Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. april 197; TÍMINN 7 Hveravatn til hitunar húsa- — Makhathkala, höfuðborgin i kákasiska sjálfstjórnarlýðveld- inu Dagestan, er sjöunda sovézka borgin.sem nýtir heitt vatn úr hverum og laugum i nágrenninu til húsahitunar. Jarðhita og heitar laugar er viða að finna i Sovétrikjunum — á Kamtsjatka, i Kákasus, Mið-Asiu og Siberiu — og á fjöl- mörgum stöðum hefur verið borað eftir heitu vatni. Það er ekki einungis heita vatnið, sem nýtt er, heldur og hveragufan m.a. sem orkugjafi raforku- versins við Pásjetka á Kamtsjaka. A þessum áratug er áætlað að stórauka jarðvarmanýtinguna i Sovétrikjunum. • Kissinger og vinkonur hans Kissinger ráðgjafi Nixons Bandarikjaforseta er stöðugt forsiðuefni i bandariskum blöðum. Annað hvort er skrifað um leynilegar áætlanir hans og ráðagerðir, eða þá vinkonur hans, sem eru mjög margar, og þykir það ekki síður læsilegt efni en leyndarmál rikisins. Kissinger hefur sézt i fylgd með konum eins og Jill St. Johns leikkonu, Gloriu Steinem rauð- sokkuleiðtoga og Margaret Osmer sjónvarpskonu. Undanfarið hefur Kissinger mætt i veizlur i fylgd með milljónaerfingjanum Charlotte Ford, sem eitt sinn var gift griska skipakónginum Stavros Niarchos. Hún skildi við skipa- kónginn fyrir nokkrum árum. Kissinger hefur einnig verið giftur. Kona hans var þýzk, Ann Fleischer, og áttu þau eina dóttur og einn son, en þau skildu árið 1946. Systir Raquel ^ Bandariska leikkonan Raquel Welch hefur nú lika fengið nunnuhlutverk, eins og fleiri frægar leikkonur. Hún fer með hlutverk nunnunnar i myndinni Bláskeggur, en á móti henni leikur Richard Burton. Þessi mynd er tekin af Raquel Welch, þar sem verið er að kvikmynda myndina i Ung- verjalandi. Veriðer að lagfæra nunnubúninginn á Raquel áður en kvikmyndatakan hefst. Þvi miður birtist röng mynd með þessari grein i gær, en hér er rétta myndin. Giftist barón Það er ekki á hverjum degi, sem islenzkar ungmeyjar giftast barónum. Það gerðist þó ný- lega, þegar Hildur Lárusdóttir giftist Peter von Schilling baron frá Árósum. Hjóna- vigslan fór fram i Helligands- kirkju i Kaupmannahöfn, og þar var brúðurin klædd islenzkum skautbúning, og vakti mjög mikla athygli. Dönsk vikublöð birtu myndir af brúðhjónunum, og hér sjáið þið þau. Hildur er sögð stunda nám við verzlunarskóla i Kaup- mannahöfn, en maðurinn hennar er við verkfræðinám. Þau hyggjast setjast að i Kaup- mannahöfn. Hildur er dóttir Lárusar Lúðvigssonar en afi brúðgumans, var siðasti ræðis- maður rússneska keisarans i Kaupmannahöfn komin út, en þrátt fyrir það er mikið um hana rætt i Banda- rikjunum um þessar mundir. Ástæðan er sú, að i bókinni er höfuðpersónan fyrrverandi leikari, sem orðið hefur rikis- stjóri i Kaliforniu, og eiginkona sögupersónunnar hefur lika eitt sinn verið leikkona og meira að segja hlotið Óskars- verðlaunin. Nú vill svo til, að Ronald Reagan, rikisstjóri i Kaliforniu var leikari áður fyrr ogkonahans Jane Wyman var leikkona og fékk meira að segja Óskarsverðlaun. Þau Jane W yman og Ronald Reagan eru ekki sögð sérlega hrifin af þessari samlikingu og Regan lætur sig engu skípta þótt i bókinni séu stafir rikisstjórans JJJ i staðinn fyrir að hans stafir eru RR. Höfundurinn sjálfur telur ekkert ólöglegt við bókina, og heldur þvi fram að ekki sé hægt að hefta útkomu hennar. Hann ætti að vita það, þvi að siðasta bók hans fjallaði einmitt um það, sem er ólöglegt og það sem er löglegt i nútimaþjóð- félagi. Ætlar enn I framboð Oft er talað um háan aldur þing- manna bæði hérlendis og er- lendis. Emanuel Celler er full- trúi i fulltrúadeild Bandarikja- þings. Hann verður 84 ára gamall 6. mai næst komandi og hefur nú tilkynnt, að hann ætli sér að verða i framboði enn einu sinni. Emanuel Celler hefur setið I fulltrúadeildinni allt frá árinu 1922, og hefur þvi verið á þingi i 50 ár. Hann er nú búinn að setja met, hvað þingsetu snertir, en áður átti Carl Vinson metið, en hann sat i öldungadeildinni og hætti þing- mennsku 1964 eftir að hafa verið þar i 25 kjörtimabil. Bók um rikisstjórann eða hvað? Rithöfundurinn Henry Denker hefur lokið við að skrifa bók, sem á frummálinu nefnist The Kingmaker. Bókin er enn ekki — Ég ætla nú ekki að setja út á neitt. En hefurðu ekki hneppt jakkanum öfugu megin. —Konan min er alveg veik af hræðslu yfir að einhver steli fötunum hennar. Hugsaðu þér i gær, þegar ég kom heim, stóð maður i fataskápnum og passaði fötin. —Getið þér lýst manninum, sem réðst á yður? —Það var nú eimnitt það, sem ég var að reyna, þegar hann sló mig niður. Maður gekk inn i hattabúð og bað um að fá að sjá kaskeiti með svörtu gljáandi deri. —Gjarna, svaraði afgreiðslu- maðurinn. — Hérna er eitt, sem kostar 1500 krónur. —Gott, ég ætla að fá það. Ég er nefnilega ráðinn hjá þvi opinbera —Ó, það hefðuð þér átt að segja strax. Þá kostar húfan ekki nema 1200 krónur. —Nú, hefur það opinbera sér- stakan afslátt. —Nei, það er ekki það. En þá þarf ekki svitaleður. fyrir pabba. Hann segir að það sé hættulegt. — Spurðu þann slasaða, hvað hann heiti, svo við getum látið fjölskyldu hans vita, sagði lækn- irinn við hjúkrunarkonuna. Rétt á eftir kom hún aftur: — Hann segir, að það þurfi ekki, fjölsk- yldan viti vel, hvað hann heitir. DENNI DÆMALAUSI Þú færð enga köku fyrr en eftir kvöldmat, svo það þýðir ekki að vera að kalla niig elskuna þfna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.