Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. mai 1972 TÍMINN 5 DÖMÍNÓ EFTIR JÖKUL ÆFT HJÁ LEIKFÉLAGINU Leikfélag Reykjavikur frum- sýnir tvö leikrit i tilefni Lista- hátiðar i Reykjavil^ i næsta mánuði. Þann 4. júni, opnunar- dag, verður forsýning á Dominó, hinu nýja leikriti Jökuls Jakobssonar, og 12. júni verður svo fyrsta sýning á Leikhús- álfunum, hinu fræga fjöldskyldu- leikverki finnsku skáldkonunnár Tove Janson. A þ'eim leik verða þrjár sýningar. Æfingar stand nú yfir á báðum þessum feikritum. Dóminó er fimmta leikrit Jökuls Jakobs- sonar, sem Leikfélag Reykja- vikur sýnir hin fyrri eru:Pókók 1960, Hart i bak 1962, Sjóleiðin til Bagdad 1965 og Sumarið ’37, sýnt 1968. Eítt þessará leikrita Hart I bak, hefur verið sýnt oítar en nokkurt annað leikrit á Islandi i einni lotu, þó að Kristnihald undir Jökli ógni nú metinu. Jökull er sá leikritahöfundur, sem hvað mest hefur kveðið að i islenzku leik- húsalifi undanfarinn áragug og er hann nú orðinn einhver afkasta- mesti leikritahöfundur okkar fyrr og siðar. I þvi sambandi má minna á, að Jökull hlaut verðlaun i leikritasamkeppni Leikfélags Reykjavikur i tilefni 75 ára af- mælisins i vetur, ásamt Birgi Sigurðssyni. Það leikrit nefndist Kertalog og verður tekið til með- ferðar i Iðnó siðar. Aðeins ein sýning, sú á opnunardaginn, á Dóminó verður til sölu á vegun listahátiðar. Þriðjudaginn 6.júni verður hin eiginlega frumsýning og eiga fastagestir Leikfélagsins for- gangsrétt að þeirri sýningu og verða sendir sinir miðar eins og venja er. Sama máli gegnir um þær sýningar, sem á eftir koma, að fastir áskrifendur eiga þar for- gangsrétt á miðum sinum eins og vant er. Alls verða 7 sýningar á Dóminó i vor. Það er Helgi Skúlason, sem sviðsetur Dóminó, en þetta er þá þriðja leikrit Jökuls, sem hann stýrir, hin fyrri voru Pókók og Sumarið ’37.. Helztu hlutverkin eru 6, þar koma fram þrir ætt- liðir, sem þær Þóra Borg, Helga Bachmann og Ragnheiður Stein- dórsdóttir leika, en fjórða kven- hlutverið er i höndum Guðrúnar Stephensen. Aðalkarlhlutverkin leika Steindór Hjörleifsson og Jón Laxdal og er þetta i fyrsta skipti að hann leikur á þeim gömlu fjölum i Iðnó. Leikmynd er eftir Steindór Sigurðsson, eins og fyrir flestar fyrri Jökulssýningar. (Fréttatilkynning). . TsTil j yU'■. íf?-. (* I i jjJk- viM Jsl ■L . f 7JQ Heildarvelta Kaup félags Héraðsbúa var 452 millj. Vörusalan jókst um 32 millj. og nam alls 197.7 millj. Aðalfundur Kaupfélags Hér- aðsbúa var haldinn i Félagslundi á Reyðarfirði laugard. 6. mai s.l. Á fundinum mættu 56fulltrúar frá 13 félagsdeildum, auk fram- kvæmdastjórnar, framkvæmda- stjóra, endurskoðanda og gesta. Formaður stjórnar Steinþór Magnússon bóndi, setti fundinn og stjórnaði honum. Ritarar voru kjörnir Jóhann Bjarnason bóndi Eiriksst. og Magnús Þorsteinsson bóndi Höfn. t upphafi fundar flutti formaður ræðu um samvinnu- stefnuna, tilgang hennar og starfsemi. Framkvæmdastjöri félagsins Þorsteinn Sveinsson flutti árs- skýrslu félagsins, en hún var og afhent fundarmönnum sérprent- uð úr riti félagsins ,,Samherja”. Ræddi hann áhrif hagstæðs veðurfars á afkomu fólks á fé- lagssvæði kaupfélagsins. Siðast- liðið haust var alls slátrað á veg- um félagsins 41,172 fjár i 4 slátur- húsum, Meðalfallþungi dilka varð 14,55 kg. er það 1,17 kg. meira en á fyrra ári. Heildar kjötþungi varð nokkru minni, eða 49 tonnum og var slátrað 7554 færra, en i fyrra. Framkv.stj. taldi ástæður fyrirþeirri fækkun einkum þrjár: 1) meiri ásetning vegna góðs ár- ferðis 2) færri ær tvilemdar 3) slæmar heimtur vegna áfellis er kom i ágúst s.l. Endanlegt verð til framleið- enda á 1. fl. dilkakjöti varð kr. 104.37,- Alls var slátrað 343 nautgripum að fallþunga 43 tonn. Innvegin mjólk hjá mjólkur- samlagi félagsins var 2.275.322 ltr. er það 10% aukning frá fyrra ári. Framleiðslan skiptist þannig: nýmjólk 1015.3003 Itr., rjómi 27.280 ltr. Smjör 48 tonn, skyr 51 tonn og kasein 21 tonn. 1 frystihúsi félagsins á Reyðarfirði voru framleiddir 6 þús. kassar og á Borgarfirði 5 þúsund kassar. Vöntun var mikil á hráefni til