Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 9. mai 1972. — Nú, þú orðaðir þetta ekkert i gærkvöldi, Kay. — Þá vissi ég ekki að Max vildi tala við mig. — Er allt...allti lagi? Ég fann óttann i rödd Jónatans, og fékk löngun til þess að erta hann d- alitið. — Heldurðu að ég hafi farið að rifast við mömmu þina, og þess- vegna farið mina leið? spurði ég hann. Gæti það yfirleitt átt sér nokkurn staðað rifast við Mildred Blaney. Gat hin hljómlausa, áherzlulausa rödd hennar nokk- urntima stigið til verulegrar reiði? Jónatan sagði virðulega: — Auðvitað datt mér það ekki i hug, Kay. Láttu ekki eins og kjáni. Viltu hringja til min á skrif- stofuna á morgun. Kannski get- um við borðað hádegisverðinn saman? — Glæsilegt, sagði ég dálitið stuttlega, en iðraðist svo og kvaddi hann með bliðu. Hann var virkilega ágætur piltur. Mér þótti gaman að koma upp á ruslulega skrifstofu Max. finna lyklina af ryki, og sjá myndir af öllum fyrrverandi stjörnum á veggjunum. I þessu vel þekkla herbergi fann ég sjálfa mig aftur, og var hin ánægðasta. Max sýndi mér ágæt tilboð. llann er virkilega velviljaður umboðs- maður, hugsaði ég með sjálfri mér. Eitt var kvikmynd, og átti ég að fá þar sama hlutverkið, og ég hafði áður haft i sömu mynd. Hitt var sjónvarpsþállur, sem Chris átti að stjórna. Eg eyddi kvöldinu i yndislegri einveru, og fór að dútla við það, sem sérhver kona gerir, þegar hún er alein. Eg skoðaði föt min, og skrilaði jafnframt tvo lista. Á öðrum listanum voru löt, sem mig langaði til að eignast, en hin- um föt, sem eg hafði ráð á að eignast. Siðan þvoði ég mér um hárið, smeygði mér i innislopp, settist i hægindastól, lagði fæ.tur minar yfir aðra brikina og tók mér bók i hönd. Að umgangast stóra fjölskyldu i heila viku, hal'ði gefið mér hæfileikann til þess að njóta einverunnar. Eg borðaði hádegisverðinn með Jónatan daginn eftir, og sagði honum Irá hinum nýju hlutverk- um minum. Ertu ánægð? spurði hann. — Já, ég hlakka til að vinnna með Chris. — Ertu með til Eairfield i dag? — Það get ég ekki, Jónatan. Max fékk mér handrit, sem ég verð að fara i gegnum. Ég skal koma i hádegisverðinn á morgun, sunnudag, ef ég má. Getur þú ekki hitt mig við hálf-eitt lestina? Það var hann vel ánægður með. Ég sá strax að hann var i æsingi þegar hann mætti mér á stöðinni daginn eftir. Hann kyssti mig og dreif mig svo inn i bilinn. — Ég ætla að koma þér dálitið á óvart þegar heim kemur, sagði hann, en hann vildi ekki segja mér i hverju það lægi. öll fjölskyldan var saman- komin i dagstofunni, og skálaði i sherry. Jónatan gekk strax að skrifborðinu, og kom með eitt- hvað á blaði sem liktist grunsam- lega mikið grunnteikningu af húsi. Hann breiddi úr blaðinu fyrir framan mig, ákafur eins og skólastrákur. — Sjáðu nú bara hérna, þessi dásamlega hugmynd kemur beina leiö frá mömmu. Við fáum part af Fairfield, meðal annars gamla hljómlistar herbergið. Við byggjum nýja álmu við húsið, og fáum útúr þessu fjögur herbergi, eldhús og bað. Og það sem mest er um vert er, að þetta allt saman er brúðkaupsgjöf mömmu til okkar. Er þetta ekki ævintýralega glæsi- leg hugmynd. Ég varð svo yfir mig forviða aö ég gat ekki sagt eitt einasta orð. Ég leil upp og mætti augum Chris Benthills. Hann hreyfði höfuðið, eins og að hann vildi vara mig við. Svo horfði ég til Mildred Blaney, og það var ekki torvelt að sjá hiðsigri hrósandi blik i augum hennar. 