Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 16
Dr. Ingimar Jónsson, form. íþróttakennarafélagsins: ATHUGASEMD VIÐ „AÐFÖRINA AÐ ÍÞRÖTTA- KENNARASKÓLANUM AÐ LAUGARVATNI” Ilr. ritstjóri Alfreð Porsteinsson. Um leið og ég þakka þér fyrir að birta nokkrar athugasemdir stjórnar Iþrótlakennarafélags Islands um frumvarp til laga um Iþróttakennaraskóla Islands i sunnudagsblaði Timans, vil ég biðja þig aö birta nokkrar leið- réttingar minar við grein þina: „Aðför að lþróttakennaraskólan- um að Uaugarvatni” sem birtist i sama blaði. I upphafi vil ég benda d, að á blaðamannafundi þeim, er stjórn Iþróttakennarafélagsins efndi til sl. fimmtudag, skvrði stjórnin afstöðu sina itarlegar en fram kemur i þeim athugasemdum, er stjórnin lét blaðamönnum i té. Uér var boðið á þennan fund og hel'ðir þú mætt þar hefðir þú eflaust getað sparað þér vangaveltur um afstöðu stjórnarinnar. Kinnig hefði stjórnin verið fús til þess að kynna þér sérstaklega afstöðu sina hefðir þú farið fram á það. Skrif þin verða þvi að skoðast i þvi ljósi, að þú lagðir þig ekki eftir þvi að kynna þér málavexti. ÍOg vil leyfa mér að taka fram eftirfarandi: 1. UAÐ hefur hvergi komið fram aðsljórn Iþróltakennarafélagsins telji, eins og þú gel'ur i skyn, að rneð samþykki ofangreinds frum- varps hafi lþróttakennaraskóli tslands l'engið á sig „eitlhvert eil- ifðarform” og ég leyfi mér að vona að svo verði ekki, sizt al' öllu meðan iþróttakennaramenntunin á að fara l'ram að Uaugarvatni. 2 I grein þinni reynir þú að draga úr réltmadi þeirrar athugasemdar stjórnarinnar, að með l'rumv. er menntun iþrótta- kennara setl skör lægra en önnur kennaramennlun. Ujósl er þó, að samkv. I'rumv. á iþróltakennara- nám að vera 2ja ára nám við skóla, sem ekki getur hoðið upp á viðunandi námsskilyrði, á sama tima og önnur kennaramenntun, t.d. handavinnukennaramenntun er :tja ára háskólanám. t þessu sambandi bendir þú á,að l'rumv. gerir ráð fyrir, að nemendur taki að sér störf hjá iþróltahreyfing- unni milli ára og skoðist þau sem liðuri náminu og segir svo: „Með þessu er námið á þriðja ár.” (Að minu áliti er þessi ályktun þin vafasöm, þvi íið frumv. gerir ráð fyrir,að nemendur skólans starfi aðeins70 kennslustundir á vegum iþróttahreyfingarinnar og teljast 70 stundir varla mikið af einu ári Kn menntun iþróttakennara er ekki aðeins sett skör lægra með frumv. en önnur kennaramennt- un sökum stytti námstima, heldur og vegna þess að gerðar eru mun minni kröfur til undirbúnings- menntunar. Inntökuskily rði almenns kennaranáms er stúdentspróf, en samkvæmt ofan- greindu frumvarpi eru inntöku- skilyrði iþróttakennaranáms þessi, eftir þær breytingar, sem menntamálanefnd neðri deildar hefur gert á þvi: stúdentspróf, almennt kennarapróf, próf frá undirbúningsdeild sérnáms Kennaraskóla Islands (sem reyndar er ekki til lengur), próf með ákveöinni lágmarkseinkunn frá framhaldsdeiid gagnfræða- skóla og eins og segir: „Annað nám veitir réttindi til inntöku, ef skálaráð telur það jafngilt og mælir með þvi, en skólanefnd fellst á það „Hvað átt er við með þessu siðastnefnda inntökuskil- yrði kemur fram i athugasemd- um er fylgja frumv. Þar segir: „Undanþáguheimild i e-lið 5. gr. (hér er átt við frumv. eins og það var lagt fyrir — aths. min) þegar sérstaklega stendur á, er bundin viö það, að fyrst eftir að lögin taka gildi verði heimilt að veita umsækjendum t.d. meö gagn- fræöapróf eða hliðstæöa menntun skólavist.” (lebr. min) Hér fer þvi ekki á milli mála, að frumv. gerir mun minni kröfur til undir- búningsmenntunar fyrir íþrótta- kennaranám. Ég leyfi mér að benda á, að þessi stefna frumv. hlýtur að hata m.a. þær afleiöingar, að