Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. mai 1972 TÍMINN 11 iflRSTJÓRN: S-MIÐBORG EÐliM OG TAVERKUM 19. Skemmtibátahöfn við Skerja- fjörð 20. Baðströnd sérstakrar gerðar við Skerjafjörð, o.s.frv. Nokkrum af þessum byggingum hefur þegar verið ákvcðinn staður á svæðinu og sumar byggðar, en það er einn þáttur tillögunnar, að innbyrða þær i hið nýja miðborgarskipu- lag. Ennfremur skal skilgreint sem efnisatriði tillögunnar, að svæðið verði hannað þannig, að útsýni til norðurs verði ekki skert, og ekki til vesturs við Skerjafjörðinn, en stórt opið miðsvæði kjarnans gefi rými fyrir viðamiklar stækkanir al hoggmyndum hinna fremstu listamanna vorra i þeirri grein — þannig að listaást og listsköpun þjóðarinnar verði látin gefa hinni nýju miðborg það andriím, sem ekki eigi sinn líka á öðrum stöðum. Fjögur meginatriöi Kristján sagði, að tillagan fæli i áér fjögur meginatriði, eins og hún bæri með sér: 1. Að boðið verði út til almennrar samkeppni um tillögur að skipulagi nýrrar mið- borgar. 2. Að horfið verði alveg frá þeirri stefnu, að hanna á svæðinu litinn miðborgarkjarna til fárra áratuga — en tekin þess i stað sú stefna að skapa miðborg, sem tæki mið af þróun borgarinnar um næstu aldir — þ.e. með miklu meiri langtimasjónarmið en rætt hefur verið um. 3. Það er efnisatriði tillög- unnar, að hanna skuli opið mið- borgarsvæði, þar sem hin fagra fjallasýn til norðurs og sjávarsýn til vesturs á hluta svæðisins fengju að njóta sin. 4. Að settar yrðu upp gifurlega stórar höggmyndir á svæðinu, sem gæfu þvi alveg sérstakt og sér-islenzkt andrúm — þannig, að sá sem staddur væri i miðborg Reykjavikur sæi og fyndi glögg- lega sérkenni landsins og sér- kenni islenzkrar menningar. Siðan gerði Kristján nánari grein fyrir þessum meginþáttum tillögunnar og sagði: útboö Með þvi að bjóða út skipu- lagningu svæðisins og bjóða fram sæmileg verðlaun, má gera ráð fyrir, að margar eftirtektar- verðar hugmyndir komi fram. Það er lika sanngirnismál gagn- vart arkitektum og skipulags- mönnum, svo og hverjum þeim öðrum, sem áhuga hafa á skipu- lagsmálum borgarinnar, að þeim gefist kostur á að leggja til mála um svo mikilsvert framtiðarmál, sem hér um ræðir. Það er lika sanngirnismál gagnvart nútíðar- og framtiðar- ibúum borgarinnar og landsins alls, að ekki sé til sparað og lögð verði fram vinna og hugmynda- auðgi sú, sem hér mætti að gagni koma. Hér er ekki verið aö tjalda til einnar nætur. Hér er mál, sem alla þjóðina varðar i nútið og framtið. Langtímasjónarmiö Hér tel ég, að langtimasjónar- mið þurfi að rikja, sagði Kristján, og annað megin atriði tillögunnar felst i þvi, að skipuleggja miklu stærra svæði, en áður hefur verið rætt um. Hér er um grundvallar stefnu- atriði að ræða. Ég veit, að margir munu telja, að ódýrara mundi að skipuleggja miklu minna svæði, sem mætti duga til skamms tima t.d. til 30 til 60 ára. Ég tel, að með þvi væri farið inn á alranga braut. Rök min fyrir þessu eru m.a. þau, er nú skal greina: Með þvi að skipuleggja allt svæðið i einu, gefst gullið tækifæri til að mynda þann höfuðborgar- kjarna, sem gæti sett stórbrotinn og mjög sérkennilegan svip á höfuðborg vora um næstu aldir. Svæðið er nógu stórt til þess. Og þaðersérlega hentugt til þessara nota. Það býður upp á skipulagningartækifæri, sem óviða i heiminum munu eiga sinn lika. Að þvi er kostnaðarhliðina snertir, tel ég, að hafa beri i huga, að það er svo dýrmætt menningarlega séð, að eiga fagra og sérkennilega miðborg, að það verður ekki metið til fjár. En einnig fjárhagslega mundi það margborga sig, e.t.v. á einu og sérhverju ári i framtiðinni, að hafa nógu sérkennilegan og fagr- an miðborgarkjarna. Það mundi draga ferðamenn að landinu — ef sú sýn, sem þar gæfist, og það andrúm, sem þar rikti, væri nógu ógleymanlegt. Einmitt þetta bjóða aðstæður upp á að skapað verði. Auk þessa yrði að sumu leyti ódýrara að skipuleggja stærri svæði i einu, með þvi að það auð- veldar fyrirkomulag vega- mannvirkja til að komast að og frá miðborgarkjarnanum. Auk alls þessa er engin ástæða fyrir oss, sem lifum á skamm- ærri, liðandi stund, að hafa áhyggjur af fjárhag borgarbúa á ókomnum áratugum eða öldum. Vér, eins og aðrar menningar- þjóðir siglum nú hraðbyri inn i allsnægtaþjóðlifið, já, ofgnóttar- þjóðlifið. Og þess vegna munu afkom- endur vorir ekki kunna oss þakkir fyrir, ef vér eyðileggjum hið gull- na tækifæri, sem hér býðst, vegna smáveægilegra fjárhagssjónar- miða vorrar samtiðar. Efnahagsmálahönnuðir fram- tiðarinnar munu ekki verða i vandræðum með þau fjárhags- legu atriði, sem við þarf til að byggja glæsilega miðborg. Ég vil skjóta þvi hér inn, að þær tillögur og þær rannsóknir^em nú þegar hefur verið unnið að á umræddu svæði — hafa alls ekki verið unnar fyrir gýg. Einmitt af þvi( að búið er að vinna þær að ýmsu leyti vel, er nú grundvöllur til að bjóöa hönnunina út — að sjálfsögðu meö nokkurri undir- Framhald á bls. 15 Alda aldanna eftir Einar Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.