Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 5. mal 1972. Bættur hagur sveitarfélaganna Daniel Ágústlnusson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins á Akranesi skrifar eftir- farandi um skatta- breytingarnar og hag sveitar- féiaganna I ritstjóragrein Magna, málgagni Fram- sóknarmanna I Vesturlands- kjördæmi: „Um i'áft h'ef'ur meira veriö rætt — ailt frá haust- nóttum og til þessa dags — en breytingar þær, sem Alþingi geröi á skattaiögunum og lögum um tekjustofna sveita- félaganna á liönum vetri. Stjórnarandstæöingar — einkum Sjálfstæöismenn hafa I allan vetur haldiö uppi lát- lausu ■■ málþófi I sambandi viö þessi mál og beitt hinum furöulegustu blekkingum. Þar sem hér er um grundvaliar- breytingar aö ræöa á nefndum lögum og allur samanburöur flókinn og umfangsmikill, er þaö haid stjórnarandstæöinga, aö auövelt sé aö blékkja skatt greiöendur og spila á hinar lægstu hvatir þeirra — eigin- girnina. — Þess vegna er þvl blákalt haldiö fram,aö veriö sé aö iþyngja þeim stórlega meö opinberum gjöldum og jafn- framtsé veriö aö skeröa sjálfs forræöi sveitafélaganna. Þaö má hreint ekki minna vera. Ilvaö er hæft I þessu? Augljóst er,aö fjölskyldumenn meö venjulegar verkamanna- tekjur t.d. 300-350 þús. kr. lækka verulega I gjöldum. Skiptir þar mestu niöurfelling nefskattanna til sjúkrasam- lags og trygginganna, sem I ár heföu numiö kr. 23 þús. án til lits til allra tekna. Sennilegt er, aö skattar hækki eitthvaö á þeim sem hærri tekjur hafa, t.d. hálfa til heila milijón eöa meira. SHk tilfærsla veröur aö teljast eölileg, enda munu nágrannaþjóöir okkar á Noröurlöndum ganga • lengra I skattheimtunni en hér er ráö- gert. Þá ber aö hafa þaö rikt I huga, aö tekjur opinberra starfsmanna og margra annarra, hafa hækkaö á slöasta ári, miöaö viö 1970, um 25-40% og hlaut sú launa- hækkun aö koma fram i mjög auknum sköttun og ekki siöur meö gamla kerfinu, og þeim litla persónufrádrætti sem þvl fylgdi jafnan. Þá veröur þaö aö teljast mjög undarlegur skilningur á sjálfstæöi sveitafélaganna, ef þaö á aö vera fólgiö I innheimtu mikilla og vaxandi fjármuna fyrir Trygginga- stofnun rlkisins, sem sveita- félögin hafa ekkert meö aö gera I framkvæmd. Þaö sama gerist meö greiöslu á launum til lögrcglum anna, sem sveitarfélögunum eru aö öllu leyti óviökomandi. Þessi gjöld, sem vaxiö hafa hrööum skrefum á hverju ári hafa veriö á góöri leiö meö aö sliga fjárhag margra sveitafélaga. Sveitastjórnarmenn og sam- tök þeirra hafa barizt fyrir þvi aö losna viö þessi gjöld, en talaö fyrir daufum eyrum. Þeir munu fagna þvl djarfa átaki, sem rlkisstjórnin hefur þegar gert á skömmum starfstlma slnum aö létta þungum byröum af fjárvana sveitafélögum. Akraneskaupstaöur hefur nýlega gengiö frá fjárhags- áætlun sinni fyrir áriö 1972. öllum bæjarfulltrúum — hvar I flokki^sem þeir stóöu — var áreiöanlega Ijóst, aö fjár- hagsaöstaöa bæjarins stór- batnaöi viö umræddar breytingar. Þaö lætur nærri, aö rlkissjóöur og Jöfnunar- sjóöur hafi tekiö aö sér 1/3 af rekstrargjöldum bæjarins, og Frumsamin enska ' Ungur námsmaður, sem kallar sig Karra, gerir i eftirfarandi bréfi ofurlitla úttekt á einum þætti sjónvarpsefnis: „Landfari góður. Ég hef nú ekki áður gerzt svo djarfur aö skrifa þér, en einu sinni verður allt fyrst. Ein ástæða rak mig til þess öðru fremur að klóra þetta niður. 1 dag er mánudagurinn 24. apríl. Það sem helzt verður til þess að stytta manni stundir á kvöldin eftirað námsáhuginn er rokinn út i veöur og vind, er aö setjast við sjónvarpiö, þennan ágæta kassa úti I einu horni stofunnar. Hann flytur okkur sitt af hverju til gagns og gamans, En milli gam- ansins og gagnsins þetta kvöld komu fram tveir ungir menn, sem léku og sungu frumsamin lög nokkra stund. Frumsamin lög — já, en textinn? Hvernig var text- inn. Var hann ef til vill frumsam- inn lika? Ætli það nú ekki. En var hann ekki annars á ensku? Reyndar, og hvernig stóð á þvi, spyr ég. Af hverju þurfti hann endilega