Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.05.1972, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 9. mai 1972. TÍMXNN ]7 Bikarinn loksins til LEEDS! Myndin hér aö ofan sýnir Don Revie, framkvæmdastjóra Leeds og Billy Bremner, fyririiöa Leeds, fagna sigrinum í bikarnum, en Revie heldur á bikarnum. Allan Clarke skoraði eina mark úrslita leiksins milli Leeds og Arsenal í byrjun síðari hálfleiks. SN I LLINGAR Leeds unnu enska bikarinn í fyrsta sinn i sögu félagsins á laugardag. Veröskuldaö var þaö/ en ekki án alls erfiöis. Leikurinn var fremur grófur og gat alls ekki talizt neitt frábær. ArsenaL bikarmeistarar frá í fyrra, varð þar meö aö sjá af bikarnum til Leeds, eftir þennan 91. úrslitaleik ensku bikarkeppninnar, en hundraöáreru liðin frá því fyrsti úrslitaleikurinn var háöur. Eftir aðeins 60 sekúndur hafði dómarinn, Dave Smith, dæmt tvær aukaspyrnur og bókað McNab, Arsenal. — Arsenal átti fyrsta umtalsverða tækifærið, þegar Frank Mc Lintock, fyrirliði Arsenal, skaut hörkuskoti að marki, sem David Harvey þurfti að kasta sér endilöngum til að ná. A 32. min skall hurð nærri hælum hjá Leeds, þegar Alan Ball átti þrumuskot að marki, fram- hjá Harvey markverði Leeds, en Paul Reaney var vel á verði og bjargaði af marklinu. Tveimur min. siðar fékk Norman Hunter, Leeds, bókun hjá dómara, og i leikslok höfðu tveir aðrir leikmenn einnig verið bókaðir — Bremner fyrirliði Leeds, rétt fyrir hlé og Charlie George rétt eftir.hlé. Það var mikið um aukaspyrnur og kom það i veg fyrir að liðin næðu að sýna góða knattspyrnu. Allan Clarke átti siðasta orðið i fyrri hálfleik, þegar hann skallaði knöttinn í slá eftir sendingu frá Lorimer, en stuttu áður átti Jones skot framhjá Arsenal-markinu, eftir góðan sprett hjá Clarke. Þegar niu min voru liðnar af siðari hálfleik kom eina mark leiksins. Það byrjaði með þvi að Madeley gaf knöttinn til Lorimer, sem gaf til Jones, er var kominn út á hægri vallarhelming. Jones hljóp áfram og kom knettinum framhjá McNab til Allan Clarke, sem beygði sig fram og skallaði i hægra hornið, óverjandi fyrir Barnett i Arsenal-markinu. Eftir leikinn var Allan Clarke valinn „maður leiksins”, en þetta er i annað sinn.sem hann hlýtur þann heiður — i fyrra skiptið var hann með Leicester. Clarke og Johnny Giles þurftu báðir að fá kvala-'Stillandi sprautur fyrir leikinn, þar sem báðir voru slasaðir á fæti. Clark sagði, eftir leikinn, að áhrif sprautunnar hefðu dvinað mjög i siðari hálf- leik og kvalirnar náð yfir- höndinni. Eftir markið náði Leeds yfir- tökunum, aðallega á miðjunni, en Arsenal barðist samt og hefði allt eins getað jafnað, þegar um 20 min voru eftir. Ball sendi þá knöttinn til Charlie George, sem skaut þrumuskoti i slána. Minútu siðar sýndi Eddie Grey mjög góð tilþrif, er hann lék a' tvo Arsenal-menn og skaut fallegu skoti, sem Barnett markvörður sló i horn. Stuttu siðar kom Ray Kennedy inná i stað John Radiord. Bæði Radford og George, framlinu- menn Arsenal, höfðu litið sézt i leiknum, þar sem Jackie Charlton og Norman Hunter, sem gættu þeirra áttu mjög góðan leik. Kennedy bætti litið úr skák. Bæði Allan Clarke og Eddie Grey áttu góð tækifæri, en voru eigingjarnir og misnotuðu þau, þegar þeir annars hefðu átt að gefa knöttinn. Þegar fimm min. voru eftir átti Peter Lorimer skot i stöng, eins og til að undirstrika yfirburði i sókninni. A siðustu min komst Mick Jones næstum framhjá Barnett markverði, með knöttinn, en Barnett náði að varpa sér a hann, og við þaö féll Jones. Hann lá enn á vellinum meö marg- menni i kringum sig, þegar Bremner tók við bikarnum, en var siðar settur á börur og áætlað að bera hann burt. En Jones var á annarri skoðun. Hann var ekki alvegá þvi að missa af jafn stórri stund og að taka við verðlauna- peningi úr hendi drottningar. Með miklar kvalir i vinstri olnboga, klöngraðist Jones upp tröppurnar að verðlaunapallinum. Hunter félagi hans, kom honum til hjálpar og áhorfendur klöppuðu eftir hvert þrep sem Jones, kleif, og fagnaðarlætin voru alveg eins mikil þegar Jones tók við verð- launapeningi sinum og Bremner lyfti upp bikarnum. Siðar kom i ljós aö Jones var ekki handleggs- brotinn. Lið LEEDS: Harvey, Reney, Madeley, Bremner, Charlton, Hunter, Lorimer, Clarke, Jones, Giles, Gray, varam: Bates. Lið ARSENAL: Barnett, Rice, McNab, Storey, McLintock, Simpson, Armstrong, Ball, George, Radford, Graham, varam: Kennedy. Marka- regn á Hampden Park, er Celtic varð meistari GLASGOW CELTIC sigraði Hibernian 6-1 í úrslitaleik skozku bikar- keppninnará laugardag, og er það i 22. skipti sem Celtic vinnur bikarinn, en 36 sinnum hefur félagið veriö i úrslitum. Leikmaður, með það kunnuglega nafn Dixie Dean, skoraði þrjú af mörkum Celtic. Ahorfendur á Hampen Park, sem voru yfir 106 þúsund, þurftu ekki að biða lengi eftir marki. A 2.min. kom fyrirliði Celtic, Billy McNeill, liði sinu yfir, en niu min. siðar jafnaði Hibernian, með marki Alan Gordon. En Celtic, með snillinginn Jimmy Johnstone sem bezta mann, komst aftur yfir á 22.min leiksins, þegar Dixie Dean skoraði sitt fyrsta mark. (Eins og kunnugt er á hann nafna i Liverpool, fyrrum Everton-leikmanninn „Dixie” Dean, sem á metið yfir flest mörk skoruð á einu leiktima- bili i Englandi). Þegar 10 min. voru liðnar kom annað mark Deans og var það stórglæsilegt. Hann lék fyrst á Brownlie, bakvörð Hibernian, siðan Herriot markvörð og að lokum Brownlie aftur og skaut i autt markið við gifurleg fagnaðar- læti áhorfenda. Þriðja mark sitt skoraöi Dean tuttugu min. siöar. A 83. min. skoraði Lou Macari fimmta mark Celtic með hörkuskoti, og eins og það væri ekki nóg, þá bætti hann ööru marki viö, þegar þrjár min. voru eftir, á svipaðan hátt og fyrr. Jim Craig, bakvörður, Celtic, lék sinn siðasta leik með Ceitic, þar sem hann hyggst einbeita sér að tann- læknanámi i S-Afriku og þar mun hann leika með Hellenic i Höfðaborg. Craig hefur orðið deildar-, bikar, deildar- bikar og Evrópumeistari i keppni meistaraliða með Celtic. Einnig hefur hann leikið landsleik. Með þessum sigri hefur Celtic bæði unnið deild og bikar i ár. -kb Danir fengu slæma útreið! Eins og skýrt hefur verið frá á iþróttasiðunni taka Danir þátt i úrtökumóti OL i körfu- knattleik um þessar mundir. Þeir léku fyrsta leik sinn við Frakka og fengu slæma út- reið. Frakkar sigruðu með 40 stiga mun 106 gegn 66. Danirnir léku vel i upphafi en er liða tók á leikinn léku Frakkarnir sér að danska lið- inu. Danir eru heldir óhressir yfir þessari útreið. Eina mark leiksins er oröið að veruleika. Allan Clarke (t.v.) og Peter Lorimer takast i hendur — en svipurinn á Frank McLintock (t.v.) og George Graham (t.h.) þarfnast ekki skýringar viö. Geoff Barnett, markvörður Arsenal, liggur á hnjánum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.