Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.05.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Miövikudagur 10. mai 1972 — Og það er einmitt það sorg- legasta af þessu öllu. Hann stóð á fætur og tók upp myndina. — Já, hann litur vel út — og ef okkar jarðneska lif hefur nokkra þýð- ingu þar sem hann nú er, verður hann áreiðanlega ánægðastur með það, að Maeve finni annan myndarlegan mann og giftist honum. Kinnar frú Blaney blossuðu bókstaflega. Hún var ofsalega móðguð, en rödd hennar var jafn áherzlulaus og stillileg og venju- lega. — Ég held þú skiljir þetta ekki, sagði hún. Chris mætti augnaráði hennar. — Jú, ég held ég geri það — og það betur en að þér hafið hugboð um. Þér skuluð vita.að ég flaug með þessum mönnum. Ég var bara svo heppinn að ég kom til baka. Ég horfði fast á Maeve. Hún sýndist með öllu ósnortin. Syrgði hún virkilega ennþá hinn dána elskhuga sinn, eins og frú Blaney vildi fá okkur til að trúa? Maeve var sá fjölskyldumeð- limurinn, sem erfiðast var að botna i. Þaö var ómögulegt að gera sér grein fyrir þvi.hvað ólg- aði bak við hið háa, bjarta enni. En eitt var þó vist, hún leit ekki út eins og kona, sem bar þunga og eilifa sorg. Þótt undarlegt megi teljast var orðið „ósnortin” eða jafnvel „kærulaus” það sem mér fannst gefa réttustu myndina af henni. 011 fórum við til Lundúna á mánudagsmorgun i bil Chris. Jónatan var dáiitið „súr”, og Fleur sagð ist ekki þekkja nokkra manneskju i Lundúnaborg, og sagði, að sér mundi hundleiðast aleinni i ibúðinni, auðum hönd- um. — En þú þekkir þó mig, sagði ég. — Þar að auki'á Chris fjölda vina, og ég er alveg viss um,að þú veröur mikiö boðið út. Þú verður höfð i hávegum, Fleur. Það birti svolitið yfir henni við þetta, og ég sá þakklæti i augum Chris. Við hleyptum Jónatan út við Knightsbridge, og hann kvaddi stuttur i spuna, án þess að geta þess,hvar við ættum að hitt- ast. Ég gat mér þess tiþað hann mundi ætla,að ég hringdi sig upp, og bæði afsökunar, en ég fann vel, að það mundi ég aldrei gera. Lof- aðu honum að vera i fýlu.ef hann vill, hugsaði ég. Auðvitað hefði ég átt að vera niðurdregin og óham- ingjusöm yfir þessu, en ég var það bara ekki. Ég gekk upp til Max. Hann sagðist hafa hlutverk handa mér, ef ég vildi kynna mér það. — Auðvitað vil ég það, svaraði ég. Ég var ákaflega ánægð yfir þvi að vera aftur komin i minn heim, og hafði á tilfinningunni.að ég mundi ráða við alla skapaða hluti. Næstu dagar fóru allir i æf- ingar. Ég sá Chris annað slagið, og einn daginn gátum við drukkið kaffi saman. Við töluðum aðal- lega um vinnuna, en rétt áður en við skildum mundi ég eftir þvi að spyrja eftir Fleur, og hvernig hún kynni við sig i ibúðinni. — Það er dálitið erfitt fyrir hana ennþá, svaraði hann stutt- lega. — Hún fór til Fairfield i dag, þvi ég þarf að vinna frameftir. Ég vissi að þú varst upptekin, svo það hefði orðið anzi einmanalegt fyrir hana. — Já, það hefði orðið það, svar- aði ég aðeins. — Jónatan var hjá okkur i gær- kvöldi, Hann horfði kiminn á mig. — Útaf hverju er hann i þessari fýlu? Ég sá Jónatan ljóslifandi fyrir framan mig. Ég barst i hlátur, Jónatan litli var i fýlu af þvi að hann fékk ekki að gera það,sem hann vildi. — Ég held að hann sé von- svikin vegna þess, að ég tók litið undir það að byggja nýja álmu við Fairfield-húsið handa okkur eins og móðir hans vill. — Mér datt þetta svona i hug sagði Chris. Hann lagöi hönd sina ofan á mina. — Ekki gera það, Kay — ekki gera það. Við skiptum