Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 5. mal 1972. ES ÚR KÖTLUM Jóhannes úr Kötlum I Þórsmörk Jóhannes meö Silfurhestinn i^- Kveðja frá Rithöfundafélagi íslands ^ ''¦''¦'"'" -K t«»ss; ..'¦''. ÍS5SS51 ¦¦•¦'¦M'Kmmd '¦ ¦¦!¦' 15 K»8i Ælst Cííi 5 s tí s ssisa 8 8 «t«K M; as*w*wfe ¦¦¦i",p.m:ir,i'.rtíi(mim9»^%wm. . ;; l- ;: SMSiíSMflSÍs #»W» '32M1 f»SW»WS.», '" , ms&mimai '• ¦ &t»v t þessum örfáu kveöjuoröum veröur ekki reynt að gera skil ævi eða listframlagi Jóhannesar Ur Kötlum, heldur er þeim ætlað að færa honum fátæklegar þakkir um leið o'g eiginkonu hans Hróðnýju Einarsdóttur, börnum og aldraðri systur eru sendar innilegastustu samúðarkveðjur. Jóhannes úr Kötlum tók virkan þátt i félagsmálum rithöfunda. Hann var einn af stofnendum Félags byltingarsinnaðra rit- höfunda og formaður þess 1935- 1938. Hann átti sæti i stjórnum Rit- höfundafélags Islands, Rithöfunda- sambands íslands og Bandalags isl. listamanna. Hann var heiðurs- félagi i Rithöfundafélagi Islands og var i heiðursflokki á listamanna- launum. Honum hlotnaðist margvislegur heiður og viðurkenning fyrir skáld- skap sinn. Hann fékk verðlaun fyrir Alþingíshátíðarijóð 1930 og lýð- veldisljóð 1944, þá var hann einn af fjórum, sem fengu fyrstu úthlutun úr Rithöfundasjóði Islands 1968. 1 fyrra veittu bókmenntagagnrýn- endur dagblaðanna honum silfur- hestinn er þeir kusu siðustu ljóöbók hans Ný og nið beztu bók ársins. 1 tslenzkar nútimabókmenntir farast Kristni E. Andréssyni svo orð um skáldskap Jóhannesar: ,,I beztu kvæðum sinum tengir hann saman æskudrauminn um heimabyggð sina, ættjarðarást sina og hugsjón verkalýðshreyf- ingarinnar um fegra mannlif. Hann er framar öllu hugsjónaskáld, sem vill vekja i brjósti þjóðar sinnar nýja trú á lifið og framtiðina. t ljóðum hans felst einarðleg skir- skotun til samtíðarinnar, Þau eru tjáning brennandi áhugamála og sannfæringar. Heitar tilfinningar, djörf hreinskilni, ádeilukraftur, bjartar hugsýnir, næm náttúru- skynjun, þróttmikið og hljómþýtt mál gefur kvæðum hans skýrust einkenni og djúpa mannlega feg- urð. íslendingaljóð á lýðveldis- hátíð 1944 Land mins föður, landið mitt, laugað bláum straumi, eilíft vakir auglit þitt ofar timans glaumi. Þetta auglit elskum vér, ævi vor á jörðu hér brot af þinu bergi er, blik af þinum draumi. Hvislað var um hulduland hinzt í vestanblænum: hvitan jökul, svartan sand, söng i hliðum grænum. Ýttu þá á unnarslóð Austmenn vermdir frelsisglóð, fundu ey og urðu þjóð úti i gullnum sænum. Siðan hafa hetjur átt heima í þessu landi, ýmist borið arfinn hátt eða varizt grandi. Hér að þreyja hjartað kaus, hvort sem jörðin brann eða fraus, — flaug þá stundum fjaðralaus feðra vorra andi. Þegar svalt við Sökkvabekk sveitin dauðahljóða, kvað í myrkri um kross og hlekk kraftaskáldið móða. Bak við sára bænarskrá bylti sér hin forna þrá, þar til eldinn sóttu um sjá synir vorsins góða. Nú skal söngur hjartahlýr hljóma af þúsund munnum, þegar frelsisþeyrinn dýr þýtur í fjalli og runnum. Nú skal fögur friðartið fánann hefja ár og sið, varpa nýjum ljóma á lýð landsins sem vér unnum. Hvort sem krýnist þessi þjóð þyrnum eða rósum, hennar sögur, hennar ljóð, hennar líf vér kjósum. Ein á hörpu iss og báls aldaslag sins guðamáls æ hún leiki ung og frjáls undir norðurljósum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.