iþrótta- kennarar njóti ekki sömu launa- kjara og aðrir kennarar við sömu skólastofnun. Þú sneiöir hjá þessu mikilvæga atriði i grein þinni. Hvers vegna? I grein þinni ferð þú með staðlausa stafi, þegar þú heldur þvi fram, að i frumv. sé gert ráð fyrir, að nem- endur Iþróttakennaraskólans hafi „möguleika á aö verða sér úti um almenn kennararéttindi með eins árs setu i Kennaraháskóla Islands eftir að námi við lþrótta- kennaraskólann lýkur. „Hvorki i frumvarpi þvi, sem lagt var fyrir Alþingi vorið 1971 og þvi er lagt var fyrir Alþingi eftir siðustu ára- mót, gerir ráð fyrir þessum möguleika. Hins vegar gerði menntamálanefnd neðri deildar eftirfarandi breytingu við 2. gr. frumv. og stendur þar: „Einnig geta nemendur að loknu prófi, ef þeir æskja þess, bætt við sig námi i Kennaraháskóla tslands... og lokið þaðan kennaraprófi með iþróttakennslu að sérgrein. Til- högun viðbótarnámsins fer eftir reglugerð, sem setja skal aö fengnum lillögum skólastjórnar Kennaraháskóla Islands og skólanefndar lþróttakennara- skóla Islands. Setja má I reglu- gerð ákvæði um lágmarksein- kunn frá lþróttakennaraskólan- um sem skilyrði fyrir inngöngu i Kennaraháskólann. „Af þessu má sjá að sú fullyrðing þin að nem- endur Iþróttakennaraskólans geti orðið sér úti um almenn kennara- réttindi samkv. frumv. með eins ársseti i Kennaraháskóla tslands er gjörsamlega út i hött. 1 þessu sambandi bendi ég einnig á, að eftir þessa breytingu á frumv. þýðir samþykkt þess, að gera verður breytingar á lögum Kennaraháskóla Islands varð- andi inntökuskilyrði. Dettur þér i hug,að Kennaraháskólinn fallist á að nemendur íþróttakennara- skólans með t.d. gagnfræðapróf fái inngöngu i skólann? Og gerir þú þér virkilega vonir um, að sú menntun, er tþróttakennaraskól- inn kemur til með að veita á tveimur árum, verði metin til jafns við tveggja ára nám við Kennaraháskólann? Auðvitaö tekur Kennaraháskól- inn á móti þeim nemendum Iþróttakennaraskólans, sem hafa stúdentspróf, en hvað þá um hina nemendur skólans? Stjórn tþróttakennarafélagsins hefur bent á, að aðstaðan fyrir iþróttakennaranám að Uaugar- vatni er allsendis ófullnægjandi. Þessari staðreynd verður ekki á móti mælt og ekki heldur þeirri, að til þess að skapa viðunandi að- stöðu að Uaugarvatni þarf a.m.k. að reisa stórt iþróttahús, leik- velli, kennsluhúsnæöi, sundlaug og eflaust fleiri byggingar. Þessar byggingar munu kosta rikissjóð á annað hundrað milljónir króna. Ég efast ekki urr^ að þú gerir þér ljóst, að þessi mannvirki verða ekki reist i ná- inni framtið. Eigum við samt sem áður að samþykkja,að nemmtun iþróttakennara fari fram að Uaugarvatni, við óviðunandi aðstæður? Er þýðing iþrótta- kennaramenntunar fyrir islenzka likamsmenningu ekki meiri en svo, að fórna megi henni á altari þröngsýni og ihaldssemi? Hvers vegna, þegar beint liggur við að koma henni i viðunandi horf með þvi að fela Kennaraháskóla Islands hana? Við Kennara- háskóla Islands eru þær beztu aðstæður fyrir menntun iþrótta- kennara, sem völ er á hér á landi. Skólinn býr yfir æskilegu kennsluhúsnæði, ákveðiö hefur verið að reisa iþróttahús við skól- ann og táka 'það i notkun haustið 1973. I námunda við skólann eru iþróttamannvirki eins og Uaugar- dalshöllin, Uaugardalsvöllur, sundlaugar Reykjavikur og fl. Aðstaða til æfingakennslu er að sjálfsögðu mun betri en hún getur nokkurn timan orðið að Uaugar- vatni. Að siðustu vil ég benda þér á, að menntun iþróttakennara er lifsnauðsynlegt að vera i nánum og lifrænum tengslurn við iþrótta- hreyfinguna. Slik tengsl eru ill- möguleg að Uaugarvatni og er þá ekki sagt, að iþróttir séu ekki iðkaðar annarsstaðar en i Reykjavik, en i Reykjavik