Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 11. mal 1972 TÍMINN UJgefandi; Frarotókttarflokkurfnn :Framkva;mdastiórj; Krlstfán B«n*dtktssön, fcjtstjofar!: Þorarirtb . Þárarlnsson [ab), Andrés :KfWíánSSOrt, Jón H«!9«ÍOrt, ln<frtð(: : G. Þorstein-sson og Tómas: Kírfwon. Aifa.fýsinaasfjiSri: Sfeln- Hritnur Gislason. Ritsftófnarsirrifstofyr f €<Jd«)íú*irtU> SÍmaf JfiaðO — I83Q6. Skrifstofur BankastræfJ. ¦¦¦?., — AfgrefSs)usími ¦¦ 11333. AúglýsingáSimi 1 »SÍ2K ASrar skrjfstofur simj: T83O0>:¦: ÁskrtfUrsJald: :kr> Í2S,0Ц¦:¦¦:&¦ tnanu&i Innanlands. í lausa«>1y:: kr. Íi.Ött éMiktii. — Bjaðaprertt h.f. (Off*«rt) Viðræðurnar við Breta og Vestur-Þjóðferja Islenzka rikisstjórnin tilkynnti stjórnum Bretlands og Vestur-Þýzkalands það strax i ágústmánuði siðastliðnum, þegar Einar Ágústsson utanrikisráðherra fór til London og Bonn, að hún hefði ákveðið að færa fiskveiði- lögsöguna út i 50 milur ekki siðar en 1. septem- ber 1972, að hún teldi landhelgissamningana frá 1961 vera búna að ná tilgangi sinum, og þvi ekki bindandi lengur, og hún væri reiðubúin til viðræðna um að veita brezkum og þýskum veiðiskipum vissar timabundnar undanþágur til veiða innan nýju fiskveiðitakmarkanna til að draga úr þeim erfiðleikum, sem útfærslan hefði i för með sér fyrir brezka og þýzka togaraútgerð. Bæði Bretar og Vestur-Þjóðverj- ar féllust á þessar viðræður, og hófust þær i nóvembermánuði siðastl. Fyrirhuguð för Einars Ágústssonar og Lúðviks Jósefssonar til London, er þáttur i þessum viðræðum. Það er vitanlega erfitt og viðkvæmt vanda- mál, hvernig haga beri umræddum unanþág- um. Þar geta m.a. þrjár leiðir komið til um- ræðu. Fyrsta leiðin er svonefnd kvótaleið, sem fólgin i þvi, að aflamagninu er skipt, beint eða óbeint, milli þeirra rikja, sem stunda fisk- veiðar á viðkomandi svæði. Þetta er leiðin, sem þau riki vilja fara, sem ekki vilja nema 12 milna fiskveiðilögsögu. Ekkert strandriki, sem hefur veitt erlendum skipum undanþágur inn- an fiskveiðimarka sinna, mun hafa samið um kvótaskiptingu eða að miða undanþágurnar við aflamagn, enda er framkvæmdin erfið, þar sem eingöngu verður að byggja á heiðarleika skipstjóranna, þ.e. að þeir telji rétt fram. önnur leiðin er svæðaskipting, þ.e. að undan- þágur eru veittar til að veiða á vissum svæðum á vissum árstimum. Landhelgissamningarnir við Bretland og Vestur-Þýzkaland 1961 voru byggðir á þessari leið. Þriðja leiðin er að miða við ákveðna tölu og gerð veiðiskipa, og miða ef til vill jafnframt við ákveðin veiðisvæði. Hinn nýgerði samningur milli Brasiliu og Bandarikjanna mun að veru- legu leyti byggjast á þessari leið. Það getur svo komið til mála að fara blandaða leið, þ.e. að byggja samkomulag að einhverju leyti á öllum þessum leiðum. Miklir órðugleikar verða þvi þó alltaf samfara, ef miða á að einhverju leyti við aflamagn. Bót er i máli, að enn eru rúmir þrir mánuðir til stefnu, og þvi timi til að athuga ýmis einstök atriði nánar en gert hefur verið til þessa. Sér- stök ástæða er til að athuga gaumgæfilega hvort samningarnir milli Brasiliu og Banda- rikjanna geta ekki að einhverju leyti orðið til leiðbeiningar um lausn þessa máls. Bretar og Þjóðver jar ættu að geta sætt sig við fyrirkomu- lag, sem Bandarikjamenn telja viðunandi. Þ.