Tíminn - 03.05.1972, Page 1

Tíminn - 03.05.1972, Page 1
IGNIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 * * # Skákeinvígið allt í Reykjavík Fischer sviptur rétt- inum ef hann neitar að tefla hér ÞÓ—Reykjavik. Nú er ákveðið, að allt skákein- vigið milli þeirra Fischers og Spassky verði háð á islandi, svo framarlega sem báðir aðilar samþykkja það. Reyndar á eftir að fá samþykki beggja aðila, en Rússar höfðu áður krafi/.t þess, að cinvigið yrði haldið i Reykja- vik. Ef Fischer neitar að tefla i Reykjavik, verður hann sviptur réttindum til að tefla við Spassky, og mun þá Spassky að öilum likindum tefla við Pet- rósjan og þá i Sovétrikjunum. t simtali milli þeirra Guð- mundar G. Þórarinssonar og dr. Max Euwe, forseta Alþjóða- skáksambandsins, um hádegis- bilið i gær, var ákv'eðið, að Skák- samband Islands gengi að þvi að halda allt einvigið milli Fishers og Spassky i Reykjavik, og á einvigið að byrja 2. júli. Verðlaun þau, sem veitt verða fyrir einvigið, verða heldur lægri i heildina en ákveðið var með Belgrad — Reykjavik samningnum, enda er sá samn- ingur genginn úr gildi, eftir að Belgradborg dró sig til baka. Verðlaunaupphæð Islands mun verða súhinsamaog Skáksam- band tslands sendi upprunalega i mótið allt, en það eru 125 þús dollarar, og er það um 14 þús. dollurum minna en samið hafði verið um milli Belgrad og Reykjavikur. Eins og fyrr segir, þá er hug- myndin, ef af einviginu verður i Reykjavik, að það hefjist 2. júli, en upprunalega átti það að hefjast i Belgrad 22. júni, og seinni hlutinn átti svo að hefjast i Reykjavik 6. ágúst. Þó svo að einvigið hefjist aðeins seir.na en upphaflega var ákveðið,þá þarf þvi ekki að seinka, þar sem gert hafði verið ráð fyrir tveggja vikna hléi, er fyrrihlutanum i Belgrad væri lokið. Það má segja, að nú sé i raun- inni aðeins beðið eftir svari Fischers, og verður gaman að vita hvað hann gerir, þar sem þetta er endanleg ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins, og ef Fischer neitar að tefla allt ein- vigið i Reykjavik, verður hann sviptur réttindum til að tefla við SpassKy. EINHUGUR UM 50 MÍLURNAR 1. MAÍ OÓ—Kcykjavik. 1. mal kröfugangan I Keykjavlk og útifundurinn á Lækjartorgi var Tjölmennari 1 ár en nokkru sinni áður. Þúsundir manna og kvcnna lýstu yfir eindrcgnum stuðningi við útfærslu fiskveiðilögsögunnar I 50 milur, en I. mai I Rcykjavik var hclgaður baráttunni fyrir útfærslunni. Krafa dagsins var, að fiskveiðilögsagan verði færð út i 50 milur frá grunnlínum I. sept. n.k. Fyrir göngunni var borið mjög stórt spjald, sem á stóð talan 50. A eftir voru borin fjölmörg minni spjöld, sem sama tala var á. Geysi- langur kaðall liðaðist á öxlum hundruða manna, og átti hann aö vera tákrænn fyrir 50 milna mörkin. Litið bar á öðrum kröfum, en að sjálfsögðu voru bornir fánar verkalýðsfélag- anna og islenzkir og rauðir fánar. Tvær lúðrasveitir léku i göngunni, og söngflokkur söng baráttusöngva og ættjarðarlög. Gangan var svo löng, að heita mátti að hún væri samfelld alla leiðina, sem gengið var, frá Hlemmtorgi niður aö Lækjartorgi, þar sem útifundurinn var haldinn. Afnarlega i göngunni gengu iðnnemar og báru sin kröfu- spjöld. A eftir iðnnemum gekk hópur fólks með kröfuspjöld, sem greinilega voru heimatilbúin, og með þeim var lögð áherzla á rauða og byltingarsinnaða verkalýðsstétt. Þetta fólk gekk að Miöbæjarbarna- skólanum og hélt þar sinn fund. A fundinum á Lækjartorgi fluttu ræður Benedikt Daviðsson, formaður Sam- bands byggingamanna og Sigfús Bjarnson, formaður Fulltrúaráös verkalýðsfelag- anna, og Guðmundur Jónsson söng. RÆÐAST VIÐ í DAG K.J. — Reykjavik Á tilsettum tima lenti einka- þota Rodgers utanríkisráð- herra Bandarikjanna á Kefla- vikurflugvelli, en ísland er fyrsti viðkomustaður Rodgers á ferð um nokkur Evrópulönd. Upphaflega var búist við Rodgers hingað i byrjun desember á s.l. ári. Þetta er önnur heimsókn Rodgers hingað til lands, og þá var hann i fylgdarliði Nixons þá varaforseta. Fyrir hádegið i dag, mun Rodgers eiga við- ræður við Einar Agústsson utanrikisra ðherra Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra og fleiri Islendinga, og auk þess sem Rodgers mun skýra frá Moskvuferð Nixons, mun- landhelgismálið og Varnarlið- ið á Keflavikurflugvelli ef- laust einnig bera á góma. Utanrlkisráðherrarnir Einar Agústsson og William P. Rodgers á Keflavikurflugvelli í gær. (Timamynd G.E.)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.