Tíminn - 03.05.1972, Qupperneq 2

Tíminn - 03.05.1972, Qupperneq 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 3. mai 1972 Siðasta Reykja vikurbréf Mbl. er skýrt dæmi um þá undarlegu blöndu af ofstæki og barnaskap, sem mjög setur svip sinn á stjórnmálaskrif Mbl. um þessar mundir. Meginefni Reykjavíkur- bréfsins fjallar um „aöförina að Reykvikingum ”. Nú- verandi stjórnarflokkum á að vera það sérstakt kappsmál skv. upplýsingum höfundar Reykjavikurbréfs, aö þjarma sem mest aö hagsmunum Reykvikinga, vegna þess aö stjórnarflokkarnir telji það vænlegustu leiöina til þess aö efla fylgi sitt meöal Reyk- vfkinga og afla núverandi stjórnarflokkum meirihluta- fylgi I næstu borgarstjórnar- kosningum I Reykjavík!!! Þaö er ekki oft, sem sllkar algerar rökleysur sjást I Is- lenzkum stjórnmálaskrifum nú oröiö — og þvi hljóta þær aö vekja talsveröa athygli, þegar þær birtast — ekki sizt.þegar þær birtast I ritstjórnar- greinum stærsta blaös landsins. Refirnir skornir önnur rökleysan I þessu Reykjavlkurbréfi er sú, aö deilt er hart á rlkisstjórnina fyrir að hafa leyft þær óhjá- kvæmilegu verðhækkanir, sem oröiö hafa aö undanförnu og eru arfur frá fyrrverandi rikisstjórn, eins og margoft hefur veriö sýnt fram á hér I blaðinu — en jafnframt er þaö hluti af „aöför rikisstjórnar- innar gegn Reykvlkingum” aö rikisstjórnin skyldi ekki leyfa eins miklar hækkanir á nokkrum helztu útgjaldaliöum Reykvlkinga, eins og t.d. hita veitugjöldum og raf- magnstöxtum og Geir Hallgrlmsson kraföist. Hann krafðist miklu meiri hækkana á þessum liöum, en ríkis- stjórnin vildi fallast á. Ilugsunin hjá honum og hans liði vár sú sama I þessu efni og réö feröinni varöandi 50% álag Reykjavikurborgar á fasteignaskatta, þ.e. aö fá fram eins miklar hækkanir og unnt væri til þess eins aö halda uppi þeim málflutningi á eftir, að hækkanirnar væru rikisstjórninni einni aö kenna. Þannig ætlar Reykjavikur- borgaðauka framkvæmdir á þessu ári um 100% á of- þenslutlmum til þess eins aö geta lagt á 50% álag á fast- eignaskatta borgarbúa — en þaö á aö koma rlkisstjórninni i koll aö áliti ihaldsmeiri- hlutans. Hiö sama átti að gerast varðandi hitaveitu- gjöld og rafmagnstaxtana. Hagsmunum Reykjvlkinga átti aö fórna Ismlöi áróöurs- vopna á rikisstjórnina. Af þvl sést hverjir þaö eru, sem gera nú aðför aö hagsmunum Reykvikinga. Þetta er raunar játaö berum oröum I Reykjavikur- bréfi Mbl., sem cr þó fyrst og fremst fordæming á öllum veröhækkunum. Þar segir m.a. um „ aðförina gcgn Reykvlkingum” „Stofnunum Reykjavlkurborgar eru meinaöar óhjákvæmilegar hækkanir, vegna hins gifur- lega útgjaldaauka, sem oröið hefur á siöustu mánuöum. Máþarnefna strætisvagnana, rafmagnsveituna og hita- veituna.” Rúsinan I þessu Reykja- vlkurbréfi, sem er talandi vottur um þann óróleika og taugaspennu, sem rikir nú I herbúðum Sjálfstæðisflokks- ins, er þessi setning: „Oft heyrist þessari spurn- ingu varpaö fram: „Hver vegna eruð þiö Sjálfstæðis- menn alveg rólegir, þótt nú sé viö völd vinstri stjórn. Sú versta og ráölausasta, sem hér hefur setið?”''