Þ. 0. Rakhmanin, APN: Það voru Kínverjar, sem rufu vináttu við Rússa Rússar segjast vilja kappkosta góða sambúð við Kínverja Mjög hefur verið um það rætt, hvort forustumenn Sovét- rikjanna aflýsi ekki ráðgerðri Moskvuför Nixons eftir hafn- bannið, sem hann hef- ur lagt á Norður-Viet- nam. Fari svo, að þeir geri það ekki, mun það stafa fyrst og fremst af þvi, að þeir óttast, að það gæti orðið vatn á myllu Kinverja, ef viðræður milli æðstu manna Sovétrikjanna og Bandarikjanna féllu niður. Að undanförnu hafa rússnesk blöð rætt mjög um afstöðuna til Kina og lagt sérstaka áherzlu á að sanna, að versnandi sambúð Sovétrikjanna og Kina sé fyrst og fremst ráðamönnum Kína að kenna. Glöggt dæmi um þennan málflutning er eftir- farandi grein O. Rakhmanin, varafor- seta Sovézk-kinverska vináttufélagsins, en Kinverjar hafa ekki haft nein skipti við það siðan 1966: UM NOKKURRA ára skeið hefur áróður heimsvaldasinna og andstæðinga sovézk-kin- verskrar vináttu meðal leið- toga i Peking reynt að rang- færa sannleikann um tengsl Sovétrikjanna og Kina og beitt margskonar fölsunum til að rægja leniniska utanrikis- stefnu fyrsta sósialistarfkis heims. Sönn saga sovézk-kin- verskra samskipta sannar óhrekjandi, að sú stefna, sem Kommúnistaflokkjir Sovét- rikjanna og Sovetrikin hafa fylgt gagnvart Alþýðulýðveld- inu Kina, hefur ætið beinzt að þvi að treysta vináttu og sam- vinnu milli þessara tveggja landa og veita kinversku þjóð- inni alla aðstoð og stuðning við að byggja upp sósialismann. Rætur sovézk-kinverskrar vináttu teygja sig langt aftur i timann. Flokkur okkar og V.I. Lenin persónulega áttu mik- inn þátt i þróun kinversku byltingarinnar. Lenin veitti kinversku byltingarmönnun- um viðtæka hugmyndafræði- lega hjálp með þvi að marka leiðir þjóðfrelsisbaráttu Kin- verja og annarra kúgaðra þjóða. RÉTT eftir októberbylting- una lýstu Sovétrikin yfir i grundvallaratriðum nýrri og áður óþekktri stefnu i málum kúgaðra þjóða i Austurlönd- um, þar á meðal Kina. 3. mai 1924 undirrituðu Sovétrikin og Kína samning. Þetta var fyrsti óhlutdrægi Breshneff samningurinn við Kina, og allt efni hans var alvarlegt áfall fyrir kerfi þvingunarsamn- inga heimsvaldasinna við Kina. Um þessar mundir gerði Kommúnistaflokkur Kina margt til þess að fræða kin- verska alþýðu i anda vináttu við Sovétrlkin. A árunum 1924- '26 gekkst flokkurinn fyrir stofnun Sovézka vináttufé- lagsins. 1935 var stofnað félag- ið Menningartengsl Kína og Sovétrikjanna. Þetta félag gerði margt til að kynna kin- verskri alþýðu afrek Sovét- rikjanria á sviði efnahags- og menningarmála. Meðan kinverska þjóðin átti i stríðinu gegn Japönum 1937- 1945, veittu Sovétrikin Kina mikilsverðan stuðning, m.a. hernaðarlegan og efnahags- legan. Frá 1938 börðust so- vézkir flugmenn sem sjálf- boðaliðar I Klna, og hernaðar- sérfræðingar störfuðu þar. Margir þessara Sovétmanna létu lifið I þágu frelsunar kln- versku þjóðarinnar. ÞATTTAKA Sovétrikjanna i striðinu gegn Japönum 1945 og sigurinn, sem þau unnu á Kwantung-her