Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 11. maí 1972 loksins hringdi mig upp, svo sannfærður var hann um það,aö það hefði verið honum sjálfum, sem var gert rangt til, að ég var næstum glöð yfir þvi,að ég var al- gjörlega upptekin næstu dagana. En svo iðraðist ég og stakk upp á þvi,að við borðuðum saman há- degisverð á mánudag. Chris hafði Fleur með sér á sjónvarpsþáttinn, sem hóf göngu sina á sunnudag. Eftir sýn- inguna klappaði hann mér á öxl- ina og sagði: — Þú stóðst þig með ágætum, Kay. Þá fann ég að ein- mitt þessum orðum hafði ég beðið eftir alla mina ævi. ()g mér var það afar mikils virði, að Chris skyldi lika vel við mig. Þegar t*g gekk til móts við Jónatan um hádegið á mánudag, var ég staðráðin i þvi að forðast efnið Fairfield. Hann var bæði elskulegur og skemmtilegur, hann var Jónatan eins og hann gat beztur verið. Samt sem áður varð okkur ekki forðað frá þvi, að ráðgerð Mildred Blaney, um að byggja álmu við Fairfield-húsiö, bærist i tal. Ég held að við höfum bæði skilið, að þetta var hæltulegt um- ræðuefni, og vógum þvi orð okkar. Það mundi nállúrlega leysa ýms vandamál, sagði hann kæru- leysislega. ()g þú þarft ekki að vera neitt rigbundin við fjölskyld- una, Kay. Við höldum náttúrlega ibúðinni þinni og gelum búið þar, en aðeins verið á Fairfield um helgar. Þannig yrðum við þeim heima algjörlega óháð. Já, Jónatan virtist þessi ráöa- gerð mundi leysa mörg vanda- mál. Eg gat aðeins séð þann vanda og leiðindi, sem hún mundi skapa. — Já, það getur vel verið að það geti gengið vel, sagði ég. — Við getum athugað þetta betur, þegar við komum heim úr Amerikuferðinni.... Fairfield verður áreiðanlega á sinum stað fyrst um sinn. — Væri ekki betra að hefjast handa strax, þá gæti ibúðin verið lullgerð, þegar við komum úr ferðinni? — Ég kysi að fá að vera nær- stödd meðan á byggingafram- kvæmdunum stendur. Það er svo ótal margt, sem við verðum að taka afstöðu til. Og eins og stend- ur er ég algjörlega upptekin. Það er kvikmyndin og sjónvarpið, eins og þú veizt... Ég verð að fá vilja minum framgengt i þessu, hugsaði ég, verð að fresta málinu svo lengi sem mögulegt er, án þess þó að beita mér beinlinis á móti þvi. Ég hefði getað grálið af hugarlétti, þegar hann svaraði mér að visu nokkuð tregur: — Ég býst við, að þú hafir rétt l'yrir þér, breytingar á gömlum húsum geta hafa ófyrirsjáanlega erfiðleika i för með sér, en við viljum auðvitað bæði að allt þarna verði algjörlega fullkomið. Við verðum að finna alveg af- bragðs góð og sjaldgæf húsgögn, Kay. Ég mun horfa i kringum mig og vita^hvort ég sé ekki eitthvað, sem hentar okkur..... og nú var hann alveg i essinu sinu, og mér létti stórum. Jónatan þurfti að fara til Wales og dvelja þar i vikutima til þess að mæta á uppboðum þar um slóðir. Þegar ég fylgdi honum á járnbrautarstöðina krossbrá mér yfir minum eigin tilfinningum. 1 lyrsta sinn,sem ég þurfti að sjá af honum, varð ég mjög hnuggin þegar hann fór. Nú fannst mér, nærri þvi að segja, að mér létti. Vesalings Jónatan, hugsaði ég. Ég vissi að hann elskaði mig djúpt og mikið, og ég reyndi að segja við sjálfa mig að ég endur- gildi honum þessar tilfinningar. lilg óskaði innilega að finna bylgju af kærleika til hans fara um mig. En það einasta, sem ég fann nú var ömurleg meðaumkvun með honum. A meðan Jónatan var fjarver- andi bauð ég Eiriki og I Jndsay á sjónvarpsþátt, og þau voru mikið glöðyfir þvi að fá að koma barna. Ég hafði einnig boðið Maeve, en Eindsay sagði mjög hátiðleg að i dag væri afmælisdagur Honaids, og hún gæti þess vegna ekki farið. Hún ætlaði að vera heima hjá móður sinni um kvöldiö. Ég gat ekki séð nokkurt vit i þessu, en þagði. Lindsay kom til Lundúna snemma dags, og við vorum mest allan daginn i búð- um. Lindsay keypti jakka og pils, ekki hið hagnýta dökkbláa, sem hún var að hugsa um, heldur reglulega glæsilegan ljósgráan jakka með viðeigandi pilsi. Ég fékk þvi ráðið að hún keypti blússu og hatt, sem átti við. Hún mátaði alveg yndislegan lavendelblána nælon-kjól, og ég reyndi allt,sem ég gat til þess að fá hana til að kaupa hann. — Hann mundi eiga mjög vel við i viðhafnarlausu brúðkaupi, sagði ég mjög svo sakleysislega. — En ég ætla ekkert að gifta mig — ekki ennþá að minnsta kosti. — Þú ert þó trúlofuð Eiriki, eða er ekki svo? Hugsaðu þér ef hann kæmi með leyfisbréfið einhvern daginn, og segði við þig: ,,Nú eða aldrei”. Þá kæmi sér það vel að hafa þennan kjól við hendina. — Eirikur veit, hvað ég hef við að striða, og er mér um- burðarlyndur, sagði Lindsay stillilega, en hún stóð lengi með kjólinn i hendinni, nógu lengi til þess að ég keypti kjólinn svo litið bar á. Hann gat allt að einu hang- ið i minum klæðaskáp.þangað til hún þyrfti til hans að taka. Við borðuðum hádegisverð saman á iburðarmiklum veit- ingastað. Lindsay fannst mjög til um það, hvað ég var kunnug mörgu fólki frá leikhúsunum. — Ég hef aldrei fyrr komið inn á svona glæsilegan veitingastað, sagði hún i hrifningu sinni. —■ Eirikur hefur aldrei haft ráð á þvi að fara með mig á svona dýran stað, Hann hefur alls ekki haft mikið fyrir sig að leggja. Þess vegna er staðan i Canada hin raunverulega framtið hans. — Hann á sannarlega skilið að fá þá stöðu, sagði ég hjartanlega. — Hvenær hyggst þú halda á eftir honum? Hún varð hálf vandræðaleg. — Ég veit svo sem ekki. .. kannski svona eftir hálft ár eða svo. — Þorirðu þá ekki að fara með honum og hjálpa honum i hinum fyrstu örðugleikunum vestra, sagöi ég sakleysislega, að þvi er séð varð. Hún leit snöggt upp. — Það er ekki það Kay. Ég vil mjög gjarn- an fara með honum, en ... — Já, þá er það einmitt,sem hann þarfnast þin mest, eins og þú veizt, þegar allt er nýtt og framandi, og þegar hann er ein- mitt að hefja baráttu sina upp á við. Þá er ég viss um að hann þarf að hafa þig við hliðina á sér. — Mamma þarf lika á mér að halda. Nú andvarpaði ég. Við vorum aftur komnar að byrjuninni. Ég hefði getað hrist hana duglega. En ég reyndi nýtt áhlaup. — Hvað heldur þú að sé mesta áhugamál frú Blaney — að öll börnin hennar séu hamingjusöm. — Já... ég held það. — Og ef hún vissi, að það væri hamingja þin að flytja til Canada með Eiriki, heldurðu að hún mundi þá standa i veginum fyrir þvi? Er hún virkilega svo eigin- gjörn. — Auðvitað er hún ekki eigin- gjörn, hrökk út úr Lindsay. — Hún er yndisleg kona. En ég get ekki farið frá henni og vitað til þess, að ég hefði með þvi sært hana djúpt, og þar að auki látið hana halda,að ég vanþakkaði allt það, sem hún hefur gert fyrir mig. Ef henni geðjaðist að Eiriki og gleddist yfir þvi tækifæri, sem hann hefur fengið, og segði: ,,ég óska ykkur til hamingju”, væri að allt annað mál. Þér finnst náttúrlega ég vera heimsk, en.... en ég get ekki hegðað mér öðru- visi. Já, mér fannst hún vera heimsk — blind, bjánaleg, feimin og heimsk, en ég sagði ekkert af þessu, ég fór að tala um annað. Seinnipartinn á laugardag fór ég til Fairfield. Nú vildi ég hafa frú Blaney og Fairfield fyrir framan mig um stund. Þó heitt væri i veðri, kom ég að henni sitjandi fyrir framan glóandi bál i dag- stofunni. — Mér er svo kalt. Það er lik- lega fyrir það hvað ég er orðin gömul, sagði hún. Mér virtist hinsvegar að þessi litla, granna kona vera án nokkurs aldurs — ekki ung, ekki gömul, og ekki einu sinni miðaldra. Hún hafði alla sina daga litið út eins og hún var i dag. Við fórum að tala um Jónatan, og þá gaf hún mér það tækifæri, sem ég beið eftir. — Það er leiðinlegt að Lindsay _ skyldi ekki vera heima, Kay, sagði hún. — Hún er svo hrifin — 1104 Lóðrétt Lárétt 2) Æfa — 3) Tól — 4) Askar — 1) Land — 6) Þrjátiu ára — 5) Armar — 7) Kál — 8) Fái 10) Vein - 11) Hasar - 12) -9)Aur-13) Vek-14) Tin Fugla — 15) Á ný — Lóðrétt 2) Eins — 3) Konu — 4) Ódæla — 5) Óduglegar — 7) Skrúfur — 8) Hal — 9) Eiturloft — 13) Hulduveru — 14) Sóma — Ráðning á gátu No 1103 Lárétt 1) Ræsta — 6) Skaflar — 10) Ká — 11) Um — 12) Alvitra — 15) Ókunn — HVELL G E I R I D R E K I ll.maí Uppstigningardagur 8.30 Létt morgunlög. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 veöurfregnir). 11.00 Messa i Bústaðakirkju. 13.00 Á frivaktinni. 14.30 Siðdegissagan: „(Jttekt á milijón” eftir P.G. Wodehouse. Einar Thoroddsen les (3). 15.00 Guðsþjónusta i Aðvent — k i r k j u n n i. 16.00 Kammerkórinn i Vin syngur lög eftir Bruckner, Gillesberger stj. 16.15 Veðurfregnir. Siðdegistónlcikar: Frá tónlistarhátið i Hainaut á s.l. ári. 17.00 Barnatimi. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Stundarkorn með þýzka söngvaranum Dietrich Fischer-Dieskau, sem syngur lög eftiiMendjlssohn. 19.30 Gestir i útvarpssal: Catherine Eisenhoffer og Brigittc Buxtorf frá Sviss leika saman á hörpu og flautu verk eftir Rossini, Purcell og Fauré. 19.40 „Heimsljós” eftir Haildór Laxness. Leik- og lestrardagskrá fyrir útvarp, saman tekin af Þorsteini ö. Stephensen eftir miðhluta bindis, Húss skáldsins. 21.00 Tónl-eikar Sinfóniu- hljómsveitar islands i Háskólabíói. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einlcikari: Sidney Sutcliffe frá Bretlandi. 21.50 Trúarljóð eftir Bólu- Hjálmar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. „Kvöldvaka”, smásaga 22.35 Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 12.maí 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Gttekt á milljón” eftir P.G. Wodehouse. Einar Thoroddsen les (4). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. Lesin dagskrá næstu viku. 15.30 Miðdegistónleikar. 17.30 Or ferðabók Þorvalds Thoroddssens. Kristján Árnason byrjar lestur úr bókinni. 18.00 Fréttir á ensku. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Mál til meðferðar. 20.00 Otvarp frá Alþingi: Almennar stjórnmálaum- ræður, eldhúsdagsumræður, — fyrra kvöld. Fréttir og veðurfregnir. Dagskrárlok um kl. 23.30. I ll ll lllÍi ll FÖSTUDAGUR I2.mai 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augl 20.30 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Njörður P. Njarðvik, Vigdis Finnbogadóttir, Björn Th. Björnsson, Sigurður Sverrir Pálsson og Þorkell Sigur- björnsson. 21.10 Hinn framagjarni. Brezkt sjónvarpsleikrit. Aðal hlutverk Peter Barkworth, Isabel Black og Tom Chad- bom. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Miðaldra maður, sem lengi hefur sinnt starfi sinu af miklum áhuga og dugnaði, en vanrækt fjöl- skyldu og heimili að sama skapi, verður óvinnufær og verður að leggja nýtt mat á gildi heimilis og atvinnu. 22.05 Erlend málefni. Um- sjónarmaður Jón H. Magnússon. 22.35 Dagskrárlok. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.