Tíminn - 05.05.1972, Qupperneq 20

Tíminn - 05.05.1972, Qupperneq 20
BÚIZT VIÐ STÓRÁRflS A HUE UM HELGINA - allir íbúarnir flúnir. Traustustu stuðningsmenn Nixons farnir að láta f Ijós efasemdir Föstudagur 5. mal 1972. NTB—Saigon Hersveitir kommúnista sóttu að keisaraborginni Hue frá þremur hliðum i gær og hófu sprengju- árásir á ytri varnarlinu borgarinnar. Yfir 200 þúsund manns hafa flúið borgina. Formaður varnarmálanefndar öldungadeildar Bandarikja- þings, John C. Stennis, sagðist i gær ekki sjá betur, en allt væri að tapast. Hann hefur fram til þessa verið einn af þeim mönnum, sem hvað harðast hefur varið stefnu Nixons i Vietnam. Herir noröanmanna nálguöust I gær Hue, og í vestri voru sveitir þeirra aöeins 10 km. frá borginni og vörpuðu þaöan sprengjum á ytri varnarlinu borgarinnar. Verstaóveður í hálfa öld NTB—Mexíkóborg Eitt versta skýfall, sem orö- iö hefur I hálfa öld, gekk yfir 30 ferkilómetra svæöi I Mexikó i fyrrinótt. 21 maöur lézt, 15 er saknaö, 216 eru slasaöir og yfir 10 þúsund heimilislausir, aö sögn starfsmanna Rauöa krossins á staönum. Ósköpin hófust I fyrrakvöld, þegar tók aö hegla, og voru kornin á stærö við sitrónur. Eftir óveðrið var metraþykk leöja yfir allt i suðurhluta höfuöborgarinnar. Fólki var komið fyrir i skólum, kirkjum og vöruskemmum, þar sem Rauöi krossinn sá um mat og aöhlynningu. 58 menn enn í námunni NTB—Kellogg Björgunarsveitir böröust I gær viö aö komast niöur i silfurnámuna, sem kviknaöi f I fyrradag. Enn cru 58 náma- menn þar innilokaöir og nám- an full af rcyk. Meö hverri stund sem liður, minnka likurnar á, að mennirnir séu enn á lifi. 24 lík hafa þegar náðst upp úr nám- unni, og létust þeir menn allir af reykeitrun. Talið er von til þess, aö þeir 58,sem enn eru niöri hafi verið við loftop i námunni. Þeir eru um 1100 metrum undir yfirboröi jarð- ar. Aöstandendur mannanna hafast við i tjöldum við námu- opið meðan þeir biða. Harmleikur í Danmörku NTB—Kaupmannah öfn Sextán ára gömul dönsk stúlka sleit nýlega trúlofun sinni og ungs Tyrkja, meö þeim afleiöingum, aö hann myrti foreldra hennar, særöi hana og bróöur hennar, og reyndi sföan aö fremja sjálfs- morð. 1 fyrrinótt brauzt Tyrkinn, sem er 18 ára og stariar í uan- mörku, inn á heimili stúlkunn- ar, skaut foreldra hennar til bana með riffli, þar sem þau lágu i rúmum sfnum, særði stúlkuna og bróður hennar al- varlega og hljóp siðan út i garðinn og skaut sjálfan sig i kviðinn. Tveimur öðrum bræðrum hennar tókst aö sleppa. Stúlkan á barn með Tyrkj- anum, en barnið var eina mannveran i húsinu, sem hann reyndi ekki að skaða. Einnig voru sveitir kommúnista suðaustan og noröan við borgina. Hinn nýi yfirmaður sunnan hersins i þessum landshluta gaf fyrirskipanir um, að 100 brynvarðir bilar skyldu aka um og sækja þá S—Vietnama, sem hlaupizt hefðu á brott frá her- sveitum sinum. Þeir, sem ekki gæfu sig fram, yrðu skotnir. Norðan við Saigon og á mið- hálendinu hafa sunnanmenn hafið gagnarásir, og tókst þeim að hrekja norðanherinn aftur á bak um nokkra kilómetra við An Loc, sem verið hefur umsetin I þrjár vikur. Stjórnarherinn i Hue á von á stórárás á borgina um helgina og segja liðsstyrk vera á leiöinni. Talsmenn hersins segjast vissir um að geta varið borgina. Yfir 200 þúsund ibúar hafa flúið frá Hue, og eina fólkið, sem þar er, eru hermennirnir og hinir örþreyttu flóttamenn frá Quang Tri. 1 borginni Danang hefur verð á nauðsynjavörum hækkaö um 30% síðustu dagana, eftir aö þúsundir flóttamanna komu þangað. I Washington sagði talsmaður varnarmálaráðuneytisins, að Bandarikin væru að senda fleiri sprengjuflugvélar á vettvang, og mun vera um að ræða tvær flug- sveitir. Thieu forseti gaf i gær hálfri milljón opinberra starfs- manna skipun um að gefa sig fram til starfa við varnir landsins. Þá sagði hann einnig, að allir, sem yrðu uppvisir að ránum og gripdeildum, yröu skotnir á staðnum. John C. Stennis, formaður varnarmálanefndar öldunga- deildar Bandarikjaþings, lét i þaö skina i gær, að nú gæti ekkert bjargað i Vietnaní, nema Banda- riskir hermenn á landi. Hann sagði það staðreynd, að her S—Vietnam