að vera á ensku, en ekki voru ágæta móðurmáli? Atti hann aö boða okkur eitthvaö sérstakt? Má vera, en þá finnst mér nær aö hafa þá boöun á islenzku en ekki ensku. Það eru ekki allir, sem skilja enskuna. Eða var textinn aðeins uppfylling? Mátti sú uppfylling þá ekki vera á islenzku? Eru þessir ungu menn svo ómál- snjallir, að þeir þori ekki sð setja fram eöa syngja orð á islenzku, og skýla sér bak viö enskan texta i þeirri von, að enginn skilji hann? Og svo að lokum þetta: Eru þessir ungu tónlistarmenn hrein- lega svona menntaðir, að þeir geta ekki einu sinni sungið á is- lenzku, eða voru þeir i þetta sinn aðeins að syngja fyrir litinn hóp enskukennara og Englendinga búsetta á Islandi? Hver veit. Ég ætla að eftirla'ta lesendum að hugleiöa málið og svara þess- um spurningum. Karri” BÆNDUR (Hestamenn) 13 ára drengur óskar að komast á gott sveita- heimili, helzt þar sem eru hestar. Upplýsingar í síma 50696. gildir einu hvort miöaö er viö 1971 eöa 1972 meö þeim hækkunum, sem þá veröa. Heföi þessi breyting ekki oröiö nú og allt fariö eftir gamla kerfinu, var gifurleg útsvara- hækkun óhjákvæmanleg og jafnframt niöurskuröur á verklegum framkvæmdum bæjarins. Möguleikinn til aö sinna verklegum fram- kvæmdum bæjarins er nú meira en 50% betri en áöur, og hefur bæjarstjórn þó ákveöið aö nota engar hækkunar- heimildir, hvorki I fast- eignaskatti né útsvari. Telur bæjarstjórnin.aö öllu veröi vel borgiö án þess. Þaö fer ekki hjá þvf, aö sveitarstjórnarmenn I landinu munu almennt komast aö raun um þaö, aö sú grundvallar- breyting, sem gerö hefur veriö I skattamálum þjóöarinnar - jafnframt þvi aö miklum greiöslum hefur veriö létt af sveitafélögunum — mun stórbæta hag þeirra og skapa þeim möguleika til aö sinna mörgum framfaramálum,sem tii þessa hafa orðiö aö liggja óbætt hjá garði.” T.K. Góð þjónusta f Valhöll Og hér er annað bréf um Þing- velli og Valhöll og varasama öku- menn: „Agæti landfari. Þá er sumarið gengið i garð. Þess sjást viöa merki, ekki aðeins á blessuðum gróðrinum, heldur einnig á ferðalögum borgarbúa út i sveitir, Um siðustu helgi brá ég mér i ökuferð til Þingvalla, og naut þeirrar ferðar vel, enda fáir, eða engir, staöir á landinu fegurri, þegar sólin skin og hellir geislum sinum yfir mosagróin hraun, græna velli og lygnt Þingvalla- vatnið. BÆNDUR ATHUGIÐ Höfum kaupendur aö: Vörubllum. Fólksbilum. Dráttarvélum og búvélum. öllum árgeröum og tegundum. BÍLA, BÁTA OG VERÐBRÉFASALAN, Viö Miklatorg. Simar 18675 og 18677. Og alltaf felst viss tilbreyting i þvi að heimsækja Valhöll. Hótelið hefur nú opnað eftir vetrardval- ann. Þar snæddum við hjónin góðan mat og nutum góðrar þjón- ustu, en þjónustan hefur batnaö stórkostlega á siðustu árum, Enda verður það lika að vera svo, aö góð þjónusta sé veitt á þessum eina veitingastað okkar á Þing- völlum, þar sem bæöi innlendir og erlendir gestir eru tiðir. Það eina, sem skyggði á annars ágæta för austur, var tiliitsleysi ökumanna. Það er þvi miður allt of algengt, að bifreiðastjórar dragi ekki úr ferö bifreiða sinna, þegar ökutæki mætast. Þess vegna eru framrúðubrot svo tið, sem raun ber vitni. Þaö á að vera sjálfsögð regla ökumanna að draga úr hraðanum i slikum til- fellum. Ferðalangur”. s.v. íai Við bjóðum yður velkomin á Aðalskrifstofu okkar í Ármúla 3. Starfsfólkið þar er reiðubúið til að ganga frá nauð- synlegum tryggingum fyrir yður og gera áætlun um heildartryggingaþörf yðar persónulega eða fyrirtækis yðar. Skoðunarmenn tjóna eru sérmenntaðir á sínu sviði og leggja kapp á að hraða uppgjöri hvers konar tjóna og láta sanngirni ráða við ákvörðun tjónbóta. Eftirlitsmenn á sviði eldvarna og tjónavarna veita yður leiðbeiningar um varnir gegn slysum á vinnustöðum og eldsvoða hjá atvinnufyrirtækjum. Við erum reiðubúin að leysa hvers konar vandamál yðar á sviði trygginga, tjóna og tjónavarna. Þér eruð velkomin í Ármúla 3. SÍMI 38500 SAMYININUTRYGGINGAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.