Japana, skap- aði skilyrði til þess að koma upp öflugri bækistöö kin- verska byltingarhersins i Norðaustur-Kina. Þaðan hófst sigurgangan, er lauk með frelsun alls landsins. Vinsamleg samskipti Sovét- rikjanna og Kina komust á nýtt stig við sigur kinversku byltingarinnar og stofnun Al- þýðulýðveldisins Kina. Ráðgjafarþing kinverskrar alþýðu samþykkti yfirlýsingu, þegar við stofnun Alþýðulýð- veldisins: „Alþýðulýðveldið Kina mun sameinast öllum frið- og frelsisunnandi þjóðum og rlkjum I heiminum, og um- fram allt Sovétríkjunum, al- þýðulýðveldunum og kúguð- um þjóðum i baráttunni fyrir alþjóðlegum friði og lýðræði og til að tryggja varanlegan frið i heiminum, og mun heyja með þeim sameiginlega bar- áttu gegn árásum heims- valdasinna." Mikilvæg undirstaða frekari sovézk-kinverskra samskipta var sáttmálinn milli Sovét- rikjanna og Alþýðulýðveldis- ins Klna 14. febrúar 1950 um vináttu, samstöðu og gagn- kvæma aðstoð ríkjanna ásamt mörgum sérsamning- um. 11. aprll 1950 lýsti rlkis- stjórn Alþýðulýðveldisins opinberlega yfir: „Kinversk- sovézki sáttmálinn nýi inn- siglarformlega vináttu milli tveggja mikilla rikja, Kina og So vétrik janna.. .So vétrikin hafa stutt okkur á sviði innan- lands uppbyggingar og sam- eiginlegrar andstöðu gegn hugsanlegri árás heimsvalda- sinna." A GRUNDVELLI sovézk- kinverska sáttmálans frá 14. febr.l950þróaðistárangursrik efnahagssamvinna milli Sovétrikjanna og Alþýðulýð- veldisins Kina fyrsta áratug- inn. Þessi samvinna hafði hagstæð áhrif á efnahagsleg- ar, vlsindalegar og tæknilegar framfarir I báðum ríkjunum og stuðlaði að aukinn vel- megun kinverskrar alþýðu. Hagnýting sovézkrar kunn- áttu auðveldaði Kinverjum að komast skjótt yfir aldalanga stöðnun, sem var arfur kln- verskrar alþýðu frá gömlum stjórnarháttum. Kínversk-sovézka vináttufé- lagið (CSFS) átti mikinn hlut að stórauknum tengslum milli Sovétrikjanna og Kina. Innan þess störfuðu margir alþjóða- hyggju-kommúnistar, og það barðist gegn andsovézkum skoðunum og stefnum, sem tóku að verða sérstaklega áberandi 1957, þegar hægri- sinnuð andsósialisk öfl fóru að láta að sér kveða i Kina i rikum mæli. Breytingin á stjórnmála- stefnu Kína, sem hófst I lok sjötta áratugarins, og frá- hvarf forustu Kommúnista- flokks Kína frá Marx-Lenin- ismanum, vináttu og sam- ábyrgð með Sovétrikjunum og öðrum sósialistarikjum, endurspeglaðist í almennum samskiptum, þar á meðal vin- áttufélaganna. Frá 1966 var af kinverskri hálfu einhliða horf- ið frá skiptum á sendinefnd- um. GRUNDVALLARSTEFNA Sovétrikjanna varðandi sam- skipti við Alþýðulýðveldið Klna er mörkuð i samþykkt- um 24. flokksþingsins og fund- ar miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétrikjanna i nóvem- ber 1971. Þessi stefna er ljós og I samræmi við grundvallar framtiðarhagsmuni beggja landanna, hagsmuni sósia- lismans og eflingu friðar. Sovézka þjóðin styður öll stefnu Kommúnistaflokksins. Hún er sannfærð uiri, eins og áherzla var lögð á á 24. flokks- þinginu, að með timanum muni góð grannakynni og vin- átta verða endurvakin milli Sovétrikjanna og Kina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.