Tíminn - 03.05.1972, Side 16

Tíminn - 03.05.1972, Side 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 3. mai 1972 Dyrnar lágu inn i iitið anddyri, en þarfyrir innan griðarlega stór stofa með frönskum gluggum, sem snéru út að svölum. —Þetta var biljard — herbergi pabba. Það var búið að vera aflæst i mörg ár þegar við fluttumst. Stella hélt svo áfram með mig inn i glæsilegt tizkueldhús, og svo upp á loftið. Þar voru svefnher- bergin og bað. Ég gat vel skilið.að Stella væri talsvert upp með sér af þessari ibúð. Hún var innréttuð af öruggum smekk, blanda af gömlu og nýju, og árangurinn varð verulega fallegt heimili. — Jæja, hefur okkur ekki tekizt þetta allvel? sagði hún loks. — Jú, hér er allt smekklegt og viðkunnanlegt, sagði ég af heilum hug. — Og svo er ibúðin svo hentug fyrir mig, sagði Stella hlæjandi. — Með mömmu við hliðina á mér til þess að rétta mér hjálparhönd. Þegar við innréttuðum ibúðina, ætluðum við aðeins að búa hér um stundarsakir, en nú getum við ekki hugsað okkur að búa nokkursstaðar annarsstaðar. — Og Dorian? spurði ég, og hugsaði með mér, að sumir karl- menn væru ekki sérlega hrifnir af þvi að búa undir sama þaki og tengdamóðirin. — 0, Dorian er sama sinnis og ég i þessu, svaraði Stella. — Hann eiskar mömmu, enda hefur hún verið honum ákaflega góð. Hann man ekkert eftir foreldrum sinum, þvi hann var svo ungur þegar þeir dóu. Hann segist vera heppnasti maður i heimi, sem fann nýja móðir þegar hann var þritugur. Dorian er eins stór hluti af Blaney-f jölsky Idunni og nokkurt okkar hinna. Mér kom til hugar, að við Dorian liktumst i þvi að langa til þess að festa einhversstaðar rætur, og eignast fjölskyldu. — fbúðin er nú ekki stór, sagði Stella. — Við verðum að slækka hana eitthvað er við eignumst fleiri börn. En ef þið Jónatan giftist fljótlega, fáum við kannski hans herbergi til viðbótar. — Kannski losnar herbergi Lindseyar lika, sagði ég i könnunarskyni. Tota kom á munninn á Stellu og hún hristi höfuðuð. — M—m... það efast ég um. Ég hef enga trú á þessum ráðhag hennar. Eirikur er undarlegur ungur maður. Veiztu,að har.n var nánast ósvifinn við mömmu um daginn þegar hann var hérna. Lindsey þoldi það auðvitað ekki... henni er vel Ijóst hvað það er, sem mamma hefur gert fyrir hana. Við gátum ekki talað meira saman, þvi Jónatan kom og fór að spjalla við okkur, og rétt á eftir kom Dorian með börnin. Stella gekk til Jónatans og kyssti hann á kinnina. — Hún er alveg yndisleg Jónatan. Hún er þegar orðin ein af okkur. — Það er nú einmitt það sem mér sýnist lika, sagði hann, og brosti til min. Ég fann andstyggi- legan kökk i hálsinum. — Jæja, ég verð vist að fara að koma krökkunum i rúmið, sagði Stella. Sé ykkur við kvöld- verðinn. Jónatan tók hönd mina og leiddi mig til dyranna, sem lágu inn i sjálft húsið. Við dyrnar tók hann mig i faðm sinn og kyssti mig. — Þetta er það, sem mig hefur langað til i allan dag, sagði hann. — Kay, þau elska þig öll, og það vissi ég svo vel að svo mundi fara. Mamma sér ekki sólina fyrir þér. Hún segir, að þú sért þegar komin inn i fjölskylduna. Á þessari stundu i faðmi Jónatans með höfuðið við barm hans, var þetta allt það, sem ég þurfti að heyra til að vera i'ullkomlega hamingjusöm. Viðgengum inn i dagstofuna og Jónatan fór að skara i arin- eldinum. Ég fékk mér sæti, og brosti. Jónatan var svo óendan- lega húslegur. En það voru vist öll börn Mildred Blaneys — Kannski var það leyndardómur inn, sem batt þau öll svo mjög við þetta heimili, að raunar ráku þau það öll i elskulegri sameiningu. Dorian rak inn höfuðið og spurði hvort við hefðum séð Lyndsay nokkurs staðar. — Mér sýndist hún ganga út fyrir stundu siðan, sagði Jónatan, — Hún hefur sjálfsagt ætlað sér að ganga á móti Eiriki. Jónatan varð hugsi. — Mér er alveg ómögulegt að skilja hvað það er, sem mamma hefur á móti Eiriki. Hann er ágætur náungi. — Mægðir við Eirik flytja engum auð, sagði Dorian. — Hann hefur engar tekjur aðrar en vinnulaun sin, og hann er i illa launuðu starfi. — En ef Lindsay er ánægð með það, fæ ég ekki skilið,að mamma geti ekki einnig sætt sig við það, sagði Jónatan. — Mér finnst hún ósanngjörn við Eirik. Þetta var i allsendis eina skiptið, sem ég heyrði Jónatan setja út á gerðir móður sinnar. Við fórum að tala um annað, og ég hugsaði ekki meira um Lindsay, fyrr en ég fór upp á her- bergið mitt til þess að skipta um föt. Glugginn stóð opinn og tunglsljósið Ijómaði um her- bergið. Ég gekk að glugganum og horfði út. Allt i einu heyrði.ég fótatak i garðinum, og sá um leið Lindsay og Eirik þar ganga heim að húsinu. Kvöldið var svo hljótt að raddir þeirra heyrðust greinilega inn til min. Ég ætlaði mér auðvitað ekki að standa á hleri, en ég stanzaði samt við gluggann undrandi, þvi Eirikur virtist reiður. — Lindsay — nú skal ég tala við hana, ef þú þorir það ekki sjálf. Við getum ekki haldið svona áfram ár eftir ár. — Eiríkur... vertu svo góður ... þú skilur ekki .... hún er svo háð mér. — Ég skil það bara all.t og vel, vinan min. Hún vill ekki missa þig frá sér, og reynir þessvegna að leggja hindranir i veginn fyrir okkur. Ef þú elskar mig á annað borð .... — Ég geri það Eirikur, ég geri þaö ... — Jæja, þá skulum við gifta okkur þegar i stað. — Já, þegar Fleur kemur heim aftur ... ég lofa þér þvi að tala við hana. Allt verður svo miklu léttbærara þegar hún kemur heim. Mamma saknar min þá ekki svo óskaplega mikið .... — Nýr frestur? Hversu lengi heldurðu að þú getir haldið svona áfram, Lindsay? Það var vonlaus uppgjöf i rödd mannsins, og grát- þrungið svar kom frá Lindsay, en nú dró ég mig til baka, þvi ég vildi ekki að þeim vitnaöist að hlustað hefði verið á tal beirra. Ég hálf- skammaðist min fyrir það/að hafa hlustað, en samt sem áður þót.ti mér gott að vita ástæðuna fyrir örvilnum Lindsayar. Ég fór að hugsa um það sem Stella hafði sagt: ,,Ég held að ekkert verði úr þessum ráðhag”, og frú Blaney: ,,Ég vona að ég þurfi aldrei án hennar að vera”, _ og mér/ leið ekkert vel innan- brjósts. Ég varð fyrir mjög geðfelldum áhrifum, þegar ég heilsaði Eiriki Farr fyrir kvöldverðinn, og Lindsay var nærri þvi falleg, þegar hún kynnti mig fyrir honum, þvi að hún hafði rósir i kinnunum og augun ljómuðu af stolti. Það var ekki vandalaust og kannski ómögulegt að benda á eitthvað sérstakt, en á þvi gat ekki legið nokkur efi, að frú Blaney hafði megnustu andúð á Eiriki. Ég varð guðslifandifegin þegar ég loksins gat boðið góða nótt og gengið upp á herbergið mitt. Ég var ákaflega þreytt...jafnþreytt og eftir frum- sýningu á nýju leikriti. Ég brosti dálitið að sjálfri mér. Aö vissu leyti hafði þetta einnig verið frumsýning i dag. Kannski hafði ég einmitt verið að leika erfiðasta hlutverkið, sem nokkru sinni mundi falla mér i skaut ... hlut- verkið sem væntanleg eiginkona Jónatans. Svo var ráð fyrir gert,að ég færi með Jónatan á mánudagsmorgun til Lundúna. En mér lá ekki lifið á, ekkert leikrit i uppsiglingu, sem mér kom við. Var nú ákveöið að ég yrði alla vikuna á Fairfield. Jónatan sagðist þurfa að mæta á uppboðum hér i mágrenninu, svo yrði hann heimavið mestan hluta vikunnar. Ée var ánægð með þessa tilhögun, og sama mátti segja um frú Blaney. Hún tók báðar hendur minar i sinar, og sagði með öllum einkennunum sannrar vináttu: — Auðvitað máttu vera hér Kay. Þvi lengur, þess betra. Við fáum þá ágætt tækifæri til að kynnast betur. Ég vil að þú skoðir þetta heimili sem þitt heimili, alveg eins og Jónatan gerir, sagði hún, og mátti heyra klökkva i rómnum. MSK 1097 1) Lafa Lárétt 6) Brjálaður 10) Hás — 11) 2000 — 12) Gang — 15) Kyns — Lóðrétt 2) Rödd — 3) Mánuður — 4) Lús — 5) Stefnur — 7) Straumkast — 8) Melódia — 9) Svefnhljóð' — 13) Öþrif — 14) Óhreinka. — Ráðning á gátu No 1096 Lárétt 1) Paris — 6) Samtaka — 10) Ár — 11) ös — 12) Ritlist — 15) Smali — Lóðrétt 2) Aum — 3) Ima — 4) Ósára 5) Lasta — 7) Ari — 8) Tel — 9) Kös 14) íll 13) Tóm /o ■HBh ÍhBi77 12 13 HB J9 HVELL G E I R I D R E K I ■Mii ■ 1 Miðvikudagur 3 maí 7.00 Morgunútvarp Morgun- stund barnanna kl. 8.45: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar, Tónleikar. 12.50 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Stúlka i april” eftir Kerstin Thorvall Falk 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistónleikar: islenzk tónlist 16.15 Veðurfregnir. Forsaga Afriku Haraldur Jóhanns- son hagfræðingur flytur erindi. 17.00 Fréttir 17.10 Tónlistarsaga Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þáttinn. 17.40 Tónleikar. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.00 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál Sverrir Tómasson cand. mag. flytur þáttinn. 19.35 Hverjar eru orsakir magakrabbameins? Bjarni Bjarnason læknir, formaður Krabbameinsfélags Islands, flytur erindi. 20.00 Stundarbil Freyr’ Þórarinsson kynnir. 20.30 „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson 21.05 Sónata fyrir selló og píanó i g-moll op. 65 eftir Chopfn Erling Blöndal Bengtsson og Arni Kristjánsson leika. 21.30 Svipastumá Suðurlandi Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri ræðir við Ólaf Jóns- son póstmeistara i Vik i Mýrdal. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöld- sagan: „Endurminningar Bertrands Russels” Sverrir Hólmarsson les (15). 22.35 Nútimatónlist Halldór Haraldsson kynnir nokkur hinna siðari tónverka Stra- vinskis. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.15 Teiknimynd 18.20 Ilarðstjórinn. Brezkur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 5. þáttur. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. 18.45 Slim John Enskukennsla i sjónvarpi. 22 þáttur. 19.00 Hlc 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Grænland land breytinganna. Fyrsti fræðsluþátturinn af þremur, sem norska sjónvarpið hefur gert um atvinnu- og menningarlif á Grænlandi. Greint er frá tilraunum til uppbyggingar iðnaðar og flutningi fólks úr strjábýlinu til lifvænlegri staða. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 21.00 Lilith Bandarisk bió- mynd frá árinu 1964, byggð á sögu eftir J.R. Salamanca. Leikstjóri Robert Rossen. Aðalhlutverk Warren Beatty, Jean Seberg, Peter Fonda, og Kim Hunter. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Myndin greinir frá manni nokkrum, sem að lokinni herþjónustu gerizt gæzlumaður á geð- veikrahæli. Meðal sjúkling- anna er ung og aðalandi stúlka, Lilith að nafni. Hún lifir i eigin hugarheimi, þar sem kærleikurinn einn skiptir nokkru máli, og gæzlumaðurinn verður brátt hugfanginn af stúlkunni og hini sérstæðu veröld hennar. 22.40 Dagskrarlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.