4. kapituii. Þessi sunnudagur á Fairfield var alveg hræöilegur. Við borð- uðum, drukkum, töluðum og hlógum, og reyndum af lifs og sálarkröftum að láta sem að við værum hamingjusöm fjölskylda — en við vorum það ekki. Andrúmsloft var þvingað og lævi blandið. Jafnvel Stella og Dorian voru ósátt. Lindsay hljóp til og frá, lagði á borð og tók af borðum. Stöku sinnum stönzuðu hin döpru augu hennar á mér. Jónatan var reiður við mig fyrir aö ég hafði ekki verið mömmu hans yfir mig þakklát l'yrir hiö einstaklega höfðinglega lilboð hennar. Ilvernig átti ég að geta sagt hon- un\ að mér væri það fullkomlega ljóst,að gjöf hennar var ekkert annað en tilraun hennar til þess að fá að halda honum áfram undir hinum stóru verndarvængjum sinum, og i framhaldi af þvi að sljórna honum i einu og öllu, eins og hún hafði alltaf gert? Fleur var kát og málhreif vel, en mér fannst ég finna eitthvað æsingarkenntá bak við. Chris var þungbúinn, og reyndi árangurs- laust að leyna þvi að honum dauð leiddist. Maeve var stillt vel að venju. Það var eins og að hún væri hafin uppyfir þetta allt- saman. Mildred Blaney drottnaði yfir okkur öllum, skorpin og grá eins og venjulega, en samt sem áður með stjórntaumana i hinum smáu höndum. Ég vissi að hún var fjandmaður minn, að hún var einnig fjandmaður sinna eigin barna, enda þótt þau aldrei gætu skilið það. Öskeikulleiki Mi ldred Blaneys var þeim næstum heil- agur— mamma gerir aldrei það, sem er rangt. Hún ákvað hvernig börnin skyldu haga sér i lifinu, og viðurkenndi engan mótþróa. Aðeins eittaugnablik gat ég tal- að ein við Chris. Hann sagði mér að hann hefði náð i ibúð á hóteli. — Alltof dýr, en hún verður að duga þangað til við finnum eitt- hvað nýtt. Það versta er,að Fleur finnst ekki nauðsynlegt fyrir okkur að leigja hana — hún vill,að við búum hér fyrst um sinn. Við höfum þrasað talsvert um þetta, en ég ætla mér ekki að láta undan, sagði hann alvarlega. Ég lagði hönd mina á arm hans. — Ó Chris, vertu ekki harður við hana. Hún er svo ung og óreynd. — Heldurðu að ég hafi löngun til að vera harður við Fleur? En i þessu tilfelli verð ég að ráða, öðr- um kosti er hjónaband okkar dæmt til dauða. Þú munt komast i sömu aðstöðu og ég, Key. En hafðu mitt ráð og gerðu eins og ég, brjóttu um þvert sambandið *ið Fairfield. Verst af öllu var þó það,að hann hafði rétt fyrir sér. Við endann á kvöldverðarborðinu drottn aði frú Blaney, en Jónatan og Dorian skáru kalda kjötið. — öll fjölskyldan aftur komin á einn staö, sagði hún, og ljómaði öll, öll börnin min — nema ein elskuð hetjusál, sem lifir þó alltaf ihjörtum okkar. Hún renndi aug- unum fyrst á myndina af unga flugmanninum siðan til Maeve. Óþægileg þögn fylgdi. Maeve, stillt að venju, horfði niður á disk- inn sinn. Þetta var ekki i fyrsta sinn, sem ég hafði heyrt frú Blaney draga nafn Ronalds Williams inn i samtalið. En það var nýtt fyrir Chris Benthill. — Er þetta einhver,sem ekki er hér viðstaddur.... einhver sem ég hef ekki séð einnþá? Fleur, hef- urðu leynt mig einhverju? — Ég átti við liðsforingjann Itonald Williams, sannkallaða hetju. Hann og Maeve voru trú- lofuð og komin að giftingu — en hann fórst i árásarferð til Berlin- ar, sagði frú Blaney. — Afsakaðu, Maeve, sagði Chris hljóðlátlega. Maeve leit upp og brosti. Rödd hennar var stillileg eins og venju- lega. — Þetta er allt i lagi Chris — Þetta allt er svo hræðilega löngu liðið. — En minningin um hann lifir framvegis i hjörtum okkar, sagði frú Blaney, Dorian tautaði eitt- hvað um „einn af vorum hraust- ustu”, en hún hélt áfram eins og hún hefði ekki heyrt það, sem Dorian sagði. — Og þetta trygglynda barn hefur aldrei séð nokkurn annan karlmann. — Æ, mamma, vertu svo góð.. Sérlega óþægileg þögn varð á eftir þessu, sem Chris braut þó á endanum. Itlfe 1102 Lárétt 1) Hitunartæki — 6) Dropanna — 10) Spil — 11) Fléttaði — 12) Rændur — 15) Vendir — Lóðrétt 2) öðlast —- 3) Elska — 4) Skraut — 5) Tina saman — 7) Kærleikur — 8) Kraftur — 9) Miðdegi — 13) Hitunartæki — 14) Hreyfist — Ráðning á gátu No 1101 Lárétt 1) Lómur — 6) ttalska — 10) Tá — 11) Ar — 12) Ilmanin — 15) Akafi — Lóðrétt 2) Ora — 3) Uss — 4) Litil — ■ 5) Barna — 7) Tál — 8) Lóa 9) Kái — 13) Mök — 14) Nef HSffl 77“ 12 15 /V HVELL G E I R I D R E K I ]^Hér er hann ^Virðist at' hyglisverður ^Stóri gammur i Kallar sig -v—1 Walker. / Walker = vofan sem gengur Djöfull fylgir eftir eins langt og hann getur. r~3----------- mmm i Þ RIÐJUDAGUR 9.maí 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan. „Úttekt á milljón” eftir P.G. Wodehouse. Einar Thoroddsen stud. med. byrjar lestur þýðingar sinnar. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Pianóleikur. Frank Glazer og Sinfóniuhljómsveitin i Vestur-Berlin leika Konsertþátt eftir Busoni, Bunte stjórnar. Bracha Eden og Alexander Tamir leika ásamt ásláttarhljóð- færaleikurunum Sónötu eftir Bartók. Kornel Zempléni leikur Dansa fra Marosszék eftir Kodály. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Saga frá Afriku: „Njagwe” eftir Karen Herold Olsen. Margrét Helga Jóhannsdóttir leik- kona les. (2). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Heimsmálin. 4smundur Sigúrjónsson, Tómas Karls- son og Magnús Þórðarson sjá um þáttinn. 20.15 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynnir. 21.05 iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.30 Ú t v a r p s s a g a n : „Hamingjuskipti” eftir Steinar Sigurjónsson. Höfundur byrjar lestur sinn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Tækni og visindi. Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Guðmundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 22.35 Frá Tónlistarhátiðinni i Bratislava á s.l. ári. 23.00 A hljóðbergi. 23.35. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þ RIÐJUDAGUR 9.mai 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Smyglararnir. Fram- haldsleikrit eftir danska rit- höfundinn Leif Panduro. 4. þáttur. Sviinn. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 3. þáttar: Gullsmiðurinn og Willy losa sig við lik Frede. En Blom gerir þeim enn lifið leitt og loks semja þeir keppinautarnir um að koma á samningafundi með yfir- mönnum sinum. Ferill Borgundarhólmskjukk- unnar er rakinn til Börge- sens fornsala. Pernilla kem- ur sér i kunningsskap við Blom og er i för með honum, þegar haldið er til fundar við smygl-foringjana Börge- sen og hr. Karlson frá Sviþjóð. (Nordvision — danska sjónvarpið. 21.10 Blautaþorp. Brezk fræðslumynd. Fyrri hluti. Vinir og nágrannar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimars- son. I mynd þessari, sem tekin er við Bahamaeyjar, greinir á gamansaman hátt frá lifnaðarháttum og atferli fiska og annarra sjávar- dýra. 21.40 Sjónarhorn. Þáttur um innlend málefni. Meðal ann- ars verður fjallað um ibúðar húsabyggingar hér á landi, kostnað við þær og bygg- ingartækni. Umsjónarmað- ur Ölafur Ragnarsson. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.