er iþróttahreyfingin fjölbreyttust og i mestum blóma. Menntun iþróttakennara er einnig nauðsyn aö njóta þeirra fagmanna sem völ er á i hinum ýmsu iþróttagrein- um, sem iðkaðar eru hér á landi. Það liggur i augum uppi, að menntun iþróttakennara getur ekki nema að mjög litlu leyti notiö þeirra, eigi hún að fara fram að Uaugarvatni. Ýmsar fleiri leiðréttingar mætti gera við grein þina, en það verður að biða betri tima ef þess gerist þörf. Ég vil að siðustu aðeins undir- strika, að islenzkri iþróttahreyf- ingu er mikil þörf á stórbættri menntun iþróttakennara ef við tslendingar ætlum að stefna að framförum á sviði likamsupp- eldis og iþrótta og ávinna islenzkri likamsmenningu virðing annarra þjóða. Þess vegna ber að skapa iþróttakennaramenntun- inni eins góð skilyrði og kostur er á hér á landi,en láta ekki annar- lega sjónarmið ráða ferðinni. Virðingarfyllst, Dr. Ingimar Jónsson FJALLIÐ TIL MUHAMEÐS - EÐA MÚHAMEÐ TIL FJALLSINS Svar við grein dr. Ingimars Jónssonar Það er tæplega ástæða til að eyða miklu rúmi til að svara grein dr. Ingimars Jónssonar, þar eð fátt nýtt kemur fram i grein hans. En örfáum orðum verð ég þó að fara um ýmsar athugasemir hans, sem sum- part eru byggðar á misskiln- ingi og sumpart á skilnings- leysi á málefninu. Ég vil þá fyrst mótmæla þeirri staðhæfingu dr. Ingi- mars, að ég hafi haft fremur litinn áhuga á að kynna mér afstöðu stjórnar Iþrótta kennarafélagsins, þar sem ég mætti ekki á fundi iþrótta- kennara. Skilaboð um þennan lund fékk ég ekki fyrr en klukkustundu áður en hann átti að hefjast, og var búinn að ráðstafa tima minum, og þótti það leitt, enda er ég tilbúinn að mæta á öllum fundum, sem fjalla um málefni lþrótta- kennaraskóla Islands, fái ég boð um það timanlega. En hins vegar er óskiljanlegt, að óheimilt skuli að draga ályktanir af greinargerð, sem stjórn lþróttakennarafélags- ins dreif - ir meðal blaða- manna, „hefðir þú mætt þar, hefðir þú eflaust getað sparað þér vangaveltur um afstöðu stjórnarinnar”, segir dr. Ingi- mar i grein sinni. Fæ ég ekki betur séð, en að hann sé að sverja greinargerðina af sér með þessum orðum. Alla vega gefur hann i skyn. að þessi rit- smið hafi verið gerð af miklum vanefnum, og er ég i sjálfu sér alveg sammála þvi. Það er alger misskilningur dr. Ingimars, að ég hafi gert stjórn Iþróttakennarafélags- ins upp skoðanir um „eitt- hvert eilifðarform” skólans, en hins vegar er bægslagang- ur stjórnar félagsins svo mikill vegna frumvarpsins.að það er engu likara en hún haldi, að það eigi að standa óbreytt um aldur og ævi, sem er auðvitaö alger misskiln- ingur. Sömuleiðis er það mis- túlkun af hálfu dr. Ingimars, að menntun iþróttakennara sé sett skör lægra en önnur kennaramenntun. Benti ég á — og i þvi efni yfirsást dr. Ingimar — að nemendur skól- ans eigi að starfa hjá hinni frjálsu iþróttahreyfingu milli ára. Það er hvergi tekið fram, að þeir timar eigi aðeins að vera 70 klukkustundir, heldur minnst 70 klukkustundir. Þá verðurdr. Ingimar mjög tiðrætt um inntökuskilyrðin, og telur það mikla óhæfu, að þau skuli vera nokkuð rýmri en gerist um aðra skóla. I þessu efni hlýtur dr. Ingi- mar að vera ljóst, að hér er um bráðabirgðaráðstöfun að ræða, þvi að ef inntökuskil- yrðin væru ekki eins rýmileg og gert er ráð fyrir, þýðir það einfaldlega, að aðsókn að tþróttakennaraskólanum myndi minnka verulega. Stúdentsmenntun er ekki enn þá orðin það almenn — þótt það sé alltaf að aukast,að fólk taki stddentsþróf — að nægi- legar margir myndu sækja um skólavist i Iþrótta- kennaraskólanum. Til að mynda hefur aðsókn stúdenta að tþróttakennaraskólanum aldrei verið það mikil, að þeir hafi fyllt „kvótann” Ekki