Tíminn - 05.05.1972, Síða 9

Tíminn - 05.05.1972, Síða 9
Föstudagur 5. mai 1972. TÍMINN 9 Úlgcfandií Frawíóktta rfloWturfnn : Framkv*m«Js»ti(iri;: Krlstfin ©cnttdikíasöit^: Ritítjóran ttórai'irtii Þórarinsson (áb), Aodrés KrtsfiáHSSOrt, Jón H«)Spast>rt, Indftði G. Þorstcinssnn og Tómas Ksriwon^ AtííKýsirtsastJóri: Steirt- grifmir G-lslason. RltstjórnarskTÍtstotur i ■EddullúSÍrtU/ SÍmar té3ð0 — 12306. Skritstofur Bapfc«;træti 7. — Afffreiðsiusfmi 13L323. Auglýsingasimj 19523,:: ASrar skrifstotur simi T8300. Áskrittargíald kr, Í2S.Ö0 á mánuttt Innanlands. í taUsasölu kri 15.00 elnUkiS. — fiUSaprcrtt h.f. (-OfftBt) Mikilvægur órangur A nýloknum aðalfundum Mjólkursamsölunn- ar og Mjólkurbús Flóamanna voru m.a. birtar þær athyglisverðu upplýsingar, að dreifingar og sölukostnaður mjólkur og mjólkurvara er stórum minni hér en i nágrannalöndunum. Þetta er árangur hagstæðrar skipulagningar, sem samvinnufélögum bænda hefur tekizt að byggja upp á þessu sviði. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Björns- sonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, fengu bændur i sinn hlut á siðastl. ári 72,18% af sölu- verði mjólkur og mjólkurafurða. Verðmið- lunargjald og stofnsjóðsgjald voru 1.39% Kostnaður við vinnslu, dreifingu og sölu varð þvi 26.43%.Þetta var nokkru betri útkoma en á árinu 1970. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað hefur verið erlendis frá, er vinnslu- og dreif- ingarkostnaður mjólkurvara minni hér en i öll- um nágrannalöndum okkar, en þar er dreif- ingarkostnaðurinn viða milli 50-60% af sölu- verði mjólkur og mjólkurafurða. Kostnaður Mjólkursamsölunnar sjálfrar, þar með talinn heildsölukostnaður, smásölu- kostnaður og útkeyrsla mjólkur varð um 14% af söluverði mjólkur og mjólkurvöru. Hinn hluti kostnaðarins er kostnaður einstakra mjólkursamlaga, þar með talinn kostnaður við flutning til Reykjavikur og annarra sölustaða. Á aðalfundi Mjólkurbús Flóamanna upplýsti Grétar Simonarson mjólkurbússtjóri, að kostnaður við flutning mjólkur að búinu hefði farið hlutfallslega lækkandi á undanförnum árum. Á árinu 1960 nam hann 8.15% af heildar- útborgun til bænda, en árið 1971 nam hann 5,4%, Um 66% af mjólk, til búsins, er flutt i tankbil- um. Vissulega sýna allar þessar tölur, að sam- vinnufélögum bænda hefur tekizt vel að halda á þessum málum: Neytendur njóta þess raunar ekkert siður en bændur, að tekizt hefur að leysa þetta viðfangsefni miklu ódýrara en dæmi er um i nágrannalöndunum. Stórt skref fram á við Á útifundi verkalýðsfélaganna i Reykjavik 1. mai siðastl. fórust öðrum ræðumanninum, Benedikt Daviðssyni, þannig orð um kjara- samningana, sem gerðir voru i desember siðastl. ár: ,,Þeir samningar marka, trúi ég, að ýmsu leyti stærri skref fram á við en nokkrir aðrir kjarasamningar siðustu tvo til þrjá áratugi. Og þar ber hæst samningsákvæðin og lagasetn- ingarnar um 40 stunda vinnuviku og 4 vikna or- lof fyrir alla launþega og einnig þá góðu sam- stöðu, er tókst innan hreyfingarinnar, sem leiddi meðal annars af sér sérstakar launa- hækkanir til hinna lægst launuðu”. Vissulega er það ekki ofmælt, að þessir samningar voru stórt skref fram á við fyrir verkalýðshreyfinguna. Þ.