Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIflJAN SÍMI: 19294 t Olafur Jóhannesson forsætisráðherra í útvarpsumræðunum í gærkvöldi: Framtíðargengi þjóðar- innar veltur á farsælli lausn landhelgismálsins ¦ r TK-Reykjavík í ræðu sinni i útvarpsumræðunum í gærkvöldi sagði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra, að málefnasamningur stjórnarflokkanna væri miðaður við kjörtimabilið, og gæti þvi enginn ætlazt til,að á fyrsta starfsári stjórnar- innar væri allt komið til framkvæmda, sem ráðgert væri á kjörtimabilinu. En býsna margt af þvi, sem i málefnasamningnum væri, hefði þegar komið til framkvæmda eða væri i burðarliðnum. Rakti ólafur siðan helztu atriðin i starfi stjórnarinnar, og fjallar forystugrein blaðsins i dag um þann kafla ræðu hans. Þá fjallaði forsætisráðherra um efnahags- og verðlagsmál og þann vanda, sem þar er við að fást. Hann sagði m.a.: „Þeir eru til, sem telja fyrirhugaðar framkvæmdir of miklar, og að inn- flutningur ofbjóði gjaldeyrisgetunni. Slika menn verður að spyrja, úr hvaða framkvæmdum þeir vilji draga og hvernig þeir vilji hefta innflutning. Það er min skoðun, að i þessum efnum sé nú farið á fremsta hlunn, en án þess þó, að um verulega ógætni sé að ræða. En þar verður að vera á verði og gera viðeigandi ráðstafanir, ef reynslan sýnir, að til vandræða horfir. málefnum ofar. í því máli stend- ur öll þjóðin einhuga um þá stefnu, sem mörkuð hefur verið, og að baki rikisstjórninni. Þá ein- ingu má með engu móti rjúfa, þvi að hún mun að lokum færa okkur fullnaðarsigur. En það væri blekking að loka augunum fyrir þvl, að enn er langt i land. Ef núverandi rikisstjórn ber gæfu til að hafa forystu um að koma þvi máli heilu i höfn, þá er það trú min, sagði forsætisráð- Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði, að það væri nokk uð gagnrýnt, að rlkisstjórnin hefði ekki nægilega föst tök á verðlagsþróuninni, og að verð- bólgu gætti nú meir en góðu hófi gegndi. Rétt væri að taka fram, að núverandi rikisstjórn hefði aldrei heitið þvi að stöðva verð- bólguna með öllu, að hans dómi væri það ómögulegt nú við þær aðstæður, sem væru i islenzku þjóðfélagi. Það væri ekki hægt. a.m.k. ekki til frambúðar, að setja þar neina enda algerlega fasta. Hitt segði i málefnasamn- ingi stjórnarinnar, að ríkisstjórn- in myndi leitast við að tryggja, að hækkun verðlags hér á landi yrði ekki meiri en i helztu nágranna- og viðskiptalöndum. Forsætis- ráðherra kvaðst viðurkenna það hreinskilnislega, að rikisstjórnin hefði ekki enn náð þeim tökum á þessum málum sem skildi ög hún hefði viljað. — Það þýðir ekki annað en horf- ast i augu við það, að nokkrar hækkanir á verðlagi og ýmiss konar gjaldskrám hafa verið og Játaði veiðar í landhelgi OO-Reykjavik. Brezki togarinn Everton var staðinn að ólöglegum veiðum inn- an fiskveiðilögsögunnar austan við Hvitinga s.l. fimmtudags- morgun. Varðskip fór með togar- ann inn til Seyðisf jarðar, þar sem mál skipstjórans var tekið fyrir i gær. Togarinn var 0.8 til 0.9 sjómilur innan f iskveiðimarkanna. Blindaþoka var, þegar varðskipið kom að togaranum. Einhver skekkja var i siglingatækjum togarans, og var það sannreynt við rannsókn á Seyðisfirði. Skip- stjórinn játaði brot sitt i gær. munu verða óhjákvæmilegar. Það verður mönnum að vera ljóst, sagði forsætisráðherra, og er ekki komið aftan að neinum i þvi efni. Um málflutning stjórnarand- stöðunnar sagði forsætisráðherra m.a.: ,,íog ætla ekki hér að fara að skattyrðast við stjórnarandstöö- una. Hún sparar sjálfsagt ekki stór.yrðin, ef að vanda lætur. Hún sér ekkert nema myrkur um miðjan dag. Ég dreg i efa, að menn taki skraf hennar alvar- lega, enda mun sannfæringar- kraftinn skorta. En það er nú einu sinni svo, að stjórnarandstaðan hefur, og á að hafa, fullt frjáls- ræði um það, hvernig hún hagar sinum málflutningi og gegnir sinu hlutverki. Það ætlast auðvitað enginn til þess, að hennar dómar um rikisstjórnina séu hlutlausir. En við þá menn, sem vilja meta núverandi rikisstjórn, starf henn- ar og stefnu, af fullri sanngirni, vil ég segja þetta: Það verður að hafa i huga, að núverandi rikisstjórn er sam- steypustjórn þriggja flokka, sem um margt eru ólfkir og hafa mis- munandi viðhorf til ýmissa mál- efna. Málefnasamningurinn er þvi i sumum greinum byggður á málamiðlun, og um tiltekið atriði er það beinlinis tekið fram, að um það sé ágreiningur. Yfir þetta er engin fjöður dregin. Auðvitað hlýtur starf stjórnarinnar einnig stundum að byggjast á málamiðl- un. Þess vegna getur samstarfs- flokkurinn ekki búizt við þvi að fá öll sln sjónarmið að fullu og öllu tekin til greina. Það verða allir góðviljaðir menn að skilja." — 1 lok ræðu sinnar ræddi Ólaf- ur Jóhannesson um landhelgis- málið. Það er langsamlega stærsta mál íslenzku þjóðarinnar. Það er hennar Hfshagsmunamál, og á farsælli úrlausn þess veltur framtiðargengi hennar öllu öðru framar. Það ber að setja öllum ólafur Jóhannesson forsætisráðherra herra, — að það eitt muni endast henni til góðs vitnisburðar á dómsdegi. Nánar veröur fjallað um ræður forsætisráðherra og utanrikisráö- herra I útvarpsumræðunum I „Mönnum og málefnum" og for- ystugrein blaðsins á morgun. mgunnn er tregur OÓ-Reykjavik. Þvert á móti þvi, sem menn bjuggust við, hefur sjóbirtings- veiði verið treg það sem af er vorinu. Veg- na góðrar verðráttu gerðu menn sér vonir um góða veiði i vor, en þær vonir hafa brugð- izt. Sjóbirtingsveiðin hófst 1. april. Fyrstu dagana urðu menn vel varir á Suðurlandi, allt frá Þorleifslæk austur i Skaftafellssýslur, en brátt dró úr veiðinni, og lætur sjóbirt- ingurinn enn á sér standa. Heldur betur hefur gengiö I Borgarfirði. Um tima var all- góð sjóbirtingsveiði I Laxá i Leirársveit, en það er sama þar og á Suðurlandi, það er eins og hann sé lagstur frá aftur. Eru veiðimenn nú orðið farnir að halla sér meira að vatnafiski, enda orðnir leiðir á að renna fyrir sjóbirtinginn, þar sem Htið virðist vera af honum. Vötnin eru opnuð fyrir veiði frá 1. til 15. þ.m. Góðir fiskar hafa fengizt i Þing- vallavatni, allt upp 114 punda, en það er helzt á vorin, sem þar fást vænir fiskar, þegar hann er að ganga upp á grunn- in. t Hliðarvatni hefur verið allsæmileg veiði, og eins I Djúpavatni. En n.k. mánudag verða fleiri vötn opnuð fyrir veiði, svo aö silungsveiðin hefst af fullum krafti i næstu viku. ÞO KeyKjavik Sem kunnugt er, sökk fær- eyski togarinn Sundaberg frá Klakksvik NA af Nýfundna- landi á sunnudag. Ahöfnin, 38 manns, fór i gúmmibjörgunarbáta og var siðan bjargað um borð i brezku togarana Othello og Kingston Amber, eftir að hafa verið dágóða stund i bátunum. Sundaberg var 20 ára skip, smiðað árið 1952 i Þýzkalandi, og var það 623 rúmlestir að stærð. Frá þvi að.fyrst varð vart við leka að Sundabergi og þar til það sökk liöu 4 klukku- stundir. Brezku sjómennirnir á Othello tóku nokkrar myndir.er Sundaberg var að faiai hafið, og á þessari mynd sést i skutinn á Sundabergi, en nokkrum augnablikum eftir að myndin var tekin hvarf það i hafið. BSl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.