Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.05.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 11. maí 1972 TÍMINN 15 Jóhannesar minnzt á baráttufundi Vinir og samherjar Jóhannesar úr Kótlum gangast fyrir baráttu- fundi i minningu hans n.k. sunnu- dag i Austurbæjarbiói. Einar Bragi flytur ávarp, lesið og sungið verður úr kvæðum Jóhannesar og fluttir ræðukaflar. Flytjendur: Árni Björnsson, Asi i Bæ, Briet Héðinsdóttir, Eyvindur Eiriksson, Sveinn Skorri Höskuldsson, Nina Björk Arna- dóttir, Sólveig Hauksdóttir, Stefán Hörður Grimsson, Vern- harður Linnet og Þorsteinn frá Hamri. Pétur Pálsson og félagar flytja kafla úr Sóleyjarkvæði. Lokaorð um baráttuna framund- an i herstöðvarmálunum flytur Sveinn Rúnar Hauksson. Fundi stýrir Vilborg Dagbjartsdóttir. m Atvinnulausum fækkar OÓ-Reykjavik. 30 april s.l. voru alls 417 á at- vinnuleysisskrá á öllu landinu. Mánuði fyrr voru 524 á atvinnu- leysisskrá. Við siðustu skráningu voru 269 atvinnulausir i kaupstöð- um, 10 i kauptúnum með 1000 ibúa og 138 i öðrum kauptúnum. Flestir voru skráðir atvinnu- lausir á Ólafsfirði, eða 70, en voru 77 mánuði fyrr. A Siglufirði voru 69 atvinnulausir um siðustu mán- aðamót og á Sauðárkróki 58. Nemendamót Kvennaskólans Nemendasamband Kvenna- skólans i Reykjavik heldur sitt árlega Nemendamót i Tjarnar- búð laugardaginn 20. mai n.k. kl. 19,30 sd., sama dag og Kvenna- skólanum i Reykjavík er slitið. Nemendamótin eru vinsæll siður i starfssemi Nemendasambands- ins, þar gefst afmælisárgöngum og öðrum fyrrverandi nemendum gott tækifæri til þess að koma saman og minnast skólaáranna. Að þessu sinni verður á dagskrá meðal annars skemmtiatriði, sem nemendur úr Kvennaskólan- um i Reykjavik sjá um, Guðrún Á. Simonar syngur mtð undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur, spilað verður Bingo og gestir taka til máls. Nýútskrifuðum námsmeyj- um er boðið að koma og gerast þar með virkir þátttakendur i nemendamótinu. Einar Framhald af bls. 1 herra Bandarikjanna i ráðherra- bústaðnum hér i Reykjavik hinn 3. þ.m. lét ég i tilefni af þessu i ljósi við hann áhyggjur islenzku rikisstjórnarinnar út af gangi mála i Vietnam. 1 gær átti ég svo samtal við sendiherra Bandarikjanna hér og gerði honum i ljósi siðustu atburða grein fyrir þvi, hversu islenzka rikisstjórnin hlyti að harma þá óheillaþróun, sem þessi mál hafa nú tekið. bannig hefur að minum dómiplltoffljóttkomiðfram það, sem lyrrnefndur utanrikisráð- herrafundur óttaðist og vakti athygli á, þ.e. að aukinn striðs- rekstur i Vietnam hafi neikvæð áhrif á samband stórveldanna og tilraunir til að draga úr spennu. Þvi miður hefur umrædd sam- þykkt utnaríkisráðherrafunduar Norðurlandanna, sem kannski var heldur varla að vænta, ekki megnað að draga úr þeim striðs- rekstri, sem háður er i Vietnam, en ég hygg, að enginn þurfi að vera i vafa um það, hvaða skoðanir islenzka rikisstjórnin hefur á þeim styrjaldarrekstri, sem þar er nú háður, þegar þessar upplýsingar hafa verið gefnar, sagði utanrikisráðherra Svava Jakobsdóttir þakkaði ráðherranum svörin og kvaðst vilja lýsa ánægju sinni yfir, hversu fljótt hann hefði brugðizt við, eftir að fréttist um síðustu atburði i Vietnam. Þá sagði Svava m.a.^að að sinum dómi væri sú skylda lögð á herðar islenzkri rikisstjórn og islenzkri þjóð að leggjast á sveif með þeim aðilum, bæði bandariskum og öðrum, sem beittu sér nú gegn stefnu Nixons i Vietnam og siðustu hernaðaraðgerðum þar. — Ennfremur tóku til máls þing- mennirnir Bjarni Guðnason og Jóhann Hafstein. SÆNSKUR LEIKFLOKKUR I HEIMSÓKN HJÁ L.R. Jónas Jónsson. Tók sæti á Alþingi EB-Reykjavik. Jónas Jónsson 1. varaþing- maður Framsóknarflokksins i Norðurlandskjördæmi eystra, hefur tekið sæti á Alþingi i stað Ingvars Gislasonar, sem er á för- um til útlanda i opinberum erindum. Útvarps- umrœður EB-Reykjavik. Eins og greint hefur verið frá i biaðinu verða annað kvöld útvarpsumræður i Sameinuðu Alþingi, og einnig á mánudags- kvöldið. I umræðunum annað kvöld tala þeir Pétur Pétursson og Stefán Gunnlaugsson fyrir Alþýðuflokk inn. Fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna tala þeir Björn Jónsson og Magnús Torfi ólafs- son, menntamálaráðherra. Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra og Einar Agústsson, utan- rikisráðherra, tala fyrir hönd Framsóknarflokksins. Þá tala fyrir hönd Alþýðubandalagsins þeir Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, Garðar Sigurðsson og Sigurður Magnús- son og fyrir Sjálfstæðisflokkinn tala Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen og Ólafur G. Einars- son. Hver flokkur fær 40 minútur til umráða. Verða umferðir tvær, þannig að hver flokkur fær 20 minútur i hvorri umferð. SJ-Reykjavik Um helgina kemur leikflokkur- inn Friteatern frá Sænska rikis- leikhúsinu i heimsókn til Leik- félags Reykjavikur og hefur sýn- ingar i Norræna húsins i næstu viku. Flokkurinn flytur hér leik- ritið Goðsögu, sem byggist á grisku goðsögninni um Þeseif, sem lagði að velli ófreskjuna Minótáros. Höfundar leikritsins eru Frances og Marta Vestin, sem jafnframt er leikstjóri og leikmyndasmiður, og hafa þær lesið i eyður goðsögunnar, tengt hana pólitiskum veruleika og gef- ið sinar persónulegu skýringar. Leikendur eru Kenneth Berg- ström, Barbro Enberg, Jan Sang- berg og Jonas Granström. Sýn- ingarstjóri er Gunnar Kalmer og Fararstjóri Inger Sjönwall. Gestaleikur þessi nýtur styrks frá Norræna menningarmálasjóðn- um, og hefur sænskur leikflokkur ekki komið hingað siðan Brúð- kaup Figarós var flutt hér af sænskum árið 1950. Sýning Friteatern á Goðsögu er talin mjög gott dæmi um tilraunir litilla leikhúsa á Norðurlöndum um þessar mundir. Hún hefur hlotið góða dóma, m.a. taldi gagnrýnandi Dagens Nyheter hana með beztu dæmum um, hvernig unnt er að ljá sigildu efni gildi i nútimanum. Takmarkaður fjöldi áhorfenda kemst á sýningar Friteatern i Norræna húsinu, en leikritið er flutt á hringsviði og áhorfendur sitja allt i kring. Sýningarnar verða á mánudags- og þriðju- dags-, fimmtudags- og föstudags- kvöld kl. 8.30 og á laugardag kl. 4. Aðgöngumiðasala hefst i Iðnó kl. 2 i dag. Sænska rikisleikhúsið er eitt af helztu leikhúsum i Sviþjóð. Það starfar að miklu leyti sem farandleikhús, en miðstjórn þess er i Stokkhólmi. Innan vébanda Hallgrimskirkja i Saurbæ. Ferming sunnudaginn 14. mai kl. 2. Prestur séra Jón Einarsson. Þessi börn verða fermd: Sigriður Jóhannesdóttir, Geitabergi Soffia Sóley Magnúsdóttir, Kala- stöðum Stefania Erla Pétursdóttir, Botnsskála Valdis Inga Valgarðsdóttir, Eystra-Miðfelli Auglýsing um sveinspróf Sveinspróf i löggiltum iðngreinum (vor- próf) fara fram i mai og júni 1972. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sina, sem lokið hafa námstima og burt- faraprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur, sem eiga minna en 2 mánuði eftir af námstima sinum, þegar próf fer fram, þ.e. hafa lokið námi fyrir 1. ágúst 1972, enda hafi þeir lokið burtfaraprófi frá iðnskóla. Umsóknum ber að skila til formanns hlut- aðeigandi prófnefndar fyrir 18. mai n.k., ásamt námssamningi, brottfararpróf- skýrteini frá iðnskóla, fæðingarvottorði og prófgjaldi. Skrá um formenn prófnefnda liggur frammi i skrifstofu iðnfræðsluráðs svo og hjá iðnfulltrúum og á bæjarfógeta- og sýsluskrifstofum. Athygli er vakin á þvi, að sveinspróf mega aðeins fara fram á auglýstum tima. Reykjavik 9. mai 1972 Iðnfræðsluráð. leikhússins starfa nú margir sjálfstæðir leikhópar, svo sem Friteatern. Stærri leikhópar halda uppi eins konar leikmið- stöðvum á fjórum stöðum i land- inu, en einnig eru sendar út leik- sýningar um landið, bæði þessara hópa og i samvinnu við önnur leikhús i Sviþjóð. Frances Vestin hefur getið sér orð sem rithöfundur i Sviþjóð á siðustu árum. Marta Vestin er i hópi dugmestu leikstjóra i Svi- þjóð. Hún er nú þritug, en hefur unnið sem leiksijóri frá þvi hún var 19 ára. Hún hefur m.a. starf- að i Borgarleikhúsinu i Stokk- hólmi, Theatre Worldshop i London og nú siðast með eigin leikhópi innan vébanda Sænska rikisleikhússins. Hún hefur samið leikrit fyrir börn og stjórnað þeim. Asamt Frances Vestin hef- ur hún siðustu ár sinnt verkefn- um, sem ekki eru ætluð hefð- bundnum leiksviðum. Þessar sýningar hafa verið ætlaðar til ferðalaga og einkum stilaðar upp á lýðháskólana. Friteatern hefur haft námskeið með áhuga og at- vinnufólki og Marta Vestin hefur stundað leikkennslu. # ___r SKALATUNSHEIMIUÐ Foreldrar og aðstandendur vistfólks á Skálatúnsheimilinu, vinsamlegast athugið að handavinnu- og skólasýning Skálatúns verður opnuð i Félagsheimili Kópavogs, föstudaginn 12. mai kl. 14. Þeir, sem vilja hafa forkaupsrétt að mun- um barna sinna eru vinsamlegast beðnir að mæta við opnunina. Athugið, seldir munir verða afhentir eftir kl. 22 á laugar- dag. Forstöðukona SLÆGJUR OG SELVEIÐI eru til leigu i Saurbæ á Rauðasandi. Upplýsingar i sima 38965, Reykjavik. VÖRUBÍLL Tilsölu nú þegai •BENZ1418, 13 tonna með lyftihousingu. Upplýsingar i sima 99-1461 i kvöld og næstu kvöld. EYRARBAKKI - SELF0SS Einbýlishús til sölu a Eyrarbakka, 5 herbergi, stór lóð, hagstætt verð. Einbýlishús til sölu á Selfossi, 5-6 herbergi, skipti á Ibúð í Reykjavik æskileg. HÚSAVAL , Skólavörðustlg 12. Símar 24647 og 41230. ÍBÚÐ ÓSKAST Hjón með 2 börn óska eftir 3ja — 4ra herb. ibúð til leigu i gamla bænum. Algjör reglusemi. Tilboð merkt ,,Á götunni 1308" sendist afgreiðslu blaðsins fyrir næstu mánaðamót. Matráðskona - Kennari Við hjúkrunarskóla Islands er laus til umsóknar staða matráðskonu, sem jafn- framt annast kennslu i næringarefnafræði og sjúkrafæði. Húsmæðrakennaramenntun áskilin og nokkur starfsreynsla æskileg. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Skólastjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.