Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 11. maí 1972 TÍMINN Húsbyggjendur segjasf greiða 25% meira fyrir steypuna en Verðlagseftirlitið heimilaði 10% hækkun á steypu Klp-Reykjavik. Þeir sem staöiö hafa i hús- byggingum aö undanförnu, hafa haft orð á þvi, aö steypa frá steypustöovunum hafi hækkað mun meir en um þau 10%, sem þær fengu leyfi fyrir i marz s.l. Er þvi haldið fram að hækkunin nemi allt að 25% Margir hafa talað við Verð- lagseftirlitið út af þessu, en það hefur enn engar sannanir fengið. Hjá steypustöðvunum var heldur tregt að fá upplýs- ingar um þetta mál, — en þó fékkst það upp, að um skipu- lagsbreytingar hafi verið að ræða, og að steypan hafi þar af leiðandi hækkað nokkuð. Hjá Verðlagseftirlitinu fengum við þær fréttir, að i marz s.I. hefðu steypustóðvar fengið leyfi til að hækka verðið um 10%, og að verð á steypu yrði þá 1000 kr. á rúmmetir. Siðan hafi margir haft tal af Verðlagseftirlitinu og talið sig geta fullyrt, að hækkunin hafi orðið meiri en þessi 10%. „Við höfum beðið fólk um að koma með reikninga, þessu til sönnunar, en við höfum enn enga fengið og þvi er ekkert hægt að gera i málinu." Forráðamenn steypustöðv- anna vildu ekkert um málið segja, er við höfðum tal af þeim. Þó fengum við það upp, að ýmislegt hafi orðið þess valdandi, að til hækkunnar hafi orðið að koma. Sements- verð hefði hækkað um 10% og svo væri farið að gera meiri kröfur en áður til steypunnar, eins og t.d. að bæta i hana er- lendum efnum og öðru, sem gerði það að verkum, að dýr- ara væri að framleiða hana en áður. Margt fleira kæmi til, eins og að nú yrði sett á jafnaðar- gjald i stað nætur- og eftirvirinu. Og svo væri lika rétt að geta þess, að verð á steypu hefði ekki hækkað sið- an 1969. 1 gær náðum við i tvo menn, sem báðir eru að byggja meðalstórt ibúðarhús ásamt bilskúr. Þeir sögðu báðir, að þeir borguðu nú i dag 24% hærra verð fyrir sama magn af steypu, og þeir keyptu fyrir hina leyfilegu 10% hækkun. Báðir voru þeir búnir að reikna þetta út, og höfðu feng- ið sömu útkomu. Þeir töldu, að steypu- stöðvarnar reiknuðu verðið nú öðruvisi út en fyrir hækkun. En hvernig svo sem það væri nú gert, væri þetta 60 til 70 þúsund króna aukabaggi fyrir þá, og munaði um minna. Að- spurðir um, hvers vegna þeir færu ekki með reikningana til Verðlagseftirlistsins, svöruðu þeir — ,,Við erum enn að byggja, og ef við gerum það, þá fáum við ekki steypuna áfram á vixlum, og þá töpurn við öllu." Jón Sigurðsson 70 ára 12. maí Miðstjórn ASI og stjórnir Sjó- mannssambands Islands og stjórn Sjómannafélags Reykja- vikur gangast fyrir samsæti til heiðurs Jóni Sigurðssyni for- manni Sjómannasambands ís- lands i tilefni af sjötugsafmæli hans þann 12.maf. Samsætið verður haldið laugar- dag þann 13.mai i Atthagasal Hótel Sögu kl. 6.00 Þeir, sem óska að taka þátt i samsætinu, tilkynni þátttöku sina til skrifstofu Sjómannafélags Reykjavikur, simi: 11915; skrif- stofu ASl simi: 19348 eða til Magnúsar Guðmundssonar Hrafnistu 35133. Hreindýr heimsóttu Eskfirðinga ÞÓ-Reykjavfk. Atta hreindýr spókuðu sig á hafnarbakkanum i