niuleytið á morgnana i laug- ina. Magnús sagðist ekkert frek- ar stefna að þvi, að synda 200 metrana 50 sinnum, en sagðist bara fara á hverjum morgni þegar hann væri hress. Ráðstefna um hagnýtingu hafsins KJ-Reykjavik. Upplýsingaþjónusta Banda- rikjanna gengst fyrir tveggja daga ráðstefnu um hagnýti sjávarins, i dag föstudag og á morgun laugardag. íslenzkir og bandariskir visindamenn munu halda erindi á ráðstefnunni, sem einkum mun fjalla um hafrann- sóknir, vandamál mengunar og nauðsynina á alþjóðalögum um hafið. Um fjörutiu tslendingar, vis- indamenn, stjórnmálamenn og fulltrúar fyrirtækja munu sitja ráðstefnuna ásamt nokkrum Bandarikjamönnum. Þessir kátu krakkar eru að skemmta sér á hátið, sem haldin er til að afla fjár handa börnum, sem minna mega sin i lifinu. Lions-klúbburinn Þór efnir á hverjum vetri til Andrésar andar skemmtana i fjár- öflunarskyni. Siðasta skemmtunin hans Andrésar ' verður á sunnudaginn i Háskólabiói og hefst kl. 1.15 e.h. Það verður Svavar Gests sem stjórnar kátinunni á þessari skemmtun eins og áður. Þegar gestir fara verða þeim afhentir pakkar að venju með ýmsu skemmtilegu. Agóðinn rennur allur til liknarmála. :S:fi :m.m:ÍÍiÍ fi: tm Utangarðsmenn t þjóðargrafreitnum á Þing- völlum iiggja jarðneskar leifar tveggja manna, þeirra Jónasar Hallgrim ssonar og Einars Benediktssonar. Þessi tvö miklu skáld hlutu hinzta leg i þessum heiðursgrafreit þjóðarinnar, vegna þcss aö þeir höfðu verið þjóð sinni svo mikiö meira en aðrir menn, aö einsætt þótti að sýna þeim meiri virðingu látnum en öðrum. Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum hefur ekki verið not- aður siðan eins og jafningjar þeirra, sem þar hvila verði ekki fundnir ellegar þetta sé gleymdur staöur, einskonar pláss i sólinni scm enginn geti fundið. Þjóðargrafreitir eru slikur helgur staður með öðrum þjóð- um, aö það þykir á við ævarandi minnismerki um manndáð, hæð andans, stjórnvisi og listsnilld að eiga þar hvilu. Hefur þá tiðum ekki þurft að reisa önnur minnis- merki en lágan stein á legstað- num. Fer ólikt betur á þvi en reisa tveggja metra koparlik- neskjur út og suður um borgirnar, enda er sú aðferð ólikt forneskju- legri en hin hljóöláta gröf á rétt- um stað. Iiún sker engan i augun, en segir þó sitt um þá virðingu, sem ein þjóð vill sýna látnum hetjum sinum á vettvangi verks og anda. Verði þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum ekki notaður i fram- tiðinni fer að vakna sú spurning, hvort þeir Einar og Jónas séu ekki raunverulega orðnir utan- garösmenn i hinni tignarlegu vist sinni. Varla þarf að óttast það of- læti, aðeinhverjir fari að óska sér legstaðar á Þingvöllum. Mundi aldrei koma til þess að aðrir yrðu jarðsungnir þar en þeir, sem einskis tvimælis njóta sem sér- stakir atgerfismenn, svo að af þeim ástæðum þarf ekki að hika við að nota þjóðargrafreitinn i framtiöinni. En fari sem horfir i þessu efni, veröur ekki komizt hjá þvi að álita, aö þeir tveir, sem jarðsettir hafa verið i þjóðargraf- reitnum á Þingvöllum muni eiga aö hvila þar einir um aldur og ævi. Með timanum mun verða litiö á legstein þeirra eins og skritinn útúrdúr og dálitla sér- vizku. Óþarft er að una sliku um þessa tvo sniltinga. Verði hins vegar ekki ráðin bót á þessu þeg- ar tilefni gefast, er vist þeirra Einars og Jónasar orðin litlu virðingarmeiri, en þótt þeir hefðu veriö jarðaðir á viðavangi. Svarthöföi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.