Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Fimmtudagur II. maí 1972 Hvenær hverfa þröskulc eru í vegi fatlaðra í jb/óc Um aldamótin 1700 átti heima i Brandsbúð hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi Guðmundur Berg- þórsson, „húsmaður, visinn, skáld", eins og komizt er að orði i manntalinu 1703. Guðmundur var eitt af helztu skáldum sins tima. Ilann var ættaður úr Húnavatns- sýslu, en fluttist ungur vestur undir Jökul, þar sem hann dvaldisl til dauðadags 1706. Hann var svo fatlaður frá barnæsku, að sagt er, að hann hafi skriðið milli bæja eða látið bera sig. Hins vegar mun hann hafa verið gæddur miklu andlegu atgervi og allaði sér ágætrar sjálls- mennlunar og fékkst við barna- kennslu. Kveðskapur hans var mikill að vöxtum, mest rimur, og var með þvi bezta sinnar tegundar á þeim timum. Um Guðmund sköpuðust ýmsar þjóð- sögur, og átti hann að vera kraftaskáld. Þá eru sagnir af við- skiptum hans við Jón biskup Vidalin, er mat hann mikils vegna gafna hans og þekkingar. Það stafar sannarlega miklum Ijóma al þessu stórbæklaða skáldi undir Jökli, sem tókst svo glæsi- lega að sigrast á fordómum sam- liðar sinnar, að hann jafnvel hlaut óblandna virðingu eins mesta andans manns landsins. Enn mikilvægustu baráttu- málin Kleiri sagnir eru til um fatlaða menn, er haldið gátu til jafns við aðra, og um þá er getið af fullri virðingu. En algengara mun þó hafa verið, að lif fatlaðra fyrr á limum væri ekki neitt sæl dar- brauð og þeim litill sómi sýndur. A dögum Guðmundar skálds var Neshreppur á Snæfellsnesi fjöl- mennasla sveit landsins. Þar voru þá yfir 130 sveitarómagar auk annarra, er tilheyrðu öðrum sveitarlélögum. Kftir áðurnefndu manntali l'rá 1703 að dæma, var þetta flest ungt fólk, en af um- sógnum, er þvi fylgja, má ráða, aö verulegur hluti þess hafi verið fatlaður með einhverjum hætti. Sem dæmi má nefna að 24 ára piltur er með visinn fót: 19 ára stúlka ,,klárt ómagi, heyrir litt": 28 ara stúlka „hefur afkalda l'ætur um ristarliðu"; 16 ára piltur „sjónlaus ómagi"; 19 ára stúlka ,,afmenni til litilla vika l'ær". 33 ára maður „sjóiilaus ómagi"; 19 ára piltur „haltur og vanl'ær." Það leynir ser ekki litilsvirðingin, þegar sagt er f'rá þessu bjargarlitla fólki. Þessar staðreyndir nefndi Haukur Kristjánsson læknir æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra i útvarpserindi, sem hann hélt á alþjóðadegi fatlaðra fyrir fáum árum. Me n n t u n, a t v i n n a , endurhæfing Þótt við búum að ýmsu leyti við mannuðlegra þjóðfélag en hér var á þessum tima, meðferð latlaðra sé sjálfsagt öll önnur en þá, tryggingar, sjúkrahús og læknishjálp séu komin til sögunnar, sem þá voru óþekkt, geymir ofangreind frásögn mikinn sannleik, sem á við enn i dag. Mikilvægustu bará'ttumál l'atlaðra eru menntun, atvinna og endurhæfing, þótt trygginga- bætur, sjúkrahúsvist og hvers- kyns opinber aðstoð séu vissulega einnig nauðsynlegar og góðra gjalda verðar. Ekkert er fötluð- um eins mikilvægt og að geta verið virkur þáttakandi i þjóð- félaginu. Menntunarleysi hefur háð mörgun fötluöum, en engum er nauðsynlegra en einmitt þeim að vera færir um að sinna öðrum störfum en þeim, sem krefjast likamsburða. Þannig er inngangurinn i eina af opinberum byggingum i Reykjavik. Hann er ekkert einsdæmi. Eatlaðir hafa gert sér þetta ljóst, og forystumenn þeirra og bandamenn hafa barizt fyrir úrbo'tum á þessu sviði, sem svo mörgum öðrum. Margir fatlaðir, börn og lullorðnir, geta verið i almehnum skólum, með misjafnlega mikilli aðstoð. Kitt aðalvandamálið hefur verið, og er enn, að komast á milli heimilis og skóla og inn i skólabyggingarnar, en þær eru, eins og svo margar aðrar byggingar, yfirleitt ekki skipulagðar með tilliti til fatlaðra. Til skamms tima skorti raunar einnig skilning á menntunarþörf fatlaðra, jafnvel þótt þeir ætluðu