um umræðuefni, og ég lagði allar hugsanir minar um Fairfield til hliða. I augna- blikinu hafði ég um annað að hugsa. Vandamálið Fairfield varð að biða sins tima. Eitt siðdegið, er ég hafði lokiö æfingunum, og var búin að fá grenjandi höfuðverk, ákvað ég að nú skyldi á ganga heim mér til hressingar. Allt i einu sá ég andlit, sem mér fannst ég kann- ast við. Jú, ungur maður lyfti hattinum og heilsaði mér. Það var Eirikur Farr, unnusti Lindsayar. Við fórum að tala saman. — Þú hefur liklega ekki tima til að fá þér einn drykk með mér? sagði hann. — Mig langar til að mega segja við þig fáein orð. Ég var talsvert þreytt, en ég gat ekki fengið af mér að neita þessu. — Þakka þér fyrir. Ég mundi þiggja einn bolla af tei, og hann varð svo glaður við, að ekki iðr- aðistég þess að hafa sagt já takk. Við gengum inn i litið kaffihús, og hann pantaði teið, kveikti sér i sigarettu, en drap i henni næstum jafnframt. Það var auðséð, að honum var órótt, svo ég fór að reyna að hjálpa honum af stað. — Var það kannski Linday, sem þú vildir tala um? — Já, þú veizt, hvernig sak- irnar standa hjá okkur? — Ég veit, að þið eruð hrifin hvort af öðru og viljið giftast. — Já, ég elska hana og vil gift- ast henni, en ég er nú bara farinn að efast um að hún sé skotin i mér lengur. Hræddurerég að minnsta kosti um,að ég komi langt neðan við Fairfield og Co. á listanum hjá henni, sagði hann biturt. — Fyrir konu eins og Lindsay eru bönd þakklætis ákaflega sterk, sagði ég hægt. — Það er erfiðara fyrir hana að skera á böndin, en það væri fyrir mann- eskju með aðra lyndiseinkunn. Hún er svo tilfinninganæm.... svo fornfús og óeigingjörn. — Já, ég veit þetta, sagði Eirikur. — Ég skil hana, og virði hana að meiru einmitt fyrir þessa eiginleika, og kannski er það þeirra vegna aðég elska hana svo mjög. Hún mundi strax fara með mér til Canada, bara ef frú Blaney vildi gera það léttara fyrir hana. En það vill hún ekki. Hann var svo bitur og örvingl- aður að ég óskaði þess heitt að geta hjálpaö honum. — Eirikur, sagði ég — mundi Lindsay giftast þér og fara mér þér til Canada, ef frú Blaney gæfi henni blessun sina — er það aðeins það, sem hindrar hana i að fara með þér vestur? Hann horfði á mig með alvöru- svip. — Já, ég held það. Ég held, að ef frú Blaney fengist til að segja: „til hamingju, — auðvitað kemst ég af án þin Lindsay” þá mundi henni finnast að hún væri laus allra mála. En þetta er nú einmitt það, sem frú Blaney segir siðast allra orða — sér i lagi nú, þegar Fleur er sloppin úr greip- um hennar. Lindsay finnst sem hún sé að einhverju leyti ábyrg — og mun sjálfsagt enda með þvi að fórna lifi sinu fyrir þennan kven- mann. Ég hafði þá undarlegu tilfinn- ingu hið innra með mér, að ég gæti hjálpað þeim, og að ég væri eina manneskjan,sem gæti það. — Ef ég gef þér einfalt ráð, ætlarðu þá að fara eftir þvi? spurði ég snöggt. — Ég mundi gera hvað sem væri til þess að koma vitinu fyrir hana. — Allt i lagi — pantaðu þá far fyrir tvo til Canada, láttu lýsa með ykkur, og kauptu svo hjóna- vigsluleyfið, án þess að segja nokkuð um þetta við Lindsay: Hann starði á mig þrumu lost- inn. —■ An þess að segja Lindsay frá þvi... — Viltu fara eftir þessu ráði minu eða ekki? — Gott og vel, ég skal fara eftir ráði þinu, sagði hann ákveðinn. Heim kom ég einni klukkustund siðar, en ég hafði gert ráð fyrir. Ég fór i bað og lagði mig svo útaf með handleggina undir höfðinu, þvi ég lætlaði mér ekki að sofna, heldur leggja ráðin