Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Fimmtudagur 11. mai 1972 Geir sendi leiðréttingu til Hull Vegna skipulags I hinni nýju prentsmiðju Timans vcrður að skrifa þessa pistla fyrir hádegi. Pistillinn I gær var þvi skrifaður áður en Geir Hallgrimsson borgarstjóri gaf yfirlýsingu sina á Alþingi og bar til baka frétt þá, sem hér var gerð aö umtalsefni í gær og birtist 1 brezka blaðinu llull Daily Mail. Jafnframt sagðist Geir hafa sent leiðréttingu á rangfærðum ummælum sinum til hins brezka blaðs og til réttra aðila i brezka þinginu. Ilann hefur því gcrt þær ráð- stafanir, semTiminn fór fram á við hann að hann gerði til að kveða þennan leiða og hættu- lega misskilning niður. Mikilvægur atburður Kikisstjórnir Banda- rikjanna og Brasiliu undir- rituðu sl. þriöjudag samning, sem heimilar stjórn Brasiliu að setja reglur um veiðar bandariskra rækjubáta, sem veiða innan 200 milna land- helgi Brasiliu. Bandarikja- stjórn hefur neitað að viður- kenna 200 mílna landhelgi S-Amerikurikja og þessum samningi fylgir yfirlýsing af hálfu Bandankjastjórnar um það, að i samningnum felist ekki viðurkenning Banda- rlkjanna á 200 milna landhelgi Brasiliu. Engu að siður er þetta I fyrsta skipti, sem Bandaríkin samþykkja að bcygja sig undir slikt eftirlit, og lögsögu um slikt eftirlit, af hálfu annars rikis fyrir utan 12 milur. Og hvað sem yfir- lýsingum liöur, felst að sjálf- sögðu í þessum samningi óbein viðurkenning de jure og fullkomin viðurkenning de faeto á rétti strandrikisins til að að hafa lögsögu og eftirlit um fiskveiðar fyrir utan 12 milur fra ströndum. Þessi samningur þarf að öðlast staðfestingu af hálfu Bandarfkjaþings. Samningurinn á að gilda til 1. janúar 1974 og er hugsaður sem bráðabirgðalausn. Hann felur i sér heimild til handa Brasiliu að skrá og skatt- leggja rækjubata á ákveðnu svæði innan 200 milna land- helgismarka Brasiliu. Flota Brasiliu er skv. samningnum heimilað að taka þau banda- risk skip, sem brjóta gegn ákvæðum samningsins og þeim reglum, sem settar verða um veiðarnar. Þessi samningsgerð er mikilvægur atburður fyrir okkur islendinga nú, i bar áttunni fyrir rétti okkar til að ráða, vcrnda og hafa einir eftirlit og lögsögu um fisk- veiðar á Islenzka landgrunn- inu. Kanada gegn Danmörku Kanadamenn hafa nú hafið opinbert viðskiptastrið gegn Dönum. Kanadiski sjávarút- vegsraðherrann skoraði á landsmenn sina að kaupa ekki danskar vörur, og er greini- legt að áskorun hans hefur fundið hljómgrunn I Kanada. Kanadamenn hafa sjálfir fyrirskipað veiðibann á laxi I sjó innan kanadiskrar lög- sögu, og krefjast þess aö Danir hætti laxveiðum sinum i i sjó, þar sem þessar veiðar Dana séu að eyðileggja laxa- stofninn og laxveiðiárnar i Kanada. —TK. Landfara hefur borizt eftir- farandi bréfkorn i tilefni af þeim ummælum, "sem Morgunblaðið hafði eftir forseta Alþjóðadóm- stólsins i Haag nýlega og tengdi við landhelgismáí Islendinga, að sagan mundi dæma þær þjóðir hart, sem ekki færu eftir úrskurði Alþjóðadómstólsins. Bréfið er þannig: „Kæri Landfari. Ég sé, að blaðamenn hafa það eftir forseta Alþjóðadómstólsins, að sagan muni dæma þá hart, er neita að fara eftir dómi hans. Mér þykir hann dómglaður þessi maður, ef rétt er eftir hon- um haft. Islendingar hafa oftast farið eftir dómi sögunnar og geta ekki séð teljandi merki þess, aö tengsl séu milli dóma hennar og alþjóðadómstóla. Hins vegar hef- ur sagan oftast dæmt þeim heiður og þakkir, sem staðið hafa vel á rétti þjóðarinnar gegn dómum annarra. Sagan, og þar á ég við sögu is- lenzku þjóðarinnar, hefur verið þjóðinni aflvaki i þjóðfrelsisbar- áttunni, og beztu menn hennar hafa notað vitnisburð sögunnar sem varnarskjöl gegn kúgun, frelsisskerðingu og ágangi að utan. Það lætur að likum, að þegar Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930 með löggjafar- og dóms- valdi, sem allir landsmenn voru samþykkir, var um leið stofnað riki. Islendingar urðu þá ein þjóð — eitt þjóðriki. Þjóðin átti óskor- aðan rétt á veiðinni og miðunum við strendur landsi'ns, og sú skip- an giltia.m.k. 5—600 ár. Lögfræð- ingur, sem kannað hefur sögu