fyrramorgun, og dvöldu þau þar góða stund og önduðu að sér fersku sjávarloft- inu. Sigmar Hjelm, fréttaritari Timans á Eskifirði sagði, að það hefði verið um kl. 6,að fólk varð vart við hreindýrin á strandgöt- unni fyrir ofan höfnina. Fór fólkið þegar að skoða dýrin og ungur piltur kom með myndavélina sýna og tók myndir af dýrunum. Þegar hann nálgaðist dýrin færðu þau sig rólega niður i fjöruna og siðan niður á hafnarbakkann. Komst drengurinn mjög nálægt dýrunum með myndavélina, og er talið að hann hafi staðið i fjögurra metra fjarlægð frá þeim.er hann tók myndirnar, en yfirleitt er mjög erfitt að komast i færi við hreindýr. Af þessum átta dýrum voru 5 fullvaxin og 3 kálfar. Talið er að þetta séu dýr, sem hafa haldið sig sunnan við Oddsskarð i vetur. En er dýrin yfirgáfu Eskifjörð tóku þau stefnuna upp i fjallið i átt að Sellátradal, en hann er fyrir sunn- an Oddsskarð. VIÐRÆÐUR UM LANDHELGISMALIÐ ÞÓ-Reykjavik. 1 dag og á morgun fara fram viðræður i Reykjavik á vegum, Kynna starfsemi Skálatúnsheimilisins - OG SELJA HANDAVINNU VISTMANNA Alþjóðasambands flutninga- verkamanna, milli Sjómanna- sambands Islands og brezka flutningaverkamannasam- bandsins. 1 þessum viðræðum verður einkum fjallað um land- helgismálið, og hefur Jack Jon- es, framkvæmdastjóri brezka flutningaverkamannasam- bandsins, látið hafa eftir sér, að hann sé bjartsýnn á, að honum takist að fá forystumenn is- lenzka sjómannasambandsins á sitt band. I viðr-takaþátt f-Bretlands hönd: Jack Jones, Dave Schen- ton, Frich Annerl og Charles Life, framkvæmdastjóri Al- þjóðasambands flutningaverka- manna. Jón Sigurðsson, for- maður Sjómannasambands ts- lands verður i forsæti fyrir is- lenzku fulltrúana. OÖ-Reykjavik. A föstudag og laugardag verður haldin sýning i Félagsheimili Kópavogs á handavinnu, föndur- munum, vinnubókaverkefnum og fleira, sem heimilisfólkið i Skála- túni i Mosfellssveit hefur gert. Tilgangur sýningarinnar er tvi- þættur, — að kynna starfsemi heimilisins og vekja áhuga á mál- efnum vangefinna og að sýna og seljaþá muni, sem þar eru búnir til, en meðal þeirra er mikið af út- saumi alls konar og teppum og mottum. Agóðinn rennur til vist- fólksins og verður notaður til ferðalaga og skemmtana. Siðan starfræksla heimilisins hófst 1954 hafa dvalið þar samtals 112 vistmenn. Nú dvelja þar 52, sem er nokkru fleira en gert er ráð fyrir að heimilið taki, en eftir- spurn er mikil og reynt er eftir megni að taka við vangefnum, sem þurfa á heimili að halda við sitt hæfi, þar sem reynt er að kenna þeim og koma hverjum og einum til þess þroska sem tök eru á. Vistmenn á Skálatúni eru á aldrinum 4ra til 28 ára, 18 drengir og 34 stúlkur. 