Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. mai 1972. TÍMINN oskarnum stolið Öskarsverðlaunastyttunm, sem Bing Crosby vann árið 1944 fyrir leik sinn i myndinni Going My Schneider-Delon Þýzka kvikmyndastjarnan Romy Schneider og vandræða- barn frönsku kvikmyndanna Alain Delon voru ¦ trúlofuð i mörg ár. Þau giftu sig, ekki hvort öðru, heldur út á við, og bæði eignuðust þau börn, en nú segir sagan, að enn lifi i glæðunum. Að baki þessara stóru dökku gleraugna f öldu þau sig skötuhjúin, nú fyrir nokkru, þegar þau gengu saman um götur Rómaborgar. Way, hefur nú verið stolið lir Crosby bókasafninu i Gonzaga háskólanum i Spokane i Washington i Bandarikjunum. Það sem mörgum þótti verra, var, að 10 cm há stytta af Mikka mús, var skilini: eftir i stað Oskarsins. Lögreglan telur, að þjófnaðurinn hafi átt að vera eins konar grin, þar sem ekki var stolið mörgum öðrum dýr- gripum, úr eigu Crosbys, eins og t.d. gullplötunum, sem voru tákn um, að hann hefði selt milljónustu plötuna af hinum ýmsu plötum þessa fræga söngvara. Verðgildi Óskars- styttunnar er um 75 dollara, þegar aðeins er reiknað gullið, sem hún er húðuð með. Crosby hafði gefið áðurnefndum skóla styttuna og fjölmarga aðra gripi, sem hann hafði átt, en sjálfur gekk hann i Gonzaga háskólann á sinum tima, en það er kaþólskur skóli. Kvikmyndar líf Kínverja Hinn þekkti italski kvikmynda- stjóri Michelangelo Antonioni hefur tilkynnt, að hann hugsi sér að fara á næstunni til Kina, þar sem hann ætlar að kvikmynda lif ogstörf Kinverja, eins og þau koma honum fyrir sjónir. Antonioni hefur ekki samið kvikmyndahandrit, eða undir- búið kvikmyndatökuna á nokkurn hátt, heldur ætlar hann sér að taka myndir af þvi, sem hann sér, þegar hann sér það, þvi á þann hátt telur hann myndina muni gefa sem gleggsta mynd af Kinverjum. Siðar verður kvikmynd þessi svo sýnd i italska sjónvarpinu og eflaust viðar, og vænta menn mikils af henni. Fór ekki til þess að kaupa föt Sovézka skáldið Yevgeny Yevtushenko hefur borið til baka staðhæfingar um, að hann hafi aðallega farið til Banda- rikjanna i ljóðalesturs-ferð i þeim tilgangi að kaupa sér þar fot. Yevtushenko hefur látið birta frá sér bréf i The New York Times, þar sem hann segist vera þakklátur fyrir þær hjartanlegu móttökur, sem hann fékk i Bandarikjunum, og svo bætir hann við,.að hann hafi aldrei imyndað sér, að það fólk, sem réðst á hann og reyndi að særa hann og erta, sé hinir raunverulegu Bandarikja- menn. Þó segist hann verða að segja, að sum bandarisk blöð hafi komið mjög illa fram við sig. Til dæmis hafi eitt blað birt grein, sem var eintómur uppspuni og byggðist á kjafta- sögum um skáldið. Annað blað fullyrti ennfremur að skáldið hefði einungis komið til Banda- rikjanna til þess að kaupa sér þar föt. Þessu neitar Yevgeny Yevtushenko algjörlega. Ungi leikarinn kom ljómandi af unni i 18 ár. — Jæja, sagði faðir gleði heim til foreldra sinna, og hans. Þetta er þó alltaf byrjunin. sagði: — Loksins fékk ég hlut- Kannske færðu næst hlutverk, verk. Ég á að leika mann, sem þar sem þú færð að segja