Tíminn - 05.05.1972, Síða 10

Tíminn - 05.05.1972, Síða 10
10 TÍMINN Föstudagur 5. tnai 1972. TÍMINN JF’östudagur 5. maí 1972. ±L ■mm mBlBMl ll!!!! 1. mai er liöinn, og baráttumál verkalýösféiag- anna var, aö fiskveiöilögsagan yröi gerö 50 milur, eins og rikisst jórnin hefur þegar ákveöiö, hvaö sem erlendar iönaöarþjóöir hafa um þaö aö segja. Senn er lokiö einni ver- tiöinni enn. Sú, sem nú er aö kveöja, hófst meö mikilli ótiö og aflaieysi, og hefur svo fram gengiö aö sagt er. Þó mun aflamagn vera oröiö I heild talsvert meira en var á siöustu vertiö eöa vertiöinni 1971. Afli hefur skipzt nokkuö eft- ir landshlutum, og segja má aö verstöövar viö Breiöafjörö, og svo verstöövar svo sem Hornafjöröur , hafi haft góöa vertiö þrátt fyrir mikla ótiö framan af. Vertiöina 1971 var hiutur Vestmannaeyja nokkuö slak- ur, og veröur sennilega aftur nú, og er þaö þungt fyrir stórá verstöö aö fá tvö aflatregöuár i röö. Vertföin 1970 var mjög hagstæö, og varö afli þá mun meiri en hann er nú, hvaö sem veröur, er vertiöinni lýkur. Mikil búbót varö mörgum hin góöa loönuveiöi, sem var i vet- ur, en ailtaf má vera vitur eft- ir á, vertiöin nýttist ekki eins vel og bezt heföi getaö oröiö, kaupendur voru hræddir viö þær horfur, sem voru I vetur, en þá leit illa út meö sölu afuröanna, og enginn skyldi lá þeim, þótt þeir væru ekki áhugasamir um kaup á meira hráefni en þegar haföi aflazt. Loönuvertiöin hófst snemma aö þessu sinni, og má þakka þaö árvekni fiski- fræöinga okkar, en þeir eru tilbúnir til rannsóknaleiö- angra jafnt i svartasta skammdeginu sem aibjartan sumardaginn. Þaö veröur seint fullþakkaö, þaö sem þessir visindamenn leggja á sig i þarfir útgeröar- innar meö feröum sinum um sollinn sæinn, þegar allra veöra er von. Mikil loönu- gengd var, og aflaöist mikiö, en sá böggull fylgdi skammrifi, aö ekki haföi veriö hugsaö um löndun, eins og siöar kom i Ijós aö full ástæöa var til. Skipin lentu i langri biö mörg hver, og töldu skip- stjórarnir aö þeim væri mis- munaö meö löndunina, og mun svo hafa veriö. t framhaldi af þeim mótmælum, sem uröu um þessi mál, skrifaöi Farmanna-og fiskimanna- sambandiö bréf til Sjávar- útvegsráöherra og óskaöi eftir þvi, aö teknar yröu upp viö- ræöur viö verksmiöjueigendur um löndunarmáliö og reynt yröi aö leysa þann vanda, sem skapaöist siöustu vertiö i sam- bandi viö löndun loönunnar. Fyrir nokkru gat aö lita auglýsingar I dagblööum höfuöborgarinnar um trollhiera af norskri gerö, og eru þeir allfrábrugöir þeim sem hér hafa veriö notaöir, og er þaö aðallega lag hieranna, sem hér er um aö ræöa. Gerö þessara hlera er sporöskjulagað þó breiöari I annan endann, og likjast þvi mest, aö skorin hafi veriö sneiö úr eggi. Sjálfsagt þekkja sjómenn þessa gerð hlera af oröspori, þótt þeir hafi ekki náö hylli islenzkra sjómanna. Hlerar þessir eru framleiddir af þekktu, norsku fyrirtæki, A.S. Bergens Mekaniske verksteder, Bergen. Norðmaður sá, sem hér var staddur og var aö lýsa þessum hlerum, taldi aö þeir heföu nokkra kosti fram yfir þá, sem hér hafa lengst af verið notaöir. T.d. taldi hann, aö þeir væru betri á vondum botni, og sagöi þaö reynslu Norömanna, og væri þaö