Þ. Max Lerner, New York Post: Hugmyndaauðgi í vísindum og tækni ræður úrslitum Félagslegar uppgötvanir munu þó skipta meginmáli Fyrir sköinmu kom út i Bandarikjunum ritiö „Vaxt- armörk”, cn þaö byggist á könnun og áætlunum reiknuð- um i töivum hjá Massachus- etts Institute of Technology, fyrir atbeina „Rómarklúbbs- ins”, en þaö er hópur iðju- hölda, visiudamanna og hag- fræðinga frá ýmsum þjóöum. í þcssu riti er mælt meö stöðvun cfnahagsvaxtarins. Þvi er haldiö fram, aö aukning mannfjölda, iönaöar, neyzlu auðlindanotkunar, matvæla- neyzlu og mengunar nálgist óöum þaö mark, að hnötturinn fái ekki undir risið. i eftirfar- andi grein ræöir þekktur aine- riskur blaöamaður, Max Lcrner, um þetta rit, en þaö hefur vakið mikla athygli og umtal viöa um heim. Hefst svo grcin Lerners: ASKA að ösku, mold i mold. Missi bomban vort auma hold veldistalnanna hrika-há himinglæva oss drekkir þá. Uppi er og hefir verið kenn- ing, sem æ fleiri gefa gaum. Hún ber með sér keim af dómsdegi og veldur okkur áleitnum ugg um velferð mannkynsins þegar fram i sækir. Veldistölurnar, sem nefndar eru hér að ofan, eiga við sam- leik fimbulaflanna iimm, mannfjölgunarinnar, iðn- vaxtarins, fæðuþarfarinnar, mengunarinnar og tæmingar náttúruauðlinda. Við sjáum veldistölurnar i tölvureikningum bókar einnar hækka og hniga, geysast fram, sviptast til og sveigja hvora að annarri unz þær renna saman i einn meginstraum, sem stefnir að ragnarrökum — og boðskapur þessarar bókar mun sifellt enduróma i rök- ræðum allan þennan áratug. HÉR er átt við bókina „Vaxtarmörk”, sem út er gef- in hjá Univers Books, en und- irbúin var hjá Massachusetts Institute of Technology fyrir atbeina Rómarklúbbsins, en það er hópur margvisra manna, sem ég kýs heldur að kalla Rómarálfana. Bókin var fyrst kynnt i sam- drykkju, sem i raun og veru var ekkert annað en tröllauk- inn blaðamannafundur hjá Smithsonian Institute i Washington, þar sem sindraði af fjölda visindamanna, tæknijöfra, umhverfisfræð- inga og stjórnmálamanna. BOKIN er ógnþrungin vegna þeirrar niðurstöðu, að mannfjöldinn, framleiðslan og mengunin aukist hröðum skrefum (margfaldist á nokkrum mannsöldrum), en fæðuforðinn og náttúruauö- lindirnar standist ekki austur- inn. Upp úr aldamótunum verði allt komið i þrot og heimurinn farist ekki meö hvelli, heldur i lækkandi stunu. En bókin er fullrar athygli verð fyrir annað en það, hve ógnþrungin hún er, og á ég þá við aðferðirnar, sem beitt er til þess að komast að niður- stöðu — jafnvel þó að hún kynni að reynast röng. Aðferð- irnar eru þrautkerfaðar kann- anir, likt og i nákvæmri vél- tækni, og þeim er beitt á félagslegu og sögulegu fimbulöflin fimm, sem drepið var á hér að framan. NIÐURSTOÐUR og upp- drættir sýna öll þessi öfl i ör- iögþrungnu samspili. Ég vil alls ekki afneita yfirvofandi dómsdegi, en er eigi að siður dálitið tortrygginn. En hitt finnst mér hrifandi, hve djörf öll könnunin er. Enginn vandi er að koma auga á, hvar könnunin er veik- ust fyrir. Ég þykist sjá i hendi mér, að Dennis Meadows og öðrum höfundum bókarinnar hafi verið svo umhugað um að stefna öllum linuritum tölv- unnar á dómsdag, að þeim hafi láðst að gera ráð fyrir þvi reginaflinu, sem ávallt hefir komið mest