eitt- hefur verið kvæntur sömu kon- hvað. CJmmú: Litli bróðir og stóra systir voru að rifast. Endirinn varð sá, að mamma úrskurðaði henni sig- urinn. — Oj bara, hvæsti sá litli. — Það ættu engar konur að vera til í heiminum — Jæja, svaraði móðirinn. — Þá hefðirðu lika engan til aö hneppa buxunum þinum. - Nei, en þá þyrfi ég heldur ekki að ganga I buxum. —Afsakið, að ég stari svona I súpuna yðar, en kokkurinn er búinn að týna gómnum slnum. ^hS^ Ai« ^ —Hún er áreiðanlega með Hk- þorn. Oli var úti að aka I gamla bílnum sinum og var stöðvaður af lög- regluþjóni. —- Heyrið þér maður minn. Það er enginn hraðamælir i bilnum. Hvernig vitið þér, hvaö þér akið hratt? — Það er enginn vandi. Þegar ég er á 50 hristist öskubakkinn, á 60 hristast rúð- urnar, á 70 hristast hurðirnar á 80 hristist vélarhlifin og á 90 hristast tennurnar I mér. Kennarinn I fyrsta bekk var að útskýra hinar ýmsu kornteg- undir og notkun þeirra. — Rúg notum við i rúgbrauð, hafra I hafragraut, hveiti i hveitibrauð og svo framvegis. Segðu mér Jóna, I hvað notum við bygg? — Byggingar. Talar þrjú tungumál 'yjm' Carlos litli, sem er rúmlega tveggja ára gamall talar, þótt undrlegt megi virðast, þrjú tungumál — frönsku, spönsku og baskamálisku. Foreldrar hans eru Hugo Carlos, prins af Bourbon-Parma og Irena prin sessa frá Hollandi. Takist föður hans einhvern tima að komast til valda á Spáni á málakunn- átta drengsins áreiðanlega eftir að koma honum vel. Erfitt að vera konungbor- in Eins og kunnugt er æfir Anna prinsessa i Englandi sig nú af kappi fyrir ólympiuleikana I Míinchen, en allt útlit er fyrir að hún fái að taka þátt i reiðkeppni leikanna. Hins vegar eru illar tungur farnar að tala um, að hún sé ekki eins góður reiðmað- ur, og sagt hefur verið til þessa, heldur fái hún einungis að fara til Miinchen, vegna þess að hún sé dóttir drottningarinnar. Þetta mun þó ekki vera rétt, heldur aðeins tal þeirra öfund- sjúku. Anna er afburða reið- maður, og hefur lengi verið, en Ólympiunefndin i Bretlandi hefur sett ýmiss skilyrði fyrir þvi, að hún jafnt sem aðrir taki þátt i leikunum, og þvi aðeins hún uppfylli þessi skilyrði fær hún að fara. Vildi ekki úr fangelsinu fara Guy Rogers, fangi i fangelsinu i La Roche-sur-Yon i Frakklandi varð siður en svo hrifinn, þegar fangavörðurinn kom tií hans dag nokkurn og sagði honum, að nú mætti hann fara heim. Roger er 42 ára og heimurinn utan fangelsismúranna hefur aldrei haft upp á annað en atvinnu- . leysi, óöryggi, skatta og aðrar plágur að bjóða hvað honum viðkemur. Þvi neitaði hann að fara. Fangelsisstjórinn varð þvi að gripa til þess óyndisúrræðis að láta dæma Guy Roger út úr fangelsinu. Dómurinn féll, og fangaverðir voru sendir með Roger á næstu járnbrautarstöð, en hann kvaddi þá með þessum orðum: „Sjáumst fljótlega aftur." Svo var það nútimastúlkan, sem neitaði að fara út i sólina. Hún ætlaði að gifta sig eftir hálfan mánuð og vildi vera hvlt brúður. DENNI DÆAAALAUSI Hvernig geta þeir sett djúsinn úr flöskunum inn i appelsinurnar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.