einn af mestu kostum hieranna. Hlerakostnaöur togaranna er geysimikill og væri nokkurs viröi, ef hægt væri að minnka hann, en þessir hlerar eru a 11- dýrir miöaö viö þá, sem hér hafa verið mest notaðir. Norski sölumaöurinn fullyrti, aö miðaö viö notkun Norö- manna, þá þyrftu þeir eitt par af þessum umræddu hlerum á móti þrem pörum af þeim venjulegu. Nú mun Hafrann- sóknastofnunin fá par af þessari gerö, og verður fróö- legtaö fylgjast meö tilraunum þeirra með þessa hlera. A tslandsmiöum er botnlag viöa þannig, aö hleraslit er æöi mikið, og hlerakistnaöur þess vegna mjög tilfinnanlegur liöur i veiöafærakostnaöi togaranna. Ef i Ijós kemur, að þessir hlerar duga betur á vonda botninum, og geta þannig dregiö úr kostnaöi af hleranotkun væri til nokkurs unniö aö taka i notkun þessa norsku hlera. Ing. Stefánsson M.A.S.H. Leikstjóri: Eobert Altman. Handrit: Ring Lardner, byggt á skáldsögu eftir R. Hooker. Kvikmyndari: Harold E. Stine, klippari: Danford B. Greene. Tónlist: Jhonny Mandel. Sýningarstaður: Nýja bió. Islenzkur texti. Það er tæpast á færi annarra en Bandarikjamanna aö gera gam- anmynd um lækna aö starfi i striði. Aö visu á M.A.S.H. aö ger- ast i Kóreu-stríðinu, en siðhærðir karlmenn og marihuana reyk- ingar ásamt anfetaminneyzlu, minnir frekar á Viet Nam. Myndin kemur hressilega á óvart, hún er algjörlega laus viö tepruskap og yfirborðs- mennsku. Donald Sutherland fer á kostum i þessari mynd, hlut- verkiö er eins og sniðiö fyrir hann. Eliott Gould og Tom Skerritt gefa honum ekkert eftir. Sally Kellerman leikur siöprúöu yfirhjúkrunarkonuna mjög vel og Rene Auberjonois er réttur maö- ur á góöum stað i hlutverki prestsins. Mitt i öllum ærslunum kemst beisk ádeila til skila. Hvern fjár- ann eru þeir aö verja „frelsið” i mörg hundruð milna fjarlægð frá föðurlandinu? Mitt i hörmungum striösins eru yfirmennirnir önn- um kafnir við áhugamál sin, ann- ar með veiðidellu, hinn með „baseball” dellu. Hér er einnig viðhorfum rækilega umvent, venjulega er „góði” maðurinn I svona myndum trúrækinn læknir, sem leggur allt i sölurnar til að hjálpa meðbræðrum sinum. Hér er hann öllum til ama og aum- ingjalegur hræsnari. V'-A fáum örlitið að kynnast k,= trinu, en mest ber á Adeila þrátt fyrir ærsl Hvern fjárann eru þeir að verja „frelsið” í mörg hundruð mílna fjarlægð frá föðlandinu drambinU/ sem foringjar sýna óbreyttum hermönnum. „Er þetta foringi eða óbreyttur her- maður? óbreyttur. Hafðu þá sporin stór”. Við sjáum grallar- ann Hauk gefa sjálfur blóð, þegar striðsfangi liggur á skurðboröinu og „gleymzt” hafði að panta rétt blóð frá Seoul. Hann beitir lika öllum brögðum með Mclntyre vini sinum til að fá að skera upp helsjúkt barn á einkasjúkrahúsi i Japan. Þar liggur sonur þing- manns, hann nýtur auðvitaö sér- stakrar umönnunar, en barnið, sem er kynblendingur, á að deyja Drottni sinum, ef æru-og oröu- prýddur foringi fær að ráða. Þaö er engin furða.að uppselt hefur verið á þrjár sýningar i dag, siöan byrjað var aö sýna þessa mynd. Hún er ein af þeim sem mælir með sér sjálf. Hjúkrunarfólkið getur ekki endalaust útausið samúð sinni þar sem það stendur eins og slátr- arar blóðugt upp