Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. mai 1972 TÍMINN 9 darnir, sem ðfélaginu ? vinnuveitenda, sem byggist á röngu mati og þekkingu. Stórat- vinnurekandi erlendur hefur ritað um reynslu sina _af fötluðu starfs- fólki og skoðanir sinar á þessum málum, sem byggðar eru á eigin reynslu. Hann segir m.a.: ,,At- vinnurekendur, sem og aðrir, gera sig seka um eina villu, sem er sú að athuga ekki, að orð eins og örkuml, fötlun og lömun eru afstæð, en ekki algild.” Þetta er sannleikur. Þegar við tölum um, að einhver sé lamaður eða örkumlaður, segir það litið; það þarf að taka fram gagnvart hverju eða að hvaða leyti persón- an er örkumluð, fötluð eða lömuð. Það er óréttlátt að afskrifa per- sónu með tilliti til atvinnu vegna þess eins, að hún beri utan á sér menjar sjúkdóms eða slyss. Starfshindranir heilbrigðra eru lika ýmsar, engu siður en hinna. Sami atvinnurekandi, sem vitnað er til áður, hefur nefnt okkur at- riði, sem hann reiknar til sann- inda fyrir þvi, að fyrirtækjum sé hollt að hafa fatlaða i þjónustu sinni. Hann segir, að vinnuskýrsl- ur sýni, að framleiðsla og vinnu- afköst hinna fötluðu séu meiri en þeirra, sem heilir eru, séu hinir fötluðu á annað borð vel æfðir i starfinu og rétt staðsettir. Hann segir, að þetta geti fleiri atvinnu- rekendur vottað. f annan stað segir hann, að fatlaðir séu var- kárari við störf, þannig að slys á þeim sjálfum eða af þeirra völd- um séu fátiðari. Færri slys á vinnustað er beinn sparnaður i rekstri fyrirtækisins. I þriðja lagi eru fjarvistir fatlaðra • starfs- manna minni en hinna sem heil .- ir eru, og öruggara að þeir mæti i vinnu á réttum tima. Þá er fötluð- um starfsmönnum meira keppi- kefli en heilbrigðum að mæta til vinnu, þrátt fyrir t.d. vont veður, þegar aðrir sitja gjarnan um kyrrt heima hjá sér, eða þrátt fyrir minni háttar lasleika svo sem kvef og höfuðverk. Og fatlað- ur eða lamaður starfsmaður er sjaldnar f jarverandi en heilbrigð- ur vegna skemmtanahalds kvöld- ið og nóttina áður. I fjórða lagi hleypur fötluð persóna ekki úr einu starfi i annað, frá einum vinnuveitanda til annars. Það er kostur, sem hver vinnuveitandi kann að meta, þvi að það kostar tima og fé að æfa nýjar persónur til starfa. Forgangsréttur til atvinnu að öðru jöfnu Fáum mun kunnugt, að i nýju endurhæfingarlögunum er kveðið á um, að þeir sem notið hafa end- urhæfingar, skuli að öðru jöfnu, eiga forgangsrétt til atvinnu hjá riki og bæjarfélögum. I lögunum segir einnig: „Þeir, sem notið hafa endurhæfingar samkvæmt lögum þessum, skulu fá aðstoð til að finna starf við sitt hæfi. Endurhæfingarráð skal i samvinnu við vinnumiðlunina i landinu láta gera könnun á at- vinnulifinu með tilliti til hentugra starfa fyrir fólk með skerta vinnugetu, gera spjaldskrá yfir fyrirtæki, er slikum störfum ráða, og vinna að þvi að þeir fái aðgang að þessum störfum.” Svo mörg voru þau orð. Flest er ógert i þessum málum enn. Þó er vert að geta um þá vernduðu vinnustaði, sem starfandi eru hér á landi, þar sem fólk vinnur, sem ekki er samkeppnisfært á al- mennum vinnumarkaði. Múla- lundur i Reykjavik framleiðir plastmöppur, töskur o.fl.Sjálfs- björg á Akureyri rekur vinnu- stofu, þar sem framleitt er raf- lagnaefni, fiskkassar, skilti o.fl. Vinnustofur hafa einnig verið starfandi á vegum Sjálfsbjargar Heimilismenn og starfsmenn aö Reykjalundi (myndin var tekin fyrir tveim árum). Fjölda fatlaöra vantar hiisnæöi viösitthæfi. á Siglufirði, tsafirði og i Reykja- vik, en starfsemi þeirra allra hef- ur verið lögð niður. t húsi öryrkjabandalagsins var um skeið unnið að framleiðslu smá- hluta úr gærum. Þar var verið að vinna upp i pöntun frá útlöndum, og starfsemin lagðist niður að henni lokinni. Það er um þetta starf að segja, að margar vinnu: fúsar hendur eru til, en verkefni eru af skornum skammti. Sumt er í góðu lagi Við erum ekki að öllu leyti á eft- ir frændþjóðum okkar i málum fatlaðra, þótt margt mætti betur fara. Tryggingastofnun rikisins greiðir öll nauðsynlegustu hjálp- artæki fatlaðra að fullu og 70% af verði annarra, sem siður eru talin nauðsynleg. Þá er allt að 80.000 kr. felldar af innflutningsgjöldum á bifreiðum fatlaðra og 120.000 kr. ef um atvinnubilstjóra er að ræða. Auk þess tekur Trygginga- stofnunin þátt i kostnaði við sér- stök hjálpartæki i bila. Gervilimir fást nú