sjálfir að leysa vandamál eins og ferðalög til og frá skóla. Það er ekki lengra siðan en rúm 15 ár, að stúlku var á tveim stöðum neitað um inn- göngu i gagnfræðaskóla hér á landi vegna fötlunar. Til all rar hamingju er þetta nú breytt, og i athugun eru hjá yfirvöldum leiðir til úrbóta i skólamálum fatlaðra Breytt afstaða t Reykjadal i Mosfellssveit er skóli fyrir fötluð börn, sem eiga erfitt með að sækja almenna skóla eða geta það ekki. Ká þau þar einnig nauðsynlega æfinga- þjálfun. Um 24 nemendur eru i skólanum, en á sumrin er rekið þar barnaheimili fyrir um 45 börn. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur skólann, en ríkið greiðir laun starfsfólks. Þá er i raði,að rikið reisi sér- kennslumiðstöð, þar sem fatlaðir fá inni ásamt öðrum öryrkjum. Auk skóla fyrir hina ýmsu fótluðu verða i sérkennslumiðstöðinni m.a. þjálfunarstöð og félagsleg þjónusta. Kkki væri unnt hér á íandi að koma upp fullkominni þjónustu fyrir hina einstöku hópa fatlaðra hvern um sig, en með sérkennslumiðstöð fyrir þá alla mætti fullnýta húsnæði, sérhæft starfslið og dýran tækjabúnað. Þá er einnig mikil þörf á að komið verði upp endurhæfingar- starfsemi fyrir fatlaða og aðra öryrkja hér á landi. 1 april 1970 voru samþykkt lög um endur- hæfingu hér á landi. Nú eru einmitt liðin tvö ár, sem áætlað var, að yrðu undirbúningstimi áður en aðgerðir hæfust, svo að nú má búast við, að eitthvað fari að gerast i þessum málum. Samkvæmt lögunum á að koma upp endurhæfingarstöðvum. Sjö manna endurhæfingarráð á að annast áætlanagerð og eftirlit i þessum málum, og það á einnig aðstunda upplýsingastarfsemi og hvetja þá, sem ekki geta séð sér farborða vegna skertrar starfs- hæfni, til þess að leita þjálfunar og þeirrar meðferðar, sem við á, svo að þeir geti fengið starf við sitt hæfi. Endurhæfing fatlaðra borgar sig Það hefur sýnt sig og sannað, að endurhæfing öryrkja til hreyfingar, sjálfsbjargar og vinnu er hagkvæm. Hún er að visu kostnaðarsöm og krefst mikils starfsfólks. t Sjálfsbjörgu, riti landssambands fatlaðra frá 1970, segir Haukur Þórðarson yfirlæknir i grein um atvinnumál öryrkja: „Endurhæfingarstarf- semi telst nú til sjálfsagðrar þjónustu gagnvart fólki i landinu og borgar sig tvimælalaust frá pening^legu sjónarmiði. Benda má á staðreyndir þessu til sönnunar. Skýrsla þeirrar deildar i heilbrigðismálaraðuneyti Bandarikjanna, sem hefur með endurhæfingarmál sjúkra og slasaðra að gera, upplýsir, að á árinu 1966 voru 200.000 manns endurhæfðir til starfa i þvi landi á vegum opinberra aðila. Þannig hefur þar i landi um það bil einn maður af hverjum þúsund hlotið fyrirgreiðslu i formi endur- hæfingar til starfa. Sagt er frá þvi i skýrslunni, að heildartekjur 200.000 manns hlutu starfsendur- hæfingu i Bandarikjunum árið 1966, ættu tölulega um 200 manns að hafa hlotið slika þjónustu hér á landi á þvi ári miðað við fólks- fjölda. Miðað við sambærilegar tekjur hér og þar, ættu þessir 200 menn hér á landi að hafa haft um 30 milljónir króna tekjur á ári. Ég er ekki fróður um útreikninga útsvars og skatta, en iiii 1 Sjálfsbjörgu, landssambandi fatlaðra, eru hátt á tólfta hundruð manns. Þetta fólk er aðilar að tólf félögum fatlaðra, sem öll bera sama nafn og landssambandið — Sjálfsbjörg. Katlaðir ( i þessari grein er orðið fatlaður fyrst og fremst notað um fólk með skerta hreyfigetu ) eru þó sennilega allmiklu fleiri á landinu. ( Samkvæmt upplýsingum fra skrifstofu landssambandsins eru ekki nærri allir i samtökunum, sem ættu að vera þar, serstaklega hér i Reykjavik. úti á landi er þátttaka hins vegar almenn, og þar er viða einnig t.d. berkla- veikt, blint, hjartveikt fólk i Sjálfsbjargarfélögunum, ef það hefur ekki sérstök félög með sér á viðkomandi stað. Fyrsta félag fatlaðra var stofnað 1959 á Siglu- firði. Einnig starfar hér á