fyrir olnboga, og hefur ekki einu sinni nauðsynleg tæki til að lappa uppá þessa vesa- linga, til þess kannski að senda þá aftur i brjálæðið. Altman hefur tekizt að skapa styrjaldarand- rúmsloft, þó að viö sjáum engin átök nema „baseball” keppni milli Bandarikjamanna sjálfra. Þyrlur, sem koma stöðugt með helsærða menn, og þreytulegt hornauga, sem þau gefa likunum, þegar þeim er ekið brott á jepp- um. „Baseball” keppnin, endur- speglar styrjöldina nákvæmlega, þar er öllum ráðum beitt, ekkert bragð er of auðvirðilegt til þess að hægt sé aö nota það, og einungis fyrir peninga og ánægjuna af þvi að sigra. „Merjið þá, drepið þá”, hrópar Varaheit Houlihan i hita bardag- ans, og sýnir þar viðhorf konunn- ar til „óvinanna”. Kvikmyndin er mjög vel tækni- lega unnin, og leikin afburða vel af hverjum einum einasta leik- ara, þó að Sutherland eigi sviðið. Ég spái þessari mynd langra lif- daga á tjaldinu. A myndinni sést Jo Ann Pflug i M.A.S.H., sem sýnd er i Nýja bio við dæmafáa aðsókn og mikla hrifningu. PL. • • JOHANNES UR KOTLUM Eitt stór skáldið enn er borið til grafar i dag, þriöja herfang dauð- ans úr þeim knérunni litillar þjóðar á fáum dögum, — Jóhannes Kjar- val, Jakob Thorarensen og nú Jó- hannes skáld úr Kötlum. Allt er þá þrennt er, og mættum við svo biðja um staðfestu þeirra orða. Jóhannes Bjarni Jónasson, er ungur bætti við skirnarnafn sitt „úr Kötlum” til samfylgdar skáld- skapnum, var Dalamaður, fæddist 4. nóv. 1899 að Goddastöðum i Döl- um. Foreldrar hans voru bænda- hjónin Jónas Jóhannesson, lengst bóndi i Ljárskógaseli i Laxárdal vestur þar og Halldóra Guðbrands- dóttir. Jóhannes var kvæntur Hróönýju Einarsdóttur frá Hróðnýjarstööum i Dölum. Jóhannes ólst upp i fátækt og faðmi sveitar með gull þeirrar ver- aldar að þroskaföngum, las, nam og naut eins og islenzkur sveita- drengur bezt kunni á þeirri tið en sat ekki i skólum fyrr en eftir ferm- ingu, fór þá i unglingaskóla i Hjarðarholti og þaðan i Kennara- skólann, einn þeirra menntaþyrstu ungmenna, sem geröu þá stofnun að háskóla sínum, sóttu þangað undirbúningsnám og tóku inntöku- próf þaðan inn i skóla lifsins 1921. Siðan gerðist hann kennari um skeið bæði i Dalasýslu og Reykja- vik. Ég hefði gjarnan viljað vera barn i bekk hjá honum, svo augljós kennari sem mér virtist hann i stopulum, síðari kynnum. Hann k fluttist til Reykjavíkur og átti þar , heima um sinn, siðan i Hverageröi og loks aftur i Reykjavik, alltaf sami sveitadrengurinn með skarpa sýn til heimsins. Jóhannes var i eðli sinu alda- mótamaður, ungmennafélagi og vormaður i þeim félagsskap, eld- hugi i baráttu, hvar sem hugur hans nam sér sóknarmál. Þegar leið á þritugsaldurinn gerðist hann kommunisti i fram- sveit byltingamanna hér á landi, og gerðist oft bæði hrifningarmikill og orrustuharður i þeim orrahriðum, en þótt mjög greindi á milli hans og flestra islenzkra sveitamanna i þeim efnum, urðu aldrei vinslit þar á milli, né slitnaði sú ramma skáld- skapartaug, sem þar lá á milli, heldur styrktist með kvæöum og árum. Svo sterkar voru rætur hans i landinu og sveitalifinu, aö þar var i raun og veru hjarta hans allt, þeg- ar á reyndi, og i skáldskaparþjón- ustunni