48 þeirra eru I ein- hvers konar kennslu, þar af 20 i bóklegu námi. 20 i handavinnu- kennslu, 29 i föndri og forskóla- kennslu 48 i söngkennslu og 39 stunda leikfimi reglulega. Sund- námskeið eru haldin á vorin, en fyrir nokkrum árum gáfu foreldr- ar þeirra,sem þarna dvelja heim- ilinu sundlaug, og er hún vel nýtt allan ársins hring, þótt námskeið standi þar ekki yfir nema tiltölu- lega stuttan tima. Sérþjálfaðir kennarar á hverju sviði annast kennsluna. Auk þeirra starfa við heimiliö for- stöðukona, matráðskona, tveir þroskaþjálfar og 27 starfsstúlkur. Skálatúnsheimilið var upphaf- lega stofnað af umdæmisstúkunni nr. 1. I.O.G.T.,en er sjálfseignar- stofnun og er rekið á ábyrgð heimilisstjórnar. Formaður stjórnarinnar er Jón Sigurðsson, borgarlæknir, aðrir i stjórn eru Páll Kolbeins, Vilhjálmur Arna- son lögfræðingur, frú Guðrún Sigurðardóttir og Magnús Kristinsson, forstjóri. VILL M0GGINN EKKI ÚRKLIPPUR? Sýnishorn af vinnu þeirra sem dvelja á Skálatúni (Tlmamynd G.E.) TK-Reykjavík Mbl. ræðst að blaðafulltrúa rikisstjórnarinnar i gær, vegna þess að hann leyfði sér að senda til f jölmiðla ljósrit af blaðaúrklippu með frétt úr brezka blaðinu Hull Daily Mail, þar sem fjallað er um landhelgismálið og viðræður Geirs Hallgrimssonar við brezka ráðamenn. Þessi úr- klippa er send athugasemda- laust af blaðafulltrúans hálfu, nákvæmlega eins og allar þær blaðaúrklippur úr erlendum blöðum, sem blaðafulltrúinn hefur sent öllum fjölmiðlum undanfarna mánuði. Blaðaúr- klippur þessar flytja fréttir um málefni er Island varða. Þessi þjónusta blaðafulltrúans er ómetanleg og ber að þakka hana en ekki vanþakka. Það er Geirs Hallgrimssonár að leiðrétta þau ummæli, sem hann telur ranglega eftir sér höfð i erlendum blöðum, en ekki blaðafulltrúa rikis- stjórnarinnar. Það var hins vegar öllum þeim fjölmiðlum, sem greindu frá yfirlýsingu Geirs Hallgrfmssonar á Alþingi um þessa fregn i Hull Daily Mail, til gagns og hag- ræðis, að hafa þessa urklippu við hendina til að sjá hvernig ummæli Geirs voru rangfærð i þessu erlenda blaði. Arás Mbl. á blaðafulltrúann fyrir þessa þjónustu við blöðin er þvi meira en ómarkleg. Það fer Mbl. illa að krefjast heiðai - legara vinnubragða af öðrum, er það flytur slikar dólgsitgai árásir á mætan embættis- mann. Hannes Jónsson blaða- fulltrúi rikisstjórnarinnar hafði þetta um málið að segja i gær: ,,Að undanförnu hefur embætti mittsent fjölmiðlum i Reykjavik 1 jósrit af úr- klippum úr erlendum blöðum, þar sem landhelgismálið hefur verið gert að umræðu- efni. Hafa þannig verið sendar út athugasemdalaust og með kveðjukorti ýmsar greinar, þ.a.m. grein Benedikts Gröndla og Olafs Guðmunds- sonar úr brezkum blöðum, svo og greinar byggðar á frétta- viðtölum, þ.á.m. greinar með viðtölum við Jónas Arnason, og grein Hull Daily Mail frá 27.april um viðræður Geirs Hallgrimssonar við brezka þingmenn. Hafi Hull Daily Mail birt leiðréttingu eftir Geir Hallgrimsson, verður hún að sjálfsögðu send út með sama hætti. Hingað til hefur þó engin slik leiðrétting borizt með blaðaúrklippum frá Bret- landi og er mér ekki kunnugt um að Hull Daily Mail hafi birt leiðréttingu frá Geir Hallgrimssyni. En ef og þegar hún berst verður ljósrit af henni sent á sama hátt. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að æskilegt væri, að þeir fjölmiðlar, sem ekki kæra sig um þessa þjónustu embættis míns, við þá, létu mig vita. Verður þá hætt að senda þeim slikar úrklippur."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.