frystihússins á Reyðarfirði og framleiðslan 10500 kössum minni. Til að tryggja rekstragrundvöll gekkst félagið fyrir stofnun hluta- félagsins Hólma h/f. i félagi við Hraðfrystihús Eskifjarðar, um kaup á skuttogara frá Spáni. Er hann nú i smiðum og verður 450- 500 tonn — og kemur væntanlega haustið 1973. Kaupverð er kr. 96 millj. fast verð. 1 sambandi við hraðfrystihúsið á Borgarfirði tók til starfa þar fiskimjölsverksmiðja á miðju sumri i fyrra, og bætti það mjög nýtingu og rekstur frystihússins. Þar er og fyrirhugað að setja upp isvél i sumar. Hefur isinn hingað til verið fluttur á bilum frá Reyðarfirði. Saltfiskframleiðslan varð 100 tonn á Borgarfirði. Vöntun á góð- um hafnarmannvirkjum á Borgarf. stendur útgerð þar mjög fyrir þrifum. Nú er úrbóta von, þar sem áætlað hefur verið byrj- unarframlag til hafnar. Rekstur bila KBH gekk vel. Sömuleiðis Trésmiðjunnar, er hafði næg verkefni, m.a. byggingu elli- og hjúkrunarheimilis á Egilsst. Vélakostur brauðgerðar var auk- inn og endurbættur. Gekk rekstur hennar vel og jókst um 800 þús. kr. Fjárfesting á árinu nam alls 8,5 millj. er þar einkum um að ræða viðhald og endurbætur fast- eigna, véla- og tækjakaup o.fl. Á árinu stofnaði Landsbanki Is- lands umboðsskrifstofu á Reyðarfirði, yfirtók bankinn innlánsdeild kaupfélagsins á Reyðarfirði, að upphæð um 9,4 millj. Þrátt fyrir það hefur inn- lánsdeildin ekki lækkað nema um 1,1 millj. og er nú 36,9 millj. kr. Inneignir viðskiptamanna við félagið höfðu aukizt um 11 millj. og eru nú 65,3 millj. kr. I heild hafa viðskiptamenn hætt hag sinn við félagið um 7 milljónir. Kaup- félagið rekur nú verzlanir á Egilsstöðum, Reyðarfirði og Borgarfirði eystra- auk marg- háttaðrar framleiðslu- og þjón- ustustarfsemi og verzlun á Seyðisfirði. Heildarvörusalan varð 197,7 millj. kr., er það aukn- ing um 32 milljónir. Söluskattur varð I heild 12,3 milljónir. Heildarvelta félagsins varð 452 millj. kr. Aukning 79 milljónir eða 17,6%. Fastir starfsmenn eru 79, en alls hafa starfað hjá félaginu á árinu 712 menn og fengið i launa- greiðslum kr. 42 milljónir. Tekjuafgangur ársins varð 1.190.644,00. Helztu verkefni kaupfélagsins á komandi ári eru auk dður- nefndra skuttogarakaupa, bygg- ing verzlunarhúss á Egilsstöðum. stækkun hraðfrystihúss á Reyðarfirði, lagfæring hrað- frystihúss á Borgarfirði og undir- búningur að byggingu eins slátur- húss fyrir allt félagssvæðið. Miklar umræður urðu um starf- semi félagsins og skýrslu stjórnar og litu menn björtum augum til framtiðarinnar. A fundinum var samþykkt tillaga stjórnarinnar um að veita kr. 100 þúsund úr menningarstjóði félagsins til byggingar félagsheimilis á Borgarfirði eystra. Úr stjórn átti að ganga Ingimar Sveinsson bóndi á Egilsstöðum og var hann endurkjörinn. Form. stjórnar KBH er Steinþór Magnússon, bóndi. Framkv.stj. er Þorst. Sveinsson. Frétt. Marinó Sigurbjörnsson. Upplag Æskunnar 18 þús. EB-Reykjavik Fjölbreytt og vandað aprilblað Æskunnar er komið út, og kemur þar m.a. fram, að upplag blaðsins er nú 18 þús. eintök. Eykst upplag blaðsins stöðugt. I aprilblaðinu kennir að vanda ýmissa grasa. Má þar nefna smá- söguna ,,Lán i óláni”, og enn- fremur smásögurnar „Stór, stærri, stærstur”, „Töfraða regnhlifin” og „Kóngsdóttirin og páfagaukurinn”. Þá má minna á framhaldssögur i blaðinu, „Gull- eyjuna” og „Börnin i Fögruhlið”. Fjölmargir fastir þættir, bæði til fróðleiks og skemmtunar, eru i blaðinu. Bjössi bolla hefur þar plássið sitt að vanda, ásamt öðr- um bráðskemmtilegum mynda- sögum. Margt annað efni er i blaðinu. Skátafélagið Heklubúar PE-Hvolsvelli Á sumardaginn fyrsta stofnaði frú Guðrún Ormsdóttir skáta- félag i Hvolsvelli, sem hlaut nafnið „Heklubúar”. Stofnfélagar eru 18 talsins á aldrinum 12 og 13 ára. Félagsforingi er frú Guðrún Ormsdóttir, Hvolsvelli, en aðstoðarfélagsforingjar Ingi- björg Grétarsdóttir og Orn Guðnason. I stjórn eru Guðrún Gunnars- dóttir, tsleifur Sveinsson og Kjartan Jóhannsson. Myndin, sem með fylgir er af hinum ungu skátum með sól i sinni.-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.