á um það, hvernig ég ætti að fá Mildred Blaney til þess að fallast á það, sem hún var algiörlega mótfallin. Þaö var komið fram yfir mið- nætti,þegar ég slökkti ljósið. Þá hafði ég áætlun mina tilbúna, en hvort hún kæmi að haldi, þorði ég ekki einu sinni að hugsa um. Jónatan var búinn að ná sér eftir móðgunina.nægilega til þess, að hann hringdi mig upp daginn eftir og stakk upp á þvi að við hittumst einhversstaðar. Mér gramdist tónninn, sem hann tal- aði i, þóttafullur, blandinn um- hyggju. Hann var alveg sann- _ færður um það, að ég hefði orðið alveg óskaplega fegin,þegar hann 1103. Lárétt 1) Vakta — 6) Snjódyngjur — 10) Stafur — 11) Varðandi — 12) Stórgáfaða — 15) NN — Lóðrétt 2) Reiða — 3) Verkfæri — 4) llát — 5) Limir — 7) Græn- meti — 8) öðlist — 9) For — 13) Ræsi — 14) Mámur — Ráðning á gátu No 1102 Lárétt 1) Ofnar — 6) Táranna — 10) Ás — 11) Óf — 12) Stolinn— 15) Snúir — Lóðrétt 2) Fær — 3) Ann 4) Stáss — 5) Safna — 7) Ast — 8) Afl — 9) Nón — 13) Ofn — 14) Iði — rra1 7ö~ ir 12 15 /V HVELL G E I R I D R E K I Myisww, 1 MIOVIKUDAGUR lO.mai 7.00 Morgunútvarp. Kirkjutónlist kl. 10.25. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Úttekt á milljón” eftir P.G. Wodehouse. Einar Thoroddsen stud. med. les þýðingu sina(2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iðdegistónleikar: islenzk tónlist. 16.15 Veðurfregnir. Endurtekin tvö erindi fr; aldarafmæli dr. Helga Pjeturss. 31.marz s.l. 16.50 Lög leikin á pianó 17.00 Fréttir 17.10 Tónlistarsaga. Atli Heimir Sveinsson tónskáld sér um þáttinn. 17.40 Tónleikar. 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Sverrir Tómasson cand. mag. sér um þáttinn. 19.35 A vettvangi dómsmálanna. Sigurður Lindal hæstaréttarritari talar. 20.00 Stundarbil. Freyr Þórarinsson kynnir aftúr lög úr kvikmyndinni 200 mótel. 20.30 „Virkisvetur” eftir Björn Th. Björnsson. Endurflutningur tiunda hluta. 21.30 Silfurtdnglið. Lög við leikrit Halldórs Laxness eftir sovtfzka tónskáldið Kiril Molkhanoff. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Svipast um á Suðurlandi. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri talar við Matthildi Gott- sveinsdóttur, fyrrverandi veitingakonu, Vik i Mýrdal. 22.35 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR lO.maí 18.00 Chaplin. Stutt gamanmynd 18.15 Teiknimynd 18.20 Harðstjórinn Framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 6. þáttur, sögulok. Þýðandi Kristrún Þórðardóttir. Efni 5. þáttar: Annar drengjanna fór i rannsóknarleiðangur til hins dularfulla húss. Þar er hann tekinn höndum og lokaður inni i kjallaranum. En hin börnin leita hann uppi og bjarga honum úr prisundinni. Og siðan er leitinni að Harðstjóranum haldið áfram. 18.45 Slim John 19.00 Hlé. 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Grænland, land breytinganna II. og III hluti fræðslu myndaflokks, sem norska sjónvarpið lét gera um at- vinnu- og menningarmál á Grænlandi. Nordvision — norska sjónvarpið) 21.05 örlög manns Sovézk biómynd frá árinu 1959, byggð á samnefndri skáldsögu eftir Mikhail Sjólókov. Leikstjóri er Sergei Bondartsjúk og leik- ur hann jafnframt eitt aðal- hlutverk myndarinnar. Þýðandi Helgi Haraldsson. Myndin gerist i heims- styrjöldinni siðari og lýsir lifi og örlögum hins óbreytta hermanns, bardögum á vig- völlunum, fangabúðavist, flótta og hvers kyns hörmungum, sem styrjöld- um fylgja. Myndin er ekki við hæfi barna. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.