viö þá móðurjörð reis hann hæst i ljóðum sinum. Siðar á árum leitaði hann á vit landsins á nýjan leik með óviðráðanlegri ástriði og eölishvöt, eins og fram kom i þvi, að hann undi mörg sumur við öræf^vörzlu sauðfjárgirðinga, eöa sem um- sjónarmaður i Þórsmörk. Jóhannes gekk ekki aðeins i mannfélagsbaráttuna meö ljóða- sverö að vopni, heldur gerðist frambjóðandi á þjóðmálavangi og sat skamma hriö á Alþingi sem þingmaöur Reykvikinga. I félags- málum rithöfunda var hann hvorki deigur né hálfur fremur en i öðrum átökum og var forystumaður i rit- höfundasamtökum og Bandalagi islenzkra listamanna. Þegar þjóðin kallaði til skálda sinna um óð á hátiðastundum i frelsisbaráttu, var honum sizt að skapi að sitja aðgerðalaus hjá sem ónytjungur. 1 samkeppni um Al- þingishátiðarljóð 1930 hlaut hann 2. verðlaun og 1. verðlaun um lýð- veldishátiðarljóð samhliða Huldu skáldkonu. Þar hljómaði hinn sterki ættjarðarstrengur Jóhann- esar úr Kötlum svo skært og inni- lega, að gekk hverjum íslendingi beint að hjarta. Fyrsta ljóðabók Jóhannesar úr Kötlum kom út 1926 og hét Bi, bi og blaka, æskuljóö mild og fögur eins og nafnið. Þar er dreyminn ung- lingur enn á ferð. Álftirnar kvaka var næst 1929, þá Ég læt sem ég sofi 1932 og Samt mun ég vaka 1935. Nafngiftirnar i skemmtilegu sam- ræmi við þroskaferil skáldsins. Þessi ljóð unnu mörg hver hug þjóðarinnar og höfundinum ótviræða skáldskaparviöurkenn- ingu. Varð siðan skammt stórra höggva milli á litrikum ferli. Hrim- hvita móðir kom út 1937, Hart er I heimi 1939, og baráttuskáldið i full- um tygjum, Eilifðar smáblóm 1940, Sól tér sortna 1945. Sóleyjarkvæöi 1952. Um þær mundir er Jóhannes far- inn að færa út kvíarnar og beita fleiri vopnum en ljóðasverðinu, hefur undiö sér i skáldsagnagerð öðrum þræði. Og björgin klofnuðu kom út 1934, Verndarenglarnir 1943, Dauðsmannsey 1949, Siglingin mikla 1950, Frelsisálfan 1951. Auk þess sendi hann frá sér barnabæk- ur af þjóðlegum toga, þýddi bækur og tók saman safnrit. Hann ritaði og fjölda greina I blöð og timarit. Arið 1955 kom út ljóðabók eftir Jóhannes og kallaðist Sjödægra. Þar : brýtur hann i blað og vinnur umtalsvert brautryöjandaverk, ef til vill mikilvægasta framlag til sáttagerðar i hörðum átökum ljóð- forma. Hann var i raun og veru ný- sköpunarmaður og honum hefur vafalitið gengið að hjarta sú borgarstyrjöld, sem háð vará þeim árum i átökum, sem sumir hafa kallað ljóðbyltingu. Með bók sinni Sjödægru, svo og þýddu ljóöunum, Annarlegar Tungur, sýndi hann og sannaði þjóð sinni, að ljóð er annað og meira en form, að skáldskapur- inn villir ekki á sér heimildir, hverju sem hann býst að heiman, að gagnvegir hans liggja greiðir gegnum formin. Skáldsögur Jóhannesar eru snjallritaðar margar, hverjar og þrungnar hita og lifi, en hann bætti engu við skáldgildi sitt með þeim, og þær hlutu þau örlög að falla i skugga listaljóða hans. / Framlag Jóhannesar ' til islenzkrar ljóðlistar verður hins vegar hróður hans og langlifi með þjóðinni öldum saman, og hann mun skipa þann sess, sem þjóðin hafði löngu valið honum i fylkingu stórskálda sinna. Beztu ljóö hans eru gædd þvi lifi, sem ekki fölnar, meðan