Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 Forsætis- ráðherra á sjúkrahúsi ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, dvelst um þessar mundir á Landakotsspítala, en þangaö fór hann til rannsóknar þriöjudaginn 9. þ.m. Liðan hans er góð, og er ekki talið að um alvarleg veikindi sé að ræða. Reykjavik, lO.mai 1972. Forsætisráðuneytið Allir vilja á humar ÞÓ-Reykjavik Samkvæmt upplýsingum, sem við fengum hjá Fiskifélagi Is- lands, þá höfðu borizt 126 um- sóknir til humarveiða i sumar. Aldrei fyrr hafa borizt svo margar umsóknir i byrjun maimánuðar, og fyrirsjánanlegt er, að mikill fjöldi umsókna á eftir að berast. Humarbátar eru venjulega flestir i júnimánuði, og i fyrra komust þeir upp i 140, sem er það almesta, sem verið hefur. Núna hafa borizt umsóknir frá nokkrum aðilum, sem ætla sér að gera út yfir 200 tonna báta til humarveiða. Mikill kurr er i eigendum minni báta vegna þessa, en enginn reglugerð er til unvhversu margir bátar geta fengið leyfi til veiða á humri, eða hve stórir þeir mega vera. FÍakið er illa farið SB-Reykjavik. Varðandi fréttina um flak Fairey Battle flugvélarinnar sunnan Hofsjökuls, sem Tfminn birti fyrir skömmu, hefur Arni Guðmundsson, Múlakoti f Fljóts- hlfð, látið þess getið, að hann hafi farið að skoða flakið fyrir her- minjasafn RAF, og sé það mjög illa farið. Árni, sem er áhugamaður um flugvélar, sagði, að flugvél þessi, númer L5343 hefði týnzt 13. september 1940 úr 98. flug- sveitinni, sem kom hingað i ágústlok sama ár. Vélin var smiðuð árið 1939 og var þvi svo til ný er hún fórst. öllu nýtilegu sagði Árni, að hefði verið stolið úr flakinu, og yrði aldrei hægt að gera það flughæft aftur, en þó kannski að setja það á safnið. Þá bað hann okkur að geta þess, að ein Battle flugvéí væri á safni i Ottawa og önnur, sem meira að segja er flughæf, er i Michigan i Bandarikjunum. Ekki kvaðst Arni vita neitt um, hvort Bretar væru farnir að hugsa til þess að sækja flakið, en það hlyti að koma i ljós bráðlega. Vegurinn þarna inn eftir væri þó gjörsamlega óakfær eins og er. Myndina tók Magnús Magnússon, um borð i einum netabátunum i vetur. Lokadagur ÞÓ-Reykjavik. 1 dag, ll.mai er iokadagurinn gamli, ef svo má að orði komast, þvi nú mun langt siðan, að bátar hafa almennt tekið upp sin veiðarfæri á þessum degi. En samt er það svo, að þó að nokkur skip haldi áfram veiðum og reyni enn að bæta við sinn afla, þá telja menn almennt að vertið sé lokiö með þessum degi. Vertið sú, sem nú er að ljúka, hefur reynzt sjómönnum ærið misjöfn, sumir hafa gert ágæta vertið, en aðrir haft litiö sem ekkert upp úr sjósókninni, þó stif hafi verið. Netavertið hefur veriö lang bezt á Snæfellsnesi, og hæsti báturinn þar mun vera kominn með hátt i 1500 tonn, sem er mjög góður afli og slagar upp í það, sem einn bátur hefur fengið mest á vetrartið, en það eru um 1700 tonn. En ekki er allt komið með tonnafjöldanum, þar sem hægt er að eyðileggja aflann með þvi að koma með hann of gamlan að landi. Þvi hefur það breyzt á siðustu árum, og sjómenn eru farnir að leggja meira upp úr aö vanda meðferð á fiskinum.og er það til heilla fyrir alla aðila, enda verða gerðar enn meiri kröfur á næstu árum til bættrar meðferðar á fiskinum. Styrjöldin í Vietnam rædd utan dagskrár á Alþingi: íslenzka ríkisstjórnin harmar óheillaþróunina í Vietnam - sagði Einar Agústsson utanríkisráðherra EB-Reykjavik. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra sagði á Alþingi i gær, að hann hefði s.l. þriðjudag átt sam- tal við sendiherra Bandarikjanna hér á landi og gert honum, i Ijósi siðustu atburða i Vfetnam, grein fyrir þvi hversu íslenzka rikis- stjdrnin hlyti að harma þá þróun, sem styrjöldin I Vietnam hefði nú tekið. Ennfremur sagði utanrikis- ráðherra, að á fundi hans með William Rogers, utanrikisráð- herra Bandarikjanha 3.april, s.l., hefði hann látið I ljósi við Rogers áhyggjur islenzku rikisstjórnar- innar út af gangi mála i Vietnam. Sagði ráðherrann þetta, er hann utan dagskrár svaraði fýrirspurn frá Svövu Jakobsdóttur um, hvort rikisstjórnin hefði tekið afstöðu til siðustu viðburða I Vietnam, hver sú afstaða væri og hvort hún hefði verið látin i ljósi við rétta aðila eða rlkisstjórnin hyggðist gera það. Einar Agústsson, utanrikisráð- herra minnti á, að á utanrikisráð- herrafundi Norðurlandanna, sem haldinn var i Reykjavik 25.april s.l. var eftirfarandi samþykkt gerð einróma: „Það hefur ávallt verið álit Norðurlandanna, að deildan i Vietnam, sem rekja má til ný- lendutimanna, verði ekki leyst með hervaldi. Varanlegum friöi i Vietnam og annars staðar 1 Indo- Kina veröi aðeins náð á stjórn- málalegum grundvelli, sem tryggi viðkomandi þjóðum rétt til að taka ákvarðanir um framtið sina án ihlutunar utanaðkomandi rikja. Þaö er einnig hætta á þvi, að aukinn striðsrekstur i Vietnam geti haft neikvæð áhrif á sam- band stórveldanna og tilraunir til að draga úr spennu. Noröurlöndin hvetja þvi viökomandi aðila ein- dregið til þess aö taka hið fyrsta upp aftur friðarviðræður". —Þessi ályktun,sem er hluti af meira máli, var send til allra fjöl- miðla sama dag, svo og til sendi- ráða tslands erlendis, sagði utan- rikisráöherra. — A fundi með William Rogers utanrikisráð- Framhald á bls. 15 KÍNA OPNAR SENDI- RÁÐ í REYKJAVÍK Sjö sendiráðsstarfsmenn koma frá Peking i þessum mánuði— Óráðið um islenzkt sendiráð í Peking— ísland og Indland taka upp stjórnmálasamband KJ-Reykjavik -Kinverjar hafa tilkynnt okkur, að þeir muni senda hingað sendi- fuiltrúa og sex aðra Kinverja, fyrir lok mánaðarins, en þeir munu eiga að setja á stofn sendi- ráð hér I Reykjayik, sagöi Pétur Thorsteinsson, ráðuneytisstjóri i utanrlkisráðuneytinu I dag. Sendifulltrúinn, sem hingað kemur, heitir Lin Hua, og með honum verða tveir aðrir menn eða konur með diplomataréttind- um, auk fjögurra aöstoöar- manna. Kemur þetta fólk hingað beint frá Peking með viðkomu I Kaupmannahöfn. Öll samskipti um sendiráðs- stofnunina I Reykjavik, hafa sendiráð Islands og Klna i Kaup- mannahöfn annazt. " Pétur Thorsteinsson sagði, að ekkert væri ákveðið hverjir af islenzku sendiherrunum myndu einnig verða sendiherrar i Kina, eöa hvernær af þvi yrði- Stiórnmálasamband víö Indland 1 gær tilkynnti utanrikisráöu- neytið, að rikisstjórnir íslands og Indlands hefðu ákveðið að taka upp stjórnmálasamband. Sendi- herra Indlands I Osló, mun jafn- framt gegna störfum sendiherra á Islandi, en ekki hefur verið ákyeðið hverjum verður falið að gegna störfum sem sendiherra Islands hjá Indlandsstjórn. Ráðuneytisstjórinn I utanrikis- ráðuneytingu sagði i viðtali viö Timann i dag, að viðræður um stjórnmálaskipti milli landanna hefðu að mestu legið niðri frá þvi 1967, en Indverjar hefðu fyrir nokkru vakið máls á þessu aftur og i framhaldi af umræöum, sem fram hefðu farið milli landanna, hefði verið ákveðið,að þau tækju upp stjórnmálasamband sin á milli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.