Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. maí 1972 TÍMINN 5>2qc Þrír dóu og allt viskýið þraut Lúxusskipið France kom til New York nýlega eftir að hafa verið 91 dag á leiðinni umhverf- is' hnöttinn. Margt hafði skemmtilegt skeð um borð i skipinu, eins og lög gera ráð fyrir, en þar höfðu einnig þrir farþegar látizt og orðið hafði að skera allmarga upp. Ekki er að undra, að þrir létust á þessum þremur mánuðum, ef tillit er tekið til þess, að meðalaldur 1100 farþega um borð i skipinu voru 65 ár. Það var ekki margt að,sem fetta mátti fingur út i,að sögn eins farþegans, Alex Nihon fasteignasala frá Kanada. Þó mátti geta þess, að þegar skipið var á siglingu um Miðjarðar- hafið á páskadag varð það uppiskroppa með viský-birgðir sinar. Fljótlega var þó bætt úr þessu, eða strax og komið var til Cannes. — Reyndar var þetta nú ekki eins alvarlegt og leit út fyrir, sagði yfirbarþjónn skips- ins, Raymond Cordier, þvi nóg var til af alls konar vinum um borð i skipinu, og sömuleiðis nægilegar birgðir af bjór: — Við hefðum þvi egtað komizt lifs af, bætti hann við. * Frímerkjasýning 73 landa í Múnchen Dýrgripir á sviði frimerkja að verðmæti 500 milljónir þýzkra marka verða sýndir á fri- merkjasýningu i Munchen i Þýzkalandi i mai á næsta ári. Þetta er i fyrsta skipti siðan árið 1949, sem heimssamband fri- merkjasafnara lætur fara fram frimerkjasýningu i Þýzkalandi. Búizt er við 600 þekktum söfnur- um frá 60 löndum að minnsta kosti til þessarar sýningar, og munu þessir safnarar koma með með sér um 100.000 fri- merki i 5000 römmum. Skilyrði fyrir þvi að fá að taka þátt i þessari geysimiklu sýningu er það, að viðkomandi safn hafi annað hvort hlotið verðlaun á' alþjóðlegri sýningu eða á stór- sýningu i heimalandi safnarans. Á sýningunni verða til sýnis dýrgripir úr söfnum Elisabeth- ar Bretadrottningar og furstans af Mónakó, svo nokkuð sé nefnt. Bíó veröur hótel Stærsta kvikmyndahús i Evrópu verður senn að vikja fyrir hóteli, sem i verða 625 gistiherbergi. Hér er um að ræða kvikmyndahúsið Gaumont-Palace i Paris, en það rúmar 3800 kvikmyndahúsgesti i sæti samtimis. 1 þessu húsi hafa oft verið sýndar miklar lit- kvikmyndir, þar sem tjald þess er óvenju stórt og gefur mikla möguleika til slikra sýninga. Niðurrif kvikmyndahússins hefst á næsta ári. En lóðin undir kvikmyndahúsinu rúmar meira en hótelið, þar verður einnig hægt að byggja mikla skrif- stofubyggingu, verzlunarhús, með fundarsölum, bilageýmsl- um og meira að segja smákvik- myndahúsi. Ódýr matur í París Ferðamenn, sem framvegis eiga leið um Paris þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvi, að verða látnir borga himinháar upp- hæðir fyrir máltiðir sinar,. Astæðan er sú, að flugfélagið Air France hefur gefið út lista fyrir heila tylft góðra veitinga- húsa, sem framreiða mat fyrir ekki meira en fjóra dollara, eða um 360 krónur, en það þykir ekki mikið i Paris. Sannarlega má temja villidýr. Gestir i Krone-sirkusnum i Múnchen verða alltaf jafn- undrandi, þegar þeir sjá dýra- temjarann Werner leggjast nið- ur mitt á meðal pardursdýra og leóparda og láta þessi dýr sín leggjasl ofan á sig. Þetta gerir Werner i lok hverrar sýningar og vill með þessu sýna fram á, hversu mikið vald hann hefur yfir dýrum sinum. Oneitanlega er þetta vald hans ótrúlega mik- ið, og hér sjáið þið hann sem eins konar kodda villidýranna. Tíu ár án þess -^t- ao stoppa Margt fólk þjáist af hjartasjúk- dómum t.d. óreglulegum hjart- slætti og þarf að nota litið tæki, sem með sérstökum hætti stjórnar hjarts,lættinum. Nú hefur Þjóðverjum tekizt að finna upp tæki, sem hefur þetta hlutverk, og getur það gengið samfleytt i 10 ár án þess að stöðvast. Fram til þessa hafa tæki þessi verið drifin af afli frá rafhlöðum, og hafa ekki enzt nema i ein þrjú ár. Tækið, sem þýzkir visindamenn i Erlangen i Þýzkalandi hafa gert er knúið kjarnorku. Ekki hefur það enn verið tekið i notkun fyrir al- menning heldur en verið að gera tilraunir með það. I framtiðinni er þó búizt við, að það verði al- mennt notað, ef ekkert sérstakt kemur i ljós, sem gæti bent til þess að það væri gallað. Engin hætta er á,að fólk verði fyrir geilsun af völdum tækisins, þótt það sé drifið kjarnorku, eða svo segja að minnsta kosti visinda- mennirnir. Einn af hverjum fjórum notar tannbursta Aðeins einn af hverjum fjórum ibúum Frakklands er sagður nota tannbursta, en þessar upplýsingar koma fram i rannsókn, sem samtök tann- lækna i Frakklandi hafa látið gera, og það sem meira er þá notar aðeins einn af hverjum tiu Frökkum tannburstann sinn reglulega. Arið 1970 voru seldar 11 milljónir tannbursta i Frakk- landi, en Frakkar eru nú 50 milljónir. A mörgum frönskum heimilum tiðkast það, að fólk noti sama tannburstann. A 15% franskra heimila nota fimm eða fleiri sama burstann. bræður. Sagði Gunnar eitthvað á þá leið við eiganda hestsins: — Já, svo þú átt Blakk. Siðan vék Gunnar sér að hinum bróðurnum og spurði: — En hvað átt þú? Svaraði þá Borgnesingurinn að bragði: — Ég á Blakk og Dekker. —Hvernig heldurðu kannske, að van Gogh hafi byrjað? •**> —Gef mér tikall pabbi, eða ég öskra. 1 Borgarnesi búa tveir bræður. Annar þeirra á hest, sem heitir Blakkur, og er það fræg skepna að miklum ágætum. Gunnar Eyjólfsson leikari, sem er mikill hestamaður, átti nýlega tal við þá — Mamma, viltu hætta að ýta mér. DENNI DÆAAALAUSI Kfí sagðihonum að njóta náttúru- fcgurðarinnar og gófta loftsins, og hvað heldurðu, að hann hafi sagt við mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.