smiðaðir hér á lndi bæði hjá Arnóri Halldórssyni og össuri Kristinssyni, sem hefur verkstæði i húsi Sjálfbjargar, sem er að risa við Hátún 12. Skrifstofa Sjálfsbjargar, land- sambands fatlaðra að Laugavegi 120 hefur annazt milligöngu um innkaup á ýmiss konar hjálpar- tækjum og hjólastólum. Margir biða Það er þó viðar en i atvinnu og menntunarmálum fatlaðra, sem umbóta er þörf. Húsnæðismálin eru t.d. ekki i nógu góðu lagi, þótt þau standi að visu til bóta hér sunnanlands. Fatlaðir hafa fengið inni i húsi borgarinnar að Austurbrún 6 og húsi öryrkja- bandalagsins Hátúni 10, þar sem eru um 80 ibúðir. Siðara hús öryrkjabandalagsins verður til- búið i sumar, og verða þar um 84 ibúðir. Um áramót verður siðan fyrsti áfangi húss sjálfs Lands- Skábrautir sem þessi eru fötluðum til hagræöis, en einnig mörgum öörum vegfarendum. á, skipulag bygginga, gatna, um- ferðaræða o.s.frv. Alls staðar eru tröppur og þrep til hindrunar fötl- uðum. Það finnst varla nokkurt hús i landinu, sem skipulagt er þannig, að það hæfi fötluðum, og þó má búast við þvi, að i fimmtu hverri fjölskyldu verði einhver fjölskyldumeðlimur fyrr eða sið- ar á ævinni fyrir fötlun, sem hindrar hreyfingagetu hans. Dyr eru of þröngar, lyftur of litlar, og erfiðar inngöngu, salerni rúma ekki mann i hjólastól o.s.frv., o.s.frv. Að ekki sé minnzt á handrið i nútimabyggingum, sem alls ekki eru sniðin þannig, að fólk hafi stuðning af þeim, heldur miklu fremur eftir fegurðarskyni arkitektanna. Fötluð kona i Reykjavik vinnur á þriðju hæð eins bankans i borginni. Eitt sinn bilaði liftan i húsinu og þá komst hún á vinnustað en með þvi að leggja miklu meiri áreynslu á sig en nauðsynlegt væri. Þar var eitt af þessum breiðu viðarhandrið- um. Og viða eru engin handrið i byggingum. Það er aðeins ein og ein verzl- un, sem fatlaðir almennt geta komizt i hindranalitið. Sömu sögu er að segja um hótel, leikhús og kvikmyndahús. Auðskilið er, að mikið fatlaður maður hugsar sig um tvisvar áður en hann fer á Þjóðminjasafnið eða i Þjóðleik- húsið. En þótt tröppur séu falleg- ar frá sjónarmiði arkitektsins, mætti hann einnig hugsa til sambands fatlaðra tilbúinn, og i honum fá inni 45 manns. Það eru sannarlega margir. sem biða vonglaðir eftir þessu húsi. Þar á meðal er roskin kona. sem á sér þá ósk heitasta að fá að vera ein i herbergi. Þessi kona getur ekki hugsað um sig sjálf Framan af ævi var hún hjá góðu fólki, sem annaðist hana. En sið- ustu tuttugu árin hefur hún verið á sjúkrahúsum og elliheimilum, oftast á margbýlisstofum. Senn verður farið að taka við umsóknum um vist i fyrsta áfanga húss Sjálfsbjargar, og ekki verður vandalaust að velja úr þeim umsóknum. Þeir verða fyrir valinu, sem mesta hafa þörfina, og að sjálfsögðu verður leitað álits lækna. Sá hópur sem svipað er ástatt um og konuna, sem áðan var nefnd er ekki áverandi i þjóðfélaginu. En það er ekkert lif að eyða æfinni á sjúkrahúsi. Einnig er þess að gæta, að slikt fólk tekur upp pláss a ájúkrahúsum og elliheimilum, sem full þörf er á fyrir aðra. En bygging húss sem þessa tekst ekki átakalaust Aðeins á þessu ári þarf Sjálfsbjörg að afla 45 milljóna króna til bygg>ngar- innar, ef áætlaður byggingar- hraði á að standast. Umferöarmálin Lokst er eitt áhugamál fatlaðra, sem vert er að minnast íatlaðra, sem stöðugt fer fjölg- andi i nútimaþjóðfélögum, og hafa jafnframt inngang af jafn- siéttu i byggingar, sem hann skipuleggur. Vonir tengdar nýrri bygginga- samþykkt En hér er einnig von um bjart- ari framtið. Arið 1975 kemur til framkvæmda samræmd norræn byggingasamþykkt, sem verið er að vinna að. I henni verður margt gert að skyldu um frágang bygg- inga, sem til hagsbóta er fyrir fatlaða, og mælt með ýmsu öðru. Væntanlega leggur rikið eitthvað af mörkum til þess, að gömlum húsum verði breytt til samræmis við samþykkt þessa. Þá hefur alþingi samþykkt til- lögu, sem Oddur Ólafsson læknir á Reykjalundi og alþingismaður lagði fram um ráðstafanir til að auðvelda umferð fatlaðra. Og i ráði er að gera senn allar opin- berar byggingar aðgengilegar fyrir fatlað fólk. Við látum þetta nægja um mál- efni fatlaðra. Margt er ógert, en vonandi erum við á réttri leið i átt til samfélags, sem býður fötluð- um jöfn tækifæri og öðrum mönn- um, að svo miklu leyti sem unnt er. SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.