islenzk hjörtu slá. Menn munu læra og kunna mörg stef þeirra ár og aldir eins og af ósjálf- ráðri þörf, þegar þeim brennur hugur i ást og aðdáun á landi sinu og þjóðmenningu, i frelsiskennd og mannlegri samúð, þvi að þar var Jóhannes úr Kötlum allur þegar hins bezta og innsta var leitað. —AK Jóhannes úr Kötlum I Þórsmörk Jóhannes með Silfurhestinn Kveðja frá Rithöfundafélagi íslands 1 þessum örfáu kveðjuorðum verður ekki reynt að gera skil ævi eða listframlagi Jóhannesar úr Kötlum, heldur er þeim ætlað að færa honum fátæklegar þakkir um leið og eiginkonu hans Hróðnýju Einarsdóttur, börnum og aldraðri systur eru sendar innilegastustu samúðarkveðjur. Jóhannes úr Kötlum tók virkan þátt i félagsmálum rithöfunda. Hann var einn af stofnendum Félags byltingarsinnaðra rit- höfunda og formaður þess 1935- 1938. Hann átti sæti i stjórnum Rit- höfundafélags íslands, Rithöfunda- sambands Islands og Bandalags isl. listamanna. Hann var heiðurs- félagi i Rithöfundafélagi Islands og var I heiðursflokki á listamanna- launum. Honum hlotnaðist margvislegur heiður og viðurkenning fyrir skáld- skap sinn. Hann fékk verðlaun fyrir Aiþingishátíðarijóð 1930 og lýð- veldisljóð 1944, þá var hann einn af fjórum, sem fengu fyrstu úthlutun úr Rithöfundasjóði Islands 1968. I fyrra veittu bókmenntagagnrýn- endur dagblaðanna honum silfur- hestinn er þeir kusu siðustu ljóðbók hans Ný og nið beztu bók ársins. I tslenzkar nútimabókmenntir farast Kristni E. Andréssyni svo orð um skáldskap Jóhannesar: „I beztu kvæðum sinum tengir hann saman æskudrauminn um heimabyggð sina, ættjarðarást sina og hugsjón verkalýðshreyf- ingarinnar um fegra mannlíf. Hann er framar öllu hugsjónaskáld, sem vill vekja i brjósti þjóðar sinnar nýja trú á lifið og framtiðina. I ljóðum hans felst einarðleg skir- skotun til samtiðarinnar, Þau eru tjáning brennandi áhugamála og sannfæringar. Heitar tilfinningar, djörf hreinskilni, ádeilukraftur, bjartar hugsýnir, næm náttúru- skynjun, þróttmikið og hljómþýtt mál gefur kvæðum hans skýrust einkenni og djúpa mannlega feg- urð. íslendingaljóð á lýðveldis- hátíð 1944 Land mins föður, landið mitt, laugað bláum straumi, eilíft vakir auglit þitt ofar timans glaumi. Þetta auglit elskum vér, ævi vor á jörðu hér brot af þinu bergi er, blik af þinum draumi. Hvislað var um hulduland hinzt í vestanblænum: hvitan jökul, svartan sand, söng i hliðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti i gullnum sænum. Siðan hafa hetjur átt heima í þessu landi, ýmist borið arfinn hátt eða varizt grandi. Hér að þreyja hjartað kaus, hvort sem jörðin brann eða fraus, — flaug þá stundum fjaðralaus feðra vorra andi. Þegar svalt við Sökkvabekk sveitin dauðahljóða, kvað í myrkri um kross og hlekk kraftaskáldið móða. Bak við sára bænarskrá bylti sér hin forna þrá, þar til eldinn sóttu um sjá synir vorsins góða. Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fögur friðartið fánann hefja ár og sið, varpa nýjum ljóma á lýð landsins sem vér unnum. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar lif vér kjósum. Ein á hörpu iss og báls aldaslag sins guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.