okkar, segir að á fyrsta tug sextándu aldar hafi Islendingar leyft erlendum fiskimönnum veiðar gegn ákveðnu gjaldi af hverju skipi fyrir ákveðinn tima. Þessi samningur er sagður vera til, og geta Islendingar borið hann fy.ir sig, ef þörf krefur, og þar með sýnt ótvíræðan veiðirétt sinn. Sláttuvélar Skerpi og lagfæri sláttuvélar, ennfrem- ur klippur og alls- konar garðvinnslu- áhöld. SKERPIR Rauðarárstig 24 Simi: 22739 SVEIT Duglegur drengur á 12. ári vill komast á gott svéitaheimili i sumar. Uppl. i sima 25864. F0RHITARAR 0G DÆLUR til sölu. Kr. 12.000 pr. sett. Simi 21902. KULDAJAKKAR úr ull með loðkraga komnir aftur LITLI-SKÓGUR á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Það er að minum dómi at- hyglisvert, að siðar, þegar þjóðir Evrópu fara að taka sér ný- lendur, eru veiðiréttindi strand- þjóða skert æ meira, og að lokum telja hinir erlendu sig mega fara allt upp að 3 milum frá strönd til veiða. Hitt mátti strandrikið eiga óskert. Mér þykir þvi ekki ósenni- legt, að vegna ásóknar annarra þjóða i nýlendur, verði strandriki fyrir auknum ágangi, eins og við Islendingar höfum orðið að þola. Þótt við vitnum i fornar heim- ildir, er hér á landi engin þjóðar- gröf, heldur þjóðarvagga. Islend- ingar tóku ekki land af öðrum. Þeir sækja nú fram á öllum svið- um til farsældar. Og saga þjóð- arinnar hefur glætt þjóðarvitund okkar og þjóðarmetnað, og það er dómur þeirrar sögu, sem er er- lendum dómum æðri i vitund okk- ar. Bj.Ol". Enn um fóðurvöruverzlunina Fyrir nokkru urðu hér í þætt- inum töluverð orðaskipti milli rangæsks bónda og Agnars Guðnasonar, ráðunauts. Rang- æski bóndinn sendir nú Agnari enn bréfkorn um sama efni: HEYKVISL við Ferguson traktor °g jeppakerra óskast til kaups strax. Upplýsingar i sima 24987 Bændur 12 ára drengur óskar eftir að komast á gott sveitaheimili i sumar. Vanur i sveit. Upplýsingar i sima 42716. Vanan jarðýtustjóra vantar á jarðýtu i sumar. Upplýsingar gefur Lýður Magnússon, Húsa- vik, simi um Hólmavik. „Kæri Landfari. Gerðu svo vel að birta fyrir mig nokkrar linur með þakklætis- kveðjum til Agnars Guðnasonar, Þegar Agnar hafði „hlýtt á góð erindi og uppbyggilegar umræður á ráðstefnu B.I um nautgripa- rækt, byggingar og bútækni", fann hann köllun hjá sér til þess að fræða okkur bændur um kjarn- fóðurverzlun. Mig minnir að hafa lesið grein i Morgunblaðinu eftir Agnar um svipað efni, svo þessi þáttur „rekstrarvöru land- búnaðarins" liggur honum þungt á hjarta. Margir hefðu þó frekar óskað upplýsinga um hina fróð- legu ráðstefnu. Kannski þær komi i Handbókinni. Annars eru nokkrir fóðurvöru- innflytjendur svo hugulsamir að senda okkur verðlista yfir vörur sinar, svo að við getum sjálfir gert samanburð. En var Agnar að rétta hlut hinna með þessu spjalli? Agnar segir fóðurblöndu hafa lækkað úr 8 þús. i 5 þús. tonnið, þótt innkaupsverð hafi verið hið sama. Engan undrar, þótt inn- flytjendum fóðurvöru fjölgaði á áratugnum milli 1960 og 1970, ef þeir fengu is sinn vasa 3 þús. kr. af hverju tonni. Þá sver Agnar af sér allt eignarorð í fyrirtækjum ( „hinum mörgu"). Aðeins iskalt mágablóð rennur þar i æðum. Næst þegar Agnar „hlýðir á góð erindi um nautgriparækt, bygg- ingar og bútækni" og finnur köll- un hjá sér að fræða okkur um fóðurvöruverzlun (allt frá alda- mótum, minna gagnar ekki) ætti hann að segja okkur hreint út, hvar bezt sé að verzla. Hann veit þetta svo vel, að honum er óþarft að vera eins og köttur við heitan graut. Hafi Agnar svo þökk fyrir góð og greið svör, og ekki sizt fyrir kynnin af manninum, sem að baki býr. Bóndi". Orðsending frá Globus h.f. um lokun Skrifstofa og verzlun okkar verða lokaðar föstudaginn 12. mai vegna breytinga. Globusn LÁGMÚLI 5, SlMI 81555 ^Xj^ Úrvalshjólbaröar ^ £ Flestar gerbir ávallt fyrirJiggjandi Fljótoggóðþjónusta KAUPFELAG TÁLKNAFJARÐAR TÁLKNAFIRÐI $? ^ m KEFLAVÍK - M0RT0N F.C. leika á Laugardalsvellinum i kvöld kl. 20,00 Tekst íslandsmeisturunum að sigra skozku atvinnumennina? Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr. 150.00,Börn kr. 50.00 K.R. — F.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.