Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR i RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 100. tölublað —Föstudagur 5. mai 1972—56. árgangur. : „Legsteinn" iAnnema við hús Vinnuveitendasambandsins i Garðastræti. (TlmamyndirG.E.) Iðnnemar mótmæla aðstöðu sinni: Héldu útifund við dyr þingsins og minntust „látins félaga" EB—Reykjavik Iðnnemar mótmæltu i gær þeim kjörum og þeirri fræðslu, er þeir búa við, með útifundi fyrir utan Alþingi og með minningarathöfn fyr- ir utan Vinnuveitendasambandshúsið um ,,lát- inn iðnnema Jón Jónsson", sem lifði heiðar- lega af launum sinum". Ennfremur fjölmenntu nemarnir á pöllum Alþingis.þegar þar var á dagskrá frumvarp til laga um úrbætur i mál- efnum þeirra. Við mótmæli sin báru iðnnemarnir rauðan borða, þar sem á var letrað „bætt kjör, betra nám". 1 dreifibréfi þeirra frá mótmælasamkom- unni segja iðnnemarnir m.a.: „Við krefjumst tafarlausra samninga um kaup og kjör allra iðnnema og við það sé miðað, að launin nægi þeim til lifsviðurværis. Við krefjumst þess að fá þau sjálfsögðu mannréttindi að semja sjálfir um kaup okkar og kjör. Meðan svo er ekki, eru iðnnemar settir skör neðar i þjóðfélaginu en aðrir þjóðfé- lagshópar og geta þannig ekki litið á sig sem frjálsa menn. Við krefjumst afnáms hins úrelta meistarakerfis, sökum þess aö þvi eru ýmsir ann- markar háðir og er allsendis óhæft til að veita iðnnemum þá fræðslu, sem þeir eiga að njóta. Við krefjumst aukins fjár- magns til iðnfræðslumála, svo iðnfræðslulöggjöfin komi til fullra framkvæmda". Þegar iðnnemar svo höfðu hlýtt á umræður i þinginu um bætta aðstöðu þeim til handa, héldu þeir af stað til Vinnu- veitendasambandsins i Garðastræti, þar sem þeir afhjúpuðu minnisvarða um „iðnnemann Jón Jónsson, sem lifði heiðarlega af launum sin- um". Var minnisvarðinn sæmilega stór steinn. Var þar siðan haldin hugljúf minning- arræða um Jón, og höfðu allir gaman af, lögreglumenn jafnt sem iðnnemar og annað fólk. Að ræðu lokinni vottuðu nem- arnir látnum félaga virðingu sina, og var samkomu þeirra þar með lokið. Brutu lögreglu- menn því næst minnisvarðann i sundur og héldu á brott með hann. A sextánda hundrað unglinga hefja landspróf í dag Oó-Reykjavfk. A 16- hundrað nemenda landsprófsdeilda hefja próf sln i dag. Fjölgar landsprófsnemum um 10% miðað við siðasta ár, og hafa þeir aldrei áöur verið jafn- margir og nú. Landsprófunum lýkur 29.mai, en tekin eru próf I niu greinum, og lætur nærri að prófaðsé þriðja hvern dag meðan landsprófin standa yfir. Arni G. Stefánsson, formaður landsprófsnefndar sagði, að miðað viö reynslu siðustu ára, mætti biiast við aö 2/3 þeirra, sem ganga undir landspróf standist það og fái sex I aðaleinkunn, sem gefur þeim rétt á að setjast i menntaskóla. 1 fyrra stóðust 69% prófið. 62% stóöust framhalds- einkunn á vorprófi, og nokkuð bættist við á haustprófi, en þeir sem fengu oft neðan við tilskylda einkunn, fengu þó að taka prófið aftur að hausti. Nú er búið að opna mennta- skólanna meira en áður var, og getur gagnfræðapróf veitt, svipuð réttindi og landspróf, en um þetta atriði er heimild i menntaskóla- lögunum. Má þvi búast við, aö auk landsprófshafa leiti gagn- fræðingar og fólk úr fram- haldsdeildum gagn- fræðaskólanna, inngöngu i menntaskóla næsta haust. Ekki er óliklegt, aö erfitt verið að koma öllum þeim nemendum, sem standast prófið, i mennta- skóia næsta vetur, verði aðsóknin jafn mikil og hún hefur verið undanfarin ár. Það eru að visu ekki okkar áhygj^jur i landsprófs- deild, sagði Arni, en vist er, að það horfir mjög illa með húsnæði i menntaskólum, en við verðum að vona að þau mál leysist I tlma. ÁSTAND VEGA ER MJÖG GOTT MIÐAÐ VIÐARSTÍMA Þó—Reykjavik. — Jú, það er óhætt að fullyrða, að vegirnir eru i mjög góðu ástandi miðað við árstima. Þeir eru að visu sums staðar nokkuð blautir, en ef þurrviðri helzt, þá verða þeir orðnir góðir eftir stuttan tima, þar sem litið sem ekkert frost er i jörðu, sagði Adolf Petersen hjá Vegagerðinni, er við ræddum við hann. Adolf sagði, að ástand vega væri nokkuð gott sunnanlands, en þegar komið væri norður, væru þungatakmarkanir á vegum, og væri miðað viö 7 tonna öxul- þunga. 1 innsveitum norðanlands er 5 tonna öxulþungi. Á Vestfjörðum fer færð óöum skánandi, en aðeins er fært fyrir jeppa i A—Barðastrandarsyslu og á Dynjandisheiði, og á fjarða- ' vegunum eru öxultakmarkanir. Möðrudalsöræfi eru ekki enn orðin fær eftir snjókomuna fýrir helgina, en á Austfjöröum fer færð skánandi, og verið er að ryðja Oddsskarð og Fjarðarheiði. Færð suður með f jörðum er góð, nema hvað Breiðdalsheiði er ófær vegna snjóa. Útflutningsverðmæti Sambandsfrystihúsa jókst um 24% s.l. ár Lögregluþjónn ber „legstein- inn" I lögreglubilinn. isa ÞÓ—Reykjavlk. Afkoma Sambandsfrystihús- anna var dágóð á siðasta ári, og mcðalágóðinn var 5-6%, áöur en dregið var frá til skatts, og er það svipað og árið áður. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Sambandsfrystihús- anna, sem haldinn var fyrir síð- ustu helgi, en þann fund sátu um 35 manns. A árinu fluttu Sambandsfrysti- húsin út 32.329 tonn af f iski, á móti 31.971 tonni 1970. Af þessu magni fóru meira en 80% til Bandarikj- anna, 10% til Rússlands, 5% til Þýzkalands og afgangurinn til annarra landa. Markaðsverð á árinu var það hæsta, sem nokk- urn tima hefur verið, og er svo enn. En að sögn forráðamanna frystihúsanna er ekki gott að segja um framhaldið. Heildarútflutningsverömæti Sambandsfrystihúsanna nam rúmum 2 milljörðum, sem er 24% aukning frá árinu áður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.