á óvart i sögunni, — mannlegum sköpunar- mætti. Sem dæmi mætti benda á, að enginn hefði getað séð fyrir tvo nýjustu útúrdúra hinnar öru mannfjölgunar, eða áætlanagerð japönsku rikis- stjórnarinnar og hin snöggu umskipti i framkomu og lifs- háttum æskunnar i Banda- rikjunum. ÞVI má heldur ekki gleyma, að könnuninni sjálfri hefði ekki verið unnt að koma við, ef hinnar áköfu náttúrverndar- baráttu siðast liðins áratugs hefði ekki notiö við. Könnunin sjálf er afsprengi þeirrar hreyfingar. Hún er sjálf sönnun þess, að maðurinn einn er gæddur þvi afli, sem getur breytt heimin- um, hvað sem öllum heimsku- pörum hans líður. Ef til vill hefir þetta vakað fyrir Archi- medes þegar hann bað að visa sér á stað til að standa á. Auðvelt er að safna ýmis- konar vitneskju um undir- stöðuöflin fimm og mata tölv- una á þeim, hvort sem þær eru óyggjandi eða ekki. En sjötta og sjöunda fimbulaflinu er haldið utan við niðurstöðuna, sem Rómar-álfarnir nefna „aðstöðu mannkynsins” eða „heimsvandann”. En úr þess- um tveimur öflum er einna torveldast að blanda tölvufóð- ur — og i þvi felst einmitt at- hyglisverð lýsing, bæði á tölv- unni og manninum. SJOTTA fimbulaflið er i minum huga hugmyndaauðgi i visindum og tækni. Hún ein getur breytt linuritunum fimm meira en nokkrir mögu- leikar eru á aö sjá fyrir, — t.d. með þvi að nýta óþekktar náttúruauðlindir og orku- gjafa, auka fæðuforðann (saman ber hina grænu bylt- ingu Borlaugs), takmarka fjölda fæðinga, finna upp ómengandi aðferðir til að draga úr menguninni og breyta framleiðslunni úr iðnaðarframleiðslu i þekk- ingarframleiðslu (og þar er einmitt vikið að höfuðsynd- inni). Þarna kemur einmitt til kasta sjöunda fimbulaflsins, sem ég vil nefna hugsmiðar samfélagsins. Höfundar bókarinnar geta ekki höndlað það á tölvuspjaldi, en höfða eigi að siður til þess. Meadows nefndi það fyrir skemmstu „stjórnmálavilja”. nefna þetta afl hugsmiðar samfélagsins, enda er ekki unnt að vilja gera neitt að veruleika fyrri en búið er að hugsa sér, að það sé mögulegt, að eygja aðferðir til að koma þvi fyrir i samfélaginu. Fé- lagslegar uppgötvanir hafa teynzt tæknilegum uppgötvun- um öllu drýgri við að gera manninum kleift að komast hjá þeirri tortimingu, sem aðrar dýrategundir hafa orðið að lúta. í BÓKINNI gætir furðulegs tviskinnungs i hugarfari. Hún er að verulegu leyti mörkuð eindreginni ákveðni, likt og tröllaukin stálgildra, sem lok- ar afdráttar^laust öllum und- ankomuleiðum, hvert sem lit- iö er. En þegar búið er að leiða rök að sigri mannkynsins i hið myrka tóm upp úr næstu alda- mótum, hvaö svo sem við kunnum að reyna að taka til bragðs andspænis mannfjölg- un, mengun, matarskorti og þverrandi náttúruauðlindum, — og stöðvun efnahagsvaxtar ein sögð geta komið að haldi, — er eigi að siður sagt i bók- inni, að gjörbreytingar, sem leiði til „heimsjafnvægis” milli fimbulaflanna fimm, séu mögulegar þrátt fyrir allt. Og hvernig þá? Jú, með mannlegum vilja. Þetta er einna likast brögðunum i sögulok hjá O. Henry. Ég fyrir mitt leyti kysi heldur að sneiða hjá brögðum i sögulok og beita i þess stað hugmyndaauögi i visindum og samfélagshugsmiðum frá upphafi til enda.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.