Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.04.1972, Blaðsíða 17
Föstudagur 28. april 1972 TÍMINN 17 Valsmenn með bezta liðið Valur og KR skildu jöfn 1:1 (1:0), i skem m tilegasta leik Rcykjavikurmótsins til þessa, á Melavellinum s.l. miðvikudags- kvöld. Réttlátustu úrslit leiksins voru ekki jafntefli þegar á heild- ina er litið, þvi að Valsliðið tók hina ungu KR-inga i kennslustund i fyrri hálfleik, og var liðið óheppið að skora ekki fleiri en eitt mark i hálfleiknum. i siðari hálfleik var annað upp á teningnum — þá voru ,,ungu ljónin” úr KR nær búin að stela báðum stigunum frá Val. Litum þá á gang leiksins: Það voru ekki liðnar nema 3 min. af leiknum, þegar knöttur- inn lá i KR-markinu. Magnús Guðmundsson markvörður hálf- varði skot frá Herði Hilmarssyni og knötturinn hrökk tilAlexanders Jóhannessonar, sem skoraði af stuttu færi. Á 10 min. komst Alexander aftur i færi, en þá brást honum bogalistin og stuttu seinna átti Bergsveinn Alfonsson hörkuskot yfir. Og á 19. min. áttu Alexander og Bergsveinn báðir skot, sem hrukku af varnarmönnum KR — i horn. Fimm min. siðar kom augna- blikið, þegar áhangendur KR, stóðu á öndinni — Ingvar Elisson, átti skot af 30 metra færi — i vita- teig hrökk knötturinn af Berg- sveini og stefndi i netið — á siðustu stundu tókst Magnúsi markverði að bjarga, snilldar- lega. Það var dauft yfir fyrstu min. siðari hálfleiks — það var ekki fyrr en á 22. min., að hættulegt tækifæri skapaðist, Alexander komst einn inn fyrir KR-vörnina, en skaut fram hjá. Eftir það náðu KR-ingar góðum tökum á leiknum, og á 32. min. skapaðist mikil hætta við Vals- markið. Atli Þ. Héðinss. brunaði upp kantinn, gaf góða sendingu á Gunnar Gunnarsson, og hann skallaði til Arna Steinssonar, sem skaut viðstöðulausu skoti — knötturinn hrökk i varnarmann Vals og frá markinu — þar voru Vals-menn heppnir. Eftir þetta færðist mikil spenna i leikinn, og var sótt stift á mark Vals. KR-ingum tókst ekki að skapa sér gott færi fyrr en á 40. min. Þá á Gunnar Gunnarsson hörkuskot að marki, sem Sigurð- ur Dagsson ver — en heldur ekki knettinum, sem hrekkur til Björns Péturssonar. Áður en Birni tekst að skjóta, þrifur Sigurður i hann og dómari leiks- ins, Hannes Þ. Sigurðsson, er ekki lengi að átta sig á hlutunum, flautar og bendir á vitapunktinn. Hörður Markan skoraði öruggleg úr vitinu — jöfnunarmarkið 1:1. Vals-framlinan, Hermann Gunnarsson, Alexander og Hörður, lék stórgóða knattspyrnu i leiknum — knötturinn gekk á milli þeirra, eins og honum væri stjónað af einum og sama mann- inum. Valsliðiö i heild lék mjög vel framan af leiknum — liðið leikur tvimælalaust skemmti- legustu knattspyrnuna af Reykja- vikurfélögunum. Beztu menn liðsins voru Alexander og Hörður Hilmarsson. KR-liðið náði mjög góðum leik i siðari hálfleik, en það vantar broddinn i framlinuna — mann sem skorar mörk. Beztu menn liðsins voru Gunnar Gunnarsson og hinn bráðefnilegi bakvörður liðsins, Baldvin Ólafsson, sem leikur mjög yfirvegaða knatt- spyrnu. Leikinn dæmdi Hannes Þ. Sigurðsson, og slapp hann vel frá honum. SOS - brátt fvrir iafntefli eegn KR. 1:1? Þarna skall hurð nærri hælum uppi við Valsmarkið, cn sigurði llagssyni tekst að vcrja á siðustu stundu. (Timamynd Róbert). HH Wmwmm Lítið sam- ræmi hjá Sjónvarpi Eftirfarandi bréf barst iþróttasiðunni nýlega: „Hvernig stendur á þvi, að erlend milljónafyrirtæki, sem eiga mikil viðskipti við tslend- inga, skuli fá friar aug- lýsingar i islenzka sjónvarp- inu? A ég hér við fyrirtæki eins og Coca Cola, Ford og ESSO, en á hverjum laugar- degi blasa þessi nöfn við á skerminum með skjannastór- um stöfum, þegar enska knattspyrnan er sýnd. Sé eitthvert samræmi i hlut- unum, ætti að leggja þessa sjónvarpsþætti niður, eða