landi Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem stofnað var 1952, en rhikill hluti meðlima þess eru foreldrar og aðstandendur fatlaðra. Eélagið var upphaflega stofnað til að berjast gegn afleiðingum lömunarveikinnar, en siðar hefur sú barátta orðið viðtækari og beinist að þvi að styðja og styrkja þá, sem eiga við fötlun af ýmsum orsökum að str- íða. Styrktarfélagið rekur æfinga- stöð að Háaleitisbraut 13. t æfingastöðina koma um 120 sjúklingar á dag, og alltaf er bið- listi. Það, hve hægt er að veita mörgum sjúklingum viðtöku, er undir þvi komið, hve margir sjúkraþjálfarar eru við stöðina hverju sinni. Nú eru þeir tiu, þar af sex i fullu starfi. Þrir læknar starfa sinn daginn hver við stöðina. Þar eru einnig gjaldkeri, skrifstofustióri og bilstjóri, sem flytur það fólk á milli, sem erfiðast á með að komast leiðar sinnar. Mikill skortur er hér á landi á sjúkraþjálfurum. Þeir verða að læra erlendis, og flestir leita til Norðurlanda. Námið er þrjú ár og inntökuskilyrði stúdentspróf. Erfitt er að komast inn i skólana á Norðurlöndum, þvi að frænd- þjóðir okkar hafa ekki siður en við mikla þörf fyrir sjúkra- þjálfara, og eiga þvi nóg með að mennta sitt eigið fólk. Æfingastöðvar eru einnig i Kópavogi, rekin af bænum, og á Akureyri, á vegum Sjálfsbjargar. Þá eru starfandi sjúkraþjálfarar i Hafnarfirði, Keflavik og á- Akranesi og á einhverjum sjúkra- húsanna i Reykjavik. Þeir sem eru i æfingaþjálfun i stöð Styrktarfélagsins, koma yfirleitt þrisvar i viku. Talsvert er um, að fólk þurfi að sækja þangað árum saman, e.t.v. með hléum. Ogflestir sem hafa lamazt þurfa að fá þjálfun aftur og aftur. t stöðinni eru fötluðum einnig kenndar æfingar til að gera sjálfir heima. þessara 200.000 manna hafi verið meira en 350 milljónir dala á ári. Ekki er tekið fram, hversu mikið, þessi starfsendurhæfing kostaði rikið, en frá þvi er skýrt, að þessar 200 þúsundir manna greiði i útsvar og skatta sexfalt meira en starfsendurhæfingin kostaði. Þetta þýðir, að starfsendurhæfing borgar sig i þvi landi, sem tölurnar eru nefndar frá. Þá er að sjálfsögðu ekki reiknað með þeim kostnaði, sem fer i að byggja og hefja rekstur endur- hæfingarstofnana. — Hvað við kemur okkar landi þarf vitaskuld að kljúfa þann kostnað áður en farið er að tala um ágóða fyrir rikið af starfsendurhæfingu, En ég vil gera stuttan töluiegan samanburð á Islandi og Banda- rikjunum i þessum málum. Ef Ætlunin er að koma merki þessu fyrir i byggingum, sem aðgengi- legar eru fyrir fólk I hjólastólum og fatlaða almennt. álit, að riki og bæjarfélög hefðu fengið einhvern vænan hluta af þessum milljónum i sinn hlut aftur til mótvirðis þeim kostnaði, sem útlegðist fyrir starfsendur- hæfinguna. Og það ber að athuga, að hér er aðeins talað um tekjur eins árs, borið saman við útgjöld við starfsendurhæfingu i eitt skipti fyrir öll, eða þvi sem næst. Þessi staðreynd að starfs- endurhæfing borgár sig i bein- hörðum peningum, hefur alllengi verið þekkt, og i mörgum löndum hefur á siðustu áratugum verið kappkostað að koma upp stofn- unum, þar sem starfsendur- hæfing fer fram." Samvizkusamt starfsfólk En það er ekki nóg að endur- þjálfa eða endurhæfa manneskju til starfa eftir sjúkdóm eða slys. Atvinna þarf að vera i boði. Kyrir fáum árum, þegar minna varð um atvinnu en áður hér á landi, bitnaði það fljótlega á fötluðum. Það mun nokkuð almennt, að at- vinnurekendur og vinnuveitendur hræðist að ráða til sin fólk, sem hefur laskazt af völdum sjúkdóms eða slyss. Þessi ótti kann að virð- ast eðlilegur. Enginn vill ráða til sin aukvisa/sem ekki annar verk- efni, og ekki réttlátt gagnvart heilbrigðum rekstrarháttum fyrirtækis að ráða mann til starfa og greiða honum laun einungis vegna þess, að viðkomandi er fatlaður. En hér er yfirleitt um misskilning að ræða af hálfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.