biöi nú hvern ósigur- inn á fætur öörum, þrátt fyrir aðstoð frá bandariskum flug- FRIÐARVIÐRÆÐURNAR STRANOAÐAR A NÝ NTB—Paris Vietnam-viöræöurnar i Paris strönduöu I gær i annaö sinn á sex vikum. Bandarikjamenn og S- Vietnamar neituöu aö haida við- ræðunum áfram, á þeim forsend- um, að kommúnistar hefðu lagt fram harða útslitakosti og vikiö sér undan rökrænum umræðum um málin. t fyrra skiptiö slitu Bandarikin og S-Vietnam viðræöunum þann 23. marz, og það var fyrir orð Nixons að þær voru teknar upp á nv i fyrri viku. Meðlimur i stjórn- málanefnd kommúnistaflokks N- Vietnam, Le Duc To, kom til Parisar á sunnudaginn til leyni- legra viðræðna, sem enginn veit enn, hvar eða hvenær hafa farið fram. Bandarikjamenn hafa ekkert viljaö segja um, hversu lengi þeir ætla að neita að halda fund, en talsmaður utanrikisráðuneytisins i Washington sagði, að þetta hefði verið eina ráðið. Sérfræðingar I Paris eru furðu lostnir yfir þessu, þar sem ekki hefur borið á öðru undanfarið, en allt væri i bezta gengi. Nikkelverksmiðjurnar sprungu í loft upp - Óttazt um heilsu íbúa Kristianssands NTB—Kristianssand Mikil sprcnging varð i nikkelverksmiöjunum á Falconbridge I Kristianssand i Noregi laust eftir hádegiö I gær. Enginn lét lifiö, en 5 manns voru fluttir I sjúkrahús meö beinbrot og taugaáfall. óttazt er aö fólk i nærliggjandi fbúöahverfum kunni að veikjast vegna eiturlofts i reyknum frá verksmiðjunum, sem stóðu I Ijósum logum fram á kvöld. Tjón nemur hundruöum milljóna fsl. króna. Sprengingin varð klukkan 13.45 i gær að isl. tima, og fóru þá almannavarnaflautur í bænum i gang. Geysimikill svartur reykur lagðist yfir ibúðahverfi i nágrenninu, og var um tima talið, að gripa yrði til þess að flytja fólk þaðan burtu, þvi að i reyknum eru margvísleg eiturefni. Slökkvi liðið flutti þegar allt sjúkt fólk og gamalmenni burtu úr hverfunum. Sprengingin varð í þeim hluta hússins, sem kóbolt er unniö. Húsiö er um 300 fermetrar á tveimur hæðum, og varð það alelda á skammri stundu. Nokkrir menn köstuöu sér út um glugga og beinbrotnuðu við þaö, en ekki munu margir starfmenn hafa verið innanhúss, er óhappið, vildi til. Hjá fyrirtækinu starfa 1550 manns. Byggingin var fulltryggð og aðeins 5 ára gömul. Svart: Iteykjavik: Torfi Stefánsson og Kristján Guð- mundsson. B C D E F G H B C D X F G H Hvftt: Akureyri: Sveinbjörn Sigurðsson og,- Hólmgrimur’ Heiðreksson. • 16. ieikur Akureyringa: Rc3 x d5 vélum og herskipum. Hann sagði þó,aðhann væri ekkiaðleggja til að bandariskir hermenn yrðu settir inn I strlðið á ný og aö Nixon vildi það heldur ekki. — Ef ástandið versnar enn, sagöi Stennis, — mun bandariska þjóðin verða aö þola meiri raun en þessi kynslóð hefur áöur upp- lifað. En hún mun standast það, ef við segjum sannleikann. Þetta er í fyrsta sinn, sem þessi áhrifamikli talsmaður Nixon- stefnunnar i Vietnam hefur látið að þvi liggja, að ekki væri allt I himnalagi þar fyrir austan. Flugræningjarnir NTB—Istanbul Tyrkirnir fjórir, sem i fyrradag rændu tyrkneskri áætlunarflugvél með 60 far- þegum og sneru tii Sofiu I Búlgarfu, voru yfirbugaðir þar i gær. Þeir höfðu hótað að sprengja flugvélina I loft upp, væru ekki þrir dauða- dæmdir hryðjuverkamenn látnir lausir. Búlgarska lögreglan náði vopnunum af ræningjunum eftir 28 tima þóf á flugvellin- um. Farþega og áhöfn vélar- innar hafði ekki sakað, en margir munu hafa verið orönir slappir á taugunum. BEKAERT túngirðingarnet vafhnýtt Gert úr venjulegum zinkvörðum vir. petta vafhnýtta net er ódýrt og hentar vel til varnar gegn sauðfénaði og stórgripum. Allar venjulegar stærðir og gerðir fást alltaf En vér ráðleggjum yður sérstaklega að nota þá gerð, sem hér er skilgreind, með tvöfaldri zinkhúðun og tilsvarandi endingu, og þó ódýrt. Rauði Bekaert Ursus merkimiðinn tryggir yður góða vöru. Gerð HæS í sm Strengir 635/12" 90 6 526/12" 67 5 Bil á milli þverstrengja: 30 sm Lengd í rúllu: 100 metrar. Þessi net fást einnig með 6“ bili á milli þverstrengja. :rr~ SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR simi 22648

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.