Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.05.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 5. maí 1972. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson Morgunhanarnir fá ekki úrlausn strax Morgunhanarnir, en svo kalla þeir sjálfa sig, hinir tryggu sundlaugagestir, sem mæta á sundstöðum borgarinnar í morgunsáriö og þreyta sund og iðka orðsins list í heitu körunum hafa óskað eftir því, að sundstaðirniropnuðu fyrr á morgnana en nú er gert. Hafa þeir óskað eftir því, að opnað verði kl. 7 en nú er opnað kl. 7.30. Iþróttaráö Reykjavikur f jallaöi um þetta mál á fundi sinum fyrir 3 vikum, og var þá samþykkt að veröa við þessum óskum, svo framarlega, sem þaö væri fram- kvæmanlegt. En gallinn er sá, aö starfsfólk sundstaðanna á óhægt um vik ao mæta svona snemma á morgnana, þar sem strætisvagn- ar byrja ekki að ganga fyrr en kl. 7. Að sögn Stefáns Kristjánsson- ar, iþróttafulltrúa Reykjavíkur- borgar, hefur ekki fundizt lausn á þessu máli ennþá, en verið er að athuga um möguleika á þvi að semja viö aðila, sem annast fólksflutninga, um flutning á starfsfólki sundstaðanna á morgnana. A meðan verða morg- unhanar að láta sér lynda að ekki skuli opnað fyrr en kl. 7.30. En vissulega er það nauðsynjamál, að þessi breyting komist á, þvi að margt fólk, sem hefur vinnu eða skólagöngu kl. 8 á morgnana, hef- ur litla möguleika á sundiðkun- um, nema opnað sé fyrr en nú er gert. ASLAUG 0G HAKON SIGRUÐU í STÚRSVIGS- MOTI ARMANNS Þann 1. mai fór fram Stórsvig- mót Armanns i hinu stórkostlega skiðasvæði Bláfjalla. Veöur var hið bezta, glaðasólskin og bliöa- logn. Skráöir keppendur voru 23 i karlaflokki, en aðeins 2 i kvenna- flokki. Brautina lagöi Siguröur R. Guðjónsson, yar hún 1100 metra löng með 43 hliðum. Sigurvegari i karlaflokki var Hákon ólafsson, en þetta var annað mót vorsins.sem hann sigr- aði. Margt manna var á skiðum þennan dag, en þó færri en vildu, þar sem vegurinn i Bláf jöllum er ófær nema jeppum og stærri bil- um, en það stendur vonandi til bóta. Sjúkraskýli, ásamt talstöð og sjúkravörum, hefur verið komiö upp á skiðasvæðinu. Kvennaflokkur: 1. Aslaug Sigurðard. 2. Hrafnhildur Helgad. Karlaflokkur: l.HákonOlafs.Sigluf. 2. Tómas Jónss. A 3. Sig. Guðm.ss. A 4. Georg Guðjónss. A. 5. Helgi Axelsson 1R 6. Haraldur Haraldss. 1R 137.8 140.3 117.3 117.5 124.0 125.7 127.9 128.5 0LYMPIUSVÆÐI ÚR LEG0-KL0SSUM! Nú þegar setja Olympiuleikarnir og undirbúningurinn fyrir þá mikinn svip á daglegt lif I Þýzkalandi, svo ekki sé minnzt á sjálfa Mtinchen. Danir hafa einnig lagt sitt fram til að vekja athygli á OL, og 1 Karstadt vöruhúsinu hefur verið komið fyrir módeli af olympiusvæðinu á vegum Lego i Billund. Það eru 143.125 Lego-klossar i þessu módeli, og það nær yfir 60 fermetra svæði. Olympiúleikvangurinn er á 3,5 x 2,8 m svæði, og sjónvarpsturninn og útsýnisturninn eru 2,6 m háir. Módelið gefur góöa mynd af svæöinu, sem hefur kostað offjár.en ef allt stenzt, er um byltingu aö ræða á þessu sviði. . , ¦¦¦ ¦^fck. A þessari mynd sjást arkitektarnir leggja siðustu hönd ú „Olympiusvæðið." Hér sjást þeir Svavar Carlscn og Sigurður Kr. Jóhannsson (snýr baki í myndavélina) i úrslitakeppninni. Mega þeir ekki leika a striga- skóm? Er islenzkum knatt- spyrnumönnum heimilt að leika i strigaskóm i meist- araflokksleikjum? Knatt- spyrnumenn a.m.k. eins Reykjavikurfélaganna leika i strigaskóm með tökkum, en það er meistaraflokkslið KR. Hannes Þ. Sigurðsson, knattspyrnudómari, telur mjög vafasamt, að leik- mönnum sé heimilt að leika i skóm af þessari gerð og hef- ur skrifað stjórn Knatt- spyrnusambands Islands bréf vegna þessa, og er þess að vænta, að stjórn sam- bandsins taki þetta mál fyrir fljótlega. Það var oft hart barizt I keppninni, eins og sést á þessari mynd. ERFIÐ JUDOKEPPNI Þann 30. april fór fram I Iþróttahúsi Háskólans júdókeppni i frjálsum flokki, án tillits til þyngdar. Keppendur voru aðeins 15 að þessu sinni, en yfirdómari mótsins var hinn kunni júdó- meistari N. Yamamoto 5. dan Kodokan júdóprófessor. Var lotu- lengdin 5 min., og kepptu þessir til úrslita: Sigurður Kr. Jóhannsson 1. kyn J. R., Svavar M. Carlsen 1. dan J.R. og össur Torfason 1. kyn A. Eftir fyrstu lotu skildu félagar Sigurður og Svavar jafnir. Næst kepptu brúnbeltarnir Sigurður og össur, og fékk Sigurður heilan vinning eftir 3 min. 44 sek. Slðan varð össur að keppa aftur við Svavar, og varðist hann frækilega i 4. mln., áður en Svavar gat fellt hann og sigrað á gólfbragðinu hon kesa gatame. Keppa þeir annars i léttvigt og þungavigt. Að lokum glimdu þeir Siguröur og Svavar um 1. sæti og tslands- meistaratitilinn. Eftir lotuna voru þeir jafnir, enda náði hvorugur hreinu bragði. Var hún þá framlengd um 3 min. til að hrista fram sigurvegarann, en allt kom'fyrir ekki, svo að lengja varð keppnina enn um 3 mln. til úrskurðar. Með naumum meiri- hluta var Sigurði dæmdur sigur- inn fyrir meiri sókn. Aðspurður um keppnina sagði júdó- prófessorinn, að sér hefði þótt leitt, hve fári tóku þátt I henni, og að hún hefði verið allt of hæg og fá brögð notuö. En þetta myndi eflaust breytast, ef •Islenzkir júdómenn fengju tæki- færi til að keppa við erlenda júdóka til samanburðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.