—TK Til þess eru vítin að varaSt þau J.A. sendir Landfara bréfstúf og setur fram kenningu um orsakir ægilegs sjúkdóms og vill aö menn taki aö nota nýjan náttúruábu ð — þara — mjöl. „Kransæðabólga eða stifla hefur gert mikið vart við sig hér á landi. Farið vaxandi ár frá ári. Þegar maður athugar það, að þessi veiki byrjaði hér aðallega um sama leyti og farið var að nota loftáburðinn , þá kemur það manni i hug að orsök veikinnar sé notkun áburðarins. Það veit ég fyrir vist, að ánaðmaðkurinn forðast hann. Þá er mikið sagt þessu til staðfestingar. Maðkurinn er þó sá hlekkurinn i lifskeðjunni, sem býr lifrænu efnin nothæf fyrir jurtirnar að nærast á. Ef ýtt er til hliðar þvi náttúrlega lifsafli verður keðjan brotin og ekkert varanlegt komið i staðinn. Við vitum það af fyllstu sannfæringu, að siðan fariö var að nota tööuna upp af loftáburðinum hafa kýrnar verið aö sýkjast og drepast, eins er meö kindur og hesta. Mér fyndist réttast, að lækna- visindin athuguðu þetta mál, sem fyrst. Hvað á þá að bera á túnin, spyrja menn. Þvi er fljótsvarað: Hollasti og besti áburður, sem hægt er að fá, er þaramjölið. Grasið verður kröftugra, hollara og sterkara. Með þvi grasi þarf ekki að gefa eins mikið af fóður- bæti. t þessu máli tala ég af reynslu. A meðan þaramjöl var framleitt á Eyrar- bakka notaði ég það í tvö eða þrjú sumur. Þaramjöl er létt og gott að dreifa úr áburöar- dreifunum. Það mætti framleiða þaö i kringum allt land i fiski- verksmiðjunum þegar ekki er veriö að nota þær til anriars. Það ætti enginn maður að nota loft- áburð i grænmeti og kartöflur, sem fólk borðar. Notið heldur fiskimjöl, húsdýraáburð eða rof- mold, ef menn eiga ekki safn- haugamold. J.A. Þakkarorð til La n dakotssp ftala Og hér er annað stutt bréf, þakkarorð, sem Landfari hefur veriö beöinn aö koma til skila: „Meistarinn sagði: „Allt sem þér viljið aö aðrir menn gjöri yöur, það skuliö þér og þeim gjöra”. Siðastliðnar tvær vikur hef ég "dvaliö á Landakotsspitalanum. Auglýsið í Timanum HÖFUM FYRIRr LIGGJANDI HJÓLTJAKKA G. HINRIKSSON SÍMI 24033, Ekki get ég hugsað mér ánægju- legri sjúkrahúsvist. öll fyrir- greiðsla og framkoma systra, lækna,hj úkrunarfólks, og starfs- fólks er með þeim ágætum, sem bezt verður á kosið.. Þar mæta allir með bros á vör, og allir hjálpast að gjöra manni lifið létt, svo að allur sjúkleiki gleymist að mestu. Ef eitthvað er að, er ekki annað en að hringja. Sama hvort er á nóttu eða degi, þá mæta meyjar i sólskinsskapi, og er engu likara en þeirra sé ánægjan. Með beztu þökkum og kveðjum til starfsfólks og herbergisfélaga fyrir ánægjulega kynningu. A sumardaginn fyrsta 1972. Friörik Sigurjónsson. VILJUM RÁÐA járnsmiði, rennismiði og aðstoðarmenn. Mikil vinna. STÁLVER Funahöfða 17 (Ártúnshöfða) Simi 30540. FRAMTÍÐARSTARF Óskum að ráða starfsmann í Fóðurvörudeild okkar. Búfræðimenntun og/eða framhaldsmenntun í þeim fræðum æskileg Upplýsingar gefur STARFSMANNAHALD S.Í.S. 00 13 ^ 07 CD MaDorca bæklingurinn72 er kominn hringiö, skrifiö, komiö..... og fariö í úrvalsferö til Mallorca FERÐASKR/FSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.