er sjáanlegt, að breyting veröi á þvi alveg á næstunni. Þess vegna væri það stórháskalegt, ef nú ætti að takmarka aðgang að skólanum á meðan skortur er á iþróttakennurum viða úti á landsbyggðinni. Þess vegna er eina skynsamlega stefnan I bili að þrengja inntökuskil- yrðin ekki um of, enda hafa aðrir slæma reynslu af sliku. Gaman væri, ef dr. Ingimar upplýsti t.d. — vegna þess, að honum verður svo tiörætt um handavinnukennaranámið — hve margir stúdentar innrituðust í handavinnudeild Kennarahákólans á síðasta ári, og hve margir hafa óskað eftir innritun fyrir næsta ár. Varðandi launakjör iþrótta- kennara vil ég segja það, að margt fleira kemur til, að þeir skuli vera i lægri launa- flokkum en aðrir kennarar, og kannski ekki sizt slæleg frammistaða forustumanna íþróttakennarafelagsins, sem ekki hafa barizt nógu skelegg- lega fyrir rétti þeirra. Það atriði, að nemendur Iþrótakennaraskólans öðlist rétt til náms I Kennaraháskól- anum að loknu iþrótta- kennaraprófi, fær dr. Ingimar ekki hrakið. Það er ráð fyrir þvi gert. Það er hins vegar ekki mitt að kveða upp úr umþað, hvort nemendur Iþróttakennaraskólans þurfi að sitja eitt ár eða tvö I kennaraháskóla til að öðlast almenn kennararéttindi. Um það fjalla skólastjórn Kennaraháskólans og skóla- nefnd tþróttakennaraskólans. En hins vegar bendir margt til þess, að eitt ár muni nægja og byggi ég það á þvi, að handa- vinnukennarar hljóta 7 hluta af 12, sem þarf til að hljóta kennaramenntun, fyrir verk- legt nám i kennaraháskólan- um. Tel ég ekki ósanngjarnt að meta rúmlega tveggja ára nám við tþróttakennaraskól- ann einnig á 7 hluta. Mjög auð- velt ætti að vera fyrir nemendur fþróttakennara- skólans, þá, sem hyggja á framhaldsnám i Kennara- háskólanum, að verða sér úti um 1 eða 2 hluta til viðbótar með aukatimum i Mennta- skólanum að Laugarvatni, sem auðveldlega má sam- eina. Við skulum ekki spenna bogann of hátt — og segja aðeins 1 hluti. Samtals verða það þá 8 hlutar af 12, eða 2/3 þess, sem ná þarf. Er þá nokkuð eðlilegra, það sem eftir er, taki eitt ár? Þetta ætti að geta orðið algeng leið, en ég er þvi fylli- lega meðmæltur, að gerðar séu einhverjar takmarkanir I þessum efnum, svo aumingja gagnfræðingarnir, sem dr. Ingimar virðist hafa óbeit á, eigi ekki eins greiðan aðgang að Kennaraháskólanum. Dr. Ingimar slær því föstu, að ekki verði byggð ný mann- virki við tþrótta- kennaraskólann að Laugar- vatni af þvi að það muni verða svo kostnaðarsamt. Svona órökstudd fullyrðing fellur um sjálfa sig. Sannleikurinn er sá, að nú loksins, eftir margra ára — og jafnvel áratuga — deyfð er loks að vakna skilningur meðal ráðamanna á málefn- um skólans. O að einmitt þá skuli það gerast, að þeir reiði til höggs, er hlifa skyldu, sjálf- ir iþróttakennararnir. Það er léleg lausn, sem dr. Ingimar bendir á, að nem- endur tþróttakennaraskólans, verði hann fluttur til Reykja- vikur, geti farið á milli staða i Reykjavik til að sækja tima. Væri illa farið með lenginu skólans, ef nota á hana til strætisvagnaferða i Reykja- vik. Ég læt nú þessum skrifum lokið i bili, en þó get ég ekki látið hjá liða, af þvi að dr. Ingimar talar um annarleg sjónarmið i lok greinar sinnar, að minnast á það, að mörgum finnst sem barátta dr. Ingi- mars — kennaraháskóla- kennarans — sé dálitið af persónulegum toga spunnin. Auðvitað er ljóst, ef fram heldur, sem horfir, um Ken na r a há s k óla nn , aö kennarar hans verða verk- efnalitlir, Ætli dr. Ingimar að minnast þess, að þegar fjallið vildi ekki koma til Múhameðs, fór Múhameð til fjallsins. Yrði honum áreiðanlega vel tekið á Laugarvatni. -alf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.