er nokkurt réttlæti i þvi, að þessi fyrirtæki fái ókeypis auglýs- ingar, þegar nöfn eins og Egilsöl, Thule og nöfn annarra islenzkra fyrirtækja mega ekki sjást á skerminum i iþróttaþáttum. Ætli iþrótta- þátturinn lognaðist ekki alveg út af? Trimmari.” HVERS EIGfl STUKUGESTIR fl MELAVELLI AÐ GJALDA? Skrílslæti barna og unglinga og drukkinna manna látin ótalin ir Hvers eiga fastir stúkugest- á Melavellinum að gjalda? Hvers vegna er það látið lið- ast, að öskrandi krakkalýður ráði rikjum i stúkunni á knatt- spyrnuleikjum? Þegar Valur og KR léku í Reykjavikurmót- inu s.l. miðvikudag, var ekki verandi i stúkunni fyrir óhljóðum og slagsmálum. Og ekki nóg með það, heldur fengu dauðadrukknir menn að vaða þar um, hrópandi og veinandi. Einn þeirra vakti gifurlega lukku hjá krökkunum — varð upp fótur og fit hjá þeim, þeg- ar kappinn datt aftur fyrir sig og rotaðist i hamaganginum. Til mikillar undrunar, stúku- gesta, létu vallarverðir mann- inn eiga sig — i staðinn fyrir að visa honum út af vellinum. Þeir hefðu betur gert þaö — þvi að kappinn trylltist alveg, þegar vftaspyrnan var dæmd á Val, hljóp hann inn á völlinn til aö fagna dómnum og þurfti að stöðva leikinn f 2. min, til að koma honum út af. Og eftir að búið var aö taka vitiö — geröi kappinn sér lítið fyrir og hljóp valhoppandi um völlinn, án þess að nokkuð. vallarverðir gerðu Og var það ekkert skrftið, þegar einn stúkugestanna spurði: Til hvers eru vallar- verðirnir — til að passa aö menn svindli sér ekki inn á völlinn, eða til að halda þar uppi aga? SOS. Fimmtíu unglingar kepptu í Bláfjöllum á sumardaginn fyrsta 2. Guðriður Árm. 3. Þorbjörg Breiðabl. Bergl. Friðþjófsd. 238,3 Hilmarsdóttir 301,0 Asumardaginn fyrsta var hald- ið svigmót Skiðafélags Reykja- vikur i Bláfjöllum. Mótið var lokakeppni um silfurbikarana 18, sem verzlunin Sportval gaf Skiða- félagi Reykjavikur. Veður var gott sólskin og hiti og var margt um manninn i Bláfjöllum. Mót- stjóri var Leifur Möller formaður Skíðafélags Reykjavikur. Brautarstjórar voru Haraldur Pálsson og Jónas Asgeirsson. Um 50unglingar mættu til keppninnar frá félugunum Armanni, 1R, KR, S.R., Val og Breiðablik. Allir voru á aldrinum 14 ára og yngri, eftir keppnina fór verðlaunaafhending fram i skfðaskálanum í Hveradöl- um og var þar ennfremur sam- eiginleg kaffidrykkja. Mótstjór- inn sleit mótinu og mælti nokkur hvatningarorð til hinna ungu áhugasömu keppenda. Orslit urðu sem hér segir: úr öllum þremur mótunum samanlagt. Stúlkur 10 ára og yngri 1. Svava Viggósdóttir KR 181,1 Stúlkur 11 og 12 ára 1. Maria Viggósdóttir KR 2. Halldóra Hreggviðsdóttir S.R 227,4 3. DóraRögnvaldsdóttirKR 227,5 Stúlkur 13 og 14 ára 1. Jórunn Viggósdóttir KR 2. Helga MullerKR 3. Guðrún Haröardóttir A Orengir 10 ára og yngri 1. Lárus Guðmundsson A 2. Arni Þ. Arnason Á 3. Jón G. Bergs S.R. Drengir 11 og 12 ára 1. Sigurður Kolbeinsson A 2. Reynir Erlingsson A 3. Jónas Olafsson A Drengir 13 og 14 ára. 1. Magni Pétursson KR 155,4 2.SigurðurTómassonKR 188,8 3. Ólafur Gröndal KR 191,7 185,8 173.1 203,5 221.7 145.4 148.8 188.9 184.2 185.4 190.2 Erfiðir dagar framundan hjá Leeds Enska deildin „The Football League”, hefur ákveöið að leikirnir Wolves-Leeds og Arsenal-Liverpool fari fram mánudaginn 8.mai, þ.e.a.s. tveimur dögum eftir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, en eins og kunnugt er leika þar til úrslita Leeds og Arsenal. Liklega veröur þaö erfitt fyrir Leeds aö leika tvo þýöingar- mikla leiki á tveimur dögum — en möguleiki er á aö félagið hljóti bæöi sigur i deild og bikar og það á þessum tveimur dögum.-kb- Æ Fimleikameistaramót Islands í Laugardalshöllinni kl. 20 í kvöld SPENNANDI ÚRSLITAKEPPNI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.