Tíminn - 10.05.1972, Page 1

Tíminn - 10.05.1972, Page 1
N IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SIMI: 19294 * * * AÐGERÐIR NIXONS VlÐAST FORDÆMDAR Tundurduflum var varpað í sex hafnir í Norður-Vietnam í gær. Mesta spenna milli stórveldanna frá því Kúbudeilunni lauk. NTB-Hong Kong, Saigon og Washington Bandariskar flugvélar vörpuðu i gær niður tundurduflum i höfnina i Haiphong og fleiri N- Vietnamskar hafnir. Nixon forseti fyrirskipaði þessar aðgerðir i sjónvarpsræðu i fyrrinótt, í þeim tilgangi að loka öllum aðflutningsleiðum N-Viet- nama. Jafnframt voru gerðar loftárásir á Haiphong. Tundurduflin verða ekki virk fyrr en á morgun, svo að erlendum skipum i þessum höfnum gefst tækifæri til að koma sér burtu. Kissinger, helzti ráðgjafi Nixons i öryggismálum, sagði i gær, að þessi ákvörðun hefði verið tekin vegna þess, að engin önnur leið hefði verið fær. Hann viðurkenndi, að Bandarikin hefðu vanmetið þær vopnabrigðir, sem Sovétmenn hefðu látið N-Viet- mönnum i té, og að það hefði tekið langan tima að gera sér grein fyrir, hversu umfangsmikil sókn norðanmanna væri. Ekki árangur strax Bandarisku flugvélarnar vörpuðu tundurduflum niður I sex hafnir i N-Vietnam i gær og gerðu einnig árásir á járnbrautar- leiðina milli N-Vietnam og Kina. Talsmenn landvarnarráðu- neytisins bandariska segja, að þær aðgerðir/Sem forsetinn fyrir- skipaði myndu ekki hafa nein áhrif þegar i stað i S-Vietnam, þar sem kommúnistum verður nú vel ágengt. í sjónvarpsviðtali i gærmorgun, sagði aðstoðarland- varnarráðherrann, Kenneth Rush, að allt muni þetta þó þjóna sinum tijgangi, er fram i liði og hann vonaðist til, að aðgerðirnar myndu færa kommúnistum heim sanninn um það, að samningar væru eina leiðin út úr styrjöldinni. I herbúðum kommúnista i Paris var bent á, að N-Vietnamar hefðu lengi búizt við einhverjum svipuðum aðgerðum og telja sér- fræðingar, að þeir eigi miklar birgðastöðvar i S-Vietnam, sem þeir geti notað til að berjast áfram vikum eða jafnvel mánuðum saman. Framhald á bls. 6. t þessum gamla bil fannst vélin og grindin úr jeppanum, sem stoiið vai fyrir hálfu ööru ári og ekkert fréttist af fyrr en nú. (Timamynd GE. TYNDI JEPPINN FANNST w •• • • LOKS A MORGUM STOÐUM OÓ-Reykjavik. Rannsóknarlögreglan i Reykjavik stóð i þvi að smala saman Willysjeppa, sem stolið var fyrir hálfu öðru ári og ekkert fréttist af þar til i gær- morgun, að bilþjófurinn var handtekinn og visaði hann á bilinn, sem hann var reyndar búinn að rifa. Nokkuð úr bil- num var hann búinn að setja i eigin jeppa, sem er miklu eldri árgerð, hitt var falið hingað og þangað. Eitthvað af bilhlutum var falið ofan við Hafravatn, nokkuð þurfti að sækja i hraunið fyrir sunnan Straum i bilskúr og svo i gamla jeppann þjófsins. Eigandi stolna bils- ins var fyrir löngu búinn að gefa upp alla von um að sjá hann aftur, en nú verður hægt að setja hann saman á ný. Mikið hefur verið leitað að stolna jeppanum, en ekki fannst af honum tangur né tet- ur og voru uppi alls konar get- gátur um afdrif hans. En það var athugull maður, sem komst á sporið. Hann varð var við, að i gamla jeppanum, sem bilþjófurinn á, voru komnir hlutir, úr nýrri bil og grunaði hvers kyns var. Lögreglan handtók i gærmorgun mann- inn, sem grunaður var um þjófnaðinn og játaði hann eftir nokkurt þóf og visaði á bilhlut- ana. Jeppanum var stolið við Raunvisindadeild Háskólans 2. sept. 1970. Sá sem það geröi, er tvitugur maður, og segist hann hafa geymt hann i skúr fram til næstu áramóta. Þá byrjaði hann að rifa bilinn og notaði úr honum i jeppa, sem hann átti sjálfur, grindina og vélina og það sem þessu til- heyrði nema hásinguna. Siðan er hann búinn að aka á þessu farartæki sem sinum bil, þar til að sá glöggi maður, sem kom lögreglunni á sporið, sá að þetta gat illmögulega passað saman. Þ.e. vélin, grindin og vagninn. Það af stolna bilnum, sem maðurinn ekki notaði i sinn gamla jeppa, var falið. Karfan, vélarlokið og ýmis- legt úr mælaborði o.fl. var geymt ofan við Hafravatn. Lágu hlutirnir þar undir yfir- breiðslu. Brettin og grillið að framan og fleira var falið i hrauninu sunnan við Straum. Hásing, girkassi og nokkrir smærri bilhlutar voru geymdir i skúr i borginni. Þannig kemur þetta saman, og er ekki vitað að nú sé neins saknað af bilnum. Pilturinn átti jeppa að ár- gerð 1946. En sá sem hann stal var af árgerð 1966, eða 20 árum yngri. Er mikill útlits- munur á þessum jeppum og ógjörningur að nota nema nokkra hluti úr þeim nýja i gamla bilinn. Bilþjófurinn segist hafa verið einn af verki og hafa ekki notið aðstoðar neins annars til að rifa bilinn og fela hlutana úr honum. Hann segir, að upphaflega hafi hann ekki ætlað að stela bilnum til niður- rifs, en svona hafi málið æxlast/þegar hann var búinn að geyma jeppann i skúrnum i nokkra mánuði. Billinn, sem hvarf var skrá- settur i Mosfellssveit og er Einar Jakobsson eigandi hans. Er nú búið að skila honum þeim hluta bilsins, sem ekki eru komnir i gamla jeppann og að sjálfsögðu verð- ur honum afhent grindin og vélin, þegar búið er að rifa það úr þeim gamla. Skreiðarsalan: Svar frá Nigeríu í þessum mánuði ÞÓ-Reykjavik Islenzkir skreiðarútflytj- endur biða nú spenntir eftir þvi, að Nigeriu stjórn heimili innflutning á skreið frá ís- landi. — En sem kunnugt er, þá opnaði Nigeriustjórn skreiðarmarkaðinn þar i aprilmánuði s.l., með vissum skilyrðum. Bragi Eiriksson i Skreiöar- samlaginu sagöi, að þeir væru búnir að fá,,hundruð fyrirspurna,” en enn sem komið væri hefði Nigeriu- stjórn ekki gefið innflutn- ingsleyfi fyrir islenzka skreið. Sagði Bragi, að þeir hjá Skreiðarsamlaginu væntu þess, að eitthvert svar um innflutning á skreiö til Nigeriu kæmi i þessum mán- uði. Er gullskip- ið fundið? ÞÓ-Reykjavik. Þeir félagar Kristinn Guð- brandsson og Bergur Lárus- son, hafa nú verið á annan mánuð austur á Skeiðarár- sandi við leit að gullskipinu fræga, sem strandaði þar á 17. öld. Með þeim i förinni er hópur manna, þar á meðal nokkrir Bandarikjamenn af Keflavikurflugvelli, sem höfðu með sér mjög fullkom- in málmleitartæki. Þær sögur berast nú austan af Skeiðarársandi að gullskipið sé fundið, eða að miklar likur séu til þess. Þeir Kristinn og Öergur hafa ekkert látið frá sér heyra um það, en þeir eru væntanlegir til byggða nú i vikunni. Siðustu daga hefur leitar- flokkurinn á Skeiðararsandi unnið við að bora i sandinn, eftir að mælitækin sýndu,að árangurs væri að vænta. Veðurfar hefur hinsvegar verið óhagstætt og tafið mik- ið fyrir leiðangursmönnum. Ef það reynist satt vera, að hér sé komið gullskipið um- talaða i leitirnar, þá má bú- ast við að óhemju verðmæti komi upp úr sandinum. — Það var árið 1667, að stórt hollenzkt indiafar strandaði á Skeiðarársandi i septem- bermánuði og með þvi fórust á annað hundrað manns. Skipið, sem nefndist Het Wapen van Amsterdam var að koma frá Jövu,er það strandaði og hafði það lent i óviðri og hafvillum á At- lantshafi. — Enginn vissi þess dæmi, að áður hefði strandað svo stórt skip við íslandsstrendur. Het Wapen hafði klukkukopar, sem kjöl- festu, en að öðru leyti var farmurinn gull, silfur, perl- ur, silki skarlat og fleira af dýrmætum vörum. — A sin- um